Alþýðublaðið - 02.12.1955, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 02.12.1955, Qupperneq 4
4 AlþýgublaSlg Föstudagur 2. desember 1955. Útgefandi: Alþýðuflok\url*n. Ritstjóri: Helgi Scemundsso*. Fréttastjórí: Sigvaldi Hjálmarsso*. Blaðamcnn: Björgvin Guðmundsso* og Loftur Guðmundsson. Auglýsingastjóri: Emilía Samáelsdóttlr, Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Alþýðuprcntsmiðjan, Hverfisgðt* 8—10. 'Ásþriftarverð 15J00 á mánuði. I lausasðlu l/)0. Blettur á lyðieldið Á FULLVELDISDAGINN í gær bárust þjóðinni þau tíðindi, að ókleift hafi reynzt að setja lýðveldinu stjórnar- skrá. Nefndir hafa starfað að þessu máli og kostnaður hlað izt upp eins og venjulega, en ekkert samkomulag náðst. Stjórnarflokkarnir eiga hér augsýnilega mesta sök, og vissulega liggur í augum uppi, að þetta sé blettur á lýðveldinu, sem íslendingar geti ekki unað öllu lengur. Virðist einsýnt, að alþingi skeri úr um, hvort það ætlar að afgreiða stjórnarskrár- málið eða fela sérstöku stjórnlagaþingi meðferð þess. Forustumönnum þjóð- arinnar hafa ekki enzt ellefu ár til að vinna verkið, en al- menningur hefur mikinn áhuga á stjórnarskrármálinu eins og iðulega kemur fram í ræðu og riti einstaklinga og samþykktum fulltrúa- funda og sérþinga. Almenn- ingsálitið mun fordæma þann aumingjadóm alþingis og stjórnmálaflokkanna að leiða ekki þetta stórmál til viðunandi lykta. Slíkt sýnir óhugnanlega þreytu þeirra aðila, sem landsmenn hafa falið forsjá sína. Hér skal ensinn dómur lagður á ágreininginn um afgreiðslu hinnar nýju stjórn arskrár, en því fagnað, að hætt skuli að binda vonir við sofandi nefndir og sú stað- reynd játuð, að málið sé kom ið í hnút. Nú ber alþingi skylda til að taka stjórnar- skrármálið öðrum og fastari tökum en hingað til og hafa frumkvæði um afgreiðslu þess. Biðin er þegar orðin allt of löng og hlutaðeigend- um til ærinnar háðungar. Út á við gæti virzt svo, að lýð- veldisstofnun myndi lítið al- vörumál þjóð, sem ekki hef- ur framtak í sér til að inn- sigla hana með stjórnarskrá. Sú ályktun væri þó mikill misskilningur. Islendingar endurreistu lýðveldið forna bjartsýnir og stórhuga, og enginn lét sér til hugar koma, að fyrirkomulagsat- riði eins og setning nýrrar stjórnarskrár yrði vand- kvæðum bundið. Svo er held ur ekki. Mistökin stafa af því, að alþingi hefur dottað, þegar það átti að vaka. Þess vegna þarf almenningsálitið að ýta við hinni virðulegu stofnun, unz landsfeðurnir, sem þar sitja, hefjast loks- ins handa. Glœsileg frammistaða ÞREMUR fyrstu skákun- um af sex í einvígi Fríðriks Ólafssonar við stórmeistar- ann Herman Pilnik er lokið, og hafa leikar farið á þá lund, að Friðrik vann tvær þeirra, en ein varð jafntefli. Þetta er glæsileg frammi- gtaða. Stórmeistarinn verður að leggja sig allan fram, ef honum á að reynast sigurs auðið. Friðrik hefur gengið karlmannlega að þessu verki og sýnt einu sinni enn hví- líkur garpur hann er í skák íþróttinni. Hahn virðist í stöðugri framför og hefur á- reiðanlega fullan hug á áð verða Norðurlandameistari, þegar kemur til úrslitaglim únnar um þann sæmdartitii upp úr áramótum. Tilkynning Fyrir sívaxandi örðugleika í viðskiptum, verðum vér, því miður, að selja vöru vora gegn staðgreiðslu. Öll lánaviðskipti falla hér með niður. Félag raftækjaheildsala. Bœkur og höfundar: Árangur íslendinga á sviði skákíþróttarinnar er orðinn skemmtilegt ævintýri. Á- huginn segir til sín í æ rík- ari mæli, og nú gefst Friðrik Ólafssyni fyrstum íslendinga kostur þess að helga sig skak inni. Hann hefur sannariega til þess unnið. Hitt er þó enn meira virði, hvers má af hon um vænta í framtíðinni, ef að líkum lætur. Einvígið við jafn viðurkenndan og snjall- an skákmeistara og Herman Pilnik sýnir enn og sannar, að þessi ungi og óvenjulegi hæfileikamaður er á góðum vegi til heimsfrægðar. ís- lendingar eru stoltir af Frið- rik Ólafssyni og árna honum allra heilla í framtíðinni. Ævisaga Atbe rts Schweitzers * Sigurbjörn Einarsson: Albert Schweitzer. Ævisaga. Bókaút- gáfan Setberg. Rvík 1955. HÉR HÖFUM VÉR þá loks ævisögu Schweitzers á íslenzku og mátti ekki seinna vera. Allt of lengi var oss flestum ókunn- ugt, eða lítt kunnugt um Albert Schweitzer, vísindaafrek hans, listaafrek hans, og hið stórfeng lega mannúðarstarf hans meðal blökkumanna í Mið-Afríku. En eigi alls fyrir löngu stóð hann ffammi yfrir öllum heimi og hafði hlotið friðarverðlaun Nób els. Þá gaf oss ekki dulizt mað- urinn í svip. Og heldur eigi gát- una vér með öllú varizt því að verða þess áskynja, hvílíkan boðskap hann hafði flutt sam- tíð sinni og öllu mannkyni. Og hvílíka dáð hann hafði drýgt. En nú höfum vér, góðu heiUi, fengið bókina um Schweitzer, myndarlegt rit, rúmar þrjú hundruð síður í hóflegu broti. Og héðan af er oss það því vork unnarlaust að eiga nokkurn veg inn fullskýra mynd af Schweit- zer, meðal þeirra, sem settu svip sinn og mót á vora öld. Með ýmsum hætti ber þá við sjónhring minninganna, Músso- lini, Hitler, Stalin, Roosevelt, Nansen, Einstein, Niels Bohr, og óneitanlega misjafnlega geð- þekka. Yfir mynd sumra hvílir skuggi mikilla skelfinga og ófarnaðar, um mynd annarra leikur ljómi mikillar mann- göfgi og frábærrar snilli. Héð- an af verður það vandalaust fyrir hvern læsan ungling á landi voru, að vita í hvorum armi fylkingar hann á að leita Alberts Schweitzers. Og kynni að leiða til giftusamlegrar eggj unar og lífsfrjórrar íhugunar. Persónulega þykir mér mjög vænt um það, að prófessor Sig- urbjörn Einarsson valdist til þess að rita bókina um Schweit zer, af því að ég veit, að þar fjallaði sá um, sem til þessa var betur fær, en engi vor ann- arra. sem nú setjum saman bæk ur á íslandi. Og séra Sigurbjörn er svo vel ritfær, að honum bregzt aldrei bogalistin, og sést þar, sem hann fjallar um þá hluti, sem eiga aðdáun hans óskipta og ást. Og þetta við- fangsefni var honum með ýms- um hætti sérstaklega hjartfólg- ið og hugstætt, og ber bók hans því á ýmsan hátt vitni. Hann skýrir frá ævistarfi Schweit- zers og gerir grein fyrir meg- inatriðurrv í heimspeki hans og guðfræði, án þess að vera á varð stöð gagnrýnandans, heldur set- ur sig í spor hins auðmjúka lærisveins. Og alveg er mér það efalaust mál, að þannig yarð oss mestur fengur í bókinni. Ég efast um, að mönnum liggi það almennt í augum uppi hví- líkt óhemju verk það er, að semja bók, slíka sem þessa, svona stutta og svona ljósa og alþýðlega. Höf. hefur fyrir sér, hvorki meira né minna, en tutt ugu og fimm rit Schweitzers sjálfs um hin ólíkustu efni, 'mörg þung og allflókin og há- vísindaleg. Og fjórar ýtarlegar ævisögur Schweitzers á erlend- um málum. Einfaldast og auð- veldast hefði verið að semja blátt áfram ævisögu Schweit- zers, rekja feril hans frá stór- brotnum afrekum til annarra enn stórbrotnari afreka, unz hann stendur í hárri elli um- vafinn lotningu og aðdáun ver- áldarinnar, sem tákn hinnar ’ æðstu siðferðilegu viðleitni, Albert Schweitzer. sem birzt hefur með vorri öld. En prófessor Sigurbjörn hefur valið hinn kostinn, sem þó var sýnu torveldari, að gefa iöfn- um höndum innsýn í innra líf þessa furðulega manns, trú hans, heimspeki og guðfræði. Fyrir það verður mynd Schweit zers fyllri og sannari. Og það er öðru nær, en að þetta geri bókina óaðgengilegri ólærðum mönnum til lestrar. Svo fimlega ferst höfundi þetta vandasama verk, að lesandinn finnur ekki, að hér er próf. Sigurbjörn að fvlgja honum um mikið tor- leiði stórfenglegra og djúp- særra hugsana, og tjá mikiifeng legan boðskap. Þetta verður allt svo einstaklega eðlilegt og ljóst. Hitt dylst mér ekki, að þeir, sem nákunnugir eru guð- fræði og heimspeki Schweit- zers, kunna þarna margs að sakna, og hvernig ætti annað að vera, í ekki stærri bók? En þeir munu líka vera harla fáir vor á meðal. Hins þarf heldur ekki að dyljast, að svo ágæta vel, sem þessi bók er rituð fer hún ekki öll á jöfnum kostúm, enda liggur ekki allt efnið jafn auð- veldlega við. Tíminn, sem prófi Sigurbjörn hafði til þess að leysa verkið af hendi var í rauninni allt of skammur bg furðulegt, að honum skyldi éndast þrek og snerpa * til að ljúka því svo glæsi- vlega í einni lotu. Nýtur hann J þess þar, að hann er enginn við vaningur í þeirri torveldu list að gera grein fyrir miklu efni í stuttu máli. | Það er mikill fengur í þess- ari bók um Albert Schweitzer og próf. Sigurbjörn og útgef- ; andinn eiga báðir þakkir skyld- ar, fyrir að hafa gefið oss hana. Albert Schweitzer ber í sér meira af samvizku heimsins, von hans og fyrirheitum, en ! nokkur einn maður í samtíð I vorri, sem vér vitum deili á. Og jslíkum manni er gott að kynn- ast í fylgd með prófessor Sigur birni. Sigufður Einarsson. ALUR F N A 6 £ R 0 Jarðarber j asulta Blönduð sulta Hindberjasulta Marmelaði fást í næstu búð. Sími 8-27-95 KITCHEN-AID HRÆRIVÉLARNAR eru komnar FENGUM í gærdag stóra sendingu af hin- um vinsælu KITCHEN-AID hrærivélum. Væntanlegar í gulum, grænum og bleikum Iit. Búsáhalda- og heimilistækjadéild

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.