Alþýðublaðið - 02.12.1955, Síða 5
JPöstudagui- 2. desember 19öö.
AlþýSublagjg
5
ADENAUER kanzlari
sagður á batavegi. Enn heldur
hann þó kyrru fyrir á heimili
sínu í Rhöndorf og sinnir nauð
synlegustu stjórnarstörfum
þaðan, en búizt er við að hann
geti settft að í Bonn upp úr ný-
árinu. Ekki er þó neinumivafa
bundið að sjúkleiki haris er
mun alvarlegri en almenningi
hefur verið gert Ijóst. Mörgum
hefur þyí orðið að spyrja hvað !
verða muni í Þýzkalandi, ef
Adenauer fellur skyndilega'
frá, en hann verður áttræ.ður í
janúar.
Innan flokks hans hafðr sjúk
dómur hans þau áhrif, að öðr-
um framámönnum flokksins
virtist örðugt um ákvarðanir.
Að undanförnu hefur Adeaauer
markað stefnu flokksins f flest
um málum. Og nú hittist svo á,
að flokkurinn hlaut að taka af-
stöðu til ýmissa vandamála,
einmitt á meðan Adenauér lá
veikur. Úrslit atkvæðagreiðsl-
unnar í Saar varð stefnu hans í
utanríkismálum nokkur álits-
hnekkir. Nokkurs öryggisleysis
gætti og í umræðunum um
ef nahagsmálin.
SUNDRUN KERKALÝÐS-
HREYFINGARINNAR.
Þá gerðist. það líka, að einn
af fulltrúum kristilega demó-
krataflokksins tók það alvar-
lega skref þvert gegn vilja Ad-
enauers, að sundra vestur-
þýzku verkalýðshreyfingunni.
Sú viðleitni að stofna sérstaka
kristilega verkalýðshreyfingu
hefur heldur ekki reynzt sér-
lega árangursrík, að minnsta
. kosti ekki meðal þeirra, sem
vinnu stundá í helztu iðngrein
um. Verkamönnum flokksins
dylst nefnilega ekki, að klofn-
ingurinn gæti orðið til þess að
gera verkalýðshreyfinguna rót-
tækari en kristilegum demó-
krötum kynni að þykja æski-
legt.
Engu að síður sitja margir
kirkjuleiðtogarnir fastir við
sinn keip og alþjóðasamband
kristilegra verkamanna hefur
lagt stórfé af mörkum til stofn
unar hins nýja verkalýðssam-
bands. Þrátt fyrir það lítur út
fyrir að ekki verði mikið úr
framkvæmdum. Ýmsir þeirra,
sem mest börðust fyrir stofnun
slíks sambands fyrir nokkrum
árum, svo sem Jakob Kaiser,
er núverandi ráðherra og forsætis
ráðherra Vestfalen, Karl Arn-
old, hafa sagt það beinum orð-
um, að þeir vilji ekki á neinn
hátt verða til þess að rjúfa vest
urþýzku verkalýðshreyfinguna.
LÆTUR AF FLOKKS-
STJÓRN.
Að undanförnu hafði nokkuð
verið um það rætt innan kristi-
lega demókrataflokksins, hvort
ekki mundi hyggilegra að Ad-
enauer léti af flokksforustu, |
enda þótt heilsa hans leyfði að,
hann gegndi kanzlaraembætt- !
inu enn um hríð. Sjálfur hefur
Adenaúer ekkert til þeirra j
mála lagt. í raun réttri átti þing
kristilega demókrataflokksins
að hefjast í þessum mánuði, en
vegna sjúkleika kanzlarans hef-
en engar nákvæmar reglur eru
um starfshlutverk hans. Auk
þess er hann úr flokki óháðra
demókrata, og meðal kristi-
legra demókrata voru margir
því mótfallnir, að honum væri
falið þetta embætti.
Óháðir demókratar hafa hins
vegar lýst yfir því, að þeir telji
athugavert hve kristilegu demó
kratarnir hafi lagt undir sig
margar stöður og embætti að
undanförnu. Theodor Blank
hefur verið gerður að varnar-
málaráðherra og Franz-Josef
Strauss að kjarnorkumálaráð-
herra, en það er nýtt embætti.
Tveir ráðherrarnir úr flótta-
mannaflokknum, Oberlánder og
Kraft, hafa nú sagt skilið við
þann flokk, en halda þó emb-
ættum sínum sem utanflokka.
Það verður ýmislegt, sem Ad-
enauer þarf að kippa í lag þeg-
ar hann kemur aftur til Bonn.
Aldarminning
Þórhailur biskup
EITT HUNDRAÐ ÁR eru
í dag liðin frá fæðingu Þór-
halls biskups Bjarnarsonar.
Hann var fæddur í Laufási
við Eyjafjörð 2. des. 1855.
Hann var sonur séra Bjarn-
ar Halldórssonar prófasts í
Laufási og konu hans, Sig-
ríðar Einarsdóttur. Var séra
Björn sáknaskáld og kunn-
ur gáfumaður.
Þórhallur varð stúdent í
Reykjavík 21 árs gamall, ár-
ið 1877, og kandidat í guð-
fræði frá Kaupmannahafn-
arháskóla 6 árum síðar, eða
1883. Frami hans varð mikill
og skjótur. Ári eftir að hann
hafði lokið embættisprófi í
guðfræði eða 1884 fékk hann
veitingu fyrir Reykholts-
prestakalli í Borgarfjarðar-
pórfastsdæmi ög varð próf-
astur í Borgarfirði það sama
ár. En árið eftir, 5 8ð5. var
hann settur fyrsti kennari
við Prestaskólann í Reykja-
vík þá þrítugur að aldri. En
sama ár hafði hann fengið
veitingu fyrir Akureyrar-
prestakalli, en fór þangað
ekki. Forstöðumaður presta-
skólans varð hann 1894.
Séra Þórhallur var skip-
aður biskup yfir íslandi 1908
eftir Hallgrím biskup Sveins. !
son. Var hann biskup til ,
dauðadags 1916. Hann var
þingmaður Borgfirðinga
1894—1899 og aftur 1902—
1907. Forseti neðri deildar
var hann 1892—1897. Kona
hans var Valgerðúr Jónsdótt
ir frá Bjarnastöoum í Bárð-
ardal. Meðal barna hans eru
Trjrggvi heitinn forsætisráð •
herra og Dóra núveran.di
forsetafrú.
eftir Willy Brandt.
ur því verið frestað. Var svo
ráð fyrir gert, að Adenauer
flytti þar ræðu um stefnu
flokksins í félagsmálum, þar
sem búizt er við að kosninga-
baráttan 1957 muni snúast öllu
meira um innanríkismál en ut-
anríkismálin.
Samkvæmt vestur-þýzku
stjórnarskránni ber ríkiskanzl-
aranum áhrifavald mikið og
Adenauer hefur beitt því valdi
af formfestu og röggsemi, en
það hafa flestir þó látið sér
lynda. Hins vegar hafa margir,
— og það ekki eingöngu jafn-
aðarmenn, — verið mjög óá-
nægðir með það, að hin ,,leiða
fylgja“ Adenauers, ríkisritar-
inn Hans Globke, skuli hafa
farið með völdin í sjúkdómsfor-
föllum lcanzlarans. Globke er
mjög umdeildur, en nýtur
fyllsta trausts Adenauers. Fyr-
ir bragðið hefur hann verið
eini maðurinn, sem stóð í sam-
bandi við Adenauer og annast
alla meðalgöngu milli hans og
ríkisstj órnarinnar, flokksstj órn
arinnar og þingmeirihlutans.
ÓÁNÆGÐIR MEÐ YFIR-
GANG FLOKKSINS.
Á þann hátt varð ríkisritar-
inn eins konar varakanzlari,
en hinn raunverulegi og kjörni
varakanzlari er Franz Blucher,
EKKI HVER — HELÐUR
HVAÐ ...
Það virðist afráðið mál að!
Fritz Scháffer fjármálaráð-
herra verði eftirmaður kanzlar-
ans, en von Brentano virðist
annar í röðinni, og hafa þó unn
ið á að undanförnu. Ýmsir
fleiri hafa og verið til nefndir.
Þeir, sem bezt fylgjast með
málum, telja að ekki skipti
mestu hver taki við af Aden-
auer, heldur hvað taki við. Bú-
ast megi við talsverðum átök-
um innan kristilega demókrata
flokksins, en vart þurfi þó að
að gera ráð fyrir klofningi. Og
fullyrða megi að flokkurinn
muni ekki vinna slíkan sigur
við næstu kosningar og þær síð
ustu, og meðal annars þess
vegna vilji framámenn flokks-
ins ekki útiloka samvinnu við
jafnaðarmenn, enda þótt sum-
ir þeirra geri ráð fyrir sam-
starfi við hægri flokkana.
Hálfrar aldar hjúskaparafmæli:
Hólmfríður Björnsdóttir, Sig. Guðmundsson
Vkf. Framsókn.
. VERKAFVENNAFÉ-
SLAGIÐ FRAMSÓKN minnir
^ félagskonur á bazarinn 7.
\þessa mánaðar. — Tekið á
S móti gjöfum í skrifstofu fé-
lagsins.
FIMMTÍU ÁRA hjúskaparaf-
mæli eiga í dag Hólmfríður
Björnsdóttir og Sigurður Guð-
mundsson, Njarðargötu 61. —
Sigurður Guðmundsson gerðist
starfsmaður við vatnsafgreiðslu
í höfninni árið 1910, fyrst hjá
Zimsen, sem þá afgreiddi vatn-
ið, en síðan hjá Reykjavíkur-
höfn. Fyrir tíu árum hætti hann
þeim störfum, en hefur síðan
unnið hjá Hafnarsmiðjunni. —
Sigurður er nú tæplega 73 ára
að aldri, en Hólmfríður á 70.
ári. — Þau hjónin Hólmfríður
og Sigurður eru hvers manns
hugljúfar, afburða vinsæl, fé-
lagslynd og fyrirmyndarfólk í
hvívetna. Þeim hefur ekki ord-
ið barna auðið, en þau hafa
gengið í foreldrastað og alið upp
tvo drengi, sem nú eru orðnir
fulltíða: Þorstein B. Jónsson,
málara og Jón Guðmundsson,
bifreiðarstjóra. — Sigurður cg;
Hólmfríður hafa frá fyrstu tíði
tekið öflugan þátt í verkalýðs-
hreyfingunni hér í Reykjavik,
hann í Dagsbrún og hún í VKF
Framsókn, og bæði hafa -þau
starfað ötullega í Alþýðuflokku
um, allt af verið boðin og bú:in
(Frh. á 7. síðu.)
Fimmtán glæsilegir vinningar.
Verðgildi 230 þúsund krónur.
Aðeins 1500 bréf.
Hafið þér komið til Jerúsalem?
Happdrætti Svifflugfélags íslands býður yður það og
meira til, e| heppnin er með.
Happdræ’jttisbréf Svifflugfélags íslands verða send í
póstkröfu Hvert sem þér óskið.
ÚtsöIustaÍSir í Reykjavík: Tómstundabúðin, Laugavegi
3 — Bókabúð Lárusar Blöndal — Bókaverzlun Sigfúsar
Eymundssopar — Bókabúð Braga — Orlofi — Bókabúð
ísafoldar, Áusturstræti.
U IIII WJit