Tíminn - 21.02.1965, Blaðsíða 3
SUNNUDAGUR 21. febrúar 1965
TÉMINN
í SPEGLITÍMANS
í::l ... ■ . ..................................................................-
Dominique Don heitir hún ♦
og er 21 árs. Hún er á góðri
leið með að öðlast frægð í kvik ers, var dæmdur í lífstíðarfang
elsi. Hann er nú orðinn sjöt-
ugur og telja sumir, að hann
sé brjálaður, en aðrir eru þeirr
ar skoðunar, að hann geri sér
upp brjálsemi í von um að
sleppa út. Hess er enn sann-
trúaður nazisti og talar mikið
um glæsilcika þriðja ríkisins
og hins brjálaða foringja, Hitl-
ers.
myndaheiminum og lék nú síð-
ast í kvikmyndinni „Djengis
Khan,“ sem gerð er um ævi
þessa mikla leiðtoga Mongóla.
Eftir tvö ár verður tveim
nazistaleiðtogum, Albert Speer
og Baldur von Schirach, sleppt
út úr. fangelsi fjórveldanna í
Spandau, Berlín. Þeir voru
dæmdir í tuttugu ára fangelsi
fyrir glæpi sína, og það tíma-
bil rennur út í október 1966.
Sá þriðji, sem situr í Spandau,
Rudolf Hess,*hægri hönd Hitl-
Spanau var upprunalega
byggt fyrir 660 fanga, en nú
eru aðeins þrír geymdir þar.
Upprunalega voru þeir sjö, en
fjórum þeirra hefur þegar ver-
ið sleppt.
Maður nokkur, Richard
Heighton að nafni, auglýsti ný-
lega eftir konuefni. En það er
ekki fyrir hverja sem er að
komast í þá hjónasængina —
því að fyrrverandi eiginkona
Ricliards, Roberta, velur hina
réttu fyrir hann!
Richard og Roberta eiga tvö
börn, Pauline 8 ára og Michael
5 ára. Og Roberta, sem enn
býr hjá eiginmanni sínum scm
eins konar ráðskona vill ganga
úr skugga um, að börnin, sem
verða áfram hjá Richavd, fái
góða stjúpmóður.
Og Richard segist vera mjög
þakklátur fyrir aðstoð hennar,
enda hafi þau svipaðar skoðan-
ir á því, hvemig hin nýja eig
inkona eigi að vera. Til þessa
hefur Roberta hafnað tveim
„umsækjendum.“
Suzanne Bianchetti-verðlaun
unum var nýlega úthlutað til
Colette Castel 25 ára gamallar
leikkonu, en þessum verðlaun-
um úthluta kvikmyndaleikstjór
ar árlega til ungra lofandi leik
kvenna. Castel var „uppgötv-
uð“ árið 1961. Var það René
Clair, sem gaf henni aðalhlut-
verkið í „Tout I‘Or du Monde.“
Síðan hefur hún leikið í
þrem kvikmyndum, og hún er
aðalstjaman í franska sjón-
varpsþættinum „Le Bonheur
Conjugal," sem kalla mætti á
íslenzku „Hjónabandssæla."
Tveir vísindamenn hafa ný-
lega lokið við „gáfnafarsrann-
sókn“ meðal barna og ung-
linga í Afríku, og komizt að
þeirri niðurstöðu, að ungbörn
í Afríku séu gáfaðri en börn
í Evrópu og Ameríku.
En rannsókn þeirra sýnir
einnig, að með aldrinum
missia afríkönsk börn „gáfnafor-
forskot," sem þau hafa fyrstn
árin. 6—7 ára gömul afríkönsk
börn eru þannig nokkuð á eft-
ir jafnöldrum sínum í Evrópu
og Ameríku. Telja vísinda-
mennimir, að þetta stafi af
vannæringu og sjúkdómum.
„Syngjandi nunnan“. Mary
Gertrude, skrapp heim til föð-
urlands síns, írlands, nýlega og
notaði um leið tækifærið til
þess að syngja fjögur lög inn
á plötur. Hefur hún von um,
að plöturnar gefi það mikinn
gróða, að aðrar írskar nimnur,
sem vinna við trúboðsstöðina
í Qeenland, Ástralíu, geti heim
sótt ættjörð sína. Eitt lagánna
ber nokkuð táknrænt nafn
nefnilega „Show Me the Road
to Ireland."
Oft er mikið rætt um hversu
mikið söngstjörnur græða á
hljómplötum sínum. En það
kostar líka nokkuð að koma
sér upp hljómsveit og spila inn
á plötur.
Jimmy Nicol, sá sem lék með
The Beatles fyrir nokkm, þeg-
ar Ringo Starr veiktist, hefur
spilað inn á sína fyrstu plötu.
Hann kom upp sinni eigin
hljómsveit, sem kallast „Sound
of Jimmy Nicol,“ og það kost-
aði hann hvorki meira né
minna en 3.000 ensk pund, eða
um 365 þúsund íslenzkar krón-
ur.
Sherri Finkbine hefur eign-
azt dóttur. Eins og lesendur
muna eflaust, vakti það geysi-
mikla athygli á sínum tíma,
þegar Sherri sem er bandarisk,
fór til Sviþjóðar í því skyni
að láta eyða fóstri sínu. Hún
var ein þeirra kvenna, sem tek-
ið hafði thalidomid-töflurnar,
og það kom líka í Ijós eftir á,
að fóstrið var vanskapað.
En nú hcfur hún scm sagt
cignazt heilbrigða dóttur, sem
fengið hefur nafnið Jody.
Sherri er kynnir í sjónvarpi
einu í Arizona.
Það var nýlega i heimsfrétt-
unum, að bandaríska ríkislög-
reglan hafi handtekið þrjá
menn og eina konu, sem ætl-
uðu sér að sprengja í.loft upp
frelsisstyttuna, Washington-
minnismerkið og frelsisklukk-
una í Bandaríkjunum, sem við
sjáum hér að ofan. Var hér
um að ræða fjóra öfgamcnn,
þrjá frá Bandaríkjunum og
eina konu frá Kanada. Tveir
mannanna höfðu náið samband
við Kúbu — höfðu m.a. átt
fund með næst æðsta manni
þar, Erncsto „Chi“ Guevara.
Nú hefur komið í Ijós, að
hér var aðeins um að ræða
lítinn hluta af stórri áætlun
um að sprengja í loft upp stofn
anir og minnismerki víða í
Bandaríkjunum — m.a. í Detro
it, Cleveland og Chicago.
Á myndunum hér að ofan
sjást hin handteknu.