Tíminn - 21.02.1965, Blaðsíða 5

Tíminn - 21.02.1965, Blaðsíða 5
 StJNNUDAGUR 21. febrúar 1965 TIIVIINN WÉ' Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. rtitstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og IndriSi G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Aug- lýsingastj.: Steingrimur Gislason. Hitstj.skrifstofur i Eddu- húsinu, slmar 18300—18305. Skrifstofur, Bankastræti >■ Af- greiðslusími 12323. Auglýsingasími 19523 Aðrar skrLfstofur, sími 18300. Askriftargjald kr. 90,00 á mán. innanlands — í iausasölu kr. 5,00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. ERIK NEERGAARD JAC0BSEN: Sjálfstæðisflokkurinn % innflutningshöftin c íhaldsblöðin gera sér nú tíðrætt um innflutningshöft og skömmtun áður fyrr. Hitt minnast þau ekki á, að for- ingjar Sjálfstæðisflokksins stóðu að þessum höftum, ekki síður en aðrir, og raunar meira en það. Undir forystu Sj álfstæðisflokksins gerðist það, að öllum stríðsgróð- anum var eytt á örskömmum tíma með þeim afleiðingum, að ekki var aðeins óhjákvæmilegt að herða höftin, heldur taka upp skömmtun lífsnauðsynja í stórum stíl. Benjamín Eiríksson lýsti þessu stuttlega 1 grein, sem hann birti í Mbl. 21. janúar s.l. Hann sagði m.a.: „I lok seinustu heimsstyrjaldar átti íslenzka þjóðin forða erlendis, sem nam $94 milljónum, eða um 4 millj- örðum íslenzkra króna. Þessi gjaldeyrisforði hefði getað orðið traustur grundvöllur heillavænlegs framfaratíma- bils í lífi þjóðarinnar, hefði rétt verið á haldið. í stað þess var mynduð nýsköpunarstjórn, sem eyddi gjaldeyris- forðanum á hálfu þriðja ári og hrökklaðist frá völdum, eftir að hér hafði myndazt upplausnarástand á flestum sviðum efnahags- og fjármála.” Þetta upplausnarástand, sem Benjamín minnist á, gerði það óhjákvæmilegt, að taka varð upp meira hafta- og skömmtunarkerfi en hér hefur þekkzt fyrr eða síðar. Sj álfstæðisflokkurinn stóð að því ekki síður en aðrir flokkar, og hefur oft áfellzt Framsóknarflokkinn fyrir það, að hann rauf stjórnarsamstarfið 1949, vegna þess að hann vildi ekki una þessu hafta og skömmtunarkerfi lengur, heldur reyna nýjar leiðir til þess að komast úr þeim ógöngum, sem það hafði skapað. Eftir þessi stjórnar- skipti var líka smám saman unnið að því að draga úr hafta- og skömmtunarkerfinu. Hátterni Sjálfstæðisflokksins í nýsköpunarstjórninni 1944—46 sýnir hins vegar vel, að hann hikar ekki við að hafa forystu um eyðslu og óhóf, sem leiðir til hins mesta hafta- og skömmtunarkerfis. Og núv. forsætisráðherra undi sér hið bezta í hafta- og skömmtunarstjórninni 1947-49, og brást við hinn reiðasti, þegar Framsóknar- flokkurinn vildi ekki standa að hafta- og skömmtunar- kerfinu áfram. En vissulega er það sitthvað í fari núv. ríkisstjómar, sem minnir á eyðslu og stjórnleysi nýsköpunarstjórnar- innar. Þrátt fyrir metútflutning á síðastliðnu ári hefur verzlunarhallinn orðið um 900 millj. kr. Davíð Ólafsson skýrði nýlega frá því í Mbl., að fiskaflinn hefði orðið 17% meiri á síðastliðnu ári en hann hefur orðið mestur áður. Hver hefði verzlunarhallinn orðið, ef þessi 17% hefðu ekki aflazt? Það er vissulega ekki að þakka stjórn- arstefnunni, að ekki er búið við stórfelld innflutningshöft í dag. Rússneski hallettinn Forráðamenn Háskólabíós eiga þakkir skilið fyrir að hafa fengið hér til sýningar eina af nýjustu ballett- kvikmyndum Rússa. Rússar standa enn sem fyrr öðrum þjóðum framar á þessu sviði. Kvilcmyndagerð þeirra hefur jafnframt tekið miklum framförum seinustu árin. Ballett-kvikmyndin, sem nú er sýnd í Háskólabíói, er tvímælalaust ein mesta list, sem íslendingar hafa átt kost á að sjá. Verða stærstu eyðimerkur gerð- ar frjóar með áveitum úr sjó? Samvinna Bandaríkjamanna og Rússa um aS ná salti úr sjó ALÞJOÐA kjarnorkusamtökin (IAEA) héldu fund í Vín 26. janúar s.l. Fundinn sátu Rúss inn Alexander I. Alexandrov, Bandaríkjamaðurinn Frank K. Hefner og Algie A. Wells, aðal- framkvæmdastjóri samtakanna. Ytri viðhöfn var engin við fund arsetninguna og engar skála- ræður haldnar. En ærinn ljómi stendur þó af fundarefninu og fýrirheitum þess um bætt lífs- skilyrði fjölmargra milljóna manna. Fulltrúar Sovétríkjanna og Bandaríkjanna skýrðu opinber- lega frá samkomulagi, sem stór veldin tvö gengu frá 18. nóv- ember í vetur. Þar er kveðið á um, að þau vinni saman að lausn þess vanda að ná salti úr sjó. Ennfremur er ákveðið, að þau láti IAEA og einstök þátt- tökuríki njóta árangurs til rauna sinna að svo miklu leyti, sem kostur er. tíundu hlutum er enn rauna- lega lítið ræktað. Auðnist vís- indunum og tækninni að gera kleifa ferskvatnsvinnslu úr sjó í nægilega miklum mæli, verð- ur unnt að breyta mjög víðáttu miklum en skrælnuðum lands- svæðum í óendalega Edens- lundi. MIKIL reiknihöfuð hafa komizt að þeirri niðurstöðu, að sjórinn sé 2700 sinnum meiri en ferska vatnið. Af nógu ætti því að vera að taka. Og um langt skeið hafa verið kunnar ýmissar aðferðir til að vinna ferskt vatn úr sjó, en þær eru of kostnaðarsamar. í bandarísk um eimingarstöðvum hefur ekki tekizt að framleiða smá- lest af fersku vatni fyrir minna en rúmlega hálfa elleftu krónu íslenzka, hvorki í þeim stöðv- um, sem knúnar eru sólar- eimingarstöð á að geta fram- eimingarstöð á að geta fram- leitt ferska vatnið fyrir þrjár og tvo þriðju krónu íslenzka á smálestina, en það er sem næst meðalverði á fersku vatm í Bandaríkjunum. Enn stærri stöðvar geta auð vitað framleitt enn ódýr- ara vatn. Bandarísk sérfræð- inganefnd hefur t.d. reiknað út, að eimingarstöð, sem fram- leiðir 2,5 milljónir smálesta af vatni á dag og 1000—1500 megavatta raforku, geti lækk- að vinnslukostnaðinn á vatns- smálestina niður í tvær krón- ur og tuttugu aura til tvær krónur og sextíu aura ísl . . . 'ÞESSI sama sérfræðinga- nefnd hefur raunar bent á fjög ur svæði í Bandaríkjunum, þar sem óhjákvæmilegt verði að koma upþ stórum eimingar- stöðvum á næstu tveimur ára- tugum, en svæði þessi eru: Suður-Kalifornía, Arizona, ,”’1 *'r' ■—............................................................ i. ................. Breytir samvinna Bandarlkjamanna og Rússa eyðimörkum J akurlönd? Sovétríkin og Bandaríkin skiptast á skýrslum um tækni- legan og vísindalegan árangur og rannsóknarmenn þeirra halda sameiginlega fundi. Bandarískir vísindamenn heim sækja rússneskar eimingar- stöðvar og öfugt. Fulltrúar IA EA fá tækifæri til að taka þátt í sameiginlegum fundum vís- indamanna stórveldanna tveggja og samtökunum verða afhent rit af öllum rituðum gögnum, sem verulega þýðingu hafa. 1 OG hvað fellst svo í viðleitn- inni til stofnunar eimingar- stöðva, sem látið geta ferskt vatn í té við hóflegu verði? Við mennirnir á jörðinni er- um í dag 3 milljarðar talsins. Eftir aðeins 35 ár verðum við orðnir 6 milljarðar. Ferskt vatn er af skornum skammti í mörg- um hlutum heims og vegna örr ar mannfjölgunar og mikillar aukningar vatnsfreks iðnaðar vofir vatnsskortur senn yfir mörgum landsvæðum, sem bú- ið hafa við gnægð vatns til þessa. Okkur er því nauðugur einn kostur að útvega stórauk- ið vatn, ef mannkynið á að þrífa^, ef unnt á að vera að rækta nægilega mikið til að kveða niður sultarvofuna og iðnaðurinn á að geta haldið áfram að blómgast. Fáir einir minnast þess, að sjór þekur 7 tíunda hluta af yfirborði jarðar. Og enn færri vita, að ræktanlegt land er ekki nema sex tíundu hlutar þurrlendisins. Af þessum sex orku, né hinum, sem nýta venjulegt eldsneyti. Þetta er um það bil þrefalt meira en gjarnast þarf að greiða fyrir drykkjarvatn í Bandaríkjunum. Árið 1955 fóru Bandaríkja- menn að athuga, hvort ekki mætti „spenna kjarnorkuna fyr ir vatnsvagninn.“ Gert var ráð fyrir, að unnt væri að nota kjarnorkuhita til eimingar salt vatns, en það var fyrst í fyrra, sem svo góður árangur náðist, að nefndin, sem Kennedy for- seti skipaði, gat lýst þessu yfir: Áður en næsti áratugur er liðinn verður umfangsmikil eiming fersks vatns úr sæ bæði möguleg og fjárhagslega hag- stæð. Hún fer fram í risavöxn- um kjarnorkustöðvum, sem framleiða samtímis rafmagn í ákaflega stórum stíl. í STÖÐVUM þessum verður kjarnorkuhiti látinn breyta sjónum í gufu, sem síðan knýr snarrafala, en að því búnu verð ur gufan látin þéttast í ferskt vatn. , Sýnt hefur verið fram á með útreikningum, að slíkar „tví- hliða1' stöðvar geta unnið ferskt vatn úr sjó fyrir frá þriðjungi og niður í tíunda hluta þess, sem það kostar í dag, svo fremi að stöðvarnar séu nægilega stórar. Banda- ríska fyrirtækið General Atom- ic hefur gert áætlun um eim- ingarstöð, sem framleitt getur 200 þús. smálestir af fersku vatni á dag og skilað jafnframt 440 megavöttum raforku. Þessi strandhéruðin við Mexíkó-flóa og New York. Pbilip Hammond, sem starf- ar í bandarísku kjarnorkutil- raunastöðinni í Oak Ridge, lætur svo ummælt í grein í tímaritinu „Nucleonics,“ að eimingarstöð, sem afkasti 4 milljónum smálesta af fersku vatni á dag og framleiði 25 þús. megavött raforku, geti selt vatnið fyrir eina krónu og fimm aura til eina krónu og tíu aura íslenzka. Þetta eru óneitanlega fram- tíðardraumar, enda er svo stór eimingarstöð langt handan allr ar þeirrar reynslu, sem enn hefur verið aflað á þessu sviði. En engu að síður miðar í átt- ina. Bandaríkjamenn hafa á prjónunum uppsetningu 1000 megavatta stöðvar árið 1970 og því næst uppsetningu 3500 megavatta stöðvar árið 1975. Á FJÓRÐU öld fyrir Krist rit- aði Aristoteles, að unnt væri að vinna drykkjarvatn úr sölt- um sjó. Nú, að tvö þúsund og þrjú hundruð árum liðnum, eru möguleikar þessir reiknaðir út í mælikvarða, sem hann gat auðvitað ekki órað fyrir. Okkur hlýtur að. leyfast að líta á það sem lýsandi tákn á myrkum himni alþjóðamála, að forustuveldin í austri og vestri skuli, þrátt fyrir öll hernaðar- leg ásteitingarefni, geta lagzt á sömu sveif til að leysa þá þraut, sem mannkyninu ríður hvað mest á að leyst verði á þessari öld.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.