Alþýðublaðið - 24.12.1955, Blaðsíða 27
Annast öll venjuleg bankaviðskipti
Úíibú hefur bankinn á eftirtöldum stöðum
Arður fyrir árið 1952 af hlutabréfum bankans (4%) er greiddur gegn afhendingu vaxtamiða
í bankanum sjálfum og ofangreinum stöðum.
Rannsóknarstöð á Esiu
Framhald af bls. 8.
djúpar reiðgötur milli hárra
þúfna. Og brátt var komið
þreyfandi myrkur, Hvað eftir
annað var ég að því kominn
að hrópa upp yfir mig. „Nei,
nú get ég ekki meira“, en ég
þraukaði. Samt sem áður var
ég farinn að sjá eftir því að
hafa ekki farið sjóleiðina þó
að ískyggileg væri.
Loksins, um klukkan 8,
þóttist ég grilla í ljósadýrðina
í Reykjavík, og það er alveg
óþarft að lýsa því, hve glaður
ég varð. Já, þirtan frá ljós-
kerunum í Reykjavík þótti
mér fegurri en skærasta
ljósadýrð í París, drottningu
meðal borga í Evrópu.
Og það leið ekki á löngu
þar til ég sat meðal vina'
minna í hótel Alexandra.
Þeir höfðu komizt til bæjar-
ins klukkan 4. Og nú sett-
um'st við að veizluborði. Á
borðum var steikt gæs.
Það fór eins og ég hafði
hálft í hvoru búizt við. Um-
stangið á Esju hefur ekki bor-
ið tilætlaðan árangur. TJtbún-
aðurinn hefur ekki verið msð
lífsmarki enn sem komið er.
Úg er allt af að horfa þangað
upp eftir í sjónaukanum mín-
um og sé útbúnaðinn sæmi-
lega, einnig hef ég fengið þær
fréttir ofan frá Mógilsá að
neðan til sé allt í lagi. En
jafn vel þó að veðrið hafi
verið gott á kvöldin, hef ég
ekki komið auga á nein sér-
stök ljósfyrirbrigði yfir fja’l-
inu eða fi'á leiðslunni í neðstu
brekku þess. En neikvæður
árangur er lika árangur frá
vísindalegu sjónarmiði.
Norðurljósin hafa og seinni
hluta vetrarins verið mikla
daufari en þau voru fyrri
hluta hans. Að vísu sjást dauf
ljós þegar himininn er heið-
ur, en þau eru mjög lítilfjöv-
leg — og ég vil ráðleggja
Frakklendingnum, sem kom.
hingað með síðasta póstskip;,
og hlakkar til þess að sjá
norðurljós, að fara heim 1il
sín við fyrsta tækifæri, því
að þar fær hann áreiðanlega
eins mörg tækifæri til þess
að horfa á fegurð norðurljós-
anna og hann fær hér . . .
JOLAHELGIN
Skipin, sem fluttu saltfisk-
inn til útlanda, lágu fyrir
akkerum nokkuð langt frá
landi, og var fiskurinn flutt-
ur í stórum bátum út að
skipunum. Bátsverjar réttu
fiskinn í föngum (knippum)
til manna, sem unnu á þilfari,
en þeir réttu hann svo til
þeirra, sem unnu í lestinni.
Þá kom til okkar kasta ungl-
inganna, bæði drengja og
stúlkna, sem í lestinni unnu
að því, að „stúfa“ fiskinum,
sem kallað var, það er að
segja, að leggja fiskinn þann-
ig niður, að roðið sneri upp
og hnakkinn fi'am á við, og
síðan haldið áfram að láta
hnakka nema við hnakka og
spoi'ð við spoi'ð, svo að fisk-
urinn lá hálfflatur í Iestinni.
Á þennan hátt kom hvert
fisklagið ofan á annað alveg
upp undir þilfar. Að síðustu
var lestaropið fyllt, og þótti
þá öruggt, að ekki kastaðist
til í lestinni, þótt skipið fengi
veður stór og velting.
Við þetta unnum við frá
morgni til kvölds, og vorum
ferjuð fi'am og aftur í flutn-
ingabátunum. Matarbita og
kaffisopa fengum við sent að
heiman með flutningsmönn-
unum tvisvar á dag. Soðning
og kartöflur var send á diski
og öðrum diski hvolft yfir
hann, og utan um diskana
vafinn stór klútur, sem bund-
inn var saman á hornunum
að ofan. Kaffið var látið á
flösku, sem stungið var ofan
í ullarsokk, og þar hjá nokki'-
ar brauðsneiðar, smurðar
með smjörlíki eða bræðingi.
Síðan var hvorttveggja, klút-
urinn og sokkurinn, bundið
saman með snærisspotta.
Varð svo hver að þekkja sitt,
þegar út í skipið var komið,
sem oftast gekk greiðlega, því
hver var sínum umbúnaði
kunnugastur.
Þetta þótti okkur skemmti-
leg vinna, og stundum varð
nokkur hvíld í bili, ef hleðslu
bátanna seinkaði eitthvað í
landi, og við handfljót að
stúfa fiskinum. Þá þutum við
upp á þilfar, og soguðum að
okkur hreina loftið. Það var
ljúf hi'essing, því andrúms-
loftið í lestinni var saltmett-
að og kyi'rstaðið. Og gott var
að fá sér vatnssopa að drekka
og rétta úr sér dálitla stund,
því mest allan tímann urð-
um við að liggja á hnjánum
við þessa vinnu.
Aftur á móti var vinna við
uppskipun á kolum og salti
mesta þi'ælavinna, því allt
var borið á bakinu upp í
geymsluhúsin, sem voru á
malarkambinum fyrir ofan
fjöruna, en fjöruboi'ð var þá
þar sem nú er syðri brún
Tryggvagötu. Þetta var ei'fitt
verk fyrir ekki fullharðnaða
unglinga, einkum þegar lág-
sjávað var og bátarnir lágu
við bryggjusporð, því það
lengdi bui'ðarleiðina. Sjaldan
stóð þessi vinna þó lengur yf-
ir en tvo til þi'já daga í einu.
Mjöl- og kornsekkir og alls
konar stykkjavai'a var borin
á handbörum, og var öll þessi
vinna mjög lýjandi fyrir
handleggi og fætur.
í',
sæti niður í nítjánda sæti
vegna nótunnar. I rauninni
var þetta mér mátulegt, því
Sæfinnur gamli var sá af
ýmsu skrítnu fólki í bænum,
sem við strákai'nir vildum
sízt mein gera, því hann var
mesti gæðakarl og sérlega
barngóður.
Tólf ára gamall fór ég að
ganga á eyrina, sem kallað
var, og fékk oft vinnu hjá
kaupmönnum, einkum þó hjá
verzlunum Fischei's og
Brydes, við fiskþui’kun á
fiskreitunum, fiskstöflun í
geymsluhúsunum og í skin-
um, sem fluttu fisk til Ítalíu
og Spánar. Eyi'arvinnu stund-
uðu þá, auk fullorðinna karl-
manna, bæði drengir og
stúlkur. Vinnutíminn var tíu
stundir, og oft lengri. Og mat
og kaffi varð að gleypa í sig
á sem skemmstum tíma.
Tímakaup drengja og stúlkna
var 10—15 aurar eftir aldri,
og örlítið hærra í salt- og
kolavinnu. Vinnulaun voru
greidd með vörum úr við-
komandi verzlun, en pening-
ar fengust ekki, nema til
kaupa á bráðnauðsynlegum
lyfjum samkvæmt framvísuð-
um lyfseðli. Til brauðakaupa
fengum við brauðseðla eða
brauðpeninga úr látúni. Fvrir
þá gátum við keypt bi'auð hjá
bakaranum, samkvæmt
samningi mjlli hans og kaup-
mannsins. Á þennan hátt var
séð fyrir því, að ekki var
hægt að kaupa nauðsynlega
og jafnvel ódýrari hluti hiá
næsta kaupmanni, sem ekki
voru fáanlegir í þeirri verzl-
un, sem unnið var hiá í þann
svipinn. Varð fólk því að sæta
verri kaupum, bæði hva§
verð og gæði snerti, vegna
þessa fyrirkomulags.