Alþýðublaðið - 24.12.1955, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 24.12.1955, Blaðsíða 11
Kuikmynöa'saga'n RDDH SÍRENU-V7EL sjúkrabifreið- arinnar smaug gegnum þok- una. Það var snemma morg- uns, og bærinn ekki vaknað- ur; aðeins örfáar ái’risular hræður hoi’fðu á eftir bíln- um sem ók allt hvað af tók til sjúkrahússins. Lítill drengur 5—6 ára, með leikfang í hendi séi’, fylgdist tárvotum augum með aðförum burðarmann- anna, sem tóku við sjúki’aböi*- unum. Hann stóð kyrr við sjúkrahússhliðin og kallaði óaflátanlega: „Mamrna -— hvar er hún mamma mín?“ Ung líknarsystir vísaði bui’ð- armönnunum leiðina, en snéri sér síðan að litla drengnum, lagði handlegginn um háls honum og sagði blíðlega: „Þú skalt fá að fara til hennar mömmu þinnar — en nú skaltu fyrst fara með syst- ur Virginíu. Bíddu svo róleg- ur, ,og mamma þín kemur von bráðai’11. Stofugangur var hafinn, og prófessor Ferri gekk frá einu niminu til annars í fylgd með tveim aðstoðarlæknum og systir Onnu — kornungri stúlku, sem bar slíkan kven- legan yndisþokka, auk and- litsfríðleiks, að jafnvel nunnubúningnuin tókst ekki að lejma honum. Ur augum hennar lýsti samúð og vin- gjarnleiki til sérhvers sjúkl- ings, og á sjúklingunum mátti sjá, að þeim þótti vænt um hana. í einu rúminu lá ungur maður, veðurbitinn, auðsjá- anlega vanur íþróttum og útiveru. Hann hafði viðamikl- ar umbúðir um annan fótinn. Eftirvæntingin leyndi sér ekki í augum hans, er hann spui'ði: „Get ég nokkui’ntíma tekið þátt í knattspymu framar, herra prófessor?“ En varla hafði prófessorn- um gefizt tóm til að svara, er hann var kallaður niður á skui’ðstofuna, þangað sein hinn nýkomni sjúklingur hafði verið fÍuttur. Konan lá á skurðarborð- inu. Læknir og hjúkrunar- kona voru að undirbúa svæf- ingu. „Hvað verður um litla drenginn minn?“ stundi kon- an í örvæntingu. „Hvað á ég ao gera? O, mér iíður svo illa! Drengurinn minn — drengui’inn — Prófessorinn hófst handa án þess að hafa augun af því, sem hann gerði, er hann skip- aoi aðstoðaríólkinu að rétta sér tengur, nálar eða skæri. En andardráttur 'konunnar varð æ veikari, eftir því sem á aðgerðina leið, unz hann hætti algjöidega. Þá iagði prófessorinn tækin frá séi’, gekk út að glugganum og kveikti sér í sígarettu. En þegar Anna gekk út úr skurðstofunni, beið litli dreng'urinn þar fyrir framan, og faðir hans var eixxnig kom- inn. Hann var ofur venjuleg- ur vei’kamaður, nema hvað hann var augsýnilega undir áhrifum áfengis. „Eg pípi á prófessorinn — ég er þó maðurinn hennar — hver hefur gefið leyfi til að láta skei’a konuna mína?“ Hann æstist æ meir, og snéri sér loks að syni sínum: „Veiztu hvað þeir hafa gert við hana mömmu þína? Tekið hana frá mér og myrt hana — það hafa þeir gért“. Systir Anna lagði höndina blíðlega á öxl mannsins um leið og hún mælti: „Þér megið ekki hafa svona hátt.. Þá neyðumst við til að segja yður að fara. Annars ættuð þér að blygðast yðar. Hvar voruð þér, þegar konan yðar var sótt? — Einhvers- staðar úti — að drekka. Og nú eruð þér ölvaðir og ættuð að fara heim“. „En hvað um barnið?“ spurði maðurinn og kornst til sjálfs sín andai’tak. „Við tökum drenginn að okkur, bangað til þér hafið fengið atvinnu og tekið yður á. Þá getið þér komið aftur — fyrr ekki“. Manmiio í hlutverki Önmi. Silvana Manganó. í heimsóknartíma á sjúkra- húsinu kom líknarsystir til Ömiu og tilkynnti henni, að systir hennar væri komin að heimsækja hana. Anna fór niður og sá þar systur sína í fylgd með ungum maimi. „Þetta er Georg“, mælti systii’in, og um leið og hún snéri sér að manninum, bætti hún við: „Og þetta er sem- sagt systir mín, hún Anna, finnst þér hún ekki sæt? — Eg skal segja þér, Anna, að hann langaði svo mikið til að sjá þig. Finnst þér hann ekki aðlaðandi maður, Anna?“ „Jú — sannai’lega“, svaraði Anna. „Hvenær ætlið þið að gifta ykkur?“ „A morgun!“ anzaði sys.tir- in. Og unnusti hennar bætti við: „Við viljum. endilega hafa yður með í veizlunni — og þó ekki væri nerna í kirkj- unni“. „Ég þakka fyrir, en ég get ekki farið“, svaraði Anna blíðlega. „Hún er hrædd við að fara frá þessum stað“, mælti systir Önnu. „Hrædd! Við hvað? Ég er hér til að vernda hana, ef með þarf“. Síðan spéri hann sér beint að Önnu: „Langar yður aldrei til að sjá heiminn fyrir utan? Að sjá fólk?“ spurði hánn. „Iiér er nóg fólk — og hér er minn heimur. Ég er ham- ingjusöm hér“. Þegar hjónaefnin voru far- in, kom líknarsvstir til Önnu og bað hana Úrh að koma ihn á skrifstofu klausturstýrunn- . ar. Klausturstýran var um sex- tugt, virðuleg, róleg, skiln- ingsrík, og hafði til fulls snú- ið baki við heiminum fyrir löngu. Anna gekk inn í skrif- stofu hehnar og nam staðar fyrir framan hana. Klaustur- stýran leit upp frá blaða- bunka og mælti: „Þér voi’uð að fara fram á að fá að tala við mig. Hvers óskið þér?“ Anna var þögul andai’taks- stund og hikaði, en svaraði síðan einarðlega: „Ég þai’fnast hjálpar yðar. Ég hefi beðið yður áður, og bið yður enn: Lofið mér að sverja eiðinn“. Klausturstýran leit alvöru- augum á Önnu um leið og hún.svaraði: „Leyfið mér að segja yður í einlægni: Þér hafið ekki þi’oska til þess ennþá. Þér hafið áreiðanlega ekki hugs- að málið nógu vandlega enn- þá“. „Ég veit, að þér efizt um köllun mína“, nxælti Anna róleg. „Já“, .svaraði klausturstýr- an. „Gérðir yðar ei’u of bundnar því jarðneska. Skyhdilégar ákvarðanir yðar og skorfur á yfirvegun hafa oft valdið mér áhyggjum. Þér eruð of háðar brej'zkum til- finningum 5'ðar — ennþá“. Lotnu höfði gekk Anna út úr skrifstofu klausturstýr- unnar. Um kvöldið kom fjöldi særðra manna á sjúkrahúsið, og Anna varð að aðstoða við móttöku þeirrá. Þar á meðal var einn sérstaklega illa leik- inn. Hann var meðvitundar- laus, og svitinn bogaði af hin- um í stríðum straumum. Hann leit út fyrir að vera um þrítugt — svipurinn karl- mannlegur og einarður. Iiár hans var klístrað við ennið. Læknir gekk að honum og leit á hann. „Alvavlegt taugaáfall. Við verðum að gera skurðaðgerð. Hafið allt tilbúið!“ Þessi ákveðna skipun kom Önnu til að hætta við það sem hún hafði verið að gera. Hún gekk að börum rnanns- ins og horfði á sveitt og fölt andlit hans. Skyndilega stirðnaði hún upp og þrýsti höndum að brjósti sér. „Andrea“. Varla mátti heyra, er hún hvíslaði nafn hans. JÓLAHELGIN Hún snéri sér að lækninum’, sem hafði gefið fyrirskipun- ina um aðgei’ð. „Er þetta alvarlegt?" spurði hún svo lágt, að varla heyrðist. „Já. Ég er hræddur um, að ekki sé mikið hægt að gera fyrir . hann“. Anna færði lækninum annai’shuggr, það sem hann bað um, og í hi’eyf- ingum hennar var eitthvaS, sem kom lækninum til að stara á hana. „Líður yður eitíhvað illa? Mér sýmist þér vera aðfram komnar af þreytu. Farið held- ur upþ og hvílið yður“. Læknirinn bi’osti vingjarn- lega. „Leyfið mér heldur að að- stoða yður“, svaraði Anna, „Hvar er prófessoi’inn?“ „Ég hef hringt — en hann er í leikhúsinu“, svaraði læknirinn. „Og ætlið þér að fram- kvæma aðgerðina?“ „Vitanlega — hver annar?" Anna tók á rás út úr skuro- arstofunni og niður á stæði sjúkrabifreiðanna. Nokkr- um sekúndum síðar var hún ó leið til leikhússins. Prófessor Ferri sat ásamt fjölskyldu I stúku sinni, þeg- ar honum var tilkynnt um komu systur Önnu. Með fá- um orðum sagði hún honum, hvert erindi hennar væri — að mjög veikur maður hefði verið fluttur í sjúkrahúsið. Þau fylgdust að í sjúkrabií- reiðinni, og á leiðinni spurði prófessorinn: „Er þetta nokkur, sem þér þekkið?“ Anna hikaði en svaraði loks lágt: „Já“. Læknirinn á skurðarstof- unni sá sér til undrunar, hvar Anna kom með prófessorinn. „Hvers vegna komið þér —• hafið þér verið sóttir?“ spurði hann prófessorinn. „Sóttur? Nei, nei. Ég hugs- aði mér aðeins að líta á sjúkl- ingana. Er nokkur sérstak- lega veikur?“ „Já — það er nýkomhxa mjög illa útleikinn maður. Bílslys. Það er verið að búa hann undir uppskurð. Þér viljið kannske líta á hann?“ Þegar prófessorinn hafði athugað manninn, snéri hann sér að unga lækninum og mælti: „Þegar ég hafði næt- urvakti í fyrsta skipti, var komið tfl mín með svipaðan sjúkling. Ég var yngri en þér eruð — en ég hafði samt efcki þá dirfsku til að bera að ætla mér það að fremja aðgerð upp á eigin spýtur. Skurðlækning var í þá daga virt sem einstök list. — Ég fæ ekki betur séð en þér séuð þreyttir og ættuð að láta mig sjálfan um þessa aðgerð“. — Anna sendi pró- fessornum þakklætis-augna- ráð um leið og hún gekk inn í hliðarherbergi til að fara í vinnuslopp. Eftir að prófess- ’orinn hafði einnig farið í hvit- an slopp og þvegið hendur sínar, var allt til reiðu. Úr klefanum þar sem svefngasgjöfinni var stjórnað gat Anna fylgzt með hverju. smáatriði aðgerðarinnar. „Andrea“, hvíslaði hún og þrýsti höndunum að brjósti sér, en augu hennar fl.utu í tárum. Hún hneig saman á stólkolli og varð hugsað nokkra mánuði aftur í tím- ann. í huga sér sá Anna allt það, sem gerzt hafði í Ixfi l n

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.