Alþýðublaðið - 29.12.1955, Side 4
AlþýgubiaSiS
Fimmtudaeur 29. des. 1955.
Útgefandl: AlþýðuflokJ{ttrix*.
Ritstjóri: Helgi Sæmundsto*.
Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmartto*.
Blaðamenn: Björgvin Guðmundtto* »f
Loftur Guðmundsson.
Auglýsingastjóri: Emilía Samáelsdóttlr,
Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902.
Auglýsingasími: 4906.
Afgreiðslusíml: 4900.
'Alþýðuprentsmiðjan, Hverfisgðt* 8—10.
rÁskHftarverð 15JÍ0 á mínuðl. í hmttuÍUt 1J)0.
Sjón er sögu ríhari
T'ÍMINN skýrði frá því á
Þorláksmessu, að við stjórn-
armyndunina 1953 hafi Sjálf
stæðismenn gert að einu meg
inskilyrði sínu, að allar raun
verulegar hömlur ábyggingu
stóríbúða yrðu felldar
niður og Framsóknarmenn
fallizt á þá kröfu til þess að
„tryggja framkvæmd ýmissa
nauðsynjamála, m.a. rafvæð
ingu dreifbýlisins“, Morgun-
blaðið ber á móti þessu í gær
og fer jafnframt verstu orð-
um um Tímann. Hér skal eng
inn dómur lagður á þau
þrætumál. Hitt er staðreynd,
að stóríbúðirnar í Reykjavík
eru veruleiki en ekki blekk-
íng, hvað sem Morgunblaðið
segir og hvernig svo sem auð
stéttin hefur fengið fram
vilja sinn.
Sönnun þessa eru nýju
húsin í broddborgarahverf-
um Reykjavíkur. íbúðar-
stærðin er oft og tíðum slík
og þvílík, að tvær manneskj-
ur búa í 10—12 herbergjum.
Þó er hún kannski ekki
mesta blöskrunarefnið.
Furðulegast er óhófið og
tildrið, sem einkennir þessi
salarkynni og hlýtur að kosta
Dffjár. — Þess munu jafnvel
dæmi, að hurðir í broddborg
araíbúð kosti allt að því eins
tnikið og meðalíbúð handa
venjulegu fólki. Sjón er sögu
ríkari, ef skriffinnar Morg-
unblaðsins vilja leggja þá
fyrirhöfn á sig að arka um
borgina og líta inn til ný-
ríkra vina sinna.
Vissulega væri ekkert við
þessu að segja, ef íslending-
ar hefðu efni á því, að allir
gætu veitt sér það, sem hug-
Ein lítil milljón
VERZLUNARJÖFNUÐUR
INN er óhagstæður um eina
litla milljón á dag, og alltaf
hallast æ meira á ógæfuhlið
ina. Þannig er stjórnarstefn-
an í ljósi staðreyndanna.
Verkin tala og fella sinn
tniskunnarlausa úrskurð.
Ástæðan þarf engum að
dyljast. Hún er sú, að at-
vinnuvegirnir eru hættir að
vera grundvöllurinn að þjóð
arbúskap íslendinga. Afla-
tekjurnar megna engan veg-
Bœkur og höfundar:
urinn girnist. En það er öðru
nær. Þúsundir Reykvíkinga
verða að búa í hermanna-
bröggum og kjöllurum og á
hanabjálkaloftum samtímis
bví, sem heimskulegt og fá-
ránlegt óhóf á sér stað í húsa
byggingum. Slíkt er
hneyksli. Skyldan er sú að
leysa húsnæðisvandræðin og
íáta auraapana bíða eftir ó-
hófinu og tildrinu að minnsta
kosti þangað til fólkið úr
bröggunum og kjöllurunum
og' af hanabjálkaloftunum
hefur flutt í mannsæmandi
húsakynni. Það er rétt hjá
Morgunblaðinu, að fjárfest-
ing okkar Islendinga er mik-
il. En skipulaginu í bygging-
arframkvæmdum er hneyksl
anlega ábótavant. Eyðslan er
óhófleg og má ekki þol-
ast. Við eigum að setja stolt
okkar í að leysa vanda heild
arinnar í stað þess að ala
á stórmennskubrjálsemi
þeirra, sem þykjast ekki vita,
hvað þeir eigi að gera við
fjármuni sína og annarra.
Núverandi stjórnarvöld
bera ábyrgð á þessari öfug-
bróun, og sannarlega liggur
í augum uppi, hvers sé sök-
in. Þetta er ein afleiðing
þess, að Sjálfstæðisflokkur-
inn ræður og ríkir. En Fram
sóknarmenn eru samsekir
þangað til þeir rísa upp gegn
ósómanum og beita sér fyrir
réttlæti og sanngirni í bygg-
ingarmálunum. Það tekst
þeim aldrei, meðan þeir lúta
verkstjórn Sjálfstæðisflokks-
ins. Þrætur um fyrirkomu-
lagsatriði skipta litlu máli í
þessu sambandi. Hér gildir
að vera eða vera ekki.
inn að fylla upp í pyttinn
botnlausa. íslendingar fara
að dæmi fávísra manna, sem
eyða meira en þeir afla og
lifa í voninni um happ, er
hlotnast kannski aldrei.
S’tefnubreytingin þarf að
verða fólgin í því, að íslend-
ingar miði útgjöld sín við
aflatekjur. Og þá mun sann-
ast, að starfsömu og ráðsettu
fólki sé lífvænlegt á íslandi í
framtíðinni.
fallegir, ódýrir
Sölufurninn
viC AnsarML
L J U F
Harpa minninganna. Enclur-
minningar Árna Thorsteins-
sonar. Ingólfur Kristjánsson
skráði. ísafoldarprensmiðja
h.f. 1955.
Á ÍSLENZKUM bókamark-
aði eru endurminningar mæts
manns út af fyrir sig ekkert ný-
næmi hin síðustu árin. Per-
sónusaga og hvers kyns lífs-
hlaupslýsingar hafa líka verið
vinsælt lestrarefni með þjóð
vorri langa hríð. Að vísu eru
frásagninrnar jafnmismunandi
og þeir, sem segja frá, en þeg-
ar stíga tekur í læknum vilja
minningarnar æðioft hníga að
sömu efnum, — æskuárin og
fyrstu stympingarnar við ver-
öldina, bernskuslagsmál og
skóla- og undirbúningsárin
verða kærast yrkisefni, að ó-
gleymdum jólunum heirna og
fyrstu kaupstaðarferðinni, þar
sem því er að skipta. Þótt þarrn
ig sé hætt við, að fjölmargt
verði áþekkt í lýsingum þeirra
manna, sem við köllum af eldri
kynslóðinni, eru endurminn-
ingar þeirra jafnaðarlega lær-
dómsríkar, ■— ekki éinasta af
hfinu, sem sagt er frá, kjörum
og aðbúð af ýmsum stigum,
heldur jafnvel ekki síður af frá-
sagnarhætti þess ágæta manns,
sem lætur lesandann fylgjast
með afturhvarfi sínu í djúpi
minninganna.
Árni- Thorsteinson tónskáld
er löngu þjóðkunnur maður fyr
ir verk sín á yængjum söngs-
ins. En nú hefur hann slegið á
hörpu minninganna, með hæ-
versku og mýkt, rifjað upp
ýmsa þætti úr lífi sínu og lagt
þá fvrir okkur í bókarformi. Að
vísu hefur hann ekki skráð
minningar sínar eigin hendi,
en þegar falazt var eftir minn-
ingum hans. lét hann til leiðast
og sagði sögu, eins og Islend-
ingum er lagið og kærkomið, og
sú saga er hógvær og hlýleg,
mjög tengd óskabarni sögu-
i manns, tónlistinni, og ánægju-
i leg aflestrar.
kvenna en karla í
■íjpís
SAMKVÆMT FRÉTT í
norska blaðinu Folket og höíð
er eftir Södd. Zeitung í Múnc-
hen, eru nú skráðir, af heil-
brigðisyfirvöldum Sambandslýð
veldisins um 300 þús. drykku-
menn. En tala þeirra, sem
skýrslur taka ekki til eru hins
vegar miklu fleiri.
Eftir peningaskiptin tók hag
ur almennings að batna, en
með vaxandi velmegun jókst
drykkjuskapurinn ískyggilega.
En það sem þá vakti furðu í
því sambandi, var, að taía
drykkjukvenna jókst mun
meira en drykkjumanna.
UPPRÆTA HEIMILÍS-
ÓGÆFU.
Sálfræðingar leita orsaka
þessa einkum í því, að konur
leita æ meira út af heimilunum
og hrífast í vaxandi mæli af
hraða þeim og óróleik, sem er
eitt höfuðeinkenni yfirstand-
andi tíma. Þetta leiði til auk-
inna árekstra á heimilunum og
með fjölskyldum. Heimilis- og
fjölskyluvandamál þessi og önn
ur leiði svo til þess að leitað
sé á náðir Bakkusar. Alltof oft
— það er marg sannað — hafa
byrgðir vínskápanna verið upp
spretta heimilisógæfunnar, seg
ir Södd. Zeitung.
IIEIMILI FYRIR DRYKKJU-
MENN.
Dugandi fólki í Vestur-Þýzka
Iandi stendur mikill stuggur af
þessari þróun áfengismálanna
þar í landi. Reynt er að koma
til liðs við þá, sem í erfiðleik-
um eiga af þessum sökum. Með
al annars hefur Heimatrúboð
Evengelisku kirkjunnar í Sört-
tenburg komið á fót hinu fyrsta
heimili fyrir drykkjukonur.
Þetta heimili er staðsett hátt í
fjöllum uppi. Þarna starfa
reyndar hjúkrunarkonur og
læknar, að því að byggja aftur
upp það sem áfengistízkan hef
ur niðurbrotið. Nýjar aðferðir
eru reyndár. Meðul þó í minna
lagi. En því meir gætt alls þess
er matræðinu viðkemur. Dvöl-
in þarna eru alls sex mánúð-
ir. En mikilvægast er þó talið
! það andrúmsloft, sem þarna er
j reynt að skapa og þau hollu ráð
. og leiðbeiningar sem vistmönn-
um er. í té látin. Eftir að þeir,
' sem þarna dvelja hverfa af
(heimilinu, er engan vegirm
sleppt af þeirn hendinni, held-
ur er fylgzt með þeim áfram
og fulltrúar heimilisins eru
þeim til ráðuneytis á ýmsan
hátt og greiða götu þeirra svo
sem bezt má verða, útvega þeirn
vínnu við sitt hæfi o. s. frv.
FJÓRÐI HLUTI GLATAST.
Samsvarandi heimili er og
rekið fyrir karla. Að hér er
ekki unnið fyrir gýg sannar
árangrar síðustu ára. Um helm
j ingux þeirra karla, sem á slílc-
um heimilum dvelja, teljast úr
allri hættu. Um f jórði hluti fær
verulega bót um lengri tíma.
! En um fjórði hluti glatast á ný.
'og flestir vegna þess að þeir
ætla aðeins að fá sér einn lít-
inn“.
(Frá Áfengisvarnarnefnd
Reykjavíkur).
| Eins og kunnugt er, er Ámi
sonur Árna landfógeta Thor-
steinson og Soffíu Kristjönu
konu hans, dóttur Hannesar
1 Johnsons kaupmanns í Reykja-
vík. Hannes var sonur Stein-
' gríms biskups Jónssonar, eri
Steingrímur Thorsteinson var
föðurbróðir Árna, og hefur Árni
. samið lög við mörg ljóð Stein-
gríms. Það lætur að líkum, að
Árni hefur í uppvexti sínum
komizt í kvnni við fjölmarga
þekkta menn á þeirrar tíðar Is-
landi, óg greinir hann nokkuð
frá þeim mönnum og minjum
í sögu sinni. Nöfn eins og Þór-
arin Böðvarsson prófast í Görð-
um, Grím Thomsen, Benedikt
Gröndal og Steingrím Thor-
steinson ber oft fyrir í fvrri
hluta frásagnar Árna. Hann
lýsir þá einstökum tilvikum úr
lífi þessara manna, m.a. rótinni
! að því, að í odda skarst með
þeim séra Þórarni og Grími
: Thomsen og miklum öðrum
fróðleik.
Árni er barn Reykiavíkur,
fæddur í miðbænum, hefur lif-
að meginvöxt bæjar síns og stór
! felld.ar breytingar hans, séð
gömlu húsin og litlu bæina
hverfa og „stórhýsi gnæfa þar,
sem áður voru móar, grasfletir
j og troðnir stígar. — Lækinn
hulinn breiðgötu og uppfyll-
ingu hafnarinnar byggða langt
út fyrir gamla fjöruborðið, þar
sem brimið svarraði áður við
kambinn." Embættismannsson-
urinn, sem fæddur er í bæ, sem
telur um 2000 íbúa, vex með
honum og lifir með honum, unz
hann telur um 60000 íbúa, hef-
ur frá mörgu að segja um bæ-
inn sinn og bæjarlífið. Hann
segir frá bernskustöðvum sín-
um, sem við göngum öll fram
hjá daglega, Austurstrætinu,
frá konungskomunni 1874, þar
sem honum verður eðlilega star
sýnast á hljómsveitina, frá
barnaskólalífi og smábrellum í
bænum, frá þúfunum á Aust-
urvelli, sem sérstök minning er
tengd við, nefnilega fyrsta —
ósjálfráða — kenderí sögu-
mannsins, frá erlendum sjó-
mönnum, Alþingi, og fjölmörg-
um minningum úr skólalífi,
lestaferðum til bæjarins og svo
ótal mörgu því, sem gaf Reykja
vík svip hér áður fyrri og við
hljótum að sakna, þegar við les
um um það.
Allmikill hluti bókar Árna
(Frh. á 7. síðú.)
I.
Jófi Þorstemsson:
SKÁKÞÁTTUR
Caro-Kann vörn.
Hvítt: Svart:
W. Adams G. Kramer
1. e4 c6
2. d4 d5
3. e5 Bf5
4. B-d3 BXBd3
5. DXBd3 e6
6. R-e2 c5
7. c3 R-e7
8. D-b5t D-d7!
9. ÐXc5?
Hvítur varast ekki gildruna,
sem svartur lagði í síðasta leik.
9. R-f5!
Gefið, því drottningin er glöt-
uð. 10. G-a5 myndi svartur svara
með b6!
Að lokum koma hér tvær eín-
faldar endataflsstöður til rann-
sóknar.
Hvítt
Kc5
aS
c7
Svart
Ka7
Svartur á leik. Getur hann
haldið jafntefli?
Hvítt
Kf2
Rf6
Svart
Khl
g®
hZ
Hvítur á að geta unnið hvor
sem á leik.