Tíminn - 02.03.1965, Qupperneq 1
I
50. tbl. — Þriðjudagur 2. marz 1965 — 49. árg.
Kafað við Tungufoss
KJ-Reykjavík, mánudag.
Á föstudaginn tók ms. Tungu-
foss niðri á flúðum við hafnar-
mynnið í Ólafsvík. Tókst að ná
skipinu af flúðunum með eigin
vélarafli, og var haldið til Reykja-
víkur þar sem botn skipsins var
athugaður.
Andri Heiðberg kafari athugaði
botn skipsins hér í Reykjavíkur-
höfn og fann hann 25 sentimetra
langa rifu neðst á skipinu bak-
borðsmegin. Var unnið að því í
dag að þétta rifuna með tólg, og
síðan var sett járnplata yfir gatið.
Sú dráttarbraut Slippsins í Reykja-
vík, sem getur tekið Tungufoss,
mun vera í ólagi, og varð því að
setja í gatið þar sem það lá I
höfninni. Gatið mun vera á tveim
botngeymum skipsins, svo að sjór
hefur ekki komizt í lestamar, og
skipið gat haldið áfram ferð sinni
á hafnir landsins, þegar viðgerð-
inni var lokið í dag.
Myndin var tekin, þegar unnið
var að því að þétta rifuna á Tungu-
fossi, og kanna botn skipsins. Kaf-
arinn til vinstri á myndinni er að
stökkva í sjóinn, en hinn er að út-
búa sig um borð í hafnsögubátn-
um Nóra. (Tímamynd K.J.).
200 LESTIR TOGARA-
FISKS SELDUST EKKI
MB-Reykjavík, mánudag.
Mikið magn af togarafiski reynd-
ist óseljanlegt í Þýzkalandi í síð-
ustn viku og í dag, sumt hafði
skemmzt á leiðinni út, en ekki
liggnr enn ljóst fyrir um orsakir
í öðrum tilfellum. Alls er hér um
200 tonn að ræða úr fjórum tog-
urum.
Hér er um að ræða togarana
Marz, Karlsefni, Þorkel Mána og
Jón Þorláksson. Erfitt er að fá
upplýsingar um þessi mál, en Ijóst
er, að mikið af afla þessara tog-
ara, allt að helmingur í sumum
tilfellum ,hefur reynzt óseljanleg-
ur af einhverjum ástæðum á þýzk-
um markaði.
Orsakir skemmdanna hjá Karls-
30 þús. dollarar til Is/.
námsmanna frá Rockefeller
JHM-Reykjavík, mánudag.
Blaðið hefur frétt frá Banda-
ríkjunum, að American—Scandi-
navian Foundation sé að undirbúa
stofnun minningarsjóðs um Thor
heitinn Thors, fyrrv. sendiherra
íslands í Washington. Ætlunin er,
samkvæmt beztu heimildum, að
nota fé úr minningarsjóðnum til
að styrkja íslenzka námsmenn í
Bandaríkjunum.
Blaðið sneri sér til Benjamíns
Eiríkssonar, formanns fslenzka-
ameríska félagsins, og spurði
hann nánar um þetta. Benjamín
skýrði svo frá, að Peter Strong,
framkvæmdastjóri, American-
Scandinavian Foundation, ætli að
safna peningum í þennan sjóð á
þremur árum, og nota vextina af
höfuðstólnum til að styrkja ís-
lenzka námsmenn.
Rockefeller Brothers Fund hefur
og látið Amercan-Scandinavian
Foundation fá 25.000 dala sjóð,
sem notast skal á fimm árum til
að styrkja íslendinga til náms í
Bandaríkjunum. Einn af Rocke-
feller-bræðrunum, Steven, hefur
bætt við þessa upphæð fimm
þúsund dölum til viðbótar, þar
sem hann hefur mikinn áhuga á
þessu máli.
Peter Strong framkvæmdastjóri
vildi nota þessa peninga í minn-
ingarsjóðinn, en það er ekki hægt,
þar sem peningarnir eiga að not-
ast beint í þessu sambandi. Aftur
á móti er ekki ósennilegt, að veitt
verði af þessum peningum í gegn-
um Thor Thors minningarsjóðinn.
Framhald á 2. siðu
efni munu vera nokkurn veginn
ljósar, þar eð lensirör stíflaðist og
sjór og slagvatn komust í lestina.
Þar skemmdust 50 tonn af 120
tonnum, sem um borð voru. Þarna
var um blandaðan fisk að ræða,
ufsa, ýsu og þorsk, en mest magn
eða um 40 tonn voru af karfa.
Marzinn seldi einnig ytra í sið-
ustu viku og var alls með um 160
tonn. Af því magni voru 32 tonn
eða því sem næst, ónýt Mun þar
aðallega hafa verið um að ræða
karfa.
Þá hefur talsvert magn af tog-
arafiski úr tveim skipum Bæjar-
útgerðar Reykjavíkur reynzt illselj
anlegt eða óseljanlegt. Er þar í
fyrsta lagi um að ræða Þorkel
mána, sem seldi í fyrri viku og
var með 160 tonn af fiski, en af
því magni seldust ekki 30—40
tonn, mestmegnis af karfa. í dag
átti svo Jón Þorláksson að selja
12S tonn af fiski og um hádegið
í dag hafði ekki tekizt að losna
við 60 tonn.
ISINN
— búizt viS öliu illu
MB-Reykjavík, mánudag.
Ekki hafa miklar breyt-
ingar orðið á hafísnum hér
við land frá því fyrir helg-
ina. í ísflugi Landhelgisgæzl
unnar á sunnudag, kom í
ljós, að nokkuð norðaustan-
og austanrek hafði verið á
ísnum frá því á laugardag
allt frá Axarfirði og vestur-
um. En norður af Melrakka-
sléttu og austur af henni,
heldur straumurinn áfram
til suðausturs, þannig að ís-
inn þar hefur gisnað mikið
út af henni. En tanginn,
sem var kominn austur fyrir
landið á laugardag, hafði
rekið talsvert til suðvesturs
í gær. Þaðan bárust Veður-
stofunni engar fréttir í dag,
en ekki er ósennilegt, að
senn verði vart við íshrafl
á Austfjörðum. Fært er orð-
ið fyrir Horn í björtu, en
íshrafl og spangir upp und-
ir land á þeim slóðum, og
öll leiðin fyrir Norðurlandi
er varasöm. Nú spáir Veð-
urstofan hvassri norðanátt
nyrðra, og má búast við
öllu illu, ef sú spá rætist. —
Nokkuð er sagt frá „lands-
ins forna fjanda“ fyrr á ár-
um hér við land á bls. 3, 8
ag 9 í bláðinu í dag.
Féll fyrir björg
og beið bana
GS-Keflavík, mánudag.
Hörmulegt slys varð hér s. 1.
sunnudag, er 15 ára gamall piltur
féll fyrir björg og beið bana. Pilt-
urinn, sem heitir Sverrir Sigur-
bergsson, var ásamt tveim öðrum
drengjum á skytterii út við Helgu-
vík, en þar er snarbratt og stór-
grýtt fjara fyrir neðan. Féll pilt-
urinn þar fram af og niður í fjör-
una.
Er lögreglan kom á vettvang, lá
stórgrýti, meira en tveggja manna
tak, ofan á drengnum, og er talið
vist, að hann hafi látizt samstunA-
is.
Framn. á bls. z
LOKS VANTAÐI DRYKKJARFÖNG UM BORÐ
KJ-Reykjavík, mánudag.
Ekki var lokið öllum raunum
Jarlsmanna í Kaupmannahöfn, þótt
búið væri að dæma suma þeirra
í miklar sektir, og útgerðin væri
búin að ganga í ábyrgð með
greiðslu þeirra. Þegar skipið átti
loks að leggja af stað frá Kaup-
mannahöfn, og búið var að gera
við það, sem gera þurfti við, kom
i ljós, að drykkjarföng vantaði um
borð! Ekki var hægt að leggja á
hafið án þess að hafa drykkjar-
föng, svo að þau voru útveguð i
snar hasti. Enn átti að leggja af
stað frá Höfn, en nú var sett far-
bann á skipið, þar sem vantaði
þrjá menn upp á lágmarkstölu
áhafnar. Mun sendiráðið hafa ver-
ið látið ganga í spilið við að stöðva
ferðir skipsins. Eftir nokkurn tíma
tókst þó að útvega þrjá menn á
skipið, og skulum við vona, að
raunir þess séu hér með úr sög-
unni, og við fáum að sjá það á
siglingu hér við strendur landsins
innan skamms.
Kvöldin eru oft falleg i Reykjavík
og sólsetrið í gærkvöldi var eitt
með þeim fallegustu, sem hér sjást.
Löngu eftir að sól var horfin, sló
fallegum rauðum bjarma á himin-
inn, sem var að mestu heiðskír.
GE tók þessa mynd frá Edduhúsinu
og sér yfir Kirkjusand inn yfir
Kleppsholtið. Klukkan var þá um
hálf sja.