Tíminn - 02.03.1965, Qupperneq 3
2. marr 1965
TÍMINN
Hann hristi bara haus-
inn víé fuglahöglunum
Þeir eru ekki margir, bjarn-
arbanarnir, sem enn eru á lífi
hérlendis. Þó er einn maður
nú búsettur í Reykjavík, sem
hefur skotið tvö bjarndýr um
ævina og sært hið þriðja ólífis-
sári, þótt það slyppi brott frá
honum út á sjó. Ánnað þess-
ara dýra skaut hann hangandi
í vaði utan í þverhníptu bjargi
og öll dýrin skaut hann með
haglabyssu. Þessi maður er
Kristinn Grímsson, fyrrum vita
vörður á Hornbjargi, rii dyra-
vörður í skóla í Reykjavík.
Okkur fannst vel til fallið
að spjalla aðeins við Kristin,
nú þegar hafþök af ís eru úti
fyrir Vestfjörðum og Norður-
landi, og rifja upp sögur af
viðureignum hans við bjarn-
dýrin. Kunnugir telja raunar,
að lítil líkindi séu fyrir því,
að bjarndýr séu á þeim ís,
sem nú er fyrir landinu, en
einhvern veginn er það saint
svo, að flestum dettur ísbjörn
í hug, þegar þeir heyra nefnd-
an hafís hér við land.
— Ég er fæddur á Horni
árið 1894 cg átti þar heima,
þangað til ég flutti þaðan ár-
ið 1946, sagði Kristinn. Við
Stígur heitinn Haraldsson vor-
um síðustu bændur á Horni og
fluttum þaðan sama árið. Já,
það hefur margt breytzt síðan
ég var að alast upp, ekki hvað
sízt á mínum æskuslóðum, en
nú er allt í eyði, þar sem þá
var blómleg byggð. Við vorum
16 fermingarsystkinin. Ég
skal ekki fullyrða svona án
þess að hugsa mig um, hve
mörg eru á lífi, en þau eru
fá. Þau hafa farið á ýmsan
háitt, nokkur ung af slysförum,
önnur af veikindum, og svo er
aldurinn víst orðinn býsna hár.
— Nú er mikið rætt um ís-
inn. Það hefur líklega ekki
þótt fréttir í þínu ungdæmi,
þótt íshrafl væri við Horn á
þessum árstíma*
— Nei,^ víst þótti það ekki
tíðindi. fsinn kom á hverju
einasta ári að Horni, meira eða
minna, það hefðu víst frekar
þótt tíðindi ef hann hefði ekki
komið.
— Fundu gömlu mennirnir
það ekki á sér, þegar íssins
var von?
— Ég veit nú ekki, hvort
rétt er að segja það. En það
voru viss veðrabrigði, sem voru
hættuleg á þessum árstíma.
Það var oft mjög óstöðug veðr
átta á undan ísakomu. Norð-
vestanáttin var mjög hættuleg,
þá rak ísinn að landi og inn
á allar víkur. Norðaustanáttin
var hins vegar góð, þá rak ís-
inn áfram vestur með.
— Sáu menn ekki bjarma
af ísnum?
— Jú, þeir töldu það. Eink-
um var það, ef þykkt loft var
og bjart undir við hafsbrún.
Þá var ír.inn oft skammt und-
an.
— Og hvernig ís var þetta?
Var mikill borgarís í honum?
—Nei, yfirleitt var þetta
iagnaðarís, misjafnlega þykk
ur, og oft mjög ósléttur. Svo
uoru stórir jakar oft innan um,
en stærstu jakarnir komu
■enjulega að sumarlagi Það
voru óskapleg bákn, sem höfðu
fallið úr jöklunum sjálfum.
Þeir strönduðu stundum úti á
fjörutíu til fimmtíu faðma dýpi
og stóðu þar lengi á meðan
sjórinn braut þá og bræddi.
— Komu oft bjarndýr til
ykkar með ísnum?
— Nei, það var sárasjaldan
eftir að ég fór að muna eftir
mér, og ég held að þar áður
hafi verið talsvert langt frá
því að bjarndýr kom á land
á Horni. Að minnsta kosti man
ég ekki eftir að ég hafi heyrt
sagt frá því. En í Rekavík bak
Látrum komu tvö dýr rétt fyr-
ir aldamótin. Þau komust þar
í hertan fisk í hjalli niður við
fjöru og gerðu þar talsverðan
usla. Heimamenn lögðu til at-
lögu við þau með haglabyssu og
tókst að drepa annað dýrið og
særa hitt. Það fannst síðar uppi
á Straumnesdal og var þá enn
með lífsmarki. Það var þó orð-
ið algerlega máttlaust að aft-
an og gat ekki fært sig úr
stað og þar var bundinn endi
á þjáningar þess.
Svo voru náttúrlega til sagn-
ir um bjarndýr, frá fyrri tím-
um, en það er ákaflega erfitt
að fullyrða nokkuð um það,
hvað er hæft í þessum sögnum.
Meðal annars gekk sögn um
það að bjarndýr hefði komið
á iand austur á Dröngum og
banað öllu heimilisfólkinu þar,
en engar sönnur veit ég á því.
Þá gekk einnig þarna saga,
sem er staðfærð víðar, um
mann, sem átti að hafa verið
á leið milli Aðalvíkur og Illöðu
víkur. hann hafði broddstaf
mikinn eða atgeir í hendi og
mætti bjarndýri. Það hræddist
atgeirinn og lét manninn i
friði. Síðar mætti hann svo
öðrum manni og lánaði hon-
um atgeirinn, svo hann yrði
ekki birninum að bráð. Svo
fór sem fyrr, að bjarndýrið lét
manninn, sem var með atgeir-
inn, í friði, en hins vegar tók
það á rás eftir manninum, sem
hafði lánað hann, og náði hon-
um og drap, en þjóðsögur
segja þennan atburð líka hafa
gerzt á Lágheiði við Ólafsfjörð
og austur á Reykjaheiði í Þing-
eyjarsýslu, svo ekki er gott að
segja, hvar hún hefur gerzt, ef
hún hefur þá gerzt annars stað
ar en í hugarheimi fólksins.
En sjálfsagt hafa bjarndýr
gengið áður á land á þessum
slóðum, þótt áreiðanlegar heim
ildir skorti, eða séu ekki kunn
ar.
— En hvenær varðst þú
bjarnarbani fyrst?
— Það var árið 1917. Það
var komið fram í júlímánuð,
en þá kom íshroði inn á Horn
vík. Það var kominn sláttur,
er við fótum tveir frá Horni
undir Hælavíkurbjarg til að n..
okkur í eldiviðarspýtur. Með
mér var Elías Einarsson, bóndi
á Horni. Er við komum að
Hvannardal, utanvert við Reka
vík, bak við Horn, sáum við
bjarndýr. Þar sem við vorum
vopnlausir gátum við ekkert
aðhafzt, en bjarndýrið varð
hrætt við okkur og lagðist til
sunds og synti yfir Rekavík-
ina. Það tók land undir Kolli
Kristinn Grímsson
sem kallað er. Við héldum
heim að bænum í Rekavík og
fengurti þar haglabyssu og héld
um svo þangað sem við áttum
dýrsins von. Með okkur fóru
tveir menn frá Rekavík, Sig-
urður og Stefán að nafni. Þar
sem við áttum dýrsins von er
hálfgert einstigi rétt við sjó-
inn, er Tröllaskarð heitir. Þar
háttar svo til, að hamar geng-
ur i sjó fram, en bak við hann
og milli hans og aðalbjargsins
er skarð, sem komast má um,
Skriður eru beggja vegna
skarðsins og um þær mjó gata,
eða einstigi. Við sáum var
bangsi var á leið upp skrið-
urnar og fórum á báti fyrir
hamarinn. Þar var ég settur á
iand með byssuna og hélt upp
skriðurnar þeim megin. Við
bangsi mættumst í skarðinu
sjálfu og þar skaut ég á hann
fuglahöglum úr haglabyssunni.
Ekki felldi skotið hann, en
hann varð hræddur og sneri til
fjalls. Þarna gengur gilskora
upp í bergið og voru í henni
klettar, hálir af bleytu og slýi.
Björninn gat krafsað sig upp
eftir klettunum og er ég skaut
öðru haglaskoti á hann hafði
það ekki önnur áhrif á hann
en þau, að hann krafsaði sig
hærra upp, svo ég komst ekki
að honum til að skjóta, nema
með því að fara að klifra upp
á eftir honum og það þótti rriér
ekki fýsilegt.
Við fórum nú aftur út í Reka-
vík og þar setti ég stór högl,
sem kölluð voru selabaunir í
patrónuna. Þetta voru tals-
vert stór högl, sem gátu hæg-
lega drepið bjarndýr, ef þau
hittu vel. Síðan komumst við
á hlið við bergið og gátum
þrætt syllu eftir því, þar til
við vorum staddir ofan við dýr
ið. Þar slútti bergið fram, svo
ekki var um annað að ræða
en sí§a til þess að ná til dýrs-
ins. Eg seig niður með byss-
una, ætli það hafi ekki verið
hátt í tuttugu faðma, þar til
ép var rétt vfir því. Þá varð
ég að spyrna mér frá berginu
til þess að sjá til dýrsins. Ég
skaut það svo með tveimur
skotum. Hið fyrra drap ekki
alveg, en særði það vafalaust
ólífissári engu að síður. Það
voru ljótar hryglurnar og hljóð
in í dýrinu. Svo hlóð ég aftur
og skaut, og það var nóg. Það
rann steindautt niður gilið og
áfram niður skriðurnar og alla
leið niður í fjöru. Þetta var
ekki mjög stórt dýr, ég held
að kjötið af því hafi verið um
100 ldló.
— Og svo felldirðu annað
dýr.
— Já, það var vorið 1920
og það var undir Hornbjargi.
Frímann heitinn Haraldsson ..
Horni var þá undir bjarginu að
skjóta fugl snemma dags í
apríl. Þetta var hart vor og
rniklir snjóar voru, en ís var
ekki mjög lengi við landið. Þeg
ar Frímann var á ferð undir
bjarginu sá hann hvar tvö
bjarndýr voru á fönn undir
svonefndri Fjalarskriðu. Þarna
hafði mikið fennt, en sjórinn
síðan brotið framan af fönn-
inni og var allhár snjóbakki
upp af fjörunni.
Frímann var aðeins með
haglabyssu með fuglahöglum
og sneri þegar við til bæjar og
fór ég með honum aftur. Við
settum kúlur í skotin og voru
dýrin enn á sama stað og Frí-
maun hafði séð þau á, er við
komum þangað. Annað dýrið
var stærra og lá það utan í hall
andi snjóskaflinum og vissi
höfuðið upp. Hitt hafði grafið
sér holu í skaflinn og sat i
holunni og sást í það aftur
fyrir herðakamp. Við sáum síð
ar að graftarígerð var í læri
þess, og má vera að það hafi
verið ástæðan fyrir setu þess
í skaflinum.
Er við komum að þeim, kom
ókyrrð að stærra dýrinu, sem
var karldýrið. Við höfðum ver-
ið í um 16 faðma fjarlægð, er
við skutum báðir á stærra dýr-
ið og miðuðum um bóginn.
Ekki tókst þó betur til en svo,
að hvorugt skotið drap, enda
sneri dýrið ekki nógu vel við
okkur, skotin hlutu að ganga
nokkuð langsum fram í það,
þar eð við voru næstum alveg
aftan og neðan við það. Það
hentist niður skaflinn, er það
hafði orðið fyrir skotunum.
fram af bakkanum og niður í
fjöruna, sem við stóðum í, og
hljóp á brott. Frímann sendi
skot á eftir því, en það dugði
ekki til, enda fjarlægðin þá
orðin nokkur. En mikill blóð-
refill var í slóð þess. Dýrið
stökk fram í sjó og gat krafsað
sig upp á jaka, sem var á reki
með fjörunni og rak í burtu á
honum. Sjórinn litaðist blóði
eftir sund þess og er vafalaust
að það hefur lifað skamma
stund á jakanum, en aldrei
fréttum við neitt til þess fram
ar.
Það er af kvendýrinu að
segja, að strax eftir að ég
hafði skotið á hitt dýrið, skaut
ég öðru skoti á það. Byssan min
var tvíhleypt haglabyssa, svo
ég þurfti ekki að hlaða aftur.
Framh á bls 14
3
Brauðristar
Straujám
Vöfflujárn
Hraðsuðu-
katlar
Eingöngu
úrvals merki
Bændur
K. N. Z. saltsteinninn
er nauðsynleffur búfé vðar.
Fæst f kaupfélögum um
land allt.
BÆNDUR
gefið búfé yðar
EWOMIN F.
vítamín- og steinefna-
blöndu.
15
U 0'/'' '/%
Q 0 0 D D n
u n í niir
Einangrunargler
Framleltt elnungis úr
úrvals gleri — 5 ára
ábyrgð
Pantið timanlega
Korlrfðjan h. t.
Skúiagötu 57 Simi 23200