Alþýðublaðið - 07.01.1956, Side 4

Alþýðublaðið - 07.01.1956, Side 4
A1 þýdublaðid Laugardagur 7. janúar 1356 Útgefandi: Alþj6uflok\uri*n. Ritstjórí: Helgi Sxmundsttm. Fréttastjórí: Sigvaldi Hjálmarsson. Blaðamenn: Björgvin Guðmundsson og Loftur Guðmundsson. 'Auglýsingastjóri: Emilía Samáelsdótlir. Ritstjómarsímar: 4901 og 4902. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslustmi: 4900. Alþýðuprentsmiðjan, Hverfisgðtn 8—10. ’As\riftarverð 15J)0 á mánuði. í Utssssuðlu ljOO. Fjóhirnar í garðinum MQRGUNBLAÐIÐ er heldur en ekki gáfað í gær. ‘ Það gerir sér ósköp.hægt um vik og kemst að þeirri nið- urstöðu, að Alþýðuflokkur- inn vilji sams konar stjórn- málaástand hér og ríki í Frakklandi. Röksemdirnar eru ekki valdar af verri end- anum. Gylfi Þ. Gíslason á að hafa skrifað grein í danskt blað til að Alþýðuflokkurinn geti „smogið upp í ráðherra- stóla“! Lýsingin á franska stjórn- málaviðhorfinu og orsökum þess, hversu komið er þar í landi, hefur hins vegar ým- islegt til síns ágætis, enda kvað engum alls varnað. Morgunblaðið segir í því sambandi orðrétt: „Allt ber hið franska stjórnarfar svip þess, að stjórnmálamenn þar hafa í harðri keppni um völdin hætt að gæta hófs. í hóflausri sérhyggju hefur hver þeirra um sig einblínt á eitt markmið eigin upp- hefðar og virðingar, en gleymt að taka tillit til þarfa lands síns og þjóðar í heild, enda hafa þeir valdið þjóð sinni mestu ógæfu með spá- kaupmennsku sinni.“ Þetta er víst hverju orði sannara. En hvaða aðilar beita sömu vinnubrögðum hér á landi? Hverjir hafa kallað yfir okk- ur spillingu og öngþveiti, brask og spákaupmennsku, hverjir ríghalda í ráðherra- stóla, þó að stefnu og úr- ræði vanti, hvaðan er sprott in sú samábyrgð svívirðing- arinnar, sem er að gera okk- ur að viðundri veraldar? Morgunblaðið ætti að líta sjálfu sér nær áður en það hættir sér öllu lengra út í þessar umræður. Stundum hefur Morgun- blaðið reynt að beita þeirri blekkingu, að Alþýðuflokk- urinn hafi dregið sig út úr pólitík. Nú er hann sakaður um að vilja umfram allt kom ast í ráðherrastóla. Samræm inu er svo sem ekki fyrir að fara í hugsun og málflutningi Morgunblaðsins. Það ræktar einkennilegar fjólur í garði sínum eins og fyrri daginn. Auðvitað gefur að skilja, að Alþýðuflokkurinn vilji láta áhrifa sinna gæta í íslenzk- um stjórnmálum og koma við sögu stjórnarfarsins. Sú við- leitni hlýtur að einkenna alla stjórnmálaflokka. En slíkt er allt í einu orðið fordæm- anlegt í augum Morgunblaðs ins. Það virðist ímynda sér, að þetta eigi að vera forrétt- indi íhaldsins. Er ekki hætt við, að menn, sem lifa í því- líkri ímyndun, verði fyrir meinlegum vonbrigðum? Stjórnmálaspilling er und- irrót erfiðleikanna hér eins og í Frakklandi, og í báðum löndunum hafa sömu þjóð- félagsöí'l verið að verki. Þau er hægt að kenna einu nafni við spákaupmennsku, en með al íslendinga á hún heimili og varnarþing í Sjálfstæðis- flokknum. Morgunblaðinu þýðir ekkert að reyna að koma sök þessa af húsbænd- um sínum með heimskuleg- um ásökunum í garð ann- arra. Alþýðuflokkurinn læt- ur sér allt slíkt í léttu rúmi liggja. En hann mun gera það, sem í hans valdi stend- ur, til að íhaldið hætti að sigla þjóðarskútunni í strand. Það ætti að fá góðan tíma til að skoða fjólurnar í garði Morgunblaðsins, þegar strandkapteinninn er hættur til sjós og fluttur á lágafell með samherjum sínum. Skáksigur Friðriks FRIÐRIK ÓLAFSSON hef ur enn sýnt og sannað á skák rnótinu í Hastings, að hann er orðinn afburðamaður í íþrótt sinni. ’ Mun engum vafa bundið lengur, að hann megi telja í fremstu röð yngri skákmanna heimsins. Að þessu sinni átti hann við rammari reip að draga en nokkru sinni fyrr, en frammi staða hans reyndist meiri og betri en nokkur þorði að vona, og skortir þó sannar- lega ekkert á, að honum fylgi góðar óskir og bjartar vonir, þegar hann gengur til stór- ræðanna. Næsta verkefni Friðriks verður keppnin um meistara tign Norðurlanda í skák, en þann leik heyir hann við Danann Bent Larsen, sem er bráðefnilegur taflmaður. Drengilegri orrahríð þeirra mun athygli veitt um allt ís- land. - í f Bœkur og liöfundar: S A G A N af því, hversu Joseph Bédier: Sagan af daganna, ef hægt er að taka Trístan og ísól. Skáldsaga. J svo til orða um sígilda meistara Einar Ól. Sveinsson íslenzk- smíð, sem orðið hefur íslend- aði. Heimskringla. Bóka- ingum umhugsunarefni ár og flokkur Máis og menningar. aldir. Harmleikurinn skipar Prentsmiðjan Hólar. Reykja- öndvegi endurminningarinnar vík 1955. við hliðina á sögunum af ást- um Kjartans og Guðrúnar og Gunnlaugs og Helgu, þó að Trístan og ísól unnust með raunverulega sé þeim ekkeri miklum fögnuði og harmi, er sameiginlegt nema snilldin, kunn íslendingum sem ljóðbrot fegurðin og örlagaþunginn — í mörgum og misjöfnum útgáf- ‘ þetta sem sumir kalla einu orði um, en hefur eigi að síður list. | myndað frábæra heild, svo að j Lesandinn hlýtur að undr- örlög þessara fornu elskenda ast, hversu innlifun höfundar- orka á hugann eins og sá skáld- ins í dulheim sögunnar er næm skapur einn, sem finnur ieið- og rík, hér er sambýli hins ör- ina til hjartans og raskar jafn- jlagaþrungna harmleiks og hins vægi tilfinninganna. Þess ikliðmjúka ljóðs og sá sam- vegna er maður ósjálfrátt á . vinnubúskapur með svipuðum varðbergi, þegar í hendur berst hætti og þegar lag fellur að skáldsaga um slíkt efni. Mun Jljóði eða ljóð að lagi, tvær list- j unnt að lyfta fögnuði þeirra og 'greinar fallast í faðma og njóta harmi til meiri listar en í hinu jhvor annarrar. Og sjaldan hef- fornfræga kvæði með viðlag- j ur sannazt betur, að- listin sé inu ógleymanlega „þeim varjóháð . landamærum, fjöllum, ekki skapað nema að skilja“? j fljótum og höfum og öllum. Og svo hefst lesturinn. Fyrst (öðrum torfærum af völdum er forspjall Einars ÓI. Sveins- : mannanna eða náttúrunnar. sonar, þar sem hann rekur j Aðeins verður manni íhugunar ( sögu viðfangsefnisins og segir efni, að sagan skuli ekki fyrir deili á Joseph Bédier, franska löngu komin hingað til að ( skáldinu og fræðimanninrm, 'gleðja íslendinga og stækka sem réðist í þetta tvísýna en það land og dýpka þann him- heillandi stórræði. Síðan kemur in, sem er skilningur og ást á sagan sjálf, og fyrr en varir er (fögrum bókmenntum, hvaðan kvíðinn horfinn, en gleði list- sem þær eru komnar, ef tór.n ( rænnar nautnar komin í stað-, þeirra næst af íslenzkum . inn. Svona • skáldsögu getuv streng. víst aðeins fræðimaður skrifað: En eklti nóg með það. Höfurid- Upphaf sögunnar er þetta: „Viljið þér, göfgu herrar, urinn verður einnig að vera; heyra fagurt ævintýr um ást- mikið skáld. Joseph Béd!er>; ina og dauðann? Það er sagan reynist vaxinn þessum tvíþætta 1 af Trístan og ísól drottningu. vanda, og þýðing Einars Ól. j Heyrið, hversu þau unnust Sveinssonar mun ærið afrek út J með miklum fögnuði og mikl- af fyrir sig. Hér fer saman: um harmi, og síðan dóu þau keltneskur tregi og frönsk nær- J af því á sama dægri, hann sók- færni, en við bætist sviptigin um hennar, hún sökum hans.“ og hljómfögur íslenzka, svo að 1 Niðurlagið er svohljóðandi: öllu bókmenntalegu réttlæti „Þegar Mark konungur virðist fullnægt. Sagan geldur frétti dauða elskendanna, hvergi Trístanskvæðisins, held- sigldi hann til Syðra-Bretlands ur er sem listaverkið forna og lét gera tvær líkkistur, aðra | stækki, gangi í endurnýjun líf- I af kalsedon handa ísól, hina af berýl handa Trístan. Hánn hafði með sér á ,skipinu ' til Tintagels elskaða líkami þeirra. Hann lét grafa þau við kape.Uu eina, annað hægra megin söug- húss, hitt vinstra megin. En um nóttina spratt þyrnirunnur, grænn og blómgaður, limmi.k- ill og angandi, upp af leiði Trístans, og rann hann yfir um kapelluna og ofan í leiði ísóíar. Héraðsmenn hjuggu runnann, en hann sprettur upp næsta morgun, jafn-grænn, jafn-blóm- legur, jafn-kraftmikill, og aftur rennur hann. niður í leiði ísólar björtu. Þrisvar vilciu þeir granda honum, en það kom fyrir ekki. Loks sögðu þeir Mark konungi frá undri þessu, og konungur bannaði þeim að höggva hann framar. Herrar, hinir góðu. kvæða- menn fyrri daga, Béroul .og Tómas, og herra Eilhart, meist- ari Gottfried og bróðir Róbert, hafa sagt sögu þessa fyrir þá, sem unna, ekki fyrir aðra. Þeir senda yður kveðju sína með mér. Þeir heilsa þeim, sem.er hugþungt, og þeim, sem eru sælir, þeim, sem eru óánægðir eða munarfullir, þeim, sem eru glaðir eða óglaðir, öllum. elsk- endum. Vel er, ef þeir mættu finna hér huggun við hverf- lyndi, við ranglæti, við skap- raun, við hugarkvöl, við öllum ástarraunum.“ Þetta er eins og tveir skógar- jaðrar, annar móti suðri, hínn veit í norður. Og vegferðin um töfraheim merkurinnar er líkt og að leggja af stað í sólskmi, sjá blómin og -grösin, heyra fuglasönginn, árniðinn og foss- hljóminn, nema lífið og vorið, skynja þroska og fegurð sum- arsins, greina fótatak hausts- ins á flótta undan vetrinum. og komast á leiðarenda í tungls- ljósi. Maður þráði þetta alit og átti þess von, en vissan reynd- ist draumnum stærri. Helgi Sæmundsson, Dinósaurus grafin upp í Ut t>ar á að reisa gífurlega stórt safn, sem geyma á leifar stærstu skepnur iarðarinnar, þar sem þær fundust. Auglýsið í Álþýðublaðinu FYRIR um það bil 100 millj- ónum ára lifði risaeðlan Dino- saurus og hrærðíst á þessari jörð. Nú eru amerískir vísinda- menn að afhjúpa jarðneskar leifar hennar hátt uppi í Utah- fjöllunum, og þegar því verki er lokið, fá sérfræðingar nýtt verkefni: að leiða í ljós, hvern- ig líkamsbygging þessarar forn aldarófreskju hefur verið í ein- stökum atriðum. STÆRSTA SKEPNA JARÐARINNAR Dinosaurus er stærsta skepna, sem Htærzt hefur á þurrlendi jarðarinnar. Þær stærstu voru um 24 metrar að lengd og ógu um 40 tonn. En heilinn, sem þær höfðu til að stjórna þess- um feiknastóra líkama, var að- eins um hálft kíió að þyngd. Staðurinn þar sem leifar dýrs- ins eru grafnar upp, er ein- manalegur fjalladalur í Utah. Fundu vísindamenn þennan stað 1909. Fyrir þann tíma höfðu hvítir menn og rauð- skinnar háð þar blóðuga bar- daga, en enginn hafði gefið sér tíma til að athuga, hvað fólgið var í stóru haugunum eða hól- unum, sem þar eru á víð og dreif. NÁTTÚRUHAMFARIR Svo lítur út sem einhverjar óskaplegar náttúruhamfarir eða skæð drepsótt hafi útrýmt dinosaurusnum, og síðan. hafi skrokkarnir hrúgazt saman í lægoum í landinu. Síðan lítur út fyrir, að sandur og rvk hafi fokið að og hulið hræin. Er ár- þúsundir liðu, urðu beinin stein gerð. Jarðskjálftar og byltingar í náttúrunni lögðu landsvæði þetta undir sæ um skeið og síðar þrýstist það upp í mikla hæð yfir sjó, þar sem það er nú, við fellingamyndun í jarðskorþ unni. Loks hefur veður og vind- ur sorfið og núið yfirborðíð, þannig að Ieifar fornaldarris- anna urðu enn á ný á yfirborð- inu. , .. GÍFURLEGA STORT SAFN Ætlunin er sú, að koma upp safni með þessum stóru og merkilegu gripum, einmitt á staðnum, þar sem þeir hafa fundizt. Verður það eins og að líkum lætur gífurlega stórt safn. Hvert einasta bein skepn- anna er með stakri nákvæmm grafið upp og síðan raðað sam- an, eins og var í beinagrind- inni. Eitt dýrið stendur að heita má óhreyft í gríðarlega miklum sandbakka. Þegar sand urinn hefur verið grafinn frá, á að byggja hús utan um það. Það stendur nærri því í sömu stellingum og því var eðlilegt áður en. dauðann bar að garði fyrir óra löngu. Þetta er erfitt verk og vandasamt, og menn gera ráð íyrir, að það taki fjög- ur ár að ljúka því. y~-‘- * MERKUR Wj FERÐAMANNASTAÐUR Þetta landsvæði er auðviíað orðíð eftirsótt af ferðamönnum CFrh. á 7, síðu.,}

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.