Alþýðublaðið - 19.01.1956, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 19.01.1956, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 19. janúar 1956 Bankafjárglæframál í Stokkhólmi: A 1 þ ý ð u b l aöiö » ÓHREINN kartöflupoki var mjög til umræðu við réttarhöld varðandi stórfellda bankafjár- glæfra í Stokkhólmi fyrir skömmu. í umræddum óhrein- um kartöflupæka hafði kaup- maður einn þar í borg nefni- lega komið fyrir á annað hundr að þúsund sænskum krónum og síðan falið bankaféhirði, Arne Kristensen, pokann til geymslu og varðveizlu með öllu saman. Og síðan þegar Lindström, kunningi Kristensen, lenti í fjárkröggum og yfirdrætti við bankann, fór Kristensen í kart öflupokann og tók þar „lán“. Og þegar ekki rættist neitt úr fjárkröggum Lindströms fór Kristensen aftur í kartöflupok- ann og áður en langt um leið hafði hann tekið úr honum 102 þúsundir lcróna. Auk þess hafði hann tekið 109 þúsundir trausta taki hjá bankanum. Fyrir rétti viðurkenndi Krist ensen allt, en Lindström neit- aði öllu. Viðurkenndi þó að Kristensen hefði útvegað hon- um 125 þúsund krónur að láni, en um sjálfan lánveitandann þóttist hann ekkert vita. Kristensen kvaðst upphaf- lega hafa ákveðið að gera bankastjórninni viðvart um yf- irdrátt Lindströms, hafði meira að segja skrifað tilkynninguna, en þá gerðist það að Lindström hringdi til hans, og þar með var stefna viðskiptanna ráðin. Krist ensen fór í kartöflupokann og Lindström gat haldið áfram verzlunarbraski sínu. Um þetta leyti var bað brotajárnssala til Belgíu. Á tímabili nam yfir- drátturinn 368 þúsundum kr. „Veturinn 1952 reyndi ég að kippa þessu í lag,“ sagði Krist- ensen. En þá kom Lindström aftur —r í það skiptið var hann að kaupa allmikið magn af seg ulbandstækjum. HANNES Á HOBNINUÍ VETTVANGUR DAGSINS Afnám végabréfaskyldu — Bréf frá ferðalang - Svar útlendingaeftirlitsins — Maður og kona -- Brynjólfur ekki í séra Sigvalda .*■ „ÉG KOM fyrir fáum dögum til Jandsins eftir að hafa dvalið á Norðurlöndum í tvö ár," segir B. R, í bréfi til mín. „Ég vissi ekki betur en að afnumin væri vegabréfsskylda milli Norður- landanna, enda hafði ég séð frá því skýrt í íslenzkum blöðum. Ég þurfti heldur ekki að sýna neitt vegabréf þegar ég kym til Banmerkur frá Noregi og þess vegna brá mér nokkuð í brún þegar tekið var vegabréf. mitt við komuna hingað og stimpli þrýst á það. HVERS VEGNA er þetta gert? Er Island ekki méð í samkomu- laginu? Hafa frásagnir fslenzkra blaða ekki viS neitt a'ð styðjast? Eða hvað veldur þessu? Þetta skiptir svo sem ekki máli, hvað mig snertir, því að ég var með vegabréf mitt í vasanum. Hins vegar datt mér í húg, að ein- hverjir kynnu að taka fréttir blaðanna trúanlegar og hafa ,ekki vegabréf sitt— og þá gæti það valdið vandræðum." ÞETTA SEGER bréfritarinn. Þegar ég hafði lesið þetta bréf ; kom það mér á óvart, enda vissi ég ekki betur en að ísland væri með í samkoraulagi Norðurland anna um afnára vegabréfaskoð- unar. Ég hringdi þvf til útlend- ' ingaeftirlitsins og spurðist fyrir um þetta. Svaríð, sem ég fékk, ■var á þessa leið:. „ÞAB ER ALLS EKKI skylda að sýna vegabréf eða láta stimpla það þegar ura er að ræða menn, sém korna frá Norðurlöndunum. Hins vegar réita ýmsir okkur vegabréf sín og vilja láta setja stijnpil í þau, en við biðjum ekki um þau. Það hýtur að vera á misskilningi byggt hjá bréfrit- aranum, að hann hafi verið krafinn mn vegabréf. HINS VEGAR er rétt að geta þess til leiðbeiningar, enda hef- ur það stundum vaídið óþægind- um, að haft ér eftirlit um það, að menn hafi greitt útsvör og skatta, og verða menn að sýna j skilríki fyrir því við brottför úr Mandinu, en þetta gildir þó ekki i fvrii’ þá, sem hafa dvalið í land- inu skemur en einn mán^.“ j MAÐUR OG KONA hefur nú 1 verið tekið til sýningar í Þjóð- | leikhúsinu. Þetta var ákaflega I vinsælt leikrit þegar Leikfélag Reykjavíkur sýndi það og leik- afrek Brynjólfs Jóhannessonar í séra Sigvalda talið eitt hið mesta hjá honum. Mönnum leik ur því mikil forvitni á að sjá Harald Björnsson í þessu hlut- verki. Hann ér góður leikari, en það er erfitt að gera hlutverkinu eins góð skil og Brynjólfur gerði, hvað þá betri. AF HVERJU leikur Brynjólf- ur Jóliannesson svo sjaldan hjá Þjóðleikhúsinu? Var hann ekki beðinn að leika séra Sigvalda? Hannes á horninu. Og aftur jókst yfirdrátturinn, og enn fór Kristensen í kart- öflupokann. Þegar Kristensen tók sér sumarlevfi í júnímánuði 1953 hafði hann engan frið fyrir upp hringingum Lindströms, og að lokum varð Kristensen að skreppa með honum í bankann og fara í pokann. Varð Lind- ström þá að orði, að kaupmað- urinn ætti að sjá sóma sinn í að geyma peningana sína í þokkalegri umbúðum. En svo gerðist það að kaup- maðurinn hugðist láta meiri peninga í pokann. Taldi hann þá það, sem eftir var í hor.um,: og þótti eitthvað á skorta. „Ég hef nefnilega tekið 102 þúsund ir úr pokanum,“ sagði Krist- ensen. ,,Nú, -—þá stendur það heima upp á eyri,“ varð kaup-' manninum að orði og bauð síð- ' an Kristensen til miðdegisverð- ar! En svo voru aðrir, sem kom- ust að því að ekki væri allt með felldu varðandi kartöflurokann — og báru ekki jafnmikið traust til bankagjaldkerar.s og ■ kaupmaðurinn, sem átti pok- ann og peningana. Og rétcar- [ höldum heldur áfram í málinu. Innilegt þakklæti sendum við ættingjum og vinum fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför móður okkar, DAGBJARTAR JÓNSDÓTTUR, Ólafía Sigurðardóttir. Oddný Sigurðardóttir, Rafn A, Sigurðsson. Innilegustu þakkir fyrir auðsýnda vináttu og samúð vic* andlát og útför eiginmanns míns VILHJÁLMS ÁRNASONAR. Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna. Þórey Jónsdóttir. KROSSGÁTA NR. 958. > 2' i V 1 J r 4 j « ■? □ 1 n /J 19 IS :U ** L J L Lárétt: 1 heiðarlegt, 5 hrvgg- ir, 8 vangi, 9 tveir samstæðir, 10 skaði, 13 tónn, 15 starfsöm, 16 andlitshluti, 18 ítalskt forn- skáld. Lóðrétt: 1 ákjósanleg, 2 band, 3 gæfa, 4 op, 6 lögun, 7 kjarr, 11 tala, 12 kvenmaður, 14 mót, 17 greinir. Lausn á krossgátu nr. 957. Lárétt: 1 öskrar, 5 Ásta, 8 tákn, 9 al, 10 klók, 13 il, 15 Etna, 16 tagl, 18 flóra. Lóðrétt: 1 ölteiti, 2 skák, 3 'kák, 4 ata, 6 snót, 7 aldan, 11 leg, 12 knár, 14 iaf, 17 ló. ílaaii Állsherjar um kosningu stjóruar, trúnaðarráðs og varamanna fer fram í húsi félagsins og hefst laugardagmu 21. þ. m. kluklcan 2 eftir hádegi og stendur yfir þann dag til klukkan 10 e. h. og sunnudaginn 27. þ. m. frá kl. 1 e. h. til kl. 9 e. h. og er þá kosningu lokið. Kjörskrá liggur frammi í skrifstofu féiagsins. Kjörstjórnia. er í Café Höll í kvöld kl. 8,30. Til skemmtunar: Upplestur: Guðmundur G. Hagalín. Kvikmynd. — Kaffi. Allar konúr velkomnar. Sairitök kvenna. Ingólfscafé. Ingólfscafé. Dansleikur í Ingólfscafé í kvöld kl. 9.. ; Aðgöngumiðar seldir frá kl. 8. — Sími 2826. ÍS 1» > > 11 ‘4 > > Bréfakasmin: vantar unglinga til að bera blaðið til áskrif- encta i bessum hverfum: Kleppsholti Taiið vlð afgreiðsluna - Sími 4900 anga svona ENN eitt slys við höfnina — og í þetta sinn banaslys. Ungur maður í blóma lífsins lætur líf sitt. Guðmundur Joð kemur á vettvang, lögreglan kemur á vettvang, sjúkrabifreið kemur á vettvang og ekur hinum slas- aða í sjúkrahús. Síðan fer hver heim til sín, hugsandi: „Ég gerði það, sem mér bar,“ og ekki meira um það. Þessi ferð var hin fyrsta um- ræddra aðila í þessum erinda- gjörðum á hinu nýbyrjaða ári. Ef að vanda lætur eiga þeir ó- fáar eftir, áður ári lýkur, Þann ig hefur þetta gengið t.il um mörg ár. Þeir virðast líta á öll slysin við höfnina sem óhjá- kvæmilegan hlut, nokkuð sem engin leið er að fyrirbyggja. Allir virðast sammála um það: verkalýðssamtökin, atvinnurek endur, Dagsbrún, bæjarstjórn- in, slysavarnafélagið. Sami grautur í þeirri skál. Og hugsa bára: „Æ, það er hálfieiðinlegt !með öll þessi slys þarna við höfnina. Hver skyldi annars verða næstur? Bíða þess svo. Á öryggismálum verka- manna, einkum við höfnina („flest slys á ári á einum stað á íslandi“) hrjóta allir áður- nefndir aðilar jafnhátt. Hvers kyns slvsavarnir eru viðhafðar |á láði, legi og í lofti. En slysa- ivarnir við höfnina eru á sama [stigi og þa’.r voru fyrir tugum I ára. Það er að segja: Þær erv«i ' engar. I Ef Dagsbrún, verkalýðssam - tökin eða aðrir skyldu eitthvaö rumska við þetta síðasta slys. mætti benda þeim á grein til lesturs um þessi mál, er birtist í einu sunnudagsblaði Alþýðu- blaðsins í sumar. Þar er bent a sitthvað til úrbóta. Því að vissa lega má mjog margt til úrbóta gjöra í þessum málum, ef flibba mennirnir í verkalýðssamtökuia um rumskuð.u. VerkamaiVur. 1

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.