Alþýðublaðið - 19.01.1956, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 19.01.1956, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 19. janúar 1956 AI þ ýSublaSiS HAFMABFIRÐt •jtaifnnTír1 T Dæmdur saklaus Ensk úrvals kvikmynd. Aðalhlutverk: Lilli Paimer — Rex Harrison. Myndin hefur ekki verið sýnd áðúr hér á landi. Canskur texti — Bönnuð bömum — Sýnd kl. 9. KONUNGUR SJÓRÆNINGJANNA Spennandi amerísk mynd í litum. Sýnd kl. 7 — Sími 9184. Sat orðlaus hjá... (Frh. af 5. síðu.) að aldrei hefði hann komizt í krappari dans. Við Thorvald- sen hefði ekkert — bókstaflega ekkert — vérið hægt að ræða, ekki einu sinni um gríska list. Hann vissi ekkert, skildi ekk- ert, og allra sízt gat hann nokk- uð sagt. Þá setti Oehlenschlág- er aftur hljóðan um stund. En allt í einu lýsti upp ásjónu hans, hann spratt á fætur, veif- aði krepptum lúkum framan í sálufélaga sína og sagði fagn- andi: „Men han har det í nærv- erne!“ HUGGUN LÆKNANNA íslenzkir læknar geta þan.nig huggað sig við það, að ekki sé ifiðum að líkjast, þó að þeim gangi báglega sumum hverjum að gera Vilmundi Jónssyni til hæfis í riti eða ræðu. Þeim er, væntanlega ekki vandara um en Albert Thorvaldsen. Snilli þeirra er líka oft í lúkunum eins og hans. Sérgáfa þarf ekki að vera sprottin úr jarðvegi frábærrar almennrar menntun- ar eða þekkingar. Hitt er hverju orði sannara, að ýmsir íslenzk- ir menntamenn kunna ótrúlega lítið til ritstarfa. En sú stað- reynd haggar því auðvitað ekki, að margir óskrifandi eða lítt ritfærir menn séu snillingar á öðru sviði. Og þess munu jafn- vel dæmi, að viðurkenndir rit- höfundar hafi aldrei getað géngið frá bók hjálparlaust. Slíkir hafa þá vist ekki snillina í lúkunum heldur á tungunni. Veglegt kveðjusam- sæti fyrir læknis- hjónin á Sauðár- króki. SAUÐÁRKRÓKI í gæf. TORFA BJARNASYNI hér- aðslækni og fjölskyldu lians varhaldið veglegt kveðjusam- sæti í gærkveldi. Hefur Torfi verið héraðslæknir á Sauðár- króki í 17 ár og notið virðingar héraðsbúa, enda góður og sam-, vizkusamúr læknir. 277 höfðu pantað aðgöngu-J miða, en þeir, sem úr sveitinni voru, komust ekki vegna ófærð ar o'g veðurs. 15 ræðumenn þökkuðu lækn ishjónunum störf þeirra, en læknisfrúin, frú Sigríður Auð- uns, sem er ágætur píanóleik- ari, hefur unnið merkilegt og fórnfúst starf í félags- og , skemmtanalífi bæjarbúa. Bár- ust frúnni margir blómvendir, I en nokkrir vinir læknishjón- I anna gáfu þeim fagurt málverk 'af Skagafirði. Á undan samsætinu bélt kirkjukór Sauðárkróks hljóm- leika í kirkjunni. Söngstjóri var Eyþór Stefánsson, urídirleik ari var frú Sigríður Auðuns og einsöngvari Sigurður B. Jóns- í son. Þóttu þessir hljómleikar ! takast mjög vel. Síðar um kvöld ið söng kórinn í sámsæti lækh- ishjónanna. MB. Þátttaka Breta (Frh. af 5. síðu.) ir þátttakendur verði sendir í til Ólympíuleikjanna í Mel- bourne. Enda þótt Bretar séu því bjartsýnir um árangur og úrslit í þessari íþróttagrein og raunar öðrum hlaupum, bagar þá mjög skortur á spretthlaupurum, einkúm með tilliti til þátttöku í 4% 100 metra boðhlaupi. Eins og sténdur eiga þeir engan, sem líklegt er að komist í úrslit í 100 metra hlaupi á næstu Ól- vmpíuleikj um. Hins vegar er með öllu óvist að aðrar þjóðir geti hver um sig skipað öllu j betri fjögurra manna boðhlauþs ' sveit. Bretar unnu þetta boð- hlaup á Ólympíuleikjunum 19l2 og hafa komizt alls sex sinnum í úrslitakeppni í þeirri grein. ----------«,--------- Aðalfundur Hraun- prýðí íHafnarfiri AÐALFUNDUR slysavarna- deildarinnar Hraunprýði í Hafn arfirði er nýafstaðinn og í dag afhenti formaður og gjaldkeri deildarinnar Slysavarnafélagi íslands rúmar 40 þúsund krón-1 ur sem lokaframlag deildarinn-1 ar til félagsins samkvæmt reikn ingum, en tekjur deildarinnar | á síðast liðnu ári námu kr. 67,- j 113.84. Auk þessara 40 þúsund króna, sem deildin afhenti í gær, þá hefur deildin áður af- hent á árinu sem leið kr. 10 þúsund fyrir nylontækjum til björgunarsveitarinnar á ísa- firði og' kr. 25 þúsund til vænt- anlegs Oddvita í Grindavík, eða samtals rúmlega 75 þusund kr. Slysavarhadeildin Hraun- prýði minntist 25 ára afmælis síns 17. desember s.l., og hafði þá fjárframlög deildarinnar þennan fyrsta aldarfj órðung numið samtals hálfri milljón króna. — Stjórn deildarinnar er óbreytt, en hana skipa þær frúrnar: Rannveig Vigfúsdóttir formaður, Sigríður Magnúsdótt ir gjaldkeri, Elín Jósepsdóttir ritari, Sólveig Eyjólfsdóttir v,- form., Hulda Helgadóttir vara- gjaldkeri, Ingibjörg Þorsteins- dóttir vararitari. Lögregluþjónsstöður í ríkislögreglunni á Keflavík- urflugvelli eru lausar til umsóknar. Umsóknarfrestur til 1. febrúar n.k. Umsóknir skulu stílaðar á sérstök eyðubiöð er fást í skrifstofu minni, skrifstofu lögreglustjórans í Reýkja- vík svo og hjá öllum bæjarfógetum og sýslumönnum. Þeir er áður hafa sótt um starf, skulu endumýja um sóknir sínar. Lögreglustjórinn í KeflavíkurflugveUi. 18. janúar 1956. Björn Ingvarssoa. B. S. S. R. B. S. S. R. Ibúðir lil sölu 1. Tveggja herbergja íbúð á hitaveitusvæðinu, laús til íbúðar í vor. 2. Nýtízku fjögurra herbergja íbúð í Teigunum. Laus til íbúðar 14. maí n.k. Upplýsingar gefnar í skrifstofú félagsins kl. 17,15-— 18,15 virka daga aðra en laugardaga. Lindarg. 9A, II. h. Félagsstjórnia. Baðker Höfum fyrirliggjandi baðker 155x71 og 168x71, ásamt til heyrandi fitings og bl.hönum. Einnig rör og fittings svart og galv. Byggingarvöruverzliin ísleifs Jónssonar Höfðatúni 2 — Sími 4280, (Frh. af 4. síðu.) fjárlögin rússnesku séu helber blekking. Hins vegar er ljóst að það þarf að lesa þau á sér- stakan hátt til að komast að sannleikanum. Og því vérður að taka boðskapnúm um lækkuð framlög til hernaðar með nokkurri varúð. i-og fræðslustarisemi um umferðamál Á SÍÐASTA FUNDI umfejr.ða nefndar var rætt um útbreiðslu og' fræðslustarfsemi um umierð ' armál almennings. Var fram- kvæmdastjóra nefndarinnar fal [ ið málið til athugunar, M.s. Dronning Alexandrine milli Reykjavíkur, Færeyja og Kaupmannahafnar jan.—sept. ’56- Frá Kaupmannahöfn: 17/1 11/2 28/2 23/3 10/4 25/4 19/5 12/6 6/7 20/7 3/8 17/8 31/8 14/9 Frá Reykjavik: 24/1 20/2 6/3 31/3 17/4 12/5 5/6 29/8 13/7 27/7 10/8 24/8 7/9 21/9 Ferðirnar frá Kauþmannahöfn 25/4, 19/5 og 12/6, verða um Grænland til Reykjavikur, Ferðin frá Reykjavík 21/9 verður um Gvænland til Kauþmannahafnar. Skiplð kemur við í Færeyjum í öllum ferðum. Breytingar á brottfarardögum, eða skipsferð falli niður getur átt sér stað fyrirvaralaust, ef kringumstæður krefjast þess. f ald: Rvík/Kaupmaímahöfn: Rvík/Þórshöfn: 1. farrými C Kr. 1111.20 Kr. 500,22 1. farrými D Kr. 1037.12 Kr. 469.17 2. farrými Kr. 740.80 Kr. 321.65 3. farrými Kr, 530.91 Kr. 246.93 Skipaafgreiðslci Jes Zimsen Erlendur Pétursson. iBii snQnrs* *’* **■*»■*

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.