Alþýðublaðið - 23.02.1956, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 23.02.1956, Blaðsíða 2
2 AlþýðubiaSiS Fimmtudagur 23. febrúar 1956 áukin móispyrna gegn áfengis neyzlu í Frakklandi PIERRE MENDES FRANCE liínn víðkunni stjórnmálamað- "ur er algjör bindindismaður og afskipti hans af áfengismálum Frakka hafa vakið heimsat- hygli. En það leikur ekki á tveim tungum, að hann er ekki einn um þá skoðun frammá- manna Frakklands, að ástand áfengismálanna þar í landi, sé eitt alvarlegasta og um leið erf- iðasta vandamál, sem þjóðin á við að glíma nú. RÁÐSTEFNA UM ÁFENGISMÁLIN. Nýlega birti blaðið Jeune 'Europe, sem er málgagn ,,Æsku lýðshreyfingar Evrópu“ í Frakk landi undir fyrirsögninni „Kvenfólkið kýs gegn áfengis- Míkunni“ fráscgn af ráðstefnu, sem haldin* var um áramótin síðustu í París, þar sem vísinda menn og stjórnmálamenn ræddu um áfengismálin. Hin franska landsnefnd gegn áfeng- SAMTÍNINGUR EYRIR FÁUM dögum-var sam- þykkt í brezka þinginu að af- nema dauðarefsingu. Hefur engin henging farið fram síðan 12. ágúst síðast liðinn og alls verið náðaðir átta morðingjar siðan. * * NORÐLÆGASTA kvikmynda- húsið á hnettinum mun vera á Svalbarði. Þar er sýningarsal- ur með 600 sætum, og salurinn gerður samkvæmt nýjustu tízku um slík hús. Kvikmynda hús þetta fær lánaðar myndir frá kvikmyndaskrifstofum í Ósló, rétt eins og önnur kvik- myndahús. Er sýnt þar sunnu- daga og laugardaga, og í fyrra voru sýndar þar 49 kvikmynd- tr. * * MARILYN MONROE hefur ný- iega gert sjö ára samning við Twentieth Century Fox, og fær hún þar 8 millj. dollara fyrir fjórar kvikmyndir. Má kalla það allgott. Til saman- burðar má geta þess að Greta Garbo komst upp í 5000 doll- ara á viku, en Marilyn hefur 22 000 dollara á viku. Einu sinni komst Marlene Dietrich svo hátt að fá milljón fyrir kvikmyndina, og þótt tekið sé tillit til þess, að íramfærslu- kostnaður hefur hækkað til muna, verður ekki annað sagt en að Marilyn hefur komizt að góðum samningum. Hún verð- ur annars þrítug í sumar. f.. >; * 3ÞRÍTUGUR Pólverji, sem hét Andreas Malz, hefur nýlega skipt um þjóðerni og nafn. Hann heitir nú Harry S. Tru- man, og auðvitað hefur hann gerzt bandarískur ríkisborgari. Þegar hann var spurður að því, hvers vegna hann hefði valið sér þetta nafn, svaraði hann, •1 &ð hann hafi viljað tryggja sér, að hann yrði virtur til dauða- dags. Hann hefur sjálfsagt mik ið dálæti á Truman fyrrver- sndi forseta. isbölinu boðaði til ráðstefnunn- ar. Meðal þeirra, sem þátt tóku í ráðstefnunni, voru: Rhodain aðalritari hjálparsamtaka kató- likka, Charles Westphal prófess or, varaforseti mótmælendasam bandsins, Henyer prófessor yfir maður borgarsj úkrahúss París- ar og Eugéne Claudius-Petit fyrrum ráðherra, svo að nokk- ur nöfn séu nefnd. AFLEIÐINGAR DRYKKJUSKAPAR. Frummælandi var Henyer prófessor og vakti ræða hans mikla, athygli. Meðan á styrj- öldinni stóð og nokkru eftir hana. sagði hann, fór tala áfeng issjúklinga mjög fækkandi í Frakklandi, en eftir því sem linað var á hömlunum jókst tala þeirra aftur og dauðs- föll af völdum áfengisneyzlunn ar. Af hverjum þrem atvinnu- slysum eru tvö vegna drykkju- skapar. Af drýgðum glæpum eru 40% — og í sumum tilfell- um allt að 72 G -— af völdum áfengisins. í ljósi þessara staðreynda leit prófessorinn svo á, að fyrirhug- uð aukning sjúkrahúsa með byggingu tólf nýrra geðsjúkra- hæla myndi hvergi nærri nægi- legt. KLÍKA ÁFENGISFOR- MÆLENDA. Claudius-Petit fyrrum ráð- herra sagði meðal annars: Er- indi mitt mun hafa á sér nokk- urn pólitískan blæ. Á þjóðþingi voru er klíka áfengisformæl- enda, sem er skipuð þingmönn- um yzt frá vinstri og yzt frá hægri og allt þar á milli — tengdir ósýnilegum böndum og stjórnað eftir ósýnilegum leið- um. RÍKIÐ YFIRTEKUR OF- FRAMLEIÐSLU ÁFENGIS. Allt frá lokum fyrri heim- ■styrjaldar hefur franska ríkið ,,yfirtekið“ alla offramleiðslu áfengisframleiðenda, án nokk- urs gagns og nú nemur sú upp- hæð, sem varið er til kaupa af ríkisins hálfu á þessari offram- leiðslu um 35 milljörðum. Árið 1954, sagði Claudius-Petit, jókst áfengisframleiðslan um 78 mill- jónir hektólítra. Ekki var hægt að losna við nema 60 milljónir hektólítra, en því sem eftir var, hefur verið breytt í brennivín. Það kostaði 20 milljarða. ÞRJÁR MILLJÓNIR BRUGGARA. Þrjár milljónir opinberra áfengisbruggara framleiða um 600 þúsund hektólítra áfengis. En sannleikurinn er sá, að þessa tölu má margfalda með tveim. | En á vegum og í sambandi við hinar 3 millj. brennivínsbrugg-1 ara, lætur nærri að muni vera um átta til níu millj. kjósenda, það skýrir vissulega áhrifin á þjóðþingið og' ýmsa fulltrúa þar, í afstöðunni til áfengisfram leiðslunnar. Til þeirrar afstöðu taka engin flokksbönd. Hægri og vinstri fallast þar í faðma. Til styrktar áfengisbruggurun- um kaupir franska ríkið áfeng- ið á 70 franka lítrann, en selur hann aftur á 22 franka. Afleið- ingarnar eru augljósar. KONUR GEGN ÁFENGINU. Árið 1955 kostaði áfengis- neyzla frönsku þjóðina utn 215 milljarði, upphæð, sem samsvar aði byggingarkostnaði húsa yfir 430 þúsundir manna. Gleðilegt tímanna tákn er þó það, sagði Claudius-Petit að lok um, að konur Frakklands eru nú sem óðast að hertýgjast til baráttu gegn allri þessari áfeng isómenningu, sem oss hefur herjað um of langt skeið. En vissulega* eru það og konurnar, sem harðast hafa orðið fyrir barðinu á áfenginu. (Áfengisvarnarnefnd Rvíkur). Kommúnistar á Ma- lakkaskaga hva til að gefasl upp. Málarafélag Reykjavíkur Allsherjðralkvæðagreiðsla um kosningu sljórnar og trúnaðarmannaráðs fyrir Máí- arafélag Reykjavíkur fyrir árið 1956, fer fram á skrif stofu félagsins að Þórsgötu 1 laugardaginn 25. fcbr. n. k. kl. 13—21 og sunnudaginn 26. febr. kl. 10—18. Þeir félagsmenn sem skulda félagsgjald geta komist á kjörskrá gegn því að greiða skuld sína áður en kosn- ing hefst, og mun gjaldkeri félagsins verða á skrifsíofu féiagsins á laugardag kl. 10-—12 f. h. Reykjavík 22. febr. 1956. í kjörstjórn Málarafélags Reylcjavíkur Lárus Bjarnfreðsson Þorseinn B. Jónsson. Hjálmar Jónsson. Asgrímur Jónsson Yfiriitssýniíig á inálverktísra hans í Lðstasafni rákisins, Opið daglega frá klukkan 1—10. Aðgangur ókeypis f Ur öllum éftum S \ FORSÆTISRÁÐH. ríkja- sambandsins á Malakkaskaga útvarpaði í gær tilmæium til leiðtoga hinna kommúnistísku' gert að fljúga uppreisnarmanna þar í landi, j Fagúrhólsmýrar. Ching Pen, um að standa við orð sín um að gefast upp. Flugvélar eyddu í fyrradag tveim búðum uppreisnarmanna. Tónskáldsins Honeggers minnzf SEINASTA hefti tímarits Al- þjóðasambands höfunda er helg að hinum nýlátna forseta Stefja sambandsins, tónskáldinu Art- hur Honegger. Þar birtast m.a. frá jarðar- förinni í París ræða mennta- málaráðherra Frakka, ræða sér- staks ambassadors Svisslend- inga, svo og ræður fulltrúa ým- issa fremstu menntastofnana, svo sem „Academie Fi'ancaise“ og „Academie de France“. Þá eru og í heftinu kveðjur og minningargreinar frá 41 sam- bandsfélagi víðsvegar um heim. í DAG er fimmtudagurinn 23. febrúar 1956. FLUGFERÐIR Flugfélag íslands. Innanlandsflug: í dag er ráð- gert að fljúga til Akureyrar, Eg ilsstaða, Kópaskers og Vest- mannaeyja. Á morgun er ráð- til Akureyrar, Hólmavíkur, Hornafjarðar, ísafjarðar, Kirkju bæjarklausturs og Vestmanna- eyja. Svissneska tónskáldið Hein- rich Sutermeister segir m.a. lauslega þýtt þetta: „Með Art- _ hur Honegger höfum vér senni- ^víkur síðdegis í dag frá Noregi. lega misst í skapandi list einn Skaftfellingur fór frá Reykjavik SKIPAFItETTlR Ríkisskip. Hekla er væntanleg til Rvík- ur árdegis í dag að vestan úr hringferð. Esja verður væntan- lega á Akureyri í dag á austur- leið. Herðubreið er á Austfjörð- um á norðurleið. Skjaldbreið er á Húnaflóa á leið til Akureyrar. Þyrill er væntanlegur til Reykja hinna seinustu persónuleika, sem átti óskertan frumstæðan innblástur samfara öllum há- menntuðum listskilningi vorra tíma. Neyðaróp hins þraut- pínda listskapara og lausn þján- inga hans í sköpunargleðinni birtust hjá Honegger.bæði ein- föld og þjálfuð með hætti þeim, er hittir í hjartað á hverju mannsbarni.“ í gærkveldi til Vestmannaeyja. Baldur fór frá Reykjavík í gær- kveldi til Gilsfjarðarhafna. Eimskip. Brúarfoss fór frá Vestmanna- eyjum í gær til Sands og Grund arfjarðar. Dettifoss fór frá Kefla vík í gærkveldi til Vestmanna- eyja. Fjallfoss fór frá Húsavík í gær til Dalvíkur, Svalbarðseyr- ar, Akureyrar, Siglufjarðar, ísa- fjarðar og Reykjavíkur. Goða- v , -'E. leikur ser foss fór frá Ventspils 21/2 til Hangö og Reykjavíkur. Gullfoss fór frá Leith 21/2 til Reykjavík ur. Lagarfoss kom til Reykjavík ur 16/2 frá New York. Reykja- foss fór frá Rotterdam í gær til Hamborgar. Tröllafoss kom tii New York 20/2 frá Reykjavík, Tungufoss kom til Reykjavíkur í gær frá Stykkishólmi, FUNDIR Æskulýðsfélag Laugarnessókn ar. Fundur í kvöld kl. 8.30 í sam. komusal kirkjunnar. Fjölbreytt fundarefni. Séra Garðar Svav- arsson. * Frá Lestrarfélagi kvenna Reykjávíkur. Bóka- safn félagsins, Grundarstíg 10, er opið til útlána: mánudaga, miðvikudaga, föstudaga kl. 4—6 og 8—9. Barnabókadeildin er opin sömu tíma. Bókaverðir. Útvarpið 20.30 Tónleikar (plötur). 20.50 Biblíulestur: Séra Bjarn': Jónsson vígslubiskup les og skýrir Postulasöguna, XVI.. lestur. 21.15 Einsöngur: Max Lichtegg syngur sígaunalög. 21.30 Útvarpssagan: Minningar Söru Bernhardt, XV (Sigur- laug Bjarnadóttir). 22.10 Passíusálmur (XIX). 22.20 Náttúrlegir hlutir (Ingi- mar Óskarsson grasafræðing- ur). 22.35 Sinfónískir tónleikar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.