Alþýðublaðið - 23.02.1956, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 23.02.1956, Blaðsíða 3
F'immtudagur 23. febrúar 1958 AIþ ýg ubIa ð í 3 3t asKaeyju raom ,Thor Heyerdal hefur komizt að hvernig tröllmyndirnar voru fluttar og reistar, en hann dvelst þar nú við rannsóknir. THOR HEYERDAHL, sá sem frægur varð af Kontykileiðangr inum, er nú staddur með flokk vísindamanna á Páskaeyjum, og er erindi þess leiöangurs meðal annars að freista að reyna að ráða gátu tröllamyndanna, sem löngu liðnar kynslóðir hafa reist þar, en eru nú fállnar. Höggmyndir þessar vega um og yfir 15 smálestir, og hefur það meðal annars verið mönnum ráðgáta hvernig eyjarskeggjar hafi getað flutt þær langar leið- ir úr gígnum, þar sem þær voru gerðar og til strandar, og síðan reist þær þar á undirstöðum, flötum klöppum, er margar voru á þriðja metra á hæð. Hef- ur margs verið til getið í því sambandi, en enginn orðið neins vísari. Nú hafa hins vegar borizt fregnir frá Heyerdahl, þar sem hann tilkynnir að hann hafi ráðið gátuna hvað þetta tvennt snertir. Og hann réði hana á svo raunhæfan hátt, að hann lét nokkra af eyjarskeggjum flytja eina myndina nokkurn spöl og reisa hana síðan upp á rústum gamals musteris. Tók verk þetta tólf eyjarskeggja átján daga. Kveðst Heyerdahl hafa kvik- myndað verkið og geti því sýnt aðferðina, þegar heim kemur, svo að ekki verði um villzt. HÖFÐINGINN KUNNI AÐFERÐINA. j Það var einn af ættarhöfð-1 ingjum á eynni, kallaður borg- arstjóri, sem lét það uppskátt' við Heyerdahl, að amma sín hefði trúað sér fyrir aðferðinni, * sem notuð hefði verið við flutn ing og uppsetningu höggmynd- j anna. Var hún ein af afkomend um ,,langeyranna“ svonefndu, þeirra er reistu myndirnar. Varð það að samningum með höfðingjanum og Heyerdahl, að hann tæki að sér ásamt nokkr- um ættingjum sínum, að flytja eina höggmyndina úr stað og reisa hana. Valdi höfðinginn j ellefu menn sér til hjálpar. Náðu eyjarskeggjar sér í nokkra viðarbjálka og báru1 brimsorfna hnullunga að einni myndinni, sem var um hálfan fjórða metra að lengd og fimmt- án smálestir að þyngd. Brugðu þeir bjálkaendunum undir aðra hlið myndarinnar, vógu hana nokkuð upp og smeygðu hnull- ungum undir. Síðan fóru þeir eins að við hina hlið myndar- innar, og þannig koll af kolli unz hnullungahaugurinn var orðinn um hálfan fjórða metra á hæð. FLUTTU HANA SÍÐAN NOKKURN SPÖL. Að svo búnu tóku þeir að lengja hnullungahrúguna, og þannig fluttu þeir höggmynd- ina líkt og bát á hlunnum alla leið að musterisveggnum. Þeg- ar að veggnum kom, settu eyj- arskeggjar bjálkana undir koll myndarinnar og hlóðu hnull- ungum undir og hækkuðu hana þannig smám saman, unz ekki vantaði nema herzlumuninn að hún stæði upprétt, og var verk- inu þá lokið rneð því að bregða köðlum um hana. Thor Heyer- dahl telur þar með sannað, hvernig myndirnar liafi verið fluttar og settar á stalla, — en þá er eftir að vita í hvaða til- gangi þær voru reistar. KROSSGATA NR. 982. Jarðarför mannsins míns GUÐLAUGS HANSSONAR frv. bæjarfulltrúa. fer fram frá Elliheimili Vestmannaeyja föstudaginn 24. þ. m. kl. 2 e. h. Málfríður Arnadóttir. / 2 3- V 1 F t ? í <? 1 € ii 12 1 i IV IS lí n L n Hef til sýnis 24 hestafla HANOMAG- diesel dráttarvél. BERGUR LÁRUSSOM Brautarholti 22. imiiiaiaiiiiuiiinmiMiinnmiiiiiiiiiiiiiiiiiHT ANNES Á HORNIN VETTVANGUR DAGSINS Áætlanir ferðaskrifstofanna — Rússlandsferð — Sparisjóður — Lánastarfsemi — íslendingar austan hafs og vestan — Innanlandsferðir FERÐASKRIFSTOFURNAR hafa birt almenningi áætlanir sínar fyrir næsta sumar. Þær fela í sér ýmsar merkar nýjung- ar. Mesta athyg;li munu vekja Rússlandsáætlanir Ferðaskrif- stofu ríkisins og lánastarfsemi Orlofs. — Rússland er ekki að- eins mjög' fjarlægt land og ó- kunnugt heldur hefur það og verið lokað land í næstum því fjóra áratugi og engum leyft að koma þangað nema sárafáum mönnum, sem þangað hefur ver- ið stefnt til þess að standa fyrir máli sínu. ÞAÐ ER áreiðánlegt, að mjög mörgum Islendingum mun leika mikil forvitni á að heimsækja þetta land, sjá fólk þess og kynn ast náttúru þess. Um leið og menn fagna bví, að sú breyting hefur nú orðið á stjórnarháttum i þar, aö mönnum er leyft að heirn sækja það, munu menn gleðjast yfir því, að fá tækifæri til aö kynnast því. Ferðaskrifstofunni ! mun og nú þegar hafa borizt fyrirspurnir um ferðir þangað, ' skipulag þeirra og kostnað við þær. ÞÁ HEFUR lánastarfsemi Or- lofs vakið allmikla athygli. Ferðaskrifstofan gerist sparisjóð Ur ferðafólks, þannig að það get- ur lagt inn hjá henni spariíé sitt til ferðalaga, en síðan, ef inni- eign nægir ekki til þess að standa straum af kostnaði við feröalagið, vill hún lána fólki það sem á vantar með sérstök- um samningi og skilyrðum. ÞAÐ ERU iíkur til, að ýmsir muni leita eftir þessu hjá ferða- skrifstofunni, þó að segja megi, að hyggilegra sé, að fara ekki í dýr ferðalög upp á skuld. Hins végar talaði ég fyrir fáum dög- um við öldruð hjón, sem fóru í íángt og dýrt ferðalag fyrir tveímur árum, tóku 15 þúsund 'króna lán í banka til þess að geta það. Þau sögðu við mig; „þeim. peningum var sannarlega ekki á glæ kastað. Við borgum skuldina af mikilli ánægju.“ FERÐALÖG fslendinga auk- ast stöðugt. Það sér maður glögg lega á tilboðum beggja ferða- skrifstofanna. Þær miða áreið- anlega áætlanir sínar við reynsl una frá síðasta sumri. Reynt er að kanna nýja stigu, létta undir með fólki eins og unnt er og finna nýjar leiðir. Tilraun var gerð í fyrra með gestaskipti milli okkar og bræðra okkar vestan hafs. Þau skipti báru ékki nógu góðan árangur. Nú tekur Ferðaskrifstofa ríkisins þau upp í nýrri m.ynd að nokkru leyíí. Þetta er mjög gott og von- anái tekst að koma þarna á föst- um ferðamannaskiptum milli ís- lendínga austan hafs og vestan. ADALLEGA IIEFUR verið skýrt frá fyrirætlunum í sam- bandi við ferðir milli landa. Minna hefur verið sagt frá áætl- uoum ferðum innanlands, og þó nokkuð. Þær ættu þó að vera aöalatriðið, enda fjölsóttastar. Hins vegar eru þær ekki eins mikíum erfiðleikum bundnar fyrir skrifstofurnar eða almenn- ing og utanlandsferðirnar — og þess vegna er ef til viil eðlilegl, að eim hefur ekki verið rætt ná- kværnlega um þær. En það verð- ur að sjálfsögðu gert. Lárétt; 1 öðru háð, 5 svöl, 8 kast, 9 tveir eins, 10 valdi, 13 tveir eins, 15 ísland, 16 gælu- nafn, 18 verða laus. Óðrétt: 1 hegðun, 2 menn 3 sjá, 4 selja upp, 6 vík, 7 blómg- ast, 11 máttur, 12 hljóð, 14 gang ur, 17 mynni. Lausn á krossgátu nr. 981. Lárétt: 1 forrík, 5 efna, 8 lafa, 9 au, 10 nóló, 13 gá, 15 slag, 16 amar, 18 aflir. Lóðrétt: 1 félagar, 2 ofan, 3 ref, 4 ína, 6 fall, 7 auðga, 11 ósa, 12 áaði, 14 áma, 17 rl. f/t* f OLÍU OG TÓMAT fás'Ú C öttuMs f'H a tvð/HWe/'Z ÚC4H U/íP „DÓSIRN.AR MEÐ VÍKINGASKI.PIN U" K. JO NSS OM ■ A K U R £ Verð frá kr. 10,00. Toledo •Fischersundi. fæst í Hafliðabúð, N’iálsgötu I Kaupið AíþýSubSaðið. Alþýðublaðið. DvaSarheimiíi aidrsðra sjómanna. Minningarspj öld fást hjá: Happdrætti DAS, Austur- stræti í, sími 7757. Veiðarfæraverzlunin Verð- andi, sími 3786. Sjómannafélag Reykjavík- ur, sími 1915. Jónas Bergmann, Háteigs- veg 52, sími 4784. Tóbaksb. Boston, Lauga- vegi 8, sími 3383. Bókaverzl. Fróði, Leifs- götu 4. Verzlunin Laugateigur. Laugateig 24, sími 81666. Ólafur Jóhannsson, Soga- bletti 15, sími 3096. Nesbúðin, Nesveg 39. Guðm. Andrésson gull- smiður, Lvg. 50, s. 3769. í Hafnarfirði: Bókaverzl. Vald. Long., sími 9288. Ingólfscafé. Ingólfscafé. Dans.lei.k3 i í Ingólfscafé í kvöld kl. 9. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 8. — Sími 2826. ft a cp II E I M S M E R K I Ð er gerir allt hár silkimjiikt og fagurt. Heildsölubirgðir: Sími 1977. Hannes á horninu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.