Alþýðublaðið - 23.02.1956, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 23.02.1956, Blaðsíða 4
4 AI þ ýS u b»aö iS Flmmtudagtir 23. febrúar I95€ Útgefandi: Alþýðuflo\\uri»u. Ritstjóri: Helgi Scemundssm■ Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmaruep. Blaðamenn: Björgvin GuÖmumdttm #§ Loftur Guðmundssou, Auglýsingastjóri: Emilía Samdtlsiétífa Ritstjómarsímar: 4901 og 4902. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900, Alþýðuprentsmiðjan, HverfisgðUt i—?#. TÁi\riftarverð 1500 é tnénuði. í Umsasklu 100. Tilraunir brezku sijórn i ) \ s N \ S * \ \ \ \ \ S \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ ! \ s \ * { \ \ s \ S b \ \ ,\* |S ;\ \ s s \ \ \ \ L i\ ,\ \ l S \ ,\ s S ,\ s t Pólitískir hálfbrœður MORGUNBLADIÐ vill lít ið mark taka á því, þó að Al- þýðublaðið gagnrýni stjórn- arfarið í Rússlandi. Ástæðan er sú, að jafnaðarmenn eigi til að heyja verkföll í sam- vinnu við kommúnista og líti íhaldið svipuðum augum. Og auðvitað þarf ekki að spyrja að því, hvaða aðili sé bezt fallinn til baráttunnar við rússneska útibúið á ís- landi samkvæmt kenningu Morgunblaðsins. Sjálfstæðis- flokkurinn er þeim vanda vaxinn umfram alla aðra! Því er ekki að neita, að jafnaðarmenn hafa iðulega háð kjarabaráttu íslenzkrar albýðu við hliðina á komm- únistum, og víst eru sum dægurmál flokkanna ná- skyld. Eigi að síður er þvætt ingur Morgunblaðsins fjarri öllu lagi. Alþýðuflokkurinn hefur aldrei farið dult með fordæmingu sína á heims- kommúnismanum og stjórn- arfarinu í Rússlandi. Hann hefur jafnan sagt afdráttar- lausan sannleikann um þjónkun íslenzkra kommún- ista við húsbændurna í Moskvu. Afstaða hans er því óvefengjanleg. En hvað um aðstandendur Morgunblaðs- ins? Eru þeir saklausir af öllu samneyti við kommún- ista? ÖSru nær. Sjálfstæðis- flokkurinn hefur verið kommúnistum harla þarf- ur. Hann studdi þá forð- iim daga í baráttunni við Alþýðuflokkinn í verka- lýðshreyfingunni og kom þeim til valda í Alþýðu- sambandi Islands. Ólafur Thors hefur emn íslenzkra stjórmmálaforingja mynd- að ríkisstjórn með þátttöku kommúnista og trúði með- ' al annars.BrynjóIfi Bjarna syni fyrir menntamálun- um með örlagaríkum og miJMiisstæðum afleiðingum. Og sú var tíðin, að Hitler og Stalin gerðust vinir og nazisjTsiniB ®g kommimism- iim sameimMðust um að ógraa heimsfriðimim og siðmemmiiagMfflffli í veröld- ifflni. Hvaða augum ieit Mfflrgurablaðið þá óheilla- þróun? Það brosti gleitt af velþóknun, enda var Sjálf- stæðisflokkurinn ærið þýzk sinnaður þangað til hemám Breta og síðar Bandaríkja- manna kom til sögunnar og unnt var að græða á bandamönnum. Er Morg- unblaðið kannski búið að gleyma öllum þessum ó- sköpum? Vissulega er hlægilegt, þegar kommúnistar eru að fimbulfamba um ást sína á lýðræðinu jafnframt því, sem þeir trúa á rússneska ein ræðið eins og sáluhjálparat- riði. En hitt er svipað fyrir- brigði, þegar Morgunblaðið gleymir fortíð Sjálfstæðis- flokksins, telur hann fulltrúa hins eina og sanna lýðræðis og glæsilegan forustuaðila í baráttunni gegn kommúnism anum. Allt eru þetta augljós ar blekkingar og sýndarlæti. Sjálfstæðisflokkurinn hefur reynzt kommúnistum þarf- ari og vikaliðugri en nokkur annar mannhópur á íslandi. Óstjórn sú og ofstjórn, sem íhaldið ber ábyrgð á, er enn eitt vináttubragðið við rúss- neska útibúið hér. Hún er kommúnistum meira virði en allt annað. Þannig er sama hvernig á málið er litið: Morgunblaðinu væri sæmst að tala varlega, þegar sam- vinnu og þjónkun við komm únista ber á góma. Lýðræðissinnaðir umbóta menn eiga hvorki samleið með íhaldinu né kommúnist um. Öfgaflokkarnir eru póli tískir hálfbræður, þó að þeir reyni oft og tíðum að dylja skyldleikann. En taug upp- runans er römm, og þess vegna er eins og leyniþráður á milli íhaldsins og komm- únista. Ólafur Thors er ein- mitt þessa dagana að reyna að fá Einar Olgeirsson til þess að útvega Sjálfstæðis- flokknum meirihluta í síldar útvegsnefnd og enn ekki út- séð um, að söfnuði Stalíns heitins renni blóðið til skyld unnar. Og svo er Morgun- blaðið að saka aðra um þau óhæfuverk. sem flokkur þess hefur unnið flest og stærst. 'Qerist -á&krifendur blaðsine. Alþýðubla Á BRETLANDI verður nú ef til vill skipaður dómstóll með sama valdi og hæstiréttur, er skera skal úr um það, hvort verðlagssamtök í einstökum framleiðslugreinum séu lögleg eða ekki, en ólögleg skulu þau teljast, ef sannað þykir, að þau séu gagnstæð hagsmunum al- mennings, og er þetta sam- kvæmt tillögum ríkisstjórnar- innar. Bannað er samkvæmt tillögum til laga að framleið- endur geri með sér samninga um heildarverð og ólöglegt að hætta afhendingu vara til kaup manna, sem ekki virða slík sam- tök um refsiaðgerðir á sviði verzlunar og viðskipta, svo og dómstólar og dómsúrskurðir slíkra samtaka. Einstökum fyrirtækjum er heimilt að höfða mál gegn kaup mönnum, sem ekki virða verð- lagsákvæði, er fyrirtækið hefur sett. Þessum nýja dómstól verður heimilt að ógilda öll verðlags- samtök framleiðenda, nema framleiðendur, er að slíkurn samtökum standa, geti sannað að þau séu í þágu almennings. VALDAMIKILL SKRÁSETJARI. Hlutlaus skrásetjari, sem konungur skipar, hefur ákæru- vald fyrir þessum dómstóli. Ber hann og ábyrgð á því að allir verðlagssamningar af hálfu framleiðenda séu opinberlega skrásettir, en þó ber ekki skylda til að skrásetja samninga, sem eingöngu snerta útflutning eða kaup- og kjarasamninga. Skrá- setjara þessum er fengið mikið vald. Getur hann og starfsmenn hans krafizt að fá að rannsaka öll skjöl og bókfærslukerfi fyr- irtækja og heimilt er þeim að taka afrit af öllum slíkum plöggum. Dæma má fyrirtæki, sem neita að veita upplýsingar í háar fésektir. STRÖNG REFSIÁKVÆÐI. Við röngum upplýsingum eða sé skjölum stungið undir stól liggur fangelsisrefsing, allt að þrem mánuðum, og háar sektir að auki, og beita má dagsekt- um, ef haldið er áfram ólögleg- um verzlunaraðferðum, sam- kvæmt ákvæðum og úrskurði dómstólsins. Þessi nýi dómstóll starfar í þrem dómsdeildum, einni fyrir England og Wales, annarri fyrir Skotland, en sú þriðja er fyrir ‘ Norður-írland. Er hver deildar- dómstóll skipaður einum hæsta réttardómara og tveim leik- mönnum. Skulu þeir síðar- nefndu hafa starfsreynslu og þekkingu varðandi verzlun, iðn- að og aðra framkvæmdastarf- semi, en meirihluti ráða dóms- ! úrskurði, — þó hefur hæstarétt- ardómarinn úrslitavald varð- andi lögfræðileg atriði slíkra úrskurða. Dómi verður ekki á- frýjað nema hvað túlkun laga- ákvæða snertir. RÍKISSTJÓRNIN FER MEÐALVEGINN. Lögin byggjast á niðurstöð- um hinnar svonefndu „einka- sölunefndar", og farinn meðal- vegur hvað snertir ályktanir meirihluta og minnihluta nefnd arinnar. Vildi meirihlutinn dæma öll verðlagssamtök óleyfi leg, en það er ekki gert í laga- frunivarpi ríkisstjórnarinriar. Hins vegar gengur stjórnin lengra en minnihlutinn taldi rétt, er hún ákveður framleið- endum sönnunarskyldu varð- | andi verðlagssamtökin. Auðséð er að ríkisstjórnin kvíðir því að jafnaðarmönnum þyki þetta verðlagseftirlit of seinlegt, og hefur því sett það ákvæði í frumvarpið að dóm- úrskurður í einu máli skuli gild andi fyrir öll hliðstæð fyrirbæri án sérstakrar dómssóknar. Að skrásetjaranum er veitt slíkt vald er í því skyni að koma í veg fyrir leynilega verðlags- samninga. GIRT FYRIR EINOKUN. Með þessum ákvæðum er girt fyrir alla einokun, segja for- svarsmenn stjórnarinnar. Þann- ig er til dæmis komið í veg fyr- ir heildarverðlag í vissum fram leiðslugreinum, segja þeir, fyr- ir einkadómstóla, sem ýmsar samsteypur fyrirtækja hafi kom ið á fót, svo og refsiaðgerðir þeirra gagnvart þeim, sem ekki virða verðlagsákvæði þeirra og selja viðkomandi vörur til dæm is á lægra verði. Margir eru hins vegar í vafa um, hvort hinn nýi dómstóll muni reynast hlutverki sínu vaxinn. Mjög er á það bent að grundvallarskilyrði hans brjóti algerlega í bága við þá brezku réttarfarsreglu að sönnunar- ’skyldan hvíli á ákærandanum. ; Þá geti og farið svo, að úrskurð ir dómstólsins verði til þess að „lögfesta“ verðlagsákvæði ým- issa framleiðslusamtaka með því að telja verðlagsákvæði þeirra hæfileg, og komi þannig í veg fyrir lækkun. Utnn úr heimi: 1 an í HELLÓTTUM fjöllum og þröngum götum Kýpurs leita brezkir hermenn hins leynda óvinar. Skyttur í regnfrökkum og þjóðernissinnaðir samsæris- menn gera fyrirsát eða leggja á ráðin um skyndiárásir, sem hafa gert það að verkum, að þessi aðlaðandi eyja hefur feng- ið nafnið Ógnaeyjan. Að undanskyldum hermdar- verkunum eru örlög Kýpur nú ráðin af tveim, mjög ólíkum mönnum, Sir John Harding marskálki, landsstjóra Breta, og Makariosi 3., erkibiskup ka- þólsku kirkjunnar, sem gerzt hefur leiðtogi þjóðernishreyf- ingarinnar á Kýpur. Undan- farnar vikur hafa þeir hitzt hvað eftir annað á hlutlausum vettvangi, prestssetri biskupa- kirkjunnar í Nicosia. Ágreiningurinn hefur stöð- ugt farið minnkandi. Makarios hefur dregið úr kröfum hinna 400.000 Grikkja um enosis (sam band við Grikkland) og virðast nú hafa sætt sig við áfram- haldandi yfirráð Breta yfir ut- anríkismálum og varnarmálum. Bretland hefur fallizt á sjálf- stiórn sem meginreglu, en hik- ar við að ákveða tímann. En þegar samkomulag nálg- aðist, efndu kommúnistar af grísku kyni til óláta nálægt stöðvum brezka hersins og flug- hersins í Limassol til þess að mótmæla „svikum“ erkibisk- ups. Hermenn dreifðu mann- fjölda, sem stsfndi til s’úkra- hússins og verzlunarhverfisins í Limassol, með kylfum og tára- gasi. Fréítaritari Newsweek í Ni- cosia sendi eftirfarandi frétt af ástandinu: And-brezkur áróður sést alls staðar í landinu, þar sem EOKA, Þjóðfylking bar- áttu Kýpur, ræður lögum og lofum. í mörgum þorpum sést merki AKEL, hinnar bönnuðu, kommúnistísku verkalýðshreyf- ingar, málað á fjölda hreysa. Ég fylgdist með þrem jeppum full- um af hermönnum og ég sá þorpsbúa hrækja, er hópurinn fór fram hjá. Þegar jepparnir hægðu á sér við horn í þorpun- um, dró liðsforinginn upp skammbyssu sína og vélbyssum var beint í allar áttir. í Nicosia hafa hermenn sírengt vírnet á bíla sína til þess að verja þá fyrir steinum, sem skólabörn kasta að þeim. Hótel og verzlanir hafa gert hið sama. Á daginn setja hermenn upp at- huganastöðvar og leita á öllum vegfarendum. Á nóttunní er höfuðborgin eins og drauga- borg. Skyndirannsóknir eru gerðar í áður ákveðnum. húsum og veitingastöðum. . VARÐFLOKKAR OG HATUR. Ég horfði á 30 manna varð- flokk taka skyndilega fyrir kaffihús nokkurt, þar sem lands menn voru. að leika billjarð, j drekka kaffi eða dreypa á kon- jakki. Þeir störðu vonzkulega, þegar hermennirnir komu æð- andi inn. Hvenær sem hermað- ur skipaði einhverjum þeirra að standa upp, gerði hann það hægt og hatrið virtist vætla út úr hverri svitaholu. | Dag nokkurn var fréttamönn um boðið að vera viðstaddir leit, sem gerð var í þorpinu Kyrhtrea við rætur Kyrenia fjallanna. Rúmlega 500 her- rnenn, aðallega „Rauðir djöfl- ar“ úr brezkri fallhlífasveit, um kringdu svæðið. Menn voru settir á allar hæðir umhverfis þorpið og leit að grunuðum j mönnum fór fram í hverju húsi. Fallhlífamennirnir skipuðu öll- um mönnum, 16 til 30 ára, í gaddavírsgirðingu uppi á einni hæðinni. Er þeir gengu inn í j „búrið“, gekk öryggisvörður úr skugga um hverjir þeir væru, 1 en síðan var þeim raðað upp við vörubíl, sem tjaldað var yfir. i Tjalddúkurinn var smám sam- j an dreginn frá og í ljós koin . grímuklætt höfuð með göt fyrir I augum. Maðurinn átti að benda ! (Frh. á 7. síðu.)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.