Tíminn - 25.03.1965, Blaðsíða 12

Tíminn - 25.03.1965, Blaðsíða 12
I'.l I / t'' I 12 ÍÞRÓTTIR TÍMINN fÞRÓTTIR FIMMTUDAGUR 25. man 1965 Danir unnu Spán 23:18 Á föstudagskvöld í síðustu viku var háður í Madrid lands- leikur í handknattleik milli Spánar og Danmerkur. Leiknum lauk með 5 marka sigri Dana, 23:18. — Þess er skemmst að minnast, að fsland lék tvo leiki gegn Spánverjum í íþrótta- húsinu á Keflavíkurfiugvelli á s.l. hausti og vann með mun stærra bili, eða 23:16 og 22:13. Myndin að ofan er frá leiknum á föstudagskvöld, og sækja Danir þarna að sænska markinu. ÍR heimsótti Stykkishólm Sunnudaginn I. marz s. 1. komu tveir körfuknattleiksflokkar frá ÍR í heimsókn til Stykkishólms og léku við Umf. Snæfell. Keppnin hófst kl. 3 síðdegis, og var íþróttahúsið troðfullt af áhugasömum áhorfendum. Fyrst lék III. flokkur ÍR við jafnaldra sína úr Snæfelli. Hafði Snæfell yfir í fyrri hálf- leik 20:11, en í síðari hálfieik hafði ÍR algera yfirburði og sigraði með 43:29 stigum. Þetta eru tvelr þelr yngstu, sem teklð hafa hæfnismerki KKÍ í Srykkishólmi. Þetr heita Bent og Ingólfur og eru 12 ára. Næst lék meistaraflokkur ÍR við II. flokk Snæfells í kvenna- flokki. Bæði þessi lið eru skráð í íslandsmótið 1965, en hafa ekki fengið að leika, þar sem þau eru einu liðin, sem skráð eru til keppni. Vonandi kemur ekki til þess oftar, að keppni falli niður í kvennaflokkum á íslandsmótum f feörfuknattleik vekna þátttðkuleysis. ÍR-stúlkurnar höfðu yfir- burði í fyrri hálfleik, sem þær unnu með 20:10. Síðari hálf- leikur var öllu jafnari, eða 14:12, og sigraði þvi ÍR með 34:22 stigum. Síðasti leikurinn var sá skemmtilegasti, enda vorú skor uð samt. 200 stig í honum. III. flokkur pilta úr ÍR, ásamt hin- um ágæta Þorsteini Hallgríms- syni, lék gegn Snæfelli. Höfðu liðsmenn ÍR mikla yfirburði í fyrri hálfleik, sem þeir unnu með 63:29 stigum. Var samleik ur þeirra mjög hraður og ör- uggur, byggður upp af Þor- steini, sem eins og svo oft áður var „konungur vallarins". Hittni þeirra ÍR-inganna var og frábær. í síðari hálfleik sóttu Snæfellsmenn í sig veðr- ið og lauk honum svo, að ÍR skoraði 58 stig, en Snæfell 50. LokatMurnar urðu því 121:79. í lok keppninnar afhenti Þor- steinn Hallgrímsson 40 ungling um úr Barna- og Miðskólanum í Stykkishólmi hæfnismerki KKÍ, sem þeir höfðu nýlega unnið til. Heimsókn þessi var til hins mesta gagns fyrir okkur hér vestra. Leikni og kunnátta þess ara íþróttaflokka var lærdóms- rík fyrir ofckur, og framkoma íþróttafólksins til fyrirmyndar. Sigurður Helgason Er grundvöllur fyrir getraunastarfsemi? Er grundvöllur fyrir get- raunastarfsemi í sambandi við íslenzka knattspyrnu? Það er fróðlegt að velta þessari spurn- ingu fyrir sér — jafnvel þött sumuin finnist e.t.v. um draum- óra að ræða, þegar slíkt er nefnt. En er getraunastarfscrni nokkrir draumórar? Hafa mcnn gert sér nokkra grein fyrir hvaða möguleikar felast i slíkri starfsemi? ísland er mikið happdrættis- iand. Alls konar stofnanir »g fyrirtæki efna til happdrætta í ýmissi mynd, flest skila þau ágóða, og alltaf virðast þau geta þrifizt. Það er raunar furðulegt, að getraunastarfsenti í k.tiattspyrnunni — sem er eins konar happdrættisfyrir- tæki, — skuli ekki vera til. Knattspyrnan er óumdeilanlega (ijóðaríþrótt okkar íslendinga, »g jafnan flykkjast þúsundir á kappleikina, — fólk á öllum aldri ,sem hefði gaman af að spá fyrir um leiki, og eiga von á ágóða, sé spá þess rétt. Raun- ar er getraunastarfsemi rekin hér á landi, en í mjög smáum stíl, t.d. eru mörg dæmi um það, að vinnufélagar á ýmsuni stærri vinnustöffum í Reykjavik geti sér til um úrslit einstakra kappleikja og leggi smáupphæð undir. / En það er ekki nóg. Hér þarf að setja á laggirnar sérstakt fyrirtæki, sem annast alla get- raunastarfsemi í sambandi við knattspyrnuna, fyrirtæki, sem rekið væri af KSÍ —eða ein- staklingum, en KSÍ þó tryggð- ur stór hluti af innkomu. Starf seminni mætti haga þannig, að veðjað væri um úrslit einstakra leikja, —yrði þá að segja fyr- ir um stöðu í hálfleik og lokatöl ur, — einnig mætti veðja um fleiri leiki í einu, ef skipulag leikja byði upp á slíkt, t.d. ef leikið væri bæði í 1. og 2. deild um sömu helgina. Tiltölulega auðvelt væri að koma upp get- raunafyrirtæki, mætti stað- setja það við keppnisvellína, þannig að þegar fólk ynni í get- raununum, gæti það tekið vinn ingsupphæðina með sér strax að leik loknum. Fyrir nokkrum árum var reynt að koma getraunum af stað hér, en sú starfsemi var bundin við enska knattspyrnu og hentaði okkur ekki vel, jafn vel þótt áhugi fyrir enskri knattspyrnu sé mikill hér á landi. Þessi tilraun lognaðist út af, enda illa skipulögð. — Ýmsir einstaklingar hafa síðan sýnt þessu máli áhuga og viljað setja á stofn getraunafyrirtæki sem sniðið væri eftir þörfum okkar og eingöngu bundið ís- lenzkri knattspyrnu. Knatt- spyrnuyfirvöldin hafa tekið vel í þetta <—- en málið strandað á einum aðila, sem sé íþrótta- nefnd ríkisins, og hafa forsvars PUNKTAR menn hennar látið í Ijós þá skoðun, að getraunastarfscmin gæti verið hættuleg fyrir nng. Iinga. Og einnig hefur komiS fram hjá þesum aðilum, að get- raunastarfsemi væri til þess fallin, að auka „áhorfendameim ingu" en ekki „íþróttamemn- ingu". Þessi rök eru lucsla' haldlaus þegar þess er gætt, að fþrótta- félögin og samtök, þ.á.m. ÍSf starfrækja happdrætti sem nng lingar vinna að, — og þyWr engum óeðlilegt. Hitt atriðið skiptir híns vegar mestu máli að getraunastarfsemi gerir það að verknm, að fleiri áhorfendnr koma á kappleikina, enda meiri eftirvænting um úrslit, ef get- raimir eru annars vegar, sú er reynslan t.d. á Bretlandseyjum þar sem getraunastarfsemin stendur með mestum blóma'. Og vissulega eru það áhorfend- ur, spti lyfta upp íþróttunum, án áhorfenda væru íþréttír ekki iðkaðar í þeirri mynd, sem við þekkjum. Mörg dæmi eru til um það eriendis frá, hvernig peningar, sem getraunir gefa, eru notaðir til að byggja upp íþróttastarf- semi. Því ætti það ekki eins að vera hægt hjá okkur? Sífellt skortir fjármagn til uppbygg- ingar iþróttamannvirkja o.þ.h. Er ekld getráunastarfsemi ein leiðin til hjálpar f þeim- efnum? — alf. rm-'m«':t'«"'"'~"~mý'-/- ..... I síðasta skípti? Næstu Vctrar-Olynipiuleikar verða haldnir í Courchevel í Frakklandi 1968 — og ef tíl vill verða það sfðustu Verrar- Olympíuleikarnir. Það er sem sé skoðun margra, að atvinnu- mennska í vetrar-fþróttum sé orðin svo algeng og útbreidd, að áhugamennskan sé að hverfa, en sem kunnugt er, þá er þátttaka í Olympíuleikjum bundin áhugamennsku. Enginn getur þó sagt um það ennþá, hvort Vetrar-OIympiuleikar verði lagðir niður — tíminn einn sker úr um það. Myndin hér til vinstri var tek in í Courchevel f Fraklandi l'yrr í þessum ninnuði og sést einn frægasti Vetrar-Olympín- maður allra tima, Svíinn Six- teen Jernberg (til hægri) óska Jean Blanc, frönskum svig- meistara til hamingju með sig ur í móti, sem þar fór fram. Yfirlit yfir Islandsmótið í körfuknattleik Úrslit leikja í meistaraflokki KR—Ármann 55:45 KFR—ÍS 51;36 KR—ÍS 85:48 KR—ÍS 95:32 Ármann—KFK 54:45 KR—KFR 87:49 ÍR—Ármann 51:42 KR:Ármann 55:38 ÍR—KFR 82:55 Skoruð stig — villur: KR 377:212 86 ÍR 133: 97 31 Ármann 179:206 80 KFR 200:259 59 ÍS 116:231 58 3 stigahæstu menn hvers fé- Iags: KR: Einar Bollason 5 108 Gunnar Gunnarsson 5 88 Kolbeinn Pálsson 5 61 Ármann: Birgir Birgis 4 44 Sigurður Ingólfsson 4 36 Davfð Helgason 4 25 KFR: Þórir Magnússon 4 61 Marinó Svcinsson 4 37 Sigurður Helgason 3 34 ÍS: Hjörtur Hannesson 3 30 Grétar 3 20 Sigfús 3 17 ÍR: Tómas Zoega Z 25 Þorst. Hallgrímsson 2 23 Hólmsteinn Sigurðss. 2 18 KR 5 5 0 10 fR 2 2 0 4 Árraann 4 1 s 2 KFR 4 1 3 2 ÍS 3 0 s 0

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.