Tíminn - 25.03.1965, Blaðsíða 6

Tíminn - 25.03.1965, Blaðsíða 6
 M M 1 M / M t ? • t * 1 7 ■/■/ M ' M I ( ' ' ' $ TÍMINN FIMMTUDAGUR 25. marz 1965 ★ Það væri synd að segja, að lif allra kvikmyndaleikara væri eingöngu dans á rósum, því J eftir að hafa verið með þýzku kvikmyndatökumönn- unum uppi á Langjökli í einn j dag virðist mér þetta vera þrælavinna. Enda eru leik- ararnir sem hér hafa verið við kvikmyndunina á „Síðasta för Scotts höfuðsmanns," s-umir hverjir að minnsta kosti marg- hertir í allskyns mannraunum, hafa staðið í stíðsbardaga í 48 gráðu frosti í Rússlandi vet- urinn 1942, og eru vel þekkt- ir fjallgöngumenn. En hér átti að lýsa einum degi kvikmyndatökumannanna, sem þessa dagana halda til á Húsafelli í Reykholtsdal, en leita á vit íslenzkra jökla, til að fá sem sannasta mynd um síðustu ferð R. Seotts til Suð- urpólsins. Og svo byrjað sé á byrjuninni þá stöndum við tveir, komnir sunnan úr Reykjavik, á hlaðinu á Húsa- felli klukkan hálf átta á þriðju- dagsmorguninn síðasta, hressir og vel baldnir cftir gott atlæti hjá hjónunum á Stóra-Ási, nótt ina áður. Á hlaðinu er allt á fleygíferð. Verið er að pakka í tvo „Vibon bíla“ sem eru aðalfarkostir Þjóðverjanna, en Lagt af stað frá siðustu bækistöðvunum. Lemmel leikstjóri lengst til vinstri á myndinni, en heimskautafararnir fimm ásamt félögum sjn- um tveim á miðri myndinnl, og einn sleðinn til vinstri. sá um við heiinreiðina er vörubíll, og aftan á honum dráttarvél með beltum, sem flytja fólk og tæki um breiður Langjökuls í dag. Fjórða farartækið er Will- ys jeppi, sem er okkar far- kostur, og þið lesendur góðir, hafið ef til vill lesið um hér á síðum blaðsins, í sambandi við akstur á Langjökul, svo eftirbreytnivert sem það fyrir- tæki kann nú að vera. Og fyrir klukkan átta er öll hersingin lögð af stað, með Kristleif Þorsteinsson á Húsa- felli sem leiðsögumann í broddi fylkingar. Þar sem leið- in upp að jökulröndinni var heldur viðburðarsnauð og lík öðrum ferðum um óslétta ísl. vegi og óbrúaðar ár, er ekki úr vegi að segja dálítið frá því sem Þjóðverjarnir háfa að- hafzt síðan þelr komu hingað til landsins, með Lagarfossi, en þar um borð voru einmitt fyrstu atriðin í kvikmyndina tekin, sjóferðin til Suðurskauts ins. Eftir eins dags dvöl í Reykjavík, var svo haldið að Húsafelli, þar sem Kristleifur bóndi hafði rýmt hús sitt fyrir leiðangurinn. Fyrstu tvo dag- ana fékk léiðangurinn heldur betur að kenna á breytileik íslenzkrar veðráttu, því ekkert var hægt að kvikmynda að ráði þessa tvo daga, og voru forystumenn leiðangursins orðnir heldur langeygir eftir heppilegu veðri til kvikmynd- unar. Var meira að segja svo langt komið, að athugað var hvort ekki væri hægt að fá leigða flugvél með leiðangur- inn til Grænlands, og einnig var athugað með möguleika á að komast til Norður-Noregs næstu daga. En næturfrostið, sem kom eina nóttina bjarg- aði málunum, og hægt var að hefjast handa með kvikmynd- un á Oki. Þar voru m. a. not- aðir íslenzkir hestar við tök- una, en sem kunnugt er, þá notaði Scott hesta í leiðangri sínum. Auk atriðanna með hestun- um voru mörg önnur tekin á Oki, eins og t. d. þegar leið- angurinn er að klifra upp ís- sprungur og ísfossa, með sleð- ana tve í eftirdragi. Þa var þar tekið atriði þegar einn leið angursmanna hendir sér fram af um, sex metra hárri snjó- dyngju, en hestamir fóru aldrei fram af dyngju, eins og fram kom ein- hversstaðar í fréttum. Þeg- ar verið var að taka þetta snjódyngjuatriði, var sá sem fara átti fram af eitthvað illa fyrir kallaður, en Swartz fram- leiðandi myndarinnar hafði þá engin umsvif heldur skellti sér í heimskautabúninginn og lék þarna „statistahlutverk" með því að kasta sér fram af snjó- hengjunni. En höldum nú áfram ferð- inni upp á Langjökul. Eftir um klukkustundar akstur, þarf að taka beltadráttarvélina af vörubílnum, því hann kemst ekki yfir skafla sem eru á Kaldadalsveginum, og dráttar- vélarstjórinn, Jónas Kjerúlf, sem mörgum er að góðu kunn- ur úr Kerlingafjöllum, dúðar sig í þykkar úlpur og buxur, því ekki veitir af að vera vel klæddur við að aka dráttarvél upp á reginöræfum í frosti. Bílarnir þrír halda síðan áfram eftir Kaldadalsveginum, með hreina og tæra jökulhettuna á Okinu á hægri hönd, en breið- ur Langjökuls á þá vinstri. Eftir stuttan akstur er beygt út af veginum, og stefnan tek- in mitt á milli Hafursfells í norðri og Geitlandsjökuls í suðri. Geitáin sem verið hafði farartálmi leiðangursins í könnunarferð fyrir nokkrum dögum, er nú eins og hver önnur smá spræna, sem bílun- um þrem veitist auðvelt að komast yfir. Ekið er yfir mela og hraun, og þegar ofar dreg- ur, er hægt að aka á jeppan- um eftir fönnunum sem liggja í skorningum upp að jöklinum. Síðasta spölinn upp að jökul- röndinni verðm kvikmynda- fólkið að ganga því hjarnið er ekki svo hart. aö það þoli ..Víbona" fulla ai fólki og far- angri, og að auki með stóra og þunga kerru aftan i. Þjóðverjarnir taka þegai U1 við kvikmyndatökuna á neðstu ísbreiðunum. Suðurpólsfararn- ir klæðast heimskautabúning- um, og fara síðan með sleð- ana út á ísbreiðuna. Þama þarf ekki að eyða tímanum 1 andlitsförðun til að gera leik- Scott höfuösmaður leikinn af Werner Uschkurat Kvlkmyndaleiðangurinn á Iei8 upp á Langiökul. Okið er í baksýn. (Tfmamyndir K. J.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.