Tíminn - 25.03.1965, Blaðsíða 7

Tíminn - 25.03.1965, Blaðsíða 7
^' ¦i . i r i •.-.*. i mh ,,,,,.Mit" •..*.' i » •. .v m i • *' * . ' n 11 *» m m.i.* r.f.'. i .'.' 11 ¦ i 'i i m i »ii t FEHMTUDAGUR 25. marz 1965 TÍMINN wmmmmmmm ¦ VI3 „SuSurpólstjaldiö", norski fáninn blaktir við hún. arana veðurbarða og skeggjaða í andliti. Þeir eru þegar orðn- ir sæmilega skeggjaðir og veð- urbarðir í andlitum, eftir að hafa verið á jöklum undan- farna þrjá daga, meira og minna. Kvíkmyndavélin er komin á þrífótinn, og Lemmel leikstjóri er að gefa leikurun- um skipanir, hvernig hann vilji haga atriðinu. Helga ritari er með penna og blokk, og ritar niður jafnóðum, nafn og núm- er á atriðinu, tímalengdina og fleira, síðan kemur að því að hún bregður spjaldi fyrir fram- an kvikmyndavélina, hvar á er ritað nafn myndarinnar, leik- stjórans, kvikmyndatökumanns ins, dagsetning o. fl. Vélin suð- ar örlitla stund, og nú er allt tilbúið. Leikararnir setja sig í stellingar, og í gegnum litla vasátalstöð fá þeir skipun um að byrja, og um leið fer kvik- myndavélin að suða. Þetta atriði sem þarna var tekið, sýndi suðurpólsfarana fimm kveðja tvo félaga sína í síðustu bækistöðvunum, og halda út eftir ísbreiðunni. Fjór ir þeirra drógu sleðann, en einn gekk á eftir, og fylgdist með áttinni og vegmælinum, sem var hjól fest aftan á sleð- ann. Þetta atriði er tekið frá ýmsum hliðum, og það stend- ur á endum, að þegar Jónas kemur á Farmalnum upp á jökulröndina, er lokið við að kvikmynda þetta áðurgreinda atriði, og allur leiðangurinn heldur upp á jökulinn. Vagn- inn er tengdur aftan í dráttar- vélina, og sleðarnir í vagninn. Við félagarnir förum á Willys- inum upp jökulinn, sem er nokkuð meyr neðst á yfirborð- inu, en harðnar eftir því sem ofar dregur. f á að gizka 1200 metra hæð er numið staðar, en þar er þá hríðarkóf með köflum. Hér á að taka suður- póls atriðið. Lítið tjald er tek- ið af eínum sleðanum, og nýr og fallegur norskur fáni er tekinn úr plastumbúðum, og settur á tjaldsúluna. Það er nú ekki meira en svo að súlr •; an þoli hann, því töluverður strekkingur er þarna. Lemmel leikstjóri er ánægður með sen- una, og engin furða, því þetta er einmitt rétta umhverfið um hið áhrifamikla augnablik þeg- ar Seott og félagar hans fjór- ir ná loks til Suðurpólsins, og finna þá tjald Amundsens, og inni í því eru skilaboð til þeirra Scott og félaga. Þarna er dvalið langa stund og fimm- menningarnir kvikmyndaðir frá öllum hliðum þegar þeir ná „Suðurpólnum." A eftir eru svo teknar nærmyndir af þeim, með hrím í skegginu og á heimskautabúningunum, allt mjög eðlilegt, og mun raun- verulegra heldur en dagana áð- ur þegar þurfti að sprauta gervisnjó á búningana, og and- lit leikaranna. Einn af hemiskautaförunum. Á meðan Þjóðverjarnir voru að taka Suðurpóls-atriðin, ók- um við þrír, ég, Rúdólf félagi minn og Kristleifur á Húsa- felli, upp á Geitlandsjökul, svo sem skýrt hefur verið frá í blaðinu áður. Útsýnið þaðan var gott þegar hríðin byrgði það ekki, Jarlhetturnar sáust bezt austan við jökulinn, en þokuslæða eða skýjaþykkni byrgði frekari útsýn austur. Við þræddum hjarnhryggina upp jökulinn, því skafið hafði í lægðirnar og þar var laus snjór og hættulegur. Er við héldum niður varð að ganga á undan bílnum á köflum, því illa sást framfyrir vegna hríð- arkófsins sem skreið eftir jökl- inum, og jöklafarar kannast vel við. Willysinn var aðeins með keðjur að aftan, en mik- ið hefur áreiðanlega hjálpað til hve vel gekk, að hann er með mismunadrifslás í aftur- hásingu. Nú var kvikmyndaleiðangur- inn kominn af stað aftur, er við komum niður af Geitlands- jöklí, og hélt í suður og niður af jöklinum, þar sem þeir höfðu komið auga á stórkostlegar jökulmyndanir. Tóku þeir stutta kafla þar, en urðu að hætta vegna þess hve áliðið var orðið, og farið að bregða birtu, en góð birta hafði verið yfir daginn þrátt fyrir hríðina öðru hverju. Þeir voru auðsjánlega ánægðir með daginn, brugðu á leik, og renndu sér á sleð- unum niður brekkurnar. Þar bundu þeir svo sleðana aftan í jeppann, og síðan var hald- ið á fleygiferð í áttina að bíl- unum tveim, sem biðu þess að flytja fólkið frá jökulröndinni og niður að Húsafelli þar sem beið þess matur á borðum eft- ir erfiðan dag. Einn ¦••aðalleikarinn fékk far með.okkur í bæinn um nóttina, en um morguninn snemma tók hann sér far með Loftleiðaflug vél til Kaupmannahafnar og þaðan til Þýzkalands, þar sem hann átti að mæta á leiksvið- inu kvöldið eftir. En það var einmitt þessi leikari, Rake, sem barðist með Þjóðverjum í Þýzkalandi í síðustu heims- styrjöld og þá var frostið á vígstöðvunum í Rússlandi 48 gráður, og hestarnir sem spenntir voru fyrir fallbyssu- vagnana stirðnuðu upp í kuld- anum. Þetta og margt annað sagði Rake að rifjazt hefði upp fyrir sér, þegar hann var upp á íslenzkum jöklum við kvik- myndatökuna á Scott mynd- inni, og hestar voru notaðir við kvikmyndatökuna. Kári. Á letð niður af Langjökli í hríSarkófi. erming- argjðfin Við erum sjálfsagt mörg, sem veltum því fyrir okkur þessa dag- ana, hvað við getum fært vini okk ar að gjöf á fermingardaginn. Svo er fyrir að þakka, að við eigum um margt að velja og lausnarhlut urinn okkur víða boðinn. En „Sá á kvölina sem á völína," segir gamalt máltæki og svo mun sann ast hér. Fyrst vil ég geta þess vand ans að kljást við það tízkufyrir bærið, hvort ég eða þú getum verið þekkt fyrir að velja hlut, sem ekki er dýrari, en kr. . . . Við vitum að fermingargjafir verða íburðarmeíri með hverju árinu sem líður. Fyrst og fremst hygg ég það eiga að vera sönnun um aukna fjárgetu gefandans, en dreg í efa, að ást okkar til ferm ingarbarnanna sé þessu meiri en var fyrir 15—20 árum. Nei, við höfum enga sönnun þess, að dýr- leiki hlutarins þurfi að vera í réttu hlutfallí við það takmark, er við ætlum gjöfinni. Því er val okkar erfitt og engin furða, þó svo að við höfum dregið enn að velja lausnarhlutinn. Öll berum við þá þrá í hrjósti, að gjöfin geti gegnt tvennu hlut- verki: veríð. pióttakanda sönnun um velvild ojskar til hans og jafn framt verið honum styrkur á þeirri göngu, er hann er að hefja. Ef þetta er forsendan fyrir )eit þinni, lesandi þessara lína, þá langar mig til þess að benda þér á gjöf, er vinur minn benti mér á, er ég stóð í þínum sporum í fyrra. Hann spurði: „Hefir þú skoðað bdkina Fermingargjöfin er Fróði gefur út?" Nei, það hafði ég ekiki gert, og varð vini mínum þakklátur fyrix. Sú er orsökin, að míg langar til þes að geta þessarar góðu b6kar við þig. Því ég varð og er sann- færður um það, að hún verður hverjum þeim er eignast og les, til mikils gagns. Bókinni er skipt í tvo aðal kafla: Hinn fyrri er safn greína um margt það er æskumanninn varð- ar. Meðal höfunda má finna marga þá er þjóðkunnir eru fyrir störf að æskulýðsmálum s. s. herra Ás- mund Guðmundsson f. v. biskup, prestana séra Árelíus Níelsson, séra Ólaf Skúlason, séra Pétur Sigurgeirsson, séra Jón Auðuns, skólamanninn Hannes J Magnús son og mannvininn Albert Schw eitzer. Síðaii kaflinn er safn dæmi sagna, sem vissulega befir ekki verið kastað til höndum um val á. Við finnum meðal höfunda: Leo Tolstoj. H. C. Andersen, Jo han Lunde, Anatole France og Magnús Helgason skólastjóra. Ekki má heldur gleyma. að aftast í þessari bók er gert ráð fyrir því, að sá er eignast, rití frásögn af þessum merkis degi í lífi sínu Ekki mun siíkt rýra gildi bókarinnar er fram líða stundir, og hún gengur sem arf ur frá foreldri til barns Það er sannfæring mín að hvtv sá, er leitar þessa dagana að góðri og hollri gjöf handa ung- um vini sínum. verji tíma sínum vel, er hann kynnir sér, hvort bókin Fermingargjöfin sé ekki einmitt rétta lausnín. rétta svarið. Sig. Haukur Guðjónsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.