Tíminn - 25.03.1965, Blaðsíða 9

Tíminn - 25.03.1965, Blaðsíða 9
>»,/..// I ,/ M » ' FTMMTUDAGUR 25. marz 1965 TÍIVIINN 11 25 með merkjum sjóhersins. Þeir voru jafn færir í bardögum til sjós og lands, og voru duglegir reiðmenn. Margir þeirra höfðu einnig iært undirstöðuatriðin í tungu þess lands, sem þeir voru sendir til, til þess að berjast. Undirforingjar þeirra voru einstaklega hæfir, en óbreyttir hermenn ekki jafn duglegir, þótt reikna megi með, að beztu mennirnir hafi ekki verið notaðir sem fangaverðir. Smátt og smátt létu þeir okkur fá dálítið af fatnaði, svo- lítið meiri mat og ílát til þess að matreiða hann í, og eitt- hvað til þess að borða með og úr, fáeinar dínur til þess að sofa á, og meira að segja nokkrar ábreiður. En þeir komu ekki með flugnanet til þess að við gætum varizt moskítóflugumun, og afleiðingin varð sú, að malaría varð plága í búðunum. Áður en tvö ár voru liðin, voru 96% brezku hermannanna, sem enn voru á lífi, farnir að fá hana aftur og aftur. Nipparnir vildu, að nafnakall væri framkvæmt tvisvar sinnum á dag, en foringjar fanganna voru látnir sjá um það, því þótt undarlegt megi virðast gátu fangaverðirnir ekki talið mennina, og voru að minnsta kosti aldrei alveg vissir í sinni sök, hvort ákveðinn maður ætti að vera, þar sem hann var, eða einhvers staðar annars staðar. Þeir skipu- lögðu nokkra vinnuflokka, og léðum við um hundrað menn til þeirra daglega. Það var vinsælt að komast í vinnuflokka, því það gerði mönnum kleift að komast út fyrir fangabúð- imar, þar sem þeim tókst venjulega að kaupa einhvem mat. eða ná honum með einhverju öðru móti frá hinum innfæddu. Engum liðsforingja var hleypt út fyrir. Nippunum gekk ekki vel að skipuleggja vinnuflokkana. Það var ekki óvenjulegt, að þeir sendu fimmtíu manna flokk til þess að flytja píanó, en þegar flytja átti díesel- vél, sendu þeir kannski aðeins átta menn á staðinn. Þá skipti engu, hvað tímanum leið. Oft eyddu þeir heilum dög- um í verk, sem hefði mátt vinna á fáeinum klukkustundum. Auðvitað þótti okkur þetta síður en svo slæmt — já, stund- um létum við verkin jafnvel taka enn lengri tíma, ef nauð- syn krafði. Liðsforingjar þeirra gerðu lítið annað en dunda sér heima við. Þeir gáfu skipanir, en létu síðan undirforingjana um að sjá til þess, að þeim væri fylgt. Yfirmaðurinn í búðun- um okkar var af lægstu gráðu liðsforingja, kallaður Naga- tomo Shoi. „Shoi“ táknaði tign hans, og kom alltaf aftan við nafnið sjálft. Nagatomo var ekki slæmur maður, en svo latur, að varla þýddi að tala við hann. Hann hafði verið í hernum í langan tíma, og hafði ekki komið til Japans frá því árið 1937. Honum hafði verið falin stjórn fangabúða í viðurkenningarskyni fyrir langa og dygga þjón- ustu, og átti hann að hagnast á starfinu, eftir því sem kostur var. Japanskir liðsforingjar fá ekki eftirlaun að her- þjónustu lokinni, en þeim er ætlað að græða nóg, með- an þeir gegna herþjónustu erlendis svo þeir geti lifað á gróðanum, eftir að þeir eru hættir. Hefði hann aðeins feng- ið eitt cent frá hverjum manni á dag, hefði hann átt að geta fengið 1400 sterlingspund á ári. Við reiknuðum það út seinna, að hann hefði fengið tíu sinnum meira. Ég sá hann, í eitt fyrsta skiptið, þegar nokkrir flokks- foringjar okkar sátu á fundi dag einn, og hann birtist skyndilega. Það fyrsta, sem hann gerði, Var að taka tvo hluti upp úr vasa sínum, og kasta þeim á borðið fyrir framan okkur, og spyrja síðan, hvað þetta væri. Fyrri hluturinn varð næstum því til þess að. við fengum hjarta- slag, því það var hvellhetta. Hitt var lítill grænn pipar. Við útskýrðum fyrir honum, hvað hvellhetta væri, og að væri hún ekki borin burtu innvafin í bómull gæti hún auðveldlega sprungið og drepið okkur alla. Hér hafði hann misst andlitið, því allir sátu og brostu sauðslega. Þá spurði hann um piparinn. Hollenzki ofurstinn sagði, að þetta væri mjög góður matur, sterkur á bragðið en fullur af vítamín- um, og spurði, hvort við gætum fengið dálítið af svona pipar til þess að hafa með hrísgrjónunum okkar. Nagatomo greip nú piparinn og beit í endann á honum. Hann tuggði ákaft, en allt i einu afmyndaðist andlit hans eins og hann hefði étið hvellhettuna i ógáti, og við bjuggumst við spreng- ingu á hverju augnabliki. Gortmas flýtti sér þá að taka piparinn og bíta í hinn endann um leið og hann sagði „mjög gott“ á malayisku Þar sem Nippinn hafði einu sinni orðið sér til skammar, gat hann ekki viðurkennt, að hann hefði beðið annan ósigur. Hann varð að reyna að sýna sem mesta stillingu. Hann flýtti sér því í burtu sem mest hann mátti, án efa til þess eins að slökkva eldinn, sem brann í munni hans með vænum vatnssopa. Samkvæmt iapanskri venju var hverri deild hersins heim- ilt að reyna að hafa sem mest upp úr þeirri borg eða héraði, sem hún hertók. og Japanirnir okkar í Celebes þurrmjólkuðu næstum því eyjarnar. Það var undravert, hvað þeir fluttu þaðan fyrsta ár hersetunnar. Menn hefðu getað búizt við, að þeir notfærðu sér hið takmarkaða skips- rými til þess að flytja nauðsynjar eins og nikkel, olíu, hrís- grjón, kopar, tin — en af öllu þessu var geysilegt magn á eyjunum. Þeir sendu að sjálfsögðu mikið af þessum vör- FYRRIKONAN HANS DENISE ROBBINS — En ég get ekki tekið á móti þessu, sagði ég og tók andköf. — Þér unnuð, sagði hann og brosti. Engin mótmæli tekin til greina. Kona, sem sat við borðið brosti við Esmond. — Gott kvöld, herra Torring- ton. Þér eruð sjaldséður gestur hér, sagði hún. Þér voruð svei mér heppinn í kvöld. — Ekki ég, heldur vinstúlka mig. — Frú Van Sylk — ungfrú Bray. Ég sá að frú Sylk horfði for- vitnislega á mig. Ég býst við að hún hafi velt fyrir sér, hvað Esmond væri að hugsa að koma hingað með svoan hversdagslegri og lítið glæsilegri konu. Og ein- hvern veginn vissi ég samstundis, að hún mundi við fyrsta tækifæri gefa Monicu Warr skýrslu um mál ið. Hún hafði horft agndofa á, þegar Esmond tróð peningunum í veskið mitt. Esmond leiddi mig frá spila- borðinu og stakk upp á við við fengjum okkur hressingu úti á veröndinni. — Mér líkar ekki andrúmsloftið hérna inni, sagði hann. Ég heimtaði að fá að borga hon um aftur það, sem hann hafði lagt út fyrir mig og hann féllst á það. — Mjög viðeigandi og nákvæmt sagði hann og brosti. Kvöldið var allt ævintýri líkast. Vegna þess, að ég hafði mikinn áhuga á honum tókst mér að beina samræðum okkar að honum sjálfum og starfi hans og bað hann að segja mér meira um það. Hann hafði ekkert á móti því og sgði mér að honum væri í blóð borin ást á tónlistinni, og eftir margra ára nám hafði hann stofnað og stjórnað fyrstu hljóm- sveitinni aðeins tutugu og sjö ára gamall. — Og síðan nef ég haft heppn ina með mér, sagði hann Og ég hef aldrei litið um öxl. — Það er ekki bara heppni — það eru hæfileikar yðar, sem hafa fært yður þangað, sem þér eruð í dag, sagði ég full aðdáunar. — Þér sláið mér gullhamra, Shelley, sagði hann og hló. — En þér hafið alveg stórkost legt vald yfir hljómsveitum, sem þér stjórnið, sagði ég. — Allir eru j á einu máli um það. — Þér fáið mig allaf til aðj tala um sjálfan mig, Shelley, j hvers vegna? spurði hann snögg-| lega. — Vegna þess . . . mér finnst það skemmtilegt. — En þér talið aldrei um sjálfa yður? — Það er ekkert að segja. Líf mitt hefur verið svo hyersdags- legt og leiðinlegt í samanburði við yðar. Þér eruð frægur og mik- ill rnaður. —Hvað er frægð? Hvað er sigur? „Hvað gagnar það mann- inum, þótt hann vinni alllan heim inn, ef hann bíður tjón á sálu sinni?“ sagði hann -lvarlega. — En slíkt á ekki við um yður, sagði ég ákveðin. — Svo virðist, sem þér þekkið mig mun betur en ég geri sjálf- ur. Hann brosti hlýlega við mér - - Stundum finnst mér í raun og veru, að ég hafi beðið tjón á sálu minni — Ég skil vel, að yður er þannig innanbrjósts, vogaði ég mér að segja. — En þér megið ekki hugsa um það, sem gerzt hefur í fortíðinni. Ég veit að þér hafið þolað margt sárt og erfitt, en líf yðar er fullt af unaðslegum hlutum . . . og framtíðin getur gefið yður svo margt. — Já, þér hafið á réttu að standa, sagði hann stuttlega. Ég hef yfir engu að kvarta og eftir að þér komuð til okkar hef ég verið viss um, að börnin mín munu vaxa upp og verða góðar manneskjur. Og ef ég sé að þau standa sig vel, get ég huggað mig við, að ég hef ekki svikið móður þeirra. Veronica aftur . . . ég beit á vör mér. — Það er ég viss um, að þér hafðið aldrei gert það og munuð ekki gera, sagði ég. — Mér líður vel að hlusta á yður Shelley, sagði hann vinalega. — En þér hafið allt of mikið álit á karakternum mínum. En þökk fyrir, góða mín. Ég gat ekki svarað. Hann bætti við: — Ég hef ekkert á móti því að játa það fyrir yður, litla vin- kona, að ljósið hvarf úr lífi mínu, þegar konan mín dó. Aftur beit ég á vör mína. — Ég skil það, hvíslaði ég. — Hún var fegursta kona heiminum, sagði hann alvörugef inn. — Já, hún er mjög falleg á mál- verkinu. — En hvað er eiginlega dauð- inn . . . hélt hann áfram. — Fyrir utan að vera endirinn á öllum þjáningum og byrjunin á löngum svefni. Miskunnarleysi dauðans liggur ekki í því, að mannvera deyr, heldur getur það þýtt enda- lok ástar og trausts — þess æðsta í lífinu. Ó, vesalings Esmond, hugsaði ég og fékk sting í hjartað af með- aumkun með honum. Hún hlaut að hafa sært hann djúpt áður en hún dó. Það var sorgarleikurinn. Skyndilega sagði hann kaldrana lega. — En hvaða tilgangi þjón- ar það, að einblína á fortíðina. Þér hafið rétt fyrir yður, Shelley, þegar þér segið að framtíðin eigi eitthvað í pokahorninu handa mér . . . það á sjálfsagt við starfsferil minn, en ekki mitt persónulega líf... Eg var honum ekki sammála í því og hélt hugrökk áfram. — Þér eruð enn ungur meður, herra Torrington. Kannski hittið þér aðra konu, sem þér lærið að elska og sem getur gengið böm- um yðar í móðurstað. Hann leit ringlaður á mig og mér leið eins og fábjána. Ég roðn- aði, en þá fór hann allt í einu að skellihlæja. — Ef þér gefið í skyn, að ég gifti mig aftur — nei, aldrei. Ég veit ekki almennilega, hvern ig mér varð við — hvort ég varð glöð eða hrygg vegna orða hans. En ég hugsaði um að Monica hafði sagt að Sophie de la Notte yrði ljómandi eiginkona fyrir Es- mond. Svo virtist sem Monica yrði fyrir vonbrigðum. Esmond reis á fætur. Börnin eru hamingjusöm með yður og frænku sinni — sérstak- lega með yður, sagði hann -r Þér hafið gert jafn mikið fyrir þau og nokkur móðir gæti gert. Mér hlýnaði um hjartaræturnar að heyra hann segja þetta. Hann tók undir hönd mér og við geng- um aftur út í bílinn, sem var spölkorn frá spilavítinu. — Það er komið fram yfir mið- nætti, það er víst tími til kominn að fara heim, er það ekki? — Jú, sagði ég. Ég fálmaði eftir veskinu mínu og missti það snögglega. Lásinn var slæmur og veskið opnaðist og allir frönsku seðlarnir helltust út. Ég flýtti mér að beygja mig niður til að tína þá upp. Hann beygði sig líka og þá gerðist ósköp kjánalegur atburður. Við rákum höfuðin saman af feiknaafli. Mig kenndi reglulaga mikið til, en ég I hló aðeins. Hann dró mig upp og ! sagði: — Þér hljótið að finna til. Þetta var harkalegur árekstur. — Nei, ég finn ekkert til hróp- aði ég. Ég var í fangi hans, tíminn stóð kyrr eitt andartak meðan tunglið og stjörnunar glitruðu fyr ir ofan okkur. Ég fann hjarta hans berjast ákaft. Ég vissi að ég elskaði hann heitar en nokk- uð annað á þessari jörð. Mér fannst hann dásamlegasti maður- inn í heiminum. Ég gat ekki get- ið mér til, hvað hann hugsaði, en af meðfæddri hæversku minni gerði ég ráð fyrir, að nú fengi hann brátt nóg af samvistunum við mig. Ég varð því algerlega þrumu lostin, þegar hann strauk hendinni skyndilega yfir hárið á mér og kyssti, svc kyssti hann mig á báðar kinnar á franskan máta. — Þú ert reglulega indæl, Sheylly. Ég er svo glaður að þú ert hjá okkur. Vertu kyrr hjá okkur, viltu það ekki? Það var með herkjum að mér tókst að stilla mig um að vefja höndunum um háls honum œ kyssa hann. Ég vissi, að þcsÉ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.