Alþýðublaðið - 28.03.1956, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 28.03.1956, Blaðsíða 5
SliS-vikutlagur 28. marz 1953 AíþýgiiBIaSlg EINS og frá var skýrt í Al- þýðublaðinu í gær boðaði stjórn Loftleiða blaðamenn á íund sinn í fyrradag og skýroi þeim frá máli því, sem um var rætt hér í blaðinu í gær. Á fundi þessum með fréttamönn- ttm bar margt á góma, auk þess, sem frá er greint í fréttatil- kynningu félagsstjórnarinnar. Þykir Alþýðublaðinu nú rétt, í bessu tilefni, að rifja upp hið lielzta í þessu sambandi, svo að Jesendum þess gefizt kostur á! að átta sig á öllum málsatvik- I um. - Svo sem alkunna er hafa Loftleiðir haldið uppi flugi und anfarin ár milli meginlanda Ev- i'ópu og Ameríku, og notað til bess flugvélar ’ af Skymaster gerð. Enda þótt flugvélar þess- ar séu hinar traustustu, þá geta þær hvorki farið jafn hátt né ihratt og nýjustu gerðir farþega flugvéla. Fyrir því hafa Loft- Jeiðir fengið leyfi viðkomandi stjórnarvalda til þess að ákveða lægri fluggjöld á leiðinni milli Islands og Bandaríkjanna en þau flugfélög, sem nota nýrri gerðir flugvéla. Hins vegar verð ur félagið að fara að samþykkt- am flugsamsteypunnar IATA á flugleiðunum milli íslands og meginlands Norður-Evrópu. HÓFLEG FARGJÖLD LOFTLEIÐA Stóru flugfélögin halda, nær undantekningarlaust, uppi áætl uinarferðum milli meginlanda Evrópu og Ameríku, án við- komu á íslandi. Fargjöld milli Islands og meginlands Evrópu skipta þau því engu máli, að því er varðar farþegaflutning- ana vestur um haf. Loftleiðir fljúga hins vegar um ísland, og fargjöldin frá meginlandi Ev- rópu til Norður-Ameríku eru samtala fluggjaldanna til ís- lands og frá íslandi vestur um haf. Hækkun á annarri hvorri leiðinni til eða frá íslandi myndi verða til þess að minnka foilið, sem nú er milli fargjalda Loftleiða og IATA félaganna og torvelda Loftleiðum að keppa við LATA félögin með þeim fiug vélakosti. sem félagið hefur nú yfir að ráða. Það var upplýst á blaða- mannafundinum, að flugvélar af þeirri gerð, sem samkeppnis- fær er talin við IATA, myndi kosta a. m. k. 25 milljónir ís- lenzkra króna, auk varahluta. Af því er auðsætt, að kaup margra flugvéla af þeirri gerð myndu þjóðinni örðug, enda þótt hún sameinaðist öll um þau. Vegna þess eigum við naumast annarra kosta völ en að feta okkur áfram, hægt en örugglega, unz reynsla og fjár- magn er fyrir hendi til stærri átaka. Hin hóflegu fargjöld Loftleiða hafa, öðru fremur, orðið til þess að gera okkur ís- lendinga hlutgenga í samkeppn inni á alþjóða flugleiðunum og eru þess vegna mikilvæg, þjóð- hagslega séð. Loftleiðir hafa einnig haldið því fram, að með þessum lágu fargjöldum sé ver- ið að ná til fjölda fólks, sem ella myndi ekki ferðast með flugvélum, og er engin ástæða til að efast um að það sé rétt. Þá má heldur ekki gleyma því, að vegna starfsemi Loftleiða hafa íslendingar komizt í þjóð- braut hins nýia tíma, en af öll- um þessum ástæðum er það, eða ætti að vera, sameiginlegt metn aðar- og hagsmunamál íslend- ínga allra, að Loftleiðir gætu fengið að halda hinum lágu far- gjöldum sínum, svo að félagið yrði samkeppnisfært um far- þegaflutninga milli meginland- anna tveggja. Breyting fargjald anna frá því sem nú er til þeirr ar hækkunar, sern fyjrirhuguð er, verður síðar rædd, að því er varðar okkur íslendinga. FLLGSAMSTEYPAN IATA Áður en lengra er haldið þyk- ir rétt að gera nokkra grein fyrir samsteypu þeirri, sem auðkennd er með bókstöfunum IATA, og kemur hér við sögu. Flest hinna stærri flugfélaga hafa myndað með sér samtök, sem hafa m. a. samræmt far- gjöld sín á helztu flugleiðum heims. í þeim eru m. a. skand- inaviska flugsamsteypan. SAS og fvrir nokkru mun Flugfélag íslands hafa gengið i bandalag þetta, sem nefnt er IATA. Út á við berjast samtölún gegn öll- um flugfélögum, sem eru utan þeirra, einkum ef þau hafa lægri taxta. en innbyrðis heyja þau grimmilega baráttu. Þar sem fluggjöldin eru fastákveðin er samkeppnin háð með því að auka sífellt hraða flugvélanna og þau þægindi, sem farþegun- um eru boðin. Sá meðlimur IATA, sem einkum hefur geng- ið fram fyrir skjöldu í barátt- unni við Loítleiðir er skand- inaviska flugsamsteypan SAS, og liggja til þess þau rök, að Loftleiðir halda uppi áætlunar- ferðum til og frá Norðurlönd- um, SAS hefur krafizt þess að Loftleiðir tækju sömu gjöld og SAS milli Skandinavíu og Bandaríkjanna, enda þótt Loft- leiðir fari allt aðrar slóðir og noti hægfleygari flugvélar en SAS. Þá mun það einnig hafa verið SAS, sem átti aðalþáttinn í að sagt var upp loftferðasamn- ingunum milli íslands og Sví- þjóðar, en með því hófst deila sú, sem alkunn er og illræmd orðin hér á landi og raunar víð- ar. ÞINGHALD í MIAMI Síðastliðið haust héldu IATA félögin ráðstefnu mikal í Miami í Bandaríkjunum. Nokkru eftir að ráðstefnunni lauk tóku að birtast greinar í erlendum dagblöðum, þar sem staðhæft var, að fargjaldamál Loftleiða hefði verið þar ofar- lega á dagskrá. Þess var getið til að SAS hefði átt frumkvæði að ráðstöfunum, sem þingið gerði til þess að reyna að stöðva framsókn Loftleiða. Þótti það eðlilegt, þar sem SAS hafði krafizt þess að Loftleiðir breyttu fargjöldum sínum. Töldu þeir, sem bezt þóttust vita, að SAS hefði eigi fengið framgengt aðalkröfu sinni, en hins vegar hefði það áunnizt, að samþykkt hefði verið að revna að koma fram hækkunum á far gjöldum Loftleiða milli megin- lands Evrópu og íslands. Hinn 9. nóvember sl. birtist hér í blaðinu grein, þar sem sagt var frá þessum fréttaburði hinna erlendu blaða. Segir þar m. a. svo: 1 ..Það hefur verið staðhæft í erlendu blaði, . . . að á fundi flugsamsteypunnar IATA, sem haldinn var nýlega í Miami í Bandaríkjunum, hafi fulltrúar skandinaviska flugfélagsins SAS lagt það til að IATA léti afskiptalaus hin lágu fargjöld Loftleiða á flugleiðinni milli ís lands og Bandaríkjanna, en samþvkkti hins vegar að hækka öll fargjöld á flugleiðunum milli íslands og meginlands Ev- rópu. Var þetta bersýnilega gert í þeim tilgangi að samanlögð fluggjöld Loftleiða á allri flug- leiðinni milli Norður-Evrópu og Bandaríkjanna yrðu jafnhá flug gjöldum SA.S, og átti þannig að kippa fótunum undan starfsemi Loftleiða. . . . En hvað er annars að segja um sjálfstæði okkar til þess að rnega sjálfir ákvarða fargjöld með íslenzkum farartkkjum? Getur einhver einokunarsam- steypa úti í heimi ákveðið það ^ með einum pennadrætti að ein- angra ísland með því að gera þeim, sem þangað ætla eða það- ( an. að greiða óhæfilega há far- gjöld?“ 1 Greininni lauk með ósk um, að fulltrúar Flugfélags íslands, sem sóttu ráðstefnu þessa. gerðu grein fyrir hinu sanna í þesu máli. ÞINGFRÉTTIR FRAMKVÆMDASTJÓRANS Það stóð ekki á svörum. Fram kvæmdastjóri Flugfélags ís- lands sendj Alþýðublaðinu greinargerð, sem birtist í blað- inu tveim dögum síðar undir yfirskriftinni: Ekki rætt um far gjöld milli íslands og Evhópu á þingi IATA. Framkvæmdastjór inn segir m. a. svo í greininni um tillögu þá, sem talið var að borin hefði verið upp um far- gjaldahækkun: „Út af þessu vil ég taka það fram, að hvorki SAS né nokk- urt annað félag bar fram tillögu um þetta efni á umræddri ráð- 5tefnu.“ j Til nánari skýringar segir hann: „Eitt af því, sem IATA gerir einu sinni á ári, er að ákveða fargjöld, sem gilda eiga á öllum millilandaleiðum félagsmanna til eins árs í senn. Að sjálfsögðu eru allar ákvarðanir um far- gjöld og reglúr téknar af full- trúum félaganna sjálfra og hef- ur hvert félag neitunarvald varðandi þau fargjöld, sem gilda fyrir þess leiðir.“ Hér virtist ekki framar þurfa vitna við. Samkvæmt þessu hafðí enginn haft neitt illt í hyggju, og þó að svo hefði ver- ið þá mvndi málstað íslands hafa verið borgið. þar sem Flug félag íslands hafði rétt til þess að standa vörð um hann. Það hafði, að sögn framkvæmda- stjórans, neitunarvald um allar hækkanir „varðandi þau far- gjöld, sem gilda fyrir þess leið- ir“. Forráðamenn Loftleiða skýrðu frá því á blaðamanna- fundinum í fyrradag, að þeir hefðu, eins og raunar ritstjórn Alþýðublaðsins, talið þetta mál úr sögunni, eftir að birzt hafði yfirlýsing framkvæmdastjóra Flugfélags íslands. Þeim kom því mjög á óvart að sjá, nokkr- um vikum síðar, fundargerðirn- ar frá Miami, verðskrár, sem samþykktar höfðu verið þar. í þeim gat það að líta, svart á hvítu, að ráðstefnan í Miami hafði samþykkt, að hækka veru lega öll fargjöld milli íslands og meginlands Norður-Evrópu, en það voru ein fargjöldin innan Evrópu, sem ákveðið hafði ver- ið að hækka, og þótti þá ljóst hvert vopnunum væri stefnt. BARIZT Á HEIMA- VÍGSTÖÐVUM Er hér var komið málum rif j- aðist upp yfirlýsing sú, sem framkvæmdastjóri Flugfélags íslands hafði birt hér í blaðinu 11. nóv. s.l., en er hún var lesin niður í kjölinn kom í ljós, að með henni hafði ekki verið bein línis þrætt fyrir það, að tillaga hefði verið borin. fram í Miami um fargjaldahækkun. Hins veg' ar hafði hann staðhæft, að sú. jtillaga hefði ekki verið frá SAS ;og fullyrt, að samþykkt hennar ’ myndi ekki verða til þess að far gjöld Loftleiða yrðu jafnhá flug gjöldum SAS.. Var þá auðsætt, að með yfirlýsingunni var leil ■ ið tvæim skjöldum, og forðast ao koma að hinum eiginlega kjarna málsins: hækkun fargjalda á þessari flugleið. ! Komi engin andmæli fram gegn hinni nýju gjaldskrá af hálfu viðkomáhdi stjórnarvalda gengur hún í gildi 1. dag aprílr mánaðar. Loftleiðir spurðust því fyrir um það hjá flugmála- ráðherra, strax eftir að félag- inu barst hin nýja verðskra IATA, hvort lronum hefoi borizt nokkur beiðni frá Flug- félagi íslands um fargjalda- hækkun, en hann kvað þao ekki vera. Hins vegar kom ;i. ljós við eftirgrennslan, að bæna skrá um fargjaldahækkun la hjá verðlagsstjóra, og seint i febrúarmánuði sl. ritaði stjórn Flugfélags íslands flugmála- stjóra bréf, þár sem óskað var samþykkis á fargjaldahækkun- inni. i 2. þ. m. boðar flugmálaráð- herra svo forráðamenn Loft- leiða og Flugfélags íslands a sinn fund og er þar rætt um fargjaldamálin. Loftleiðir vilja. ekki hækka, en Flugfélagið tel- ur brýna nauðsyn bera til hækh: unar. Flugmálaráðherra bíður átekta, og er enn ekki vitað ao hann hafi mótmælt IATA saro- þykktunum. 16. þ. m. ritar stjórn Loftleiða bréf til flug- málaráðherra, þar sem hún mót- mælir hækkununum og býðst til þess að kaupa eða leigja milli (Frh. á 7. síðu.) Frímerhiaþáf tur Páskablómin ódýrust í Blómabúðinni Laugavegí 63, Vítatorgi og á horni Eiríksgötu og Barónsstígs.. Páskaliljur, túlipanar o. fl. Erúm búin að fá allskonar blómafræ, matjurtafræ, blómaáburð og blómsturpotta. Ath. Blóm verða aðeins seld á miðvikudaginn og Iaugardaginn á Vitatorgi og horni Eiríksgötu og Bsr- ónsstígs. Torgsalan. í FYRRI þáttum held ég að við höfum rætt að einhverju leyti um flest nauðsynleg hjálp- artæki hvers sainara, nema ef vera skyldi stækkunargler og hvar hann eigi að afla sér les- efnis gagnvart faginu. Stækkunargler. Það er hægt að fá margs konar stærðir og* gerðir af I stækkunarglerum, allt frá .venjulegum lesglerum, sem stækka tvöfalt upp í stór gler með innbyggðu rafljósi, sem stækka 12—16 sinnum. ( Fyrir byrjendur, sem ekki eru að safna alveg sérstaldega dýrum og verðmætum merkj- um, er nóg að hafa venjulegt lesgler, sem þeir geta séð í hvort takka vantar á frímerkið eða það hefur verið skemmt ! að. utanaðkomandi völdum. 1 Fyrir hina, sem eru farnir aö safna dýrari merkjum og að ekki sé talað um þá, sem safna litarafbrigðum og af- brigðilega prentuðum merkj- um, er nauðsynlegt að hafa | gler sem stækka um 16—20 sinnum, jafnvel enn meira. — Stækkunargler þessi fáið þið inna helzt hjá gleraugnaverzl- unum, en þó er til dæmis ein verzlun hér í bænum, sem er hvort tveggja í senn, gler- augna og frímerkjaverzlun, sem fer vel saman, en það er K. Bruun á Laugavegi 2. Tímarit um frímerki. Því miður eigum við ekki völ á neinu íslenzku tímariti um frímerki og einasta dag- .blaðið, sem nokkuð gerir fyrir 'frímerkjasafnara til að leysa þennan vanda, er Alþýðublað'- ið, með þessum þætti. Þó hefur t. d. Æskan stundum frí- merkjaþátt og þyrfti svo aö vera um öll hin barnablöðin. Það sem við getum gert, er að bíða þar til okkur vex fiskur um hrygg og við getum orðið lesið annað hvort dönsku eða ensku. Þá eru til prýðileg' tímarit á dönsku, eins og t. d. Frimærkesamleren, Nordisk Filmtelisk Tidskrift, Frimærke [FrónerkjÁ k lúbbut S Gt B ‘ M : -i Nyt og Populær Filateli. Eru þetta allt ágæt tímarit, og til mikils gagns fyrir hvern safn- ^ ara. Hið fyrstnefnda, Fri- ! mærkesamleren, er þó að mínu áliti bezt, enda er það tíma- rit, sem gefið er út af stórr.i I samsteypu frímerkjaklúbba jum gjörvalla Danmörku. Hin ,eru flest gefin út af frímerkja- ] verzlunum og meira í auglýs- ingaskyni sum en beinu fræðsluskyni. í Englandi er gefinn út urm- ull af tímaritmn um frímerki, Eitt af hinum betri er án vafa „The Stamp _,Iagaizne“ og þar að auki er oftast hægt að fa það í bókaverzlun Snæbjarna; Framhald á 7. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.