Tíminn - 28.03.1965, Page 7
SUNNTJDAGtiR 28 marz 19G5
TlMINN
7
Miðstjómar-
fundurinn
Miðstjórnarfundur Framsókn
arflokksins hófst hér í Reykja-
vík í fyrrad. Hann er vel sóttur
og voru langflestir miðstjórnar-
fulltrúar komnir til fundar í
gær. Framsóknarflokkurinn hef
ur nú skípulagt starfsemi sína
um allt land í samræmi við
hina nýju kjördæmaskipun.
Kjördæmissambönd eru nú
starfandi í öllum kjördæmum
og Framsóknarfélög inn-
an þeirra, bæði ungra og eldri,
starfa yfirleitt af miklum þrótti.
Kom það ljóst fram í skýrslu
ritara flokksins, Helga Bergs,
hve þróttmikið félagsstarf
Framsóknarflokksins hefur
verið síðustu árin, mikið um
fundarhöld, skemmtisamkomur
og sérstakar ráðstefnur um
einstök mál eða málaþætti. í
öllum kjördæmum landsins
gefa Framsóknarmenn út sér-
stök blöð, sem koma út nokk-
urn veginn reglulega, jafnvel
tvö blöð í sumum kjördæmum.
Aukið fylgi Framsóknarflokks-
ins, eins og það hefur komið
fram í síðustu kosningum, kem
ur einnig glöggt fram í þrótt-
meira félagsstarfi um allt
Iand.
Það hefur verið föst venja
á aðalfundum miðstjórnar
Framsóknarflokksins, að þar
hafa skipzt á jöfnum höndum
umræður um félagsmál Fram-
sóknarflokksins og þjóðmálin,
og hver aðalfundur hefur sent
frá sér ítarlegar ályktanir um
þjóðmál, markað stefnu flokks-
ins á líðandi stund í samræmi
við meginstefnu flokksþinga, og
tekið til meðferðar mál líðandi
stundar og lýst viðhorfi sínu
til ríkjandi stjórnarfars. Þessi
fundur mun vafalaust einnig
gera þetta og senda frá sér ítar-
legar ályktanir.
Áttabarningur
íhaldsins.
Sjaldan hefur það komið ber-
legar í Ijós en á undanförnum
vikum, hvílíkt munasafn íhalds-
fylking sú er, sem kallar sig
Sjálfstæðisflokk og fer með
stjórn landsins. Þar rekur eitt
sig á annars horn í sífellu, og
áttabarningurinn veldur því, að
menn vita sjaldan hvaðan á
menn stendur veðrið í afstöðu
til einstakra mála. Eitt mál hef-
ur síðustu daga sýnt þennan átta
barning í smáskrítnu ljósi. Það
er þrefið um það, hvort rétt
sé að gera Áburðarverksmiðj-
una að hreinu ríkisfyrirtæki
eða ekki. Samtök bændanna
hafa samþykkt að mæla með
því. Morgunblaðið reis þá upp
einn daginn og ávítaði bændur
fyrir þessa stefnu og sagði, að
miklu réttara væri að gera
hana að hreinu hlutafélagi. Dag
inn eftir lýsti Ingólfur Jónsson
því yfir á þingi sem stefnu
stjórnarinnar, að gera verk-
smiðjuna hreint ríkisfyrirtæki.
Ritstjórar Mbl. hafa þó síðan
haldið áfram að hamra á hinu
gagnstæða og lofa hlutafélags-
fnrmið sem hið rétta úrræði,
þar sem hreint einkagróðafram
tak er ekki einfært. Dynur sá
lofcöngnr sýknt og heilagt í
Mbl., og er svo að segja dag-
iFrá miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins. Eysteinn Jónsson, formaður flokksins, í ræðustóll. (Ljósm.: KJ.).
MENN OG MÁLEFN
lega bent á einhverja félags-
eða ríkisstofnun, sem heppilegt
væri að gera að hlutafélagi
Þessi stóraukna raddbeiting við
hlutafélagsboðskapinn er raun-
ar evangelíum nýrrar kynslóðar
í Sjálfstæðisflokknum og bend-
ir á tilhneigingu til ákveðinna
þáttaskila.
íhaldsstefna og
gróðahvggja.
Á árunum milli 1920—30
hafði íhaldsflokkurinn íslenzki
miklu hreinni stefnu en síðar
varð. Það var flokkur Jóns
Þorlákssonar. Þá voru einka-
framtak og hlutafélag nær einu
lykilorð stefnunnar í efnahags-
málum. Þessi stefna þótti ekki
ná nægum hljómgrunni með
þjóðinni. Þá kom flokkur þeirra,
sem nú um hríð hafa haft
forsjána. Þeir skutu hlutafélags-
hugsjóninni til hliðar að nokkru
en tóku að skjalla félagsframtak
almennings og jafnvel sam-
vinnufélög, taka þátt í bæjar-
útgerðum og leggja fingur á
sitthvað annað, sem illa sam-
ræmdist trúrri íhaldsstefnu.
Þar var ævintýraflokkurinn á
ferð, menn sem sögðu sem svo:
Það skiptir minnstu um stefn-
una, ef við tökum aðeins þátt
í stjórninni og tryggjum svo
sem auðið er hlut gróðamanna.
hvernig sem þjóðarskútan velt-
ur. Aðalatriðið er að stjórna og
tryggja sinn hlut, hvað sem
stefnu líður.
Pndurkastió
Þannig hefur íhaldsflokkur-
inn lifað og leikið sér í þrjá
áratugi stefnulaus hentistefnu-
samtök sérhagsmunamanna,
sem reyna að blekkja sem allra
flesta og aka seglum eft-
ir vindi. Þessir pólitísku fim-
leikar hafa verið iðkaðir af mik-
illi list, og árangur orðið all-
góður, flokkurinn stækkað og
getað tryggt sér valdastöðu,
sem hefur verið sterkust sið-
ustu sex árin. Stefnujgusir ævin
týramenn hafa ráðið si|l-
ingunni, og án áttavita nokk-
urrar fræðilegrar stefnu, aðeins
með næsta gróðaljós að vita.
Verðbólgan hefur verið vindur-
inn í seglum gróðamanna. Nú
er eins og hreinræktaðri íhalds-
hugsjónir taki allt í einu að
skjóta upp kolli. Yngri kynslóð,
sem ekki man hvað gamla
íhaldsflokknum var þungt fyrir
fæti, man allt í einu eftir boð-
orðum um fornar íhaldsdyggð-
ir, þar sem hlutafélagshugsjón-
in er ofarlega á blaði. Þeir
muna eftir boðorði um að berj-
ast hart gegn öllum ríkisrekstri
og samvinnufélögum, og hefja
gunnfána sinn á loft, þó með
hægð, meðan hentistefnuævin-
týramennirnir sitja enn við
stýri flokks og þjóðarskútu. en
afleiðingin verður aðeins sú, að
fólk sér blasa við stefnulausa
ringulreið, fum og togstreitu 1
þeim flokki, sem stjórnar land-
inu.
Listin að lafa.
Stefnuleysið, glundroðinn og
ævintýramennskan er aðalmark
þeirrar ríkisstjórnar, sem enn
situr. Hún kom til valda með
ákveðin stefnuloforð, svo sem
að halda niðri dýrtíðinni og af-
nema uppbætur og niðurgreiðsl
ur. Þetta voru tvö meginboðorð
efnahagsstefnu hennar. Hvern-
ig hafa þau verið efnd? Dýrtíð-
in og verðbólgan hafa vaxið
um 13% að meðaltali á ári í
tíð stjórnarinnar Gengið verið
fellt tvisvar, og nú á þessu ári
eru uppbætur og niðurgreiðsl-
ur margfaldar á við það sem
áður var En -í'-: ‘iórnin situr,
þó að siglingin liafi verið í
þveröfuga átt við yfirlýst stefnu
mið. Það skiptir heldur ekki
máli, því að markmiðið er ekki
ákveðin stefna, heldur að sitja
á stjórnarstólum, hvað sem á
gen.gur. — að lafa — og í
þéim list erú pólitískir fim-
leikamenn íhaldsins sleipir. Að-
alatriðið er að tryggja bröskur-
unum verðbólgugróða, næra þá
á meðan efnahagskerfi þjóðar-
innar blæðir út. Þeir fitna og
dafna — er það ekki næg þjóð-
málastefna? Skiptir nokkru
máli, hvernig þjóðarskútan velt
ur, eða á hvort borðið gefur
þar, ef gróðamennirnir standa
aðeins við réttan borðstokk?
Til þessa hafa menn verið svo
fákænir að halda, að stjórnir
í lýðræðislöndum ættu yfirleitt
þá sómatilfinningu að biðjast
lausnar, þegar þær koma ekki
fram yfirlýstri stefnu sinni,
þegar ætlunarverk þeirra mis-
tekst. Það hafa langflestar ís-
lenzkar ríkisstjórnir gert fram
að þessu. Annað samrýmist ekki
ákveðinni og ábyrgri stjórnar-
stefnu. En nú eru menn reynsl-|
unni ríkari. Við höfum kynnzt
stjórn, sem telur sér sæma að
sitja, hvernig sem farið hefur
um stjórnarstefnu, stjórn, sem á
það markmið eitt að lafa á
stólum sem flotholt ákveðinna
gróðahópa í þjóðfélaginu. brjóst
vörn tiltekinna sérhagsmuna,
sem vernda skal, hvernig sem
það er gert.
Tilræði við fram-
*'ðina.
Ríkisstjórn sú, sem enn lafir
á ráðherrastólum hér á landi
er því löngu orðin stefnulaust
rekald, táknrænasta dæmi, sem
enn hefur sézt á íslandi um
stefnulausan flokk, hugsjóna-
leysi gröðaspekúlanta og sið-
leysi braskverndarinnar, sem
fórnar hagsmunum þjóðarinn-
ar hiklaust og á ekki þá ábyrgð-
arkennd að telja sér skylt að
standa við yfirlýsta stefnu. Þeg
ar í algert öngþveiti er rekið,
er gripið til þess ráðs að brenna
innan úr skipinu til þess að
halda á sér stundarhita. Til
þess óyndisúrræðis hefur eng-
in ríkisstjórn íslenzka lýðveld-
isins gripið fyrr en nú. Það er
svívirðing uppgjafarinnar upp-
máluð í allri sinni eymd. En
samt er að lafa, því að athafna-
samir gróðamenn geta enn skar
að eld að sinni köku. Þegar
skógareldar verðbólgunnar,
sem brasksjónarmið stjómar-
innar hafa blásið að í sex ár,
brenna á hælum hennar, og allt
sem heyjazt hefur er upp brunn-
ið, er gripið til máttarviðanna
til þess að kasta á eldinn. Þá
eru höfð sömu ráð og helzt
þykja afsakanleg hjá sæmilegu
fólki í harðæri, ísárum, eld-
gosum eða stríðskreppu að
skera af því nauma fé, sem
Alþingi hefur ákveðið til upp-
byggingar framtíðarinnar. Þá
er skorið af hlut komandi kyn-
slóða og kastað á eyðingarbál
hinnar stefnulausu stjórnar.
Á altari stefnuleysis og
stefnusvika, er nú fórnað fé,
sem tekið er að láni hjá fram-
tíðinni. Þar birtist hróplegast
siðbrot ráðleysins, sem á sér
það eitt mark að lafa í stjórn.
Það er ekki nóg að margfalda
dýrtíðina þvert ofan í loforð
um að stöðva hana, stórauka
uppbóta- og niðurgreiðslukerfi
í stað loforðs um að afnema
það og sitja samt. Skömmin er
kórónuð með því að svíkjast
undan skyldunum við framtíð-
ina. Svo algert hefur stefnu-
leysi engrar íslenzkrar ríkis-
stjórnar orðið nema þeirrar,
sem enn situr á stólunum í
Arnarhvoli.
„Athafnafrelsið
og framtíðin”
Við athugun þess, sem hér að
framan hefur-verið rakið, hljóta
menn að nema staðar yið for-
ystugrein Mbl. i gær, en hún
heitir þessu fallega nafni, „At-
hafnafrelsið og framtíðin“ og
verður eins og kaldhæðnisglott
yfir þeirri ömurlegu mynd, sem
við þjóðinni blasir. Grein Mbl.
hefst á þessum orðum: „Eng-
um vitibornum íslendingi kem-
ur til hugar að afneita þeirri
sögulegu staðrevnd, að stjórn-
arfarslegt frelsi þjóðar þeirra
opnaði leiðina til framfara og
uppbyggingar í landinu." Þetta
er hverju orði sannara, og mik-
il eru afrek þjóðarinnar með-
an að völdum sátu ríkisstjórnir,
sem virtu félagsframtak almenn
ings og þjóðarframtak samhliða
heilbrigðu einkaframtaki. En
hvert er það , athafnafrelsi"
sem þessi stjórn dýrkar og el-
ur? Það er frelsi stórgróða-
mannanna og braskara fyrst og
fremst. Og þegar hagsmunir
þeirra rekast á við þörf þjóðar-
framtaksins, þá er hugsað um
framtíðina með því að skera
niður uppbyggingu hennar. Svo
er skrifuð fjálgleg grein um at-
hafnafrelsið og framtíðina.
Vera má, að hentistefnuskeið
Sjálfstæðisflokksins síðustu
þrjá áratugi sé nú á enda runn
ið í ógöngum og klungri stefnu
Framhald á 14 sihi