Tíminn - 28.03.1965, Page 8

Tíminn - 28.03.1965, Page 8
a TÍMINN StJNNUDAGUR 28. man 1965 ★ Þeim fækkar nú óðum ,sem alizt hafa upp, lifað og starf- að, eða verið burðarásar á hin um stóru og mannmörgu heim- ilum, sem báru mestan reisn- arbrag í íslenzkum sveitum á genginni tíð. Sigurður Jónsson á Stafafeili í Lóni, sem varð áttræður fyrir nokkrum dög- um, er þó óumdeilanlega i þeim hópi. Ég bað hann um afmælisviðtal, en hann sagði: — Ég skal spjalla við þig, en vil helzt ekki liafa það afmæl- isviðtal. Eigum við ekki að fresta birtingu þess fram yfir afmælið? Og þetta varð svo að vera. Og hér kemur spjallið. — Ég er fæddur í Bjarna- nesi, 22. marz 1885, sagði Sig- urður, þegar ég spurði hann, hvort hann væri fæddur á Stafafelli. — Ég var einkason- ur foreldra minna, Margrétar Sigurðardóttur frá HaUorms- stað, og séra Jóns Jónssonar prests og prófasts í Bjamanesi Sér yfir Stafafellsbæ, tún og siðan Lónssveitina til suSvesturs, allt til Brunnhorns og Vestrahorns, en Jökulsá fellur á eyrum á miSri mynd. Búskapur og ræktun áttu hug minn allan frá æsku og Stafafell í 42 ár. Ættir þeirra beggja voru hínar merk ustu, og liggja greinar og ræt- ur þeirra víða um land. Þess vegna átti ég nákomna frænd- ur svo að segja á hverju lands- homi. En þó að ég væri einbirni, átti ég mér samt æskubróður, fósturbróður, sem reyndist mér afar vel. Þegar ég var 5 ára tóku foreldrar mínir í fóstur dreng á svipuðu reki, Þorstein Stefánsson prests á Hjaltastað, Péturssonar. Faðir hans og fað- ir minn höfðu verið skólabræð- ur og góðir vinir, og hann var einnig frændi móður minnar. Þorsteinn lifir enn, var lengi hreppstjóri Breiðdæla, traust- ur ágætismaður. ViíJ urðum samrýndir, lékum okkur að hornum og skeljum og vorum stórbændur í þeim búskap. — Hvenær fluttist þú i Stafafell? — Það var árið 1891, þá var ég sex ára. Ég fermdist vorið 1899, og það sumar dó móðir mín. Faðir minn sat þá á Alþingi. Hann fékk fregnina um lát hennar með bréfi i pósti eins fljótt og unnt var, en svo var örðugt til ferða austur þá, að hann gat ekki komið heim að jarðarför hennar. Svo vildi til, að þá var í heimsókn hjá okkur séra Jón Bjarnason í Winnipeg, en hann var sonur fyrrverandi LeiBrétting. Það var ekki rétt, sem sagt var í frétf af afmælishófi því, sem Sigurði á Stafafelli var haldið að Hótel Sögu á dögun- um að Búnaðarfélag íslands hefði staðið fyrir hófinu. Það voru vinir og kunningjar Sig- urðar j bæ og byggð, sem til þecs efnu. prests vá Stafaíúili,, I^nn jarö-.. ‘ söng móður mífla. æn. puk þess töluðu þéir yíir moldum ‘hé'nn- ar séra Ólafur Magnússon og Jón Finnsson á Hofi. Móðir mín talaði margt við mig í uppvextinum, en þrennt varð mér siðar á ævi minnis stæðast af því, sem hún lagði mér á hjarta. Hún bað mig þess fyrst og siðast, að ég reyndi eftir megni að láta gott af mér leiða í lífsstarfi, og hún óskaði þess öðru fremur, að ég ræktaði jörðina. Þriðja ósk hennar var sú, að ég reyndi að tileinka mér ást og smekk föður míns á ís- lenzku máli. Þessum boðorð- um móður minnar hefur mig alltaf langað til að fylgja, og ég vona, að þau hafi mótað líf mitt að nokkru. Faðir minn var ekki mjög bú- hneigður maður, en hann var bókamaður, víðlesinn og hneigður til fræða. Hann vand aði mál sitt í ræðu og riti og bar mikla ást og virðingu fyrir móðurmálinu. — En var þér ekki fyrir- hugað að ganga menntaveg? — Það stóð til boða. Faðir minn var ekki auðugur maður, en hann var talinn vel bjarg- álna. Eftir ferminguna ræddi hann jressi mál við mig og bauð mér að kosta mig í skóla. „endum föðurbró.íjur míns, og .. or sú.grein enn.á Melum, .. , — En þú þáðir ekki láng- •skólaboðið? — Nei, ég vildi ekki fara í embættismannanám. Ég hafði þá þegar staðráðið að verða bóndi og hafði mikinn áhuga á sauðfjárrækt. Og ég vildi setja markið hátt og verða stórbóndi. Ég hafði einkum tvær fyrirmyndir í þeim efn- um — tvo bændur í Lóni, sem áttu flestan fénað og einnig flestar jarðirnar í sveitinni — eða þær, sem kirkjan átti ekki. Þessir bændur voru Eiríkur Jónsson í Hlíð, sonur hins mikla kappa Jóns Markússon- ar í Eskifelli, en Eskifell var eitt af þremur býlum, sem byggt var í landi Stafafells áður fyrr. Eiríkur keypti síðar Papey, sem þá var lang- dýrasta jörð á Austurlandi. Verðið var 11 þúsund krónur, en þá var ærin loðin og lembd á vordegi metin á 10 krónur. Var kaupverðið því 1100 ær- verð, en Eiríkur þurfti þó ekki að selja neitt af þeim jörðum. sem hann átti fyrir, til þess að greiða kaupverð Papeyjar af höndum. Gísli, sem síðar var lengi bóndi í Papey, og er fað ir núverandi bónda þar, keypti jörðina af Eiríki. Mér hefur síðar orðið Papey tákn SEGIR SIGURÐUR JÓNSSON BÓNDI í STAFAFELLI ef ég vildi ganga menntaveg t.d. yerða prestur, eins og þeir móðurfrændur mínir eða sýslumaður eins og langafi minn á Melum í Hrútafirði. Faðir minn var sjöundi Jón inn i þeim karllegg', en ég rauf þá keðju, er ég var látinn heita Sigurður. Hins vegar hélzt Jóna-keðjan á eftirkom- ræn mynd um búskaparþróun hér á landi. Þessi kosta- og hlunnindajörð, sem metin var bezt jarða áður, er nú talin lítt hæf til búskapar vegna legu sinnar. Hinn stórbóndinn. sem 6g leit til, var Sveinn Bjarnason bóndi í Volaseli, prestssonur frá Stafafelli bróður séra Jöns i Winnipeg. Kona hans var dóttur Ólaís Gíslasonar Hann hafði efnazt á sauðfé sern þurfti lítið til sín, og einn ig a fiski- og hákarlaveiðum sem hann sótti fyrr á árum af kappi \ hamssvum mínmn s: ég þessa Lvo mektarbændui sitja sinn vi'ð hvort altarishorn ið i Stafafellskirkjú7Yén'-'hénni • var þá skipt í tvennt með kór- þili. Karlmenn sátu í kórnum en konur í framkirkju. Augna- skot né áþreifing ungra stúlkna og pilta drógu þá ekki athyglina frá ræðu prests ins. — Hélzt þessi skipan lengi í Stafafellskirkju? — Töluvert lengi. Það mun hafa verið séra Ólafur Steffen- sen, sem lét breyta þessu eftir 1920 — og hleypti saman. — En þú forsmáðir þó ekki skólagöngu að öllu leyti? — Nei, ég fór í Flensborg- arskóla, var þar árin 1901—03. Þá var Jón Þórarinsson skóla- stjóri þar. Einnig fór ég á skóg ræktarnámskeið í Gróðrarstöð- inni í Reykjavík hjá Einari Helgasyni. Þetta varð mér að góðu liði. — Hvenær tókstu svo við bú stjórn heima í Stafafelli? — Það var vorið 1905 gerð- ist þá ráðsmaður og verk- stjóri. Þá var ég tvítugur. Ég var mjög seinþroska líkamlega grannur og smár fram eftir árum og var að taka út þrosk- ann alveg fram yfir tvítugt. Heilsan var heldur ekki sem bezt á unglingsárunum og jafn yel nokkuð fram eftir aldri. Ég var óhraustur í maga og leitaði til Jónasar Kristjánssonar, sem þá sat Brekku í Fljótsdal, og hans læknisráð dugðu mér vel. Mér finnst jafnan, að ég eigi honum mjög að þakka góða heilsu síðar á ævi. — Kvæntist faðir þinn ekki aftur? — Jú, hann kvæntist Guð- laugu Vigfúsdóttur frá Arn- heiðarstöðum, systur Guttorms í Geitagerði. Hún var sérstak- lega mikil búkona og góð hús- móðir og gekk mér í móður stað. Faðir minn lifði til 1920. — Ilvernig var heimilishald og búskapur á Stafafelli á fyrstu áratugum aldarinnar? — Heimilið var mjög mann- margt, heimilisfólk oftast um 20 manns. Þar voru 4—5 vinnu menn og ekki færri vinnukon- ur. Auk þess voru þar oftast ungmenni nokkur, sem fóstruð ust upp á heimilinu. Heimilis- líf var því fjörmikið og fjöl- breytt. Stafafell er mikil jörð, sem kunnugt er, einkum mikil og góð útigangsjörð og hlunn- indi allmikil. Æðarvarp er í eyjunni Vigur fyrir landi, og fengust um 50 kg. af æðardún á vori. þegar mest var. og sel- veiði var einnig nokkur, eða 50—60 landselskópar að vori og álíka margir útselskópar að hausti. Til þess að nytja varp ið og stunda selveiðina þurfti heimilið að eiga góðan bát, og honum var haldið til fiskveiða á vetrarvertíð frá Papós. Þá sjósókn stunduðu tveir vinnu- menn jafnan, en báturinn ann- ars mannaður mönnum utan heimilis. Ef sæmilega fiskaðist fengust í hlut þessara tveggja vinnumanna og bátsins um tvö þúsund fiskar, og var það aUt stórþorskur, sem fluttur var heim og hertur eða saltaður. Var að þessu góöur búforði. Þetta voru fjórir hlutir, því að báturinn fékk tvo hluti. Allt var hirt af fiskinum — einnig sundmagar og kinnar. — En hver var búfjareign lieimilisins? — Eins og ég sagði áðan var sauðland rnjög gott í Stafa- felli, afréttur góður og stór i Eskifells- og Stafafellsfjöll- tim. en erfitt land til smala- nennsku f dölum og hlíðum þarna inni undir jöklum er víða gróskumikið land. jafnvel svo undrun sætir. Þar er t d Víði

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.