Tíminn - 28.03.1965, Blaðsíða 9
9
SUNNUDAGÍ IÍ 2S. marz 1965
TÍMINN
eitthvað heyrt minnzt á Sig-
urðarfit á Stafafelli, hvað er,
hað?
— Það er Snáblettur, sem
ég eigna mér, segir Sigurðuf
og brosir við. Þegar ég hætti
búskap 1955 langaði mig að |
dunda við ræktun svolítið leng
ur. Eins og ég sagði áðan |
hafði faðir minn verið tölu
verður bókamaður. og tii vai
gamalt bókasafn eftir hann
Ég vildi gjarnan láta það koma
að gagni við ræktun jarðaj- og
seldi það. Síðan varði ég and
virði þess til landnáms á aur
um Jökulsár. Ég girti þarna
eina sex hektara og það land
er nú ræktað og hefur verið
bætt við fjórum hekturum
Það sker sig vel úr gráum aur
— Þú hefur einnig unnið að
samvinnumálum, er það ekki?
— Jú, mér voru úrræði sam
vinnunpar hugstæð og taldi
starfsefni kaupféiaganna öðru
fremun til þess fallna að styðja
, að frtmförum og viðgangi
1 svei'tariia. Ég tók þvi af heil
um húg þátt í stofnun Kaup
félags ^ A-Skaftfellinga 1920
og hef>..setið í stjórn þess sið-
an og ,tók við formennsku eft-
ir Þorléif í Hólum
Já, ég hef verið kosinn ti)
margrá opinberra starfa, en
þegar ég nálgaðist sjötugt var
mér rnjög í mun að losna við
þau flest. Ég tel. að menn
eigi ekki að halda áfram í slík-
um störfum iangt fram í eli
ina
Húsfreyjur á Stafafelli í hemilllslundinum, frú Ragnhildur Guð-
mundsdóttrl kona Sigurðar og dóttir þelrra, frú Nanna Slgurðar-
dóttir, sem nú býr þar.
dalur í fjallakreppu undir jök-
ulfaldi, búinn þroskamiklum
gróðri. Þar stóð um skeið ein
afskekktasta og sérstæðasta
byggð á íslandi. en það er
önnur saga. Sauðfé þurfti því
að jafnaði litla heygjöf í Stafa-
felli. Haustið 1910 var búfé,
sem sett var á í Stafafelli tii
dæmis 700 kindur, 8 nautgrip-
ir og 12 hross. Af kindahjörð-
inni voru um 250 sauðir, sem
gengu sjálfala flesta vetur.
Nokkuð af sauðfénu átti
vinnufólkið. Ilver vinnumaður
mátti hafa á fóðrum á kaupi
sínu allt að '50 fjár og konur
10—20. Hefði fólk minna fékk
það hærra kaup í peningum.
Flestir vildu þó nota sér það
að hafa sem flest sauðfé á
kaupi sínu, því að það var
arðvænlegra, og þannig reyndu
menn líka að koma sér upp
bústofni til þess að byrja með
á eigin spýtur. En af þessu
leiddi, að segja mátti að rekinn
væri nokkurs konar sameignar-
búskapur í Stafafelii, og mun
svo hafa verið æði víða á stór-
jörðum.
Heyskapur var að megin-
hluta gott úthey af flæðiengi
en hálfrar annarrar klst. ferð
frá bæ.
Veturinn 1910—11 varð ann
ars einn hinn allra harðasti,
sem komið hefur á Suðaustur-
landi á þessari öld. Þá féllu
jafnvel rjúpurnar, og voru
þær tíndar upp af fönninni.
Orsök þess var sú, að þegar
rjúpan náði aðeins í birkikvisti
og kurl en ekki í lyng og ber,
drápust þær og lágu dauðar
með fullan sarpinn af kvista-
rusli.
Algert hagleysi gerði þenn
an vetur og hélzt það lengi.
AHt fjárhey var búið í góulok,
en um það leyti komu fyrstu
hagar upp. Var fénu síðan
fleytt á þeim og rúgmjöli og
maís, sem fékkst í verzlunum
á Hornafirði, og felli afstýrt.
— En hvernig var um fjár
eign þína á þessum árum, Sig-
urður?
— Meðan ég var enn aðeins
ráðsmaður á búinu hafði ég á
fóðrum svipaðan fjölda fjár og
hver vinnumanna. En ég
reyndi að eignast fleira fé og
byggði þeim ær, sem vildu auka
bústofn sinn, og stóð fé mitt
þannig töluvert víða fótum.
Þegar ég tók við búinu 1917
átti ég því um 300 fjár, margt
í leigustöðum beggja megin
Lónsheiðar.
— Varð inargt vinnufólk
sjálfstætt búandfólk síðar?
— Já, mjög margt. Algeng
ast var, að vistinni lyki með
giftingu, og var þá venja að
hafa brúðkaupsveizluna heima
á Stafafelli, og urðu það vista-
skilin. Hélzt það einnig fram
eftir minum búskap. Sá ég þá
oftast um púnsið eða hressing-
una. Margt af þessu fólki, sem
stofnaði sjálfstæðan búskap á
öðrum og þriðja tugi aldarinn-
ar, er enn á lífi, þó víðast
aðeins annar aðilinn. Sumt af
þessu fólki, sem frá okkur fór.
varð að leita í aðrar sveitir
vegna skorts á jarðnæði, en
þá var leiðin ekki farin að
liggja til kaupstaðanna.
— Og svo kvæntist þú sjálf-
ur. Hvernig bar það að?
— Ég gifti mig 1917, en of-
urlítill forleikur varð þó að
giftingunni árið áður. Ég hef
ætíð verið mikill ferðamaður
og byrjaði á ferðalögum um
landið ungur að árum. Til þess
lágu eðlilegar ástæður. Eins og
ég sagði áðan voru ættmenn
mínir dreifðir víða um land,
og átti ég því langvegu að
i'ara til þess aö heimsækja þa
og vandist snemma ferðum.
Vorið 1916 ákvað ég ásamt
tveimur vinum mínum að fara
hringferð um landið — auð-
vitað á hestum. Héldum við
vestur um og heimsótti ég
frændfólk mitt og fleiri góða
menn víða á þeirri leið. Þeg-
ar í Borgarfjörð kom, lá leið-
in m.a. að Lundum, þar sem
frændfóik mitt bjó. Meðan þar
var dvalizt gerðum við Ragn-
hildur Guðmundsdóttir frænd
kona mín, systir Geirs á Lund-
um og þeirra systkina. kunna
irúlofun okkar og settum upp
hringana. Vorum við kunnug
áður, því að hún hafði verið
kennari austur í Lóni. Ekki
kom hún þó austur íyrr en
vorið eftir, og þá giftumst við
og ég tók við búinu af föður
mínum.
— Þú hefur lengi haft mik-
in'n áhuga á skógrækt?
— Já, hann lifnaði nokkuð
snemma. í Stafafellslandi er
mikill skógur, og móðir mín
var frá Hallormsstað. Þetta
stuðlaði snemma að því, að ég
hugsaði um skóg, nytsemd
hans og prýði, og hefur vafa-
laust átt sinn þátt í því, að ég
fór á skógræktarnámskeiðið.
Við byrjuðum að setja niður
reyniviðarplöntur frá Hall-
ormsstað 1912 og héldum því
áfram fram um 1930. Við plönt
uðum skóginum í gamla kál-
og kartöflugarða við bæinn,
Áður, eða um aldamótin, hafði
faðir minn fengið nokkrar
skozkar reyniviðarhríslur hing
að til lands, allstórar eða
rúman metra á hæð, og
plantað þeim við bæinn, en
þær dóu allar nema ein. Það
var sú minnsta og hafði verið
flutt í garð og plantað undir
kletti, þar sem skjól var, gott.
Var þetta kartöflugarður okk-
ar fóstbræðra og heitir
Drengjagarður. Toppur henn-
ar brotnaði að vísu síðar í
skaraveðri, og því óx hún mjög
mikið til hliða, varð limmik-
il mjög og gróskurík en ekki
mjög há. Þetta reynitré stend
ur enn í miklum blóma og er
eitt hið stærsta þeirra rúmlega
100 trjáa, sem nú breiða lim
sitt yfir Stafafellsbæ. Okkur
þykir stundum nú orðið, að
þessi reyniskógur sé nokkuð
skuggamikill, en hann er skjól
sæll og fagur.
Á seinni árum komu barr-
trén til sögunnar, en ég hef
ekki fengizt við þá trjárækt.
Þau eru nytjaskógar, en varla
til prýði heima við bæi, að
minnsta kosti ekki, þegar þau
fara að stækka og eldast.
— Eitthvað hefurðu fengizt
við túnræktina líka?
— Já, mér fannst þurfa að
taka þar höndum til. Stafafells
túnið var áður mjög þýft, eins
og víðast þar um sveitir. Á
öðrum áratug, aldarinnar hófst
sléttun þess svo að um mun-
aði. Þar var gamla aðferðin,
sem beitt var, verkfærið und-
irristuspaði, grassvörðurinn
ristur ofan af í þökum, sléttað
úr þúfunum með spöðum og
skóflum, borinn vel í húsdýra-
áburður og gerðar þaksléttur.
Með þaksléttuaðferðinni hafði
verið lokið við að slétta gamla
túnið um 1930. Þá hófst út-
færslan og var þá beitt stór-
virkari tækjum. sem komin
voru til sögu. Smám saman
breyttist heyskapurinn, færð-
ist af langsóttu flæðiengi á vél-
tækt heimatún. Sumt af þess-
um túnum hefur þó verið rækt
að á aurum Jökulsár eftir að
hlaðið var fyrir hana.
— Mig minnir. að ég hafi
unum og er eins og vin í auðn-
inni. Mér er þessi blettur mjög
kær, segir Sigurður, og mér
hefur verið hann til unaðar í
ellinni.
— í einhverju liefurðu snú-
izt fleiru en búskapnum, þó
að hugurinn hafi ef til vill
oftast verið við hann? Þú sazt
lengi á Búnaðarþingi og sinnt-
ir félagsstörfum í héraði, var
það ekki?
— É'g hef alltaf verið félags-
iyndur og mannblendinn og
jafnan viljað styðja góðan fé-
lagsskap, og einhvern veginn
hefur farið svo. að ég varð
formaður í flestum félögum,
sem ég kom nærri. En við
skulum ekki vera að tíunda
það, þetta hefur líklega aðeins
stafað af því, að ég var aldrei
mjög feiminn. Já, ég sat á
Búnaðarþingi, og hafði alltaf
og hef enn mikinn áhuga á
framfaramálum landbúnaðar.
Af þeim félögum, sem ég hef
starfað í heima, finnst mér ef
til vill mest til koma Menn-
ingarfélags Austur-Skaftfell-
inga Það var stofnað 1926, og
ég var formaður þess í 25 ár.
Þetta var vakningar- og
skemmtifélag og hélt oftast
fundi árlega. Þessir fundir
stóðu tvo eða þrjá daga og
voru haldnir til skiptis í sveit-
um sýslunnar. Þar voru fram-
faramál héraðsins og landsmál
rædd á daginn, en dansað og
sungið á kvöldin, en formaður-
inn hafði hvorki lag né kunni
sporið. Umræðurnar voru góð
ar og gagnlegar. Við höfðum
það mjög í huga að virða skoð
anir annarra, þó að menn
væru ekki sammála. og hefja
umræður yfir sveitarríg og
flokkadrætti. Þetta tókst oft-
ast allvel, þó að umræður
gætu orðið snarpar.
— Og börn þín halda tryggð
við sveitabúskapinn?
— Já, það hefur verið ein
gleði mín í ellinni, að bömin
hafa hneigzt að honum. Sonur
minn er bóndi vestur i Dölum
og dóttir mín og tengdasonur
búa nú á Stafafelli. Annar son-
ur minn, sem lézt fyrir nokkr-
um árum, starfaði á vegum
samvinnufélaganna.
Konan mín hefur verið mjög
dugleg bæði við búskapinn og
áhugasöm um framfarir og fé-
lagsmál, og starf hennar í þeim
efnum er ómetanlegt.
— Hefurðu ekki haldið dag-
bók eins og margir aldamóta-
manna?
— Jú, ég hef haldið dagbók
í full sextíu ár. Þar er greint
frá veðurfari og helztu bú-
störfum hvem dag, svo og frá
gestakomum og heilsufari,
nokkuð frá atburðum í sveit-
inni, svo sem mannslátum og
brúðkaupum, en það var þó
ekki fyrr en á seinni ámm,
að ég fór að skrifa í dagbók
ina um atburði og almenn
mál. Ég vona þó, að dagbókin
geti orðið einhverjum að gagfti
og gamni þegar ár og aldir
líða fram, og ég hef í hyggju
að biðja Þjóðskjalasafnið að
geyma hana.
— Þú ert prestsonur, Sigurð
ur, og licfur varla komizt hjá
því að hugsa nokkuð um trú-
mál?
— Ég hef auðvitað hugsað
margt um þau eins og aðrir.
og um það verð ég að segja.
að ég hef ætíð verið efasemd-
armaður, en ég tel þó siða-
lærdóm kristinnar trúar beztu
kenningu. sem mannkynið á
vöJ á sér til stuðnings, en
óvissan um það, hvað við tek-
ur, er þessu lífi lýkur, hefur
eflt hjá mér þá skoðun að
ue„n ættu aö reyna að haga
lífi sínu svo, að menn öðluð-
ust helzt ofurlítið brot af
himnaríki hér á jörðu.
Ég hef kynnzt mörgu fólki
um dagana, og eiginlega ekki
hitt fyrir annað en gott fólk,
og ég tel þess vegna unnt að
færa himnaríkið nær jörðinni.
En þrátt fyrir þetta verð ég
að telja, að sú kenning eigi
við rök að styðjast, að mað-
urinn sé að upplagi grimmasta
dýr jarðarinnar.
Mér hefur virzt misklið g
mannanna, jafnt ósamlyndi
einstaklinga sem stríð á jörðu I
ekki stafa fyrst og fremst af H
mismun á skoðunum eða lífs-
viðhoi-fum, heldur hinu, að
menn skortir þolgæði og vilja
til þess að virða og þola skoð-
anir annarra, þó að menn séu
þeim ekki sammála. Þetta tel
ég hafa úrslitaþýðingu i sam-
búð mannanna. Og nái menn
árangri í því efni. er mikið
unnið.
— Og hvað viltu svo segja
um framtíðarhorfur landbún-
aðarins?
— Ég tel framtíð þjóðarinn
ar byggjast mjög á viðgangi
landbúnaðarins, og þar verð-
um við að setja markið hátt
og ekki sætta okkur við minna
en að fsland allt — það sem
byggilegt er — haldist í byggð
Það er mikilvægasta verkefni
þessara ára að láta ekki und-
an síga í því efni, halda við
byggðinni og jafnvægi hennar.
Þjóðinni fjölgar svo ört, við
þurfum alls íslands með áður
en varir, þurfum að búa og
búa vel á hveíri jörð, sem hæf
er til nútímabúskapar, þótt
borgirnar vaxi. Þetta er at-
vinnuvegurinn, sem haldið hef
ur þjóðinni við á löngum og
hörðum öldum. Hún á enn hald
sitt og traust í honum.
— En unga fólkið — hver
er hugur þinn til þess — að
lokum, Sigurður?
— Hugur minn , hefur ætíð
verið með unga fólkinu og er
enn. Ég sé, að það er enn
myndarlegt, fallegt og mann
dómsrí'kt, og þó ég vildi óska
þess, að fleira ungt fólk vildi
búa í sveit og rækta jörð en
nú virðist við blasa, þá likar
mér vel við unga fólkið og
tek undir það, sem Jón Ólafs-
son, hið austfirzka skáld seg-
ir í vísu sinni. og ég er viss
um, að það á við enn:
Guði sé lof, þeim gömlu
máttur þverrar
Guði sé lof, þeir ungu eru
tímans herrar.
Ég efast ekki um það, að
þeir ungu eru enn tímans
herrar og vita, hvað þeirra
tíma hæfir bezt, segir Sigurð-
ur á Stafafelli að lokum. Þar
birtist enn aðall víðsýns hug-
sjónamanns, sem var rótfastur
í jörð gamalla og gifturíkra
þjóðhátta, en átti vaxtarmagn
til þess að hlýða kalli nýrrar
aldar framfara og félagsanda
í ríkum mæli og lítur nú yfir
langan, farinn veg, þar sem
þetta tvennt tengist. Það eru
því miður ekki allir, sem eiga
manndóm til slíkra þáttaskila
og hamskipta, muna tímana
tvenna og kunna jafnvel að
meta báða —: hinn nýja op
hinn gamla.
Svo rís Sigurður á fætur eft-
ir samtalið, hress bragði
kvikur á t'æti, sjónskar.pur enn
og reifur vel, þótt áttræður sé
orðinn.
A.K.
J