Tíminn - 28.03.1965, Qupperneq 11

Tíminn - 28.03.1965, Qupperneq 11
SUNNUDAGUR 28. marz 1965 TBMINN n 28 höndum og varpað í fangelsið. Þessir menn voru allir taldir hafa verið meðsekir flóttamönnunum. Næsta morgun kallaði Gortmas á alla flokksforingjana og sagði, að skera ætti hár allra fanganna. Þetta var mikið áfall fyrir okkur, því tilhugsunin um að verða að líta út eins og glæpamenn var óþolandi. Svo kom Yoshida til okk- ar með Mori, einn af undirforingjunum, og sagði að hafizt skyldi handa strax. Við þrefuðum við hann nokkra stund, og ofurstinn, sem sagði, að eina leiðin til þess að láta skip- unina verða að engu, væri að gera hana hlægilega, sýndi okkur, hvernig hann fór að því. Hann byrjaði að hlægja og láta eins og fífl fyrir framan Nippana, og klippti toppa úr hárinu, einn hér og annan þar. Svo fékk hann hollenzka túlkinn til þess að klippa allt hárið af sér, og hélt á með- an áfram skrípaleiknum, en að því er ég gat bezt séð, höfðu aðfarir hans ekki hin allra minnstu áhrif á Nippana, hvorki á einn eða annan hátt. Ég var alveg á móti því, hvernig ofurstinn snerist í þessu máli. Augljóslega lágu tvær ástæður til grundvallar þessari skipun. í fyrsta lagi var hér um að ræða öryggisráðstöfun, sem koma átti í veg fyrir frekari flóttatilraunir. Það er ekki hægt að láta sér vaxa hár á einni nóttu. í öðru lagi var þetta afsökun til þess að láta okkur nú líkjast þeim sjálfum sem allra mest með því að við yrðum látnir fylgja herreglum þeirra, þar sem við vorum hluti af herjum þeirra, eins og þeir höfðu sjálfir kallað það. Þar sem þeir voru ekkert sérstaklega ákafir 1 klippingar þennan dag, gerði ég engar ráðstafanir, þrátt fyrir það, að sumir Hollendinganna byrjuðu. Það fór í taugarnar á mér, því það dró úr möguleikum okkar til þess að standa gegn þeim. Þegar ég sagði mönnum mínum frá hárskurðinum, urðu þeir mjög reiðir, og ég var beðinn um að gera allt, sem ég gæti til þess að koma í veg fyrir að Nipparnir lítil- lækkuðu okkur meira en orðið var. Næstu daga komu Japanirnir saman á nokkrum ráðstefn- um í varðskýlinu, og þar voru hinir ákærðu yfirheyrðir í þeim tilgangi, að fá upp úr þeim ráðagerðir þeirra og hverjir hefðu hjálpað þeim utan fangabúðanna. Þar kom fram, að þeir höfðu farið út um miðnætti og klifrað yfir girðing- una, og komizt inn í þorp hinna innfæddu, sem lá þama við hliðina. Þeir höfðu skilið þannig við moskítonetin sín, að helzt leit út fyrir, að þeir lægju undir þeim. Þeir höfðu gengið um 15 kílómetra þá um nóttina, og komizt að á, þar sem bátur beið þeirra, en hjálparmaður utan búðanna hafði komið því i l:ring. Þeir höfðu gert glapparskot, þegar þeir földu sig ekki eftir að birta tók, svo þorpsbúar sæu þá ekki, en þeir höfðu haldið þá vera trúa og að þeir myndu ekki segja til þeirra, sem þeir þó gerðu. Þegar þeir voru að hlaða bátinn matvælum síðdegis þenn- an dag, birtist þeim allt i einu algjörlega að óvörum hópur Nippa. Því miður var einn fióttamannanna með byssu á sér — óbeillavænlegan blut að hafa á sér á flótta, og ótrú- lega heimskulega.n í þessu tilfelli, þar sern hann bafði hvort sem var engin skotfæri. Á meðan yfirheyrsJurnar stóðu sem hæst, hélt hárvanda- málið áfram að verða erfiðara og erfiðara viðureignar. Ég spurði Mori, yfirmann va’-ðanna, hvort við yrðum að láta klippa okkur. Ég sagði honum, að hvítir menn myndu ekki geta þolað sólarhitann í hitabeltinu, hárlausir, sér í lagi ekki, þar sem við hefðum enga hatta. Ég sagði, að við myndum fá sólsting. Ég trúði þessu vissulega sjálfur þá, en síðar kom í ljós, að þetta var eintóm vitleysa. Hann sagðist halda, að við ættum að klippa okkur, en í rauninni stæði honum hjartanlega á sama, hvort við gerðum það eða ekki. Yoshida var aftur á móti staðráðinn í að láta okkur hlýðn- ast skipuninni. Svo átti ég eftir að gera stærstu skyssu, að því er ég tel sem yfirmaður Eretanna. Ég ákvað að halda fast við afstöðuna, sem samlandar mínir höfðu íekið til málsins, og reyna að koma í veg fyrir, að skipuninni vrði hlýtt. Þetta voru hörmuleg mistök, ekki hvað sízt vegna þess, að við áttum lengi eftir að líða fyrir þau. Ég fór til ofurstans og bað hann um að tala við Nippana út af þessu aftur. Ég talaði einnig við hollenzka túlkinn. Báðir sögðu þeir, að þetta væri óheppilegur tími, vegna þess, að Nipparnir væru ekki í góðu skapi út af flóttanum. - Næsta dag reyndi ég aftur, og í það sinn sagði ofurstinn að þeir ættu í vandræðum með Nippana vegna hegningar- innar, sem flóttamennirnir skyldu hljóta. Hann sagðist vera að berjast fyrir lífi þeirra. Þetta var í fyrsta skipti, sem mér var sagt frá því, að þil greina að þeir. yrðu teknir af lífi. og af þeini sökum nefndi ég klippinguna ekki • aftur, því á þessari stundu var hún vissulega lítilfjörlegra mál. en dauðadómurinn. Ekki var kveðið upp úr með dauðadóminn næstu daga. Án efa biðu yfirmennimir eftir staðfestingu dómsins hjá þeim æðri mönnum. Flóttinn átti sér stað 7. september, en hárvandamálið komst í algleyming 11. eða 12. september. Yoshida kom æðandi að bragganum okkar um eittleytið herbergis míns. Ég kastaði mér á rúmið. Nú var bikarinn fullur. Það skipti ekki máli þótt mér þætti undur vænt um börnin, hér gat ég ekki verið lengur. Ég sætti mig ekki við frekari svívirðingar af hálfu lafði Warr eða læknis hennar. Nokkru síðar reis ég upp, þvoði mér í framan og skrúbbaði var- imar með sápu. Andartaki síðar barði Lucien Valguy sjálfur að dyrum, en sem betur fór hafði ég gætt þess að læsa að mér. — Monica sendi mig að sækja þig. Hún vill tala við þig. . — En ég vil ekki tala við hana, svaraði ég stuttlega — Þú verður að gera það, henni líður alls ekki vel. — Gefðu henni þá róandi sprautu, sagði ég kuldalega. — Nei, þetta sinn er það al- vara, sagði Lucien hinum megin við dymar. — Hún segist hafa misst vald á sér og vill biðja þig fyrirgefningar. — Ég tek ekki á móti neinum fyrirgefningarbeiðnum. — En ég bið þig líka fyrirgefn- ingar, hélt hann áfram. — Ég hafði alls engan rétt til að kyssa þig, en þú varst svo indæl. Ég 1 elska þig voðalega mikið. Hvers vegna viltu ekki giftast mér, Shelley? Ég á ágætt hús og ég skal gefa þér allt sem hugur þinn girnist . . og lafði Warr gefur okkur blessun sína Hún var að enda við að segja það. Sir Austen sagði henni, hvað hann hafði séð og hún var himinlifandi . . . ég var satt að segja dálítið undr- andi.... Hann hélt áfram að tala. Ég sat á rúminu og beit saman tönn- um. Ég hafði á tilfinningunni, að mér hefði verið varpað út í straum harða á. Mér var ljóst, að sir Austen, sá elskulegi gamlingja- græningi hafði misskilið, það sem hann sá og hann mundi sjálf- sagt segja Esmond frá því líka. Þau reyndu öll að neyða mig til að segja að ég væri hrifin af Luc- ien Valguy. Ég var svo reið, að ég vissi ekki hvað ég átti að gera og það versta var, að ég gat ekk- ert gert. Ég var algerlega hjálp- arlaus. Auðvitað hafði Monicu Warr ver ið það ljóst, að í þetta sinn hafði hún gengið of langt og hún vildi tæpast verða til að ég færi. Bróð- ir hennar mundi ekki fyrirgefa henni það. En í þetta sinn vildi ég ekki fyrirgefa henni. í þetta sinn höfðu ásakanir hennar verið einum of mddalegar. Loks fór Lucien. Skömmu síðar kom lafði Warr sjálf í hjólastóln- um og byrjaði að tala við mig gegnum dyrnar. Hún bað mig að hleypa sér inn, en ég sagðist ekki hirða um afsökunarbeiðni hennar vegi^ þess, að ég ætlaði að fara mína leið. Þá virtist hún verða alvarlega hrædd, því að hún tók að grátbiðja mig. — Verið ekki svona harðar, ung frú Bray, væna mín. Ég veit, að þér eruð ekki þannig. Þér viljið varla verða þess valdandi að okk- ur Esmond sinnist? En ég kærði mig kollótta um bænir hennar. Ég vildi bara kom- ast sem fyrst burt frá þeim öll- um. Þá byrjaði hún að tla um dálítið, sem fékk reiðina til að sjóða í mér. — Vesalings Lucien er svo ör- væntingarfullur yfir að Austen sá ykkur kyssast . . . en mér kom aldrei til hugar . . . að þér og Lucien . . ég á við, ég er inni- lega glöð yfir því . . ég veiti ykkur blessun mína Eg reis upp og gekk að dyrun- um. — Gerið svo vel og farið, lafði Warr. Hættið þessu rausi. Lækn irinn yðar kyssti mig gegn mín- um vilja og ég hef ekki í hyggju að giftast honum. Ég fer heim til Englands á morgun. Það var kyrrt frammi. Ég byrj- aði að taka fötin mín út úr skápn- um og setja niður í töskuna mína í miklum flýti. Allt einu veitti ég athygli litlum vasa á skrifborð- inu. Það var ekki vatn í honum, aðeins fjögur ræfilsleg blóm. En undir vasanum lá bréf. Conrad hafði skrifað það og það var svo hljóðandi: Velkomin heim. Okkur þykir vænt um þig. Þetta varð mér um megn. Eg sá að blómin höfðu verið hirt úr rusli, en það var hugsunin á bak við og þetta hafði gert lítill dreng- ur, sem í upphafi hafði verið mér heldur fjandsamlegur. Og nú ætl aði ég að fara frá honum. Hvern- ig gæti ég fengið af mér að fara frá þessum tveimur börnum, sem áttu engan annan að en mig, þeg- ar faðir þeirra var fjarverandi. Hann hafði trúað mér fyrir þeim og nú hafði ég ætlað að yfirgefa þau. Ég tók blómin upp og grét beisklega. Svo komst ég loks að þeirri niðurstöðu, að nú hefði ung frú Bray volað nóg og að það væri tími til kominn að hún jafn- aði sig. Ég fór í bað og fór í síðbuxur og peysu. Ég varð lka að taka aftur upp úr töskunni minni, ég ætlaði að lialda áfram að annast Conrad og Kate. hvað svo sem það kostaði. Ég settist við snyrtiborðið og ætlaði að reyna að fjarlægja merki eftir tárin, þegar ég heyrði í ein- hverjum fyrir utan dyrnar. f þetta skipti heyrði ég rödd, sem kom blóðinu til að þjóta fram í kinnarnar á mér. — Eruð þér þarna inni, ungfrú Bray? Shelley, ertu þarna? Ég verð að tala við þig. Ég gekk að dyrunum og lauk þeim upp. Esmond stóð þar. And- lit hans var alvörugefið. — Get ég fengið að tala við þig, Shelley? sagði hann. — Já, . . já, auðvitað, stamaðt ég-, Eg sá að hann leit á koffortilk sem mér hafði ekki gefizt tímí til að setja aftur á sinn stað. — Svo að þú ætlar í raun og veru að fara? hrópaði hann. — Nei . . jú . . það er að segja • • byrjaði ég. Mér fannst ég vera erkiflón og tókst ekki að tala skil- merkilega. Hann horfði lengi á mig. Ég hélt, að hann væri að horfa á úfið hárið og þrútin augun, en hann tautaði aðeins: — Það er alltaf eitthvað uppi- stand í þessari fjölskyldu. Ekki annað en andstyggilegt rifrildi. Hvenær skyldi það taka enda? Ég sagði ekkert. Ég vissi ekki, hvað hana átti við. Svo bað hann mig stuttlega að koma með sér út í garðinn. Hann gekk á undan mér að steinbekk við sundlaugina. Hann bað mig að setjast og settist síð- an sjálfur. I-Iann hrukkaði ennið og sagði: — Mér brá meira en lítið í brún. Systir mín segir, að þér haf- ið sagt upp og viljið fara héðan samstundis. — Svo er mál með vexti, byrj- aði ég, en hann greip fram í fyrir mér. — Mágur minn hefur sagt mér, að þér . . hvað á ég að segja . . . séuð í allnánum kunningsskap við doktor Valguy. — Nei, það er ekki satt, hróp- aði ég. Hann leit ekki á mig, en hélt áfram. — Eg hafði staðið í þeirri trú, að yður falli ekki sérlega vel við Lucien Valguy. i — Það er rétt . . . mér geðj- ! ast alls ekki . . — Góða mín, greip hann aftur ;fram í fyrir mér og nú var rödd hans kuldaleg og full fyrirlitning- ar- — Austin sá ykkur kyssast. Komið þér þannig fram við fólk, sem yður geðjast ekki að? Réttlætiskennd mín brauzt fram í mér. Ég reis snögglega á fætur. — Það er einmitt svona sem ég hef verið ásökuð frá byrjun og nú vil ég ekki sætta mig við þetta lengur. — Ég skil þetta ekki, sagði Es- mond seinlega. — Kysstuð þér eða kysstuð þér ekki Lucien Valguy? Ég var fjúkandi reið núna, meira að segja út í Esmond. — Ég fæ ekki séð, að neinum hér komi það við, jafnvel ekki þótt ég hefði kysst lækninn. En sannleikurinn er sá . . . að ég gerði það ekki. Hann beitti valdi til að kyssa mig . . . mjög á móti vilja mínum. — Svo að þannig stóð á þvi, sagði Esmond lágt og þótt undar- legt_ væri virtist hann glaður. — Ég var einmitt að velta þessu fyrir mér, bætti hann við. En sir Austen var sannfærður um,

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.