Tíminn - 31.03.1965, Síða 1

Tíminn - 31.03.1965, Síða 1
VERÐUR MINKA- ELDISAMÞYKKT? Þyrlan fíuttfíug leiðis! MB—Reykjavík, þriðjudag. Ákveðið hefur nú verið, að hin nýja þyrla Landhelgisgæzlunnar og Slysavarnarfélags fslands verði flutt flugleiðis hingað til lands, og mun hún koma hingað um miðj- an aprílmánuð næstkomandi. Pétur Sigurðsson, forstjóri Land helgisgæzlunnar skýrði blaðinu frá þessu í dag. Hann kvað Bell- verksmiðjurnar vestra þegar hafa afhent þyrluna, sem er af gerð- inni Bell 47-J, og hefur verið á- kveðið að þyrlan verði flutt hing- að um miðjan 'mánuð með einni af flutningaflugvélum varnarliðsins. Mun þess þá verða skammt að bíða að þyrlan verði tekin í notkun, þar eð starfsmenn Landhelgisgæzl unnar hafa þegar hlotið þá þjálf- un, sem nauðsynleg er . » Skipum loks leið beint um ísinn TK—Reykjavík, þriðjudag. Allsherjarnefnd neðri deildar Alþingis hefur nú afgreitt frum- varp það um heimild ti' minka- eldis, er lagt var fyrir Alþingi í vetur. Nefndin varð ekki einhuga um afgreiðslu málsins og hefur meirihlutinn nú gefið út nefndar I álit sitt, en undir það rita 41 I nefndarménn af 7, þ.e. þeir Gunn I ar Gíslason, Jónas Pétursson, I Sverrir Júlíusson og Björn Páls-! son, sem skrifar undir álitið með I fyrirvara. Tveir nefndarmenn | Ágúst Þorvaldsson og Hannibal Valdimarsson voru f jarverandi,' er nefndin afgreiddi málið og einn nefndarmanna, Benedikt Gröndal mun skila séráliti. Telja má horfur á, að frumvarpið verði samþykkt í neðri deild. Með nefndaráliti meirihlutans eru prentuð sem fylgiskjöl um- Framhald á 14. síðu Blaðið átti í dag tal við dr. Sig- urð Sigurðsson, landlækni, um þetta mál ,og sagði hann, að farald ur þessi hefði ágerzt, einkum í Húnavatnssýslum og þó öllu meira í vestari sýslunni, og er það m.a. talið stafa af skemmtun, sem hald- in var í Reykjaskóla nú nýverið. Væri ástandið orðið það slæmt á þeim slóðum, að á allmörgum sveitabæjum í Hrútafirði og Mið- firði lægi allt heimilisfólkið rúm- fast. Slíkt hefur einnig komið fyr- ir í austursýslunni, i Þingi og Vatnsdal, en þó í miklu smærri stíl. — Við köllum þetta enn inflú- enzukenndan faraldur, sagði land- læknir, og í nýkomnu bréfi frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnun- inni er talað um slíkan faraldur víða erlendis um þessar mundir. Undanfarið hafa staðið yfir rann- sóknir á Tilraunastöð Háskólans á Keldum á sýnishornum sem tek- in hafa verið frá sjúklingum nvrðra, en enn hefur ekki tekizt að finna neinn gróður, sem sann- ar, að um inflúenzu sé að ræða, en allur gangur sjúkdómsins er þannig, að varla getur verið um annað að ræða en einhverskonar inflúenzu, þótt vissast sé að slá engu föstu um það, fyrr en það hefur verið þrautrannsakað. Þess má og geta, að einmitt í dag hafa menn frá Keldum verið nyrðra til að safna nýjum sýnishornum, sem verða rannsökuð þegar í stað, því að við leggjum mikið kapp á að Framhald á 14. síðu ÞRJÚ TANKSKIP VERÐA HÖFÐ í SÍLDARFL UTNINGUM í SUMAR i IGÞ—Reykjavík, þriðjudag. Myndin hér að neðan er af nýjasta Faxa Flugfélags íslands í fæðingu í verksmiðjunni. Það er þegar komið töluvert sköpu- lag á gripinn, m.a. hefur hún verið merkt Flugfélaginu eins og vera ber. Flugvélasmiðir Fokker-flugvélaverksmiðjanna eru að ljúka smíði vélarinnar þessa dagana, en áætlað er, að vélin verði tilbúin fyrir jóm- frúrflugið þann 6. aprfl næst- komandi. Þessi skrúfuþota er fyrsta flugvél, sem smíðuð er sérstaklega fyrir íslendinga, en auk hennar hefur Flugfélagið, sem kunnugt er, samið um smíði annarrar samskonar vél- ar ,sem á að afhendast til notk- unar vorið 1966. Þá hefur Flug- félagið aflað sér forkaupsréttar á þriðju skrúfuþotunni þessar- ar tegundar. Vélar þessar verða fyrst og fremst notaðar á áætl unarleiðum hér innanlands ,og eiga að leysa Dakota-vélarnar af hólmi, sem hafa dugað hér með svo miklum ágætum. TF-FIJ er væntanleg til ís- lands í byrjun maí, og mun hefja áætlunarflug á flugleið- um félagsins innanlands nokkr um dögum eftir heimkomuna. mmm Eins og sagt var frá í Thnanttm fyrir nokkru geisar nu inflúenzu- kennd veiki norðanlands, og hefur hún nú enn færzt í aukana. Á sum um bæjunum í Hrútafirði og Mið- firði liggur allt heimilisfólkið rúm fast, og hafa héraðslæknar í Húna- vatnssýslum nú gripið til þess ráðs að skora á fólk að sækja ekki mannamót, en Húnavakan hófst í kvöld. INFLÚENZUFARALDURINN NYRÐRA FÆRIST í AUKANA: Allt fólk á mörgum bæjum er rúmfast MB—Reykjavík, þriðjudag. MB—Reykjavík, þriðjudag. Sunnanátt hefur verið ríkjandi hérlendis síðasta sólarhringinn og er heni spáð áfram. Heldur virð ist hafa losnað um ísinn og í dag var talið að sigling væri orðin fær um Húnaflóa og fyrir Ilorn, en eina flutningaskip, sem lagði upp á þá leið varð þó að snúa við. ísinn norðaustanlands virðist held ur hafa losnað frá líka,. og hafa mjóar rennur myndast víða i ísn- um. KJ-Reykjavík, þriðjudag. Að undanförnu hafa staðið yfir samningar á mill’i samgöngumála- ráðuneytisins og fiskimjölsverk smiðjanna í Bolungarvík og á ísafirði um kaup á oliuflutninga- skipinu Þyrli sem er * eigu Skipa útgerðai ríkisins Eru samningai þessir komnir á lokastig, og inun verða gengið endanlega frá þeim á morgun. Verða þar með þrjú tankskip í síldarflutningum i sum ar. Fiskimjölsverksmiðjan í Bol- ungarvík fékk Þyril leigðan í fyrrasumar til síldarflutninga af miðunum fyrir austan land. og gafst tilraunin sen- gerð vai þá með síldarflutninga :neð tankskipi mjög vel. Sérstök dæla var sett um borð í skipið i þessu skyni, og gaf hún mjög góða raun Nú hefur það gerzt að verksmiðjurnar föl- uðu skipið af ríkinu, og eru samn- ingar um kaup þess nú á lokastigi Þyrill hefui að undanförnu ver ið í lýsisflutningum til útlanda, og er væntanlegur til landsins i kvöld. Munu hinir væntanlegu kaupendur skoða skipið í fyrra- málið. og verða samningai væntan lega undirskrifaðir að lokinni skoð UTl. Þyrill er byggður árið 1943 í Bandaríkjunum. og varð hann hér eftir er stríðinu lauk ákipa útgerð ríkisins hefur starfrækt skipið frá því á árinu 1947. Þyr- ill er um 900 tonn. og er fyrir nokkru að mestu leyti húið að framkvæma á honum 20 ára klöss un. Eftir er þó viðgerð á dekki, sem framkvæma á erlendis. Ekki hefur verið tekin ákvörð un um hvort skipaútgerðin festir kaup á tankskipi í stað Þyrils, en það verður væntanlega gert nú á næstunni. Fiskimjölsverksmiðjurnar tvær hyggjast nota Þyril til að flytja j síld til Bolungarvíkur og ísafjarð- | ar frá fjarlægum miðum. Verða þá ' að minnsta kosti þrjú tankskip í síldarflutningum í sumar. 1 Framhald á 14. siðu

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.