Tíminn - 31.03.1965, Qupperneq 8
. rrtaagBfMi-ÍT'.
MI»*IKUDAGUR 31. mar/. 1965
8
TÍMINN
Búfjúrræktaráhugi mik-
ill i S. - Þingeyjarsýslu
MINNING
Björg Sigurðardóttir
frá Hánefssföðum
Rætt við Teit Björnsson, bónda á Brún.
Meðal fulltrúa á nýloknu
Búnaðarþingi var Teitur
Björnsson, bóndi á Brún í
Reykiadal I Suður-Þingeyjar-
sýslu. Teitur er sonur Björns
Sigtryggssonar hins kunna
bónda og félagsmálamanns í
Þingeyjarsýslu fyrir nokkrum
áratugum. — Eg hitti Tcit að
máli áður en hann hélt heim
af Búnaðarþingi og spurði hann
frétta úr héraði. Talið berst
að tíð og árferði.
— Árferðið er gott frá
náttúrunnar liendi, segir Teit-
ur. S. 1. vetur var sem kunn-
ugt er snjóléttur og góður.
Jörð greri og spratt miög
snemma og spretta og nýting
heyja varð góð. Þó varð háar
tekjan lítil. í haust var væn-
leiki sauðfjár góður, eða tölu
vert betrí en síðustu ár, og
nú eftir að verðhlutfall hefur
verið breytt nokkuð sauðfjáraf
urðum í hag, eru bændur í upp
sveitum Þingeyjarsýslu að
minnsta kosti bjartsýnni á
sauðfjárrækt og mun hafa
verið sett meira á af líflömb
um í haust en venjulega.
— Þín sveit ReykjadÞalir
heldur í horfi um fólksfjölda?
— Já, svo má segja. Fólk
er þar heldur fleira nú en
fyrir 4—5 árum. Að vísu
hafa fáeinar jarðir farið í
eyði, en þær eru afskekktar,
og á seinustu missirum hafa
B jarðir ekkí farið í eyði. Mý-
vatnssveit heldur alltaf vel í
borfi, og raunar Bárðardalur
líka, þótt fremur muni fækka
þar. Ein jörð fór þar í eyði
í haust, en hún er í miðjum
dal og skilyrði þar sæmileg
svo að vonandi byggist hún
fljótlega aftur.
— Heiðin fram af Reykjadal
er nú að mestu farin í eyði,
er það ekki?
— Jú. Þar er þó Stafn í
góðri byggð og margbýlt, enda
hefur þar verið myndarlega að
unnið. Laugasel er enn í byggð,
en hætt við að það fari í eyðí,
þegar núverandi búendur þrýt
ur. Þarna á heiðinni voru áður
mörg býli, enda er landið þar
vel gróið og fagurt og hið
bezta sauðland.
—Hefur ræktun veríð mikii
s. 1. ár,
— Já, hún var meiri en ár-
in áður. Menn rækta líka orð
ið töluvert af sérstökum fóður
jurtum, t. d. fóðurkáli, sem
mjög vel gefst að beita á haust
in, ekki sízt til þess að auka
þyngd sláturdilka.
—Hvað var ræktunín mikil
hjá ykkur s. 1. ár.
— Á mælingasvæði okkar
varð hún 322 hektarar og er
það um þriðjungi meira en
árið 1963, en þá voru mældir
209 ha. Framræslan er og all-
mikii árlega, enda verður svo
að vera.
— Er súgþurrkun á flestum
bæjum?
Teitur Björnsson
— Já, langflestum núorðið.
Þó eru fáeinir bæir eftir. Á
þeirri heyverkunaraðferð bygg
ist orðið allt öryggi heyskap
arins.
— Vex mjólkurframleiðslan
í sýslunni?
— Já, hún vex alltaf heldur,
einkum í lágsveitunum. Heíta
mátti að við næðum grund-
vallarverði fyrir mjólkina s. 1.
ár í mjólkursamlaginu á Húsa
vík. Birgðir hafa þó stundum
veríð heldur miklar
— Hvað er að segja um sauð
fjárkynbætur í Þingeyjarsýslu
núna? Er fjárræktaráhuginn
iafnmikill og áður?
— Hann er að minnsta kosti
alltaf mikill. Eins og kunnugt
er fóru fram fjárskipti í Þing-
eyjarsýslu vegna mæðiveikinn
ar á sínum tíma, og sums stað
ar oftar en einu sinni, svo
að gamli þingeyski fjárstofn-
inn leið að miklu leyti undir
lok eða blandaðist að minnsta
kosti mjög. Við höfum veríð
að reyna að bæta úr þessu með
því að fá sæði úr hrútum úr
Norður-Þingeyjarsýslu, en þar
hafa fjárskipti ekki farið fram.
Þetta hefur tekizt nokkuð vel.
— En nautgriparæktin?
—- Það er líka töluverð víð-
leitni til kynbóta. Við sóttum
jafnvel kyngóða nauíkálfa aust
ur á Homafjörð Kúastofninn
fer batnandi og meðalnythæð
vex. Á sumrin fáum við sæði
frá sæðingarstöð Eyfirðinga við
Akureyri, og er það hagkvæmt
bæði til þess að geta notað
þau úrvalsnaut. sem þar eru,
og eins tii þess að spara nautn
hald hiá okkur En á vetrum
getum við ekki treyst á þetta
og verðum því að hai'a naui
heima i sveitum.
— Þið hafið fóðurbirgðafélög
og allstranga forðagæzlu?
— Já, svo hefur lengi verið.
Hins vegar er forðagæzlan allt
af vandamál. Menn beita enn
talsvert sauðfénu, og nú er
meira treyst á það, að nægar
fóðurbætisbirgðir séu til í hér
aðinu að vetrinum til þess að
að mæta harðindum, heldur en
að ætlast til, að bændur séu
grónir í fyrningum.
— Hve margt fólk er í Reyk
dælahreppi?
— Það losar víst 400 manns
og hefur heldur farið fjölg-
andi. Reykdælahreppur er með
al fjölmennustu sveitahreppa
landsins. Það er álit mitt, að
hreppar þar sem búskaparskil
yrði eru góð og aðstaða til
félagslífs og samgangna einnig,
eigi ekki á hættu fólksflótta,
nái þeir ákveðnum fólksfjölda
og hafí sæmilega fjölbreytni í
félagslífi og atvinnuháttum
Þannig er ástatt í Reykdæla-
hreppi. Auðvitað er oítkur afar
mikilvægt að hafa siíka menn
ingarmiðstöð í miðri sveit,
sem Laugaskóli er. Þar er
byggðarkjarni, sem nærir á
ýmsan hátt alla sveitina. Þar
höfum við byggt vélaverkstæð
ið Smára, sem er stórt og vob
búið og hefur ágætum: möntt''
um á að' skiaa Þan/fá «renit>?>
viðhald landbúnaðarvéla og
bifreiða. Þar er einnig trésmíða
verkstæði. og nú hefur K.Þ.
reist þar verzlunarbúð Þarna
er risin atvinnumiðstöð. I
nánd við Laugaskóla höfum
við reist bamaskóla sveitarinn
ar og njótum aðstöðu til leik-
fimí- og sundkennslu fyrir
börnin í Laugaskóla
— Eru nýjar byggingarfram
kvæmdir ákveðnar á Laugum í
sumar?
— Já, þar verður enn að
byggja við, enda er skólinn
meira en fullsetinn Margir
unglingar verða að hverfa þar
frá á hverju hausti. Eínnig á
að byggja nýja heimavist og
skólastjóraíbúð við barnaskól-
ann. Nýlega er iokið endur-
byggingu gamab félagsheimilis
á Breiðumýri, og mun það
duga sveítinni nokkurt árabil.
— Hvað er að segja um ve'sa
málin?
Vegur til Húsavíkur var
áður víða lágur og snjóasæll, '
en fyrir nokkrum árum var j
hafizt handa um endurbyggingu ,
hans með stórvirlrun: tækjum.
og er nú búið ao endurbyggja i
alllangar; kafla hans og eru
þeir háir svo að þeir vevja sig
vel fyrir -njóuni Hins vegar
eru enn ógerðir sDottar all-
víða milli hinna ný.iu vega-
kafla og setur þar níður snjó
Þess vegna notast nýja vega-
gerðin ekkí sem skyldi enn á
vetrurn i snjóatíð Mikil þörf
er að r ijúka þessari vegagerð
sem allra fyrst Hins vegar
horl'ir nú beldiir þunglesa um
það. því að undanfarin ár hef
ur talsvert verið unnið t'yrii
lánsfé úl á væntanleg tram-
íög ríkisins. og verður nú að
nota þau tii þes að greiða þær
skuldir sagði Teitur að lokum
Hinn 25. þ. m. lézt á Borgar-
sjúkrahúsinu Björg Sigurðardóttir
frá Hánefsstöðum í Seyðisfirði,
|æplega hálf níræð að aldri.
Björg var fædd á Hánefsstöðum
4. júlí 1870. Foreldrar hennar
voru Sigurður bóndi þar, Stefáns
son frá Stakkahlíð í Loðmundar-
firði og kona hans, Sigríður Vii-
hjálmsdóttir, Vilhjálmssonar frá
Brekku í Mjóafirði — Stefán í
Stakkahlíð var sonur Skíða-Gunn-
ars Þorsteinssonar og því bróðir
Þorsteins alþingismanns Gunnars-
sonar á Hreinstöðum, og föður-
bróðir séra Sigurðar Gunnarsson
ar á Desjamýri og síðar Hallorms
stað.
Móðir Sigurðar á Háneísstöðum,
kona Stefáns í Stakkahlíð, var Þor
björg dóttir Þórðar Pálssonar,
bónda á Kjarna í Hrafnagilshreppi
í Eyjafirði. Var BjÖrg þannig kom
in af kunnum. þróttmiklum ætt-
stofnum
Björg ólst upp i foreldraranni
að öðru en því að á unglingsárun
um var hún um tíma á Hallorms-
stað hjá Elísabetu frænku sinni,
dóttur séra Sigurðar.
Haustið 1891, 31. októbér, gift
ist Björg Vilhjálmi Árnasyni Vil-
hjálmssonar frá Brekku í Mjóa-
firði. Voru þau hjónin systkina-
börn. Eftir giftinguna hófu þau
búskap á Hánefsstöðum í sambýli
. ýjð foreldra henhar, og bjuggu þar
'tvö sín fyrstu búskaparár. Þaðan
fíuttu þau að Hofi í Mjóafirði
' og bjuggu þar þrjú árin næstu.
Vorið 1896 fluttu þau að Hánefs
stöðum aftur og bjuggu þar sam
fellt fulla fjóra áratugi. Þegar
þau létu af búskapnum settust þau
að hjá Hjálmari syni sínum bæjar
fógeta á Seyðisfirði. Vilhjálmur
lézt 22. febrúar 1941 en Björg
dvaldi eftir lát hans áfram hjá
Hjálmari til æviloka
Á Hánefsstöðum ráku þau Vil-
hjálmur og Björg umfangsmikinn
búskap, bæði til sjós og lands,
einkum var sjósóknin umfangs-
mikil og erilsöm. Heimilið var
mjög fjölmennt ö vertíðum, 50
manns eða fleira þegar mest var
sjósóknin (3 vélbátar og 2 róðr
arbátar) en á öðrum tímum árs
um 20 rnanns. Sjósókninni og bú-
störfum utanhúss stjórnaði hús-
bóndinn með áhuga og fjöri, en
innanhúss stjórnaði húsfreyjan
einnig með fjöri en jafnframt með
iagni. rósamri fectu oa skörungs
skap.
Björg SigurðardóttL var meðal-
kona á vöxt, glaðleg o.a fjörleg
að ásýnd, röskleg i fasi. og kven
íegu atgjörví búin ú hverja grein.
Hún var greind kona og athugul i
bezta lagi. ákveðin og einörð í
skoðunum og létt til máls og við-
ræðna. Hún íylgdist vel með öll-
um atburðum sinnar samtíðar og
var stálminnug á liðna tíð lengst
af tii æviloka. Minning hennar
mun lifa í þakklátum huga allra
þeirra. sem henni kynntust. þótt
horfin sé hún af sviðinu.
Útför Bjargar verður gjöro á
Seyðisfirði.
Börn Bjargar og Vilhjálms eru:
Sigurður, sýslunefndarmaður á
Hánefsstöðum
Árni f. v. erindreki a Seyðis-
t'irði. búsettur Reykjavík.
Hermann erindreki á Seyðisfirði.
Þórliallur, skipstjóri (dáinn).
(Ijálmar ráðuneytisstjóri.
Sigríður, húsfreyja í Egilsstaða-
þorpi.
Sigríður skrifstofustúlka, Reykja
vík.
30.3. 1965.
Halldór Stefánsson.
Björg á Hánefsstöðum er látin.
Hún andaðist á Borgarsjúkrahús-
inu aðfaranótt síðastliðins fimmtu
dags á nítugasta og fimmta ald-
ursári. Svo löng er leiðin að baki,
viðburðarík vegferð í hópi margra
samferðamanna.
Það var kyrrð yfir síðasta áfang
anum, ævikvöldinu. Síðasta fjórð-
ung aldurs síns dvaldi Björg
lengst af á heimili þeirra Hjálm-
ars og Sigrúnar. Við, sem þar kom
um á þessu árabili og áttum tal
við gömlú konuna, fórum af henn
ar fundi snortin þeirri rósemi
hugans, góðvilja og glaðværu fasi,
sem svo mjög mótuðu framkomu
hennar..
En sú var tíðin, að ekki hent-
aði fyrir hana Björgu á Hánefs-
stöðum að halda kyrru fyrir. Ung
giftist hún manni sínum, Vil-
hjálmi Árnasyni. Þá var að renna
upp tækniöld hin minni á landi
hér Vilhjálmur greip tækifærin
fagnandi. Eldmóður hans og hans
líka olli því, að umsvif og fyrir-
gangur athafnalífsins var litlu
eða engu minni þá en nú, á hin-
um meiri vélvæðingartímum.
Heimilisfólk á Hánefsstöðum
var margt á búskaparárum Bjarg-
ai og Vilhjálms. Margt var að-
komumanna. Bjargræði var sótt
jafnt til lands og sjávar. Um
mesta annatímann var erillinn
með ólíkindum.
Við þessar aðstæður reyndi
vissulega á hæíileika og þol hús-
í'reyju. Hér þurfti marga munna
að metta. Áríðandi var, að allir
hefðu atlæti gott. Og það, sem
ekki skipti minnstu: börnin
þurftu síns með — öll sjö.
Kunnugir vita, hvernig fór.
Manndómur hinna mörgu afkom-
enda talar sínu máli. Og mér eru
í minni ummæli aldraðs bónda
hér suður með sjó um langdvalir
hans á Hánefsstöðum austur, og
um húsfreyjuna sérstaklega. Bjart
er yfir þeim minningum hans
Fátt kemur fólki betur í stóru
hlutverki langrar ævi en góð
greind og heilbrigð viðhorf til
samferðafólksins. Áhrif þeirra.
Framhald á 14. síðn