Tíminn - 31.03.1965, Blaðsíða 11

Tíminn - 31.03.1965, Blaðsíða 11
11 MIÐVIKUDAGUR 31. marz 1965 TÍMINN 30 ekki haldið þetta út, ef við hefðum ekki orðið þannig, eða að minnsta kosti ekki haldið fullum sönsum. Á meðan yfirlýsingin var lesin fyrir Hollendingana voru fangarnir þrír teknir úr klefum sínum í nánd við hliðið og farið með þá í uin 200 metra fjarlægð niður að hafinu. Þeir voru þeir hálshöggnir en ekki skotnir, og jarðaðir allir í sömu gröf án nokkurrar kirkjulegrar athafnar. Þegar svo fangabúðirnar voru fluttar yfir á þetta svæði árið 1944, voru bein þeirra grafin upp. Þeir voru auðþekktir af stígvélum eða öðrum hlutum, sem þeir voru með, en beinunum var komið 'fyrir í kistu næsta manns, sem dó eftir þetta, og Gerald FitzGerald, presturinn okkar, jarðsöng. Japanirnir ætluðu að koma í veg fyrir fleiri flóttatilraunir með þessari hegningu. Fangaverðir þeirra voru svo fáir, og hemámsliðið svo máttvana, að þeir gátu ekki átt það á hættu að menn reyndu að flýja. Til þess að gera minna úr dauða- dóminum, sem þeir höfðu kveðið upp yfir mönnunum þrem- ur, höfðu þeir sagt, að þeir væru undir japönskum herlög- um. Hegning þeirra sjálfra fyrir flótta var Ííflát. Herbergisfélagar Hollendinganna, vom lokaðir inni svo mánuðum skipti. Fyrsta mánuðinn var matarskammturinn af mjög skornum skammti, og þeir fengu lítið að hreyfa sig. í október fengu þeir aftur sams konar mat, og aðrir í fangabúðunum, og fengu að ganga um úti undir beru lofti í eina klukkustund á dag. Síðar voru þeir náðaðir í nóvem- ber í sambandi við sérstök hátíðahöld hjá Japönum. Þeim og öðrum í fangabúðunum var gert ljóst, að þeir hefðu naumlega komizt hjá lífláti og yrðu fleiri flóttatilraunir gerð^r í framtíðinni yrðu félagar þeirra, sem reyndu slíkt iátnir sæta þyngstu refsingu, hvort sem flóttamennirnir kæm ust undan eða ekki. Þetta hélt vissulega aftur af mönnum, því að þótt hver og einn hefði viljað hætta eigin lífi„ þá var það síðasta, sem hann vildi gera, að koma vinum sínum í vandræð} En hvað sem öllu leið voru möguleikarnir á því að komast • undan mjög takmarkaðir. Flestir hinna innfæddu voru okk- ur óvinveittir, og þeir fáu, sem ekki voru það, hefðu átt á hættu hefndarráðstafanir af hálfu Japananna, hefðu þeir reynt að hjálpa okkur. Fáir okkar voru þar að auki nægilega hraustir nú orðið til þess að leggja á okkur erfiði flóttans og langa sjóferð, sem við hefðum átt fyrir höndum, ef við hefðum komizt undan. Við hugsuðum mikið um þessi mál, en lausn fannst engin. Ota kom sunnudagsmorgun einn til þéss að kveðja yfir- foringja okkar. Hann sagði okkur, að hann væri á heimleið, og var mjög hryggur yfir að kveðja okkur. Hann bætti við, að hann hefði verið mjög hrifinn af aganum, sem við héldum uppií fangabúðunum. — Ég ráðlegg ykkur að reyna að halda honum áfram, því annars verður hegningin þung. Að skilnaði gaf hann okkur pakka af sígarettum, sem ekki hefur kostað hann meira en þrjár krónur. Við vorum glaðir að sjá hann fara. Ég hugsa oft um það, þegar hann var að yfirheyra mig dag einn. Hann var í góðu skapi og talaði mikið, eflaust í von um, að ég myndi segja frá einhverjum leyndarmálum. Ég var með skegg, þegar þetta var, því ekki höfðum við rakáhöld. — Ég hugsa að þessi styrjöld eigi eftir að standa lengi, sagði hann. — Ég hugsíC að þið eigið eftir að vera í fanga- búðunum í mörg ár. Skegg þitt mun verða orðið sítt, áður en yfir lýkur og þú verður frjáls. Ég svaraði, að ég væri honum ekki sammála. — Þú verður að minnast þess, að eftir að við höfum náð undir okkur Kína og löndunum þar fyrir sunnan, höf- um við nægar hráefnabirgðir til þess að halda áfram bar- áttunni gegn ykkur í tíu þúsund ár. — Ef svo er mun skegg mitt sannarlega verða orðið sítt. Honum geðjaðist ekki sérlega vel að þessu og samtalið endaði skyndilega. Hann meinti reyndar nákvæmlega, það sem hann sagði. Japanir voru reiðubúnir til þess að berjast í tíu þúsund ár, ef þörf krefði, og persónulega efast ég um það, að Japanir líti á ósigur sinn í styrjöldinni öðruvísi en sem undanhald. YOSH Hans rétta nafn var Yoshida Tomanao, og fyrir okkur, sem bjuggum við ógnarstjórn hans, táknar nafn hans allt hið illa, sem hægt er að hugsa sér — pyndingar, ruddaskap, óheiðarleika, undirferli, og ómannúðlega harðstjórn — hið illa með sérstökum japönskum keim. Um tíma gekk hann undir nafninu „gulltönnin“ meðal okkar — hann var með nokkrar skínandi gulltennur. Þetta viðurnefni hans styttu sumir og kölluðu hann ,gulla;‘ þótt ég persónulega gæti aldrei skilið, hvernig nokkur maður fór að því að nota svo vinalegt gælunafn á Japanan*, sem hér um ræðir. Hann átti sér einnig nokkur önnur viðurnefni, eins og t. d. „gulu pláguna,“ en hvorki það né önnur svipuð nöfn festust við hann. Brátt hvarf jafnvel „gulltönnin“ líka og hann varð aðeins „Yosh.“ Hver var þessi Yosh eiginlega? Þeirri spurningu hefur P -■■ — I FYRRI KONAN HANS DENISE ROBBINS sinnum stakk lafði Warr upp á því að ég færi út með lækninum henn- ar og í hvert skipti varð hún ofsa- reið, þegar ég kurteislega og ein- arðlega neitaði því. Já, við lentum auðvitað í deil- um einstöku sinnum og hún hafði enn ekki jafnað sig eftir kvöldið, sem ég var samvistum með Es- mond. En ég var orðin svo vön illgirnislegum bendingum og orð- um, að ég tók það ekki lengur sérlega nærri mér. Esmond — minn, sem ég elsk- aði svo innilega — sá ég sjaldan. Mér fannst hann vera á eilífum ferðalögum núna. Hann stjórnaði hljómsveitum í Vínarborg, síðan í Hollandi, en hann ætlaði að koma áður en óperustarfsemin hæfist, en þá átti að færa hér upp Tosca. Han kom í stutta heimsókn, en hann var svo önnum kafinn að hvorki ég né börnin urðum mik- ið vör við hann. Þetta nóvember síðdegi sat og hugsaði um hann meðan ég leiðrétti nokkuð f verkefnum barnanna og ég upp- götvaði að ég hafði ekki talað við hann í einrúmi síðan í vorum í Mont Viso. Áður en hann fór eft- ir hina stuttu heimsókn, sagði hann okkur að þegar hann kæmi aftur mundu de la Notte greif- ynja og dóttir hennar, Renata vera í för með honum. Þær ætl- uðu að dvelja yfir helgi á Arc-en- Ciel. Og á morgun var von á þeim. Daginn eftir stóð ég við glugg- ann í herberginu mínu og horfði út í garðinn og hugleiddi, hvað lafði Warr hafði verið sigri hrós- andi þegar hún bað mig að sjá um að gestaherbergið væri til reiðu. Og ég hafði fengið fyrir- mæli um að kaupa fegurstu blóm- in í Monte Carlo og setja þau þar inn. Ég hafði engan rétt til að finna til nokkurs skapaðar hlutar vegna þessa, en samt sem áður var ég mjög döpur í bragði með- an ég lauk undirbúningnum. Ren ate, litla dóttir greifynjunnar, átti að deila herbergi með Kate. Ég hafði aldrei fundið eins greinilega hver staða mín var á heimilinu meðan við stóðum og biðum komu Esmond og Sophie de la Notte. — Þér verðið að sjá um að Ren ate uni sér hérna, og þér berið fulla ábyrgð á henni, hafði Mon- ica Warr skipað mér. Hún hafði brosað illkvittnislega þegar hún bætti við. — Og að sjálfsögðu borðið þér allar máltíðir með bömunum. Ekki svo að skilja að ég tæki nærri mér að vera vísað úr borð- stofunni eða setustofunni. Ég var fullkomlega ánægð með þá ráðstöf un að borða með börnunum. Það sem mér sárnaði var að ég mundi ekkert fá að sjá hann. Venjulega sá ég hann á matmálstímum þeg- ar hann var heima, og einnig kom hann inn í skólastofuna eða bað okkur að koma inn í vinnu- herbergið sitt. f þetta skipti fengu börnin aðeins leyfi til að heilsa föður sínum þegar hann kom, síðan áttu þau að hverfa hafði lafði Warr sagt i skipunar- tón. Conrad hafði þegar lýst yfir áliti sínu á litlu dóttur greifynj- unnar. — Hún ei enn meira smábarn en Kate og hún grenjar út af engu. Síðast þegar hún var hérna eyðilagði hún útvarpsbílinn minn og reif hárið af fallegustu dúkk- unni hennar Kate Og hún getur ekki talað ensku. — Hvort sem þér geðjast að Renate eða ekki verður þú að muna að hún er gestur þinn, svo að þú verður að hegða þér vel við hana, sagði ég strengilega. Kate hafði verið erfið viðureign ar síðan hún heyrði að Renate átti að koma. Hún var meira að1 segja ókurteis við míg og þegar ég skammaði hana fór hún að' gráta. Ég komst að því að hún var afbrýðisöm. — Lofaðu mér að þér þyki ekki vænna um Renötu en mig, j snökti hún. Ég hló og kyssti hana óg Jof- aði því og þá tók Kate gleði sína á ný. Afbrýðisemi! Ó, hamingjan góða, hugsaði ég. Það var ég sem var afbrýðisöm !Eg fann afbrýði- semina rífa mig innan, þegar ég hélt í hendurnar á börnunum og Esmond hjálpaði gesti sínum út úr bílnum. Og þegar ég sá Sophie de la Notte skildi ég blátt áfram ekki, hvers vegna hann hafði ekki orð- ið ástfanginn af henni fyrir löngu. Hún var ótrúlega glæsileg . . . grönn, töfrandi og klædd mjög fallegri Balmainsdragt. Hún hafði engan hatt, aðeins fíngert svart slör yfir dökku hárinu. Þegar hún sneri sér að okkur, horfði ég á lítið, fölt andlit henn- ar, blá augun og fallegar varir. Fögur, töfrandi og örugg með sig — allt sem mig skorti. Þrátt fyrir hughreystingarorð Robins bróður míns fékk ég þennan dag minni- máttarkennd sem ég átti erfitt með að iosna við aftur. Ég stóð þarfa í upplituðum bómullarkjóln um mínum — hversdagsleg lítil kennslukona! Renate var ekki nærri eins lag- leg og móðirin. Hún var horuð og klaufaleg og hélt dauðahaldi í hönd Esmonds. Ég leit á Esmond. Kannsld skjátlaðist mér, en hann virtist vera sérstaklega hamingjusamur þennan dag. Hann hló og var svo glaður. Svo kom lafði Warr ak- andi í stólnum sínum og fagnaði greifaynjunni með yfirdrifnum látum. Esmond sneri sér að mér og brostj vinalega. — Og hvernig líður ungfrú Bray okkar? — Sæmilega þökk fyrir, herra Torrington, sagði ég stuttlega. Hann kynnti mig. fyrir greifa- ynjunni. — Sophie — þú hefur ekki hitt ungfrú Bray. Hún er hægri hönd okkar á Ard-en-Ciel nú orðið —eki satt, Monica? — Jú . . . jú, auðvitað, svarafB Monica Warr og brosti. Svo bað hún mig þurrlega að taka Ren- ötu og töskuna hennar og fara upp í skólaherbergið. — Æ, pabbi, megum við ekki borða með þér, sagði Conrad biðj- andi. Ég sá að Esmond var á báðum áttum, en áður en honum gafst ráðrúm til að svara sagði systir hans að það væri betra að bömin héldu sem mest til I skólaherberg inu. Við áttum hvort eð var að fá annan mat. — Jæja, ég sé ykkur þá seinna, krakkar, sagði Esmond. En við sáum hann ekki meira þann daginn. Bílstjórinn ók okkur niður á ströndina. Ég vissi að Sophie de la Notte var með Es- mond. Þau höfðu gengið inn í vinnuherbergi hans. Áður en við ókum af stað heyrði ég að þau höfðu _ sett plötur á grammófón- inn. Eg ímyndaði mér að hann sæti í sófanum við hlið hennar. Eg píndi sjálfa mig með því að reyna að sjá fyrir mér, hvernig hann tók utan um hana . . . eins og hann hafði einu sinni tekið utan um mig — en í þetta sinn væri honum einhver alvara. Kannski mundi hann opinbera trúlofun þeirra Sophie þessa helgi! Eg beit saman tönnunum og reyndi að einbeita mér að því að hugsa um börnin. Allan eftirmiðdaginn átti ég í einlægu stappi og basli með Ren- ötu. Hún var spilt af dekri og beinlínis illkvittin og hafði gam- an af að kvelja börnin. Hún neit aði að leika sér við Kate og hún skemmti sér konunglega við það að eyðileggja allt sem Conrad fór að leika sér með. Loks greip hún í stóran bangsa, sem var eftirlæti Kate og byrjaði að rífa augun úr honum. Kate fór að gráta. Ég reyndi að taka bangsann af Renötu. En hún hélt fast og orgaði: — ÉG A HANN! ÉG Á HANN! — Nei, ég á hann, orgaði Kate enn hærra. Ég reyndi aftur að taka bangs- ann frá Renötu. Hún læsti nögl- unum i hendina á mér og klóraði svo að það fór að blæða. Conrad kom auga á það og réðst á Ren- ötu til að vernda mig. — Sérðu hvað þú hefur gert ungfrú Bray, asninn þinn, æpti hann og áður en ég fengi hindrað það sló hann telpuna í andlitið. Ég held ekki að Renate de la Notte hafi verið slegin fyrr. Hún stóð grafkyrr, hélt niður í sér and- anum og varð náföl. Svo kastaði hún sér á gólfið öskraði og spark

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.