Alþýðublaðið - 19.04.1956, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 19.04.1956, Blaðsíða 1
„Pólitískir punktar“ á 3. siðu. St j órnmálay f irlýs- ingin á 6. og 7. síðu. XXXVII. árg. Fimmtudagur 19. apríl 1956 89. tltl. Stefnuskrá handalcigs Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins Mrt. í AlþýSuHokks- w, TILLÖGUR hwerfisstjóra fundar um stjórn í Alþýðu- flokksfélagi Reykjavíkur fyr ir árið 1956 hafa verið lagð- ar fram í skrifstofu félagsins og er félagsmönmun heimilt að gera viðbótartillögur með an listinn liggur frammi, til nk. laugardags, 21. apríl. Skrifstofan cr opin alla virka daga kl. 10—12 f. h. og 2—6 e. h. Rainier og Grace giff. RAINIER, fursti í Monaco, og amerxska kvikmyndastjarn- an Grace Kelly voru gefin sam an í hjónaband við boi'garalega athöfn í hinum purpurarauða hásætissal furstahallarinnar í Monte Carlo í gærmorgun. Prestur mun gefa þau sarnan í (Frh. á 2. síðu.) Vinnandi stéttir landsins tryggi hagsmuni sína með því að skapa samhentan meirihluta á bi Emil Jónsson STEFNUSKRÁ bandalags Alþýðuflokksins og Fram- sóknarflokksins, sem birt er í dag, gerir ráð fyrir róttækum ráð- stöfunum til að koma efnahagsmálunum á réttan kjöl, en síðan víðtækum framfömm á næstu árum á grundvelli heilbrigðari þjóðarbúskapar. Heitir stefnuskráin á allar vinnandi stéttir í landinu, í sveit og við sjó, í bæ og byggð, að sameinast og tryggja það með meirihluta sínum, að landsmálum verði stýrt með samciginlega hagsmuni vinnandi íslendinga fyrir augum. Stefnuskráin gerir grein fyrir hinum mikla vanda, sem nú steðjar að þjóðinni, og telur meginorsök þess, hvernig komið er, vera þá, að ekki hefur verið hægt að stjórna landinu án þátttöku íhaldsafla eða kommúnista. Lýðræðissinnaðir umbóta- i menn hafi kjörfylgi til þess að mynda samhentan meirihluta á alþingi, en sundrung þeirra við framboð hafi tryggt öfgaflokk- unum úrslitaáhrif á stjórnarfarið. f yfirlýsingu flokkanna seg- vinnu sinnar og fá framleiðslu- ir, að kjarni þeirrar viðreisnar- stéttunum örugga aðstöðu til að í' stefnu, sem nú sé nauðsynleg, ganga úr skugga um, að þær fái sé að brjóta á bak aftur vald sannvirði þess, sem þær afla. milliliða og gróðastétta, tryggja ! í efnahagsmálunum gerir mál vinnandi fólki fullan afrakstur fnasamningur flokkanna ráð , fyrir að fylgt verði þessurn jhöfuðlínum: 1) Samstarfi verði komið á milli ríkisstjórnarinnar og samtaka verkalýðs og laun- þega, bænda og annarra framleiðenda um meginat- riði kaupgjalds- og verðlags mála. 2) Tekið vei-ði upp verðlagseft- irlit, en stefnt að því að forðast innflutningshöft. Haft eftirlit með fjárfest- ingu til að stuðla að jafn- vægi milli landshluta og jafnvægi í efnahagsmálum. 3) Tryggður hallalaus ríkisbú- skapur. 4) Bankakerfi landsins endur- skoðað til að fyrirbyggja pólitíska misnotkun bank- anna. Seðlabankinn settur undir sérstaka stjórn. 5) Starfræksla fyrirtækja, sem vinna úr sjávarafla, endur- skipulögð nxeð löggjöf til að fryggía sjómönnum og út- vegsmönnum sannvirði afl- ans. Fulltrúar í-íkisvaldsins ákveði í samráði við fulltrúa sjómanna, útvegsmanna og fiskvinnslustöðva lágmarks- verð á fiski. 6) Útflutningsverzlun nxeð sjáv arafurðir verði endurskipu- lögð með löggjöf. 7) Þjóðhagsáætlun skal sarnin ái-lega. Öll þessi ati-iði eru nánar skýrð í stefunski'ánni. Þar er einnig birt ýtarleg framfaraá- ætlun, þar sem flokkarnir gera grein fyrir stefnu sinni varð- andi jafnvægi í byggð landsins, (Frh. á 11. síðu.) Eysteinn Jónssön. Alþýðuflokkurinn og Fram- sókn halda almennan k|ós- endafund í Hafnarfirði ALÞÝÐUFLOKKURINN og Framsóknarflokkúrinn í Hal’n- arí'irði halda almennan kjósendafund þar annað kvöld, föstu- dag, og hefst hann kl. 8,30 e. h. Fundurinn verður haldinn í Alþýðuhúsinu við Strandgötu. Frummælendur verða Emil Jóns- son alþingismaður og Eysteinn Jónsson ráðherra. Þetta er ann- ar almenni kjósendafundurinn sem Alþýðuflokkurinn og Frain sóknarflokkurinn halda nú í upphafi kosningabaráttunnar og cr vafalaust, að fjölmenni verðui-. IVSáSfundafélagiS úr sögusini. Meirihluti stjórnar Máifunda- félags jafnaðarmanna gegn alþýðubandalaginu; fer úr fél. ForjTsaöur félagsins brýtur fé- lagslög cg fundarsamþykkf. í STJÓRN Málfundafélags jafnaðarmanna, sem stofn- að var fyrir hálfu öðru ári, hafa átt sæti þessir menn: Alfreð Gíslason formaður, Arngímur Kristjánsson Friðfinnur Ólafsson, Gunnlaugur Þórðarson, Kristján Gíslason, Sigurður Sigmundsson og Kjartan Guðnason, sem setið hefur í stjórninni sem varamaður Magnúsar Bjarnasonar, er flutzt hefur xir bænunx. Meirihluti stjórn- arinnai-, þeir Arngrímui', Friðfinnur, Gunnlaugur og Kjart- an, hafa mótmælt harðlega þejrri misnotkun Alfreðs Gíslasonar og Hannibals Valdimarssonar á félaginu að telja það aðila að alþýðubandalaginu svonefnda, þar senx kommúnistar ráða lögum og lofum og nota það þannig gegn Alþýðuflokknum, þótt í lögum þess segi, að það skuíi styðja lýðræðislega jafnaðarstefnu og berjast gegn ein- ræðisöflunx, og félagsfundur hafi samþykkt að gei'ast ekki aðili að alþýðubandalaginu, nerna í stjórn bess ætlu sæti alþýðuflokksmenn, framsóknarmenn, þjóðvai'naí'- menn og sósíalistaflokksmenn. I gær var stjórnarfundur í félaginu, þar sem lög'ð voi'u fx-am til bókunar mótmæli, sexn formaðurinn hefur fengið fyrir alllöngu, gegn þessu hóttalagi hans, frá meiri hluta stjórnarinnar, eins og hún hefur verið skipuð und- anfarna mánuði. Dr. Gunnlaugur Þórðarson hafði áður sagt sig úr félaginu í mótmælaskýni við framkomu for- manns, og á stjórnarfundinum í gær gerðu þeir Arngrínx- ur Ki-istjónsson, Fi'iðfinnur Ólafsson og Kjartan Guðna- son hið sama. Eftir þessa atburði verður að sjálfsögðu að líta svo á, að málfundafélagið hafi orðið sjálfdautt og saga þcss þar með á enda. — Má með sanni segja, að fjúki í flcst skjól hjá Hannibal og þeirn alþýðubandalagspostulum, þegar meirihluti þess félags, sem uppliaflega var stofnað áf nánustu samherjum hans, snýst gegn brölti hans, exi sx7o hlaut að sjálfsögðu að fara. Þrýstiloflsvél frá Keflavlk fórsf í flugfaki í gærdag Munaði litlu, að hún lenti á húsum í Ytri-Njarðvík, en flugmanninum tókst aÖ forða því. ÞRÝSTILOFTSFLUGVÉL frá Keflavíkurflugvelli fórst skamnxt frá bryggjum í Ytri-Njarðvík í gær og annar flug- mannanna með henni, en hinum var bjargað nokkuð slösuðum. Samkvæmt frásögn sjónar- j flugs af flugbraut þeirri, er ligg votts bar slysið þannig að, um ur í átt að Njarðvíkum, tókst einhverra orsaka vegna ekki að kl. 16.45 í gær, að tveggja manna þrýstilofts-oi’ustuflug- vél af svokallaðri Scorpions- gerð, er var að hefja sig til hækka flugið og stefndi lágt og beint í húsin í Ytri-Njarðvík. (Frh. á 11. síðu.)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.