Alþýðublaðið - 19.04.1956, Síða 3

Alþýðublaðið - 19.04.1956, Síða 3
Fimmtudagur js 19. aprí! líiiið Alþý.S-ublaSff » Mörgum þykir þokulegt yfir hinni nýju mynd kommúnistaflokksins, og hefur snjall maður í því sambandi stungið upp á, að bandalag flokksins, sem hvarf, og Hanni- bals verði kallað ÞOKAN RÁUÐA. Um leið og vér komum þessu. á framfæri, biðj- um vér Kristmann Guðmundsson afsökun- ar. Þjóðviljinn var ekki iengi að grípa á lofti nafnið AF-bandalagið, sem notað var hér í dálkinum á sunnudag. Segir blaðið, að þetta muni þýða „afsláttarbandalagið“. Oss er ánægja að þakka fyrir þýðinguna, enda er það tilætlun þessa bandalags að ,,slá af“ allmarga íhaldsþingmenn og hækj- ur þeirra, kommúnista og þjóðvörn. Einn Heimdellingur situr þegar með sárt enni og aðrir bíða vondaufir átekta um pólitíska framtíð sína -— allt vegna hræðslu íhaldsins við Alþýðu-Framsóknar bandalagið. Asgeir Pétursson (ekki-sýslu- maður) er ungur, fjörugur og frændmarg- ur, en fékk sarnt ekki framboðið á Mýrum, því íhaldið þorði ekki að skipta. Páll S. Pálsson bíður í voninni um, að Jóni Pálma- syni verði gefið frí, en líkur á því eru litl- ar, enda Jón til í að sitja og ætlar syni sínum sý-sluna, þótt síðar verði. Það er haft eftir einum af leiðtogum kommúnista, að Hannibal færi þeim svo lítið fylgi í Reykjavík, að réttast væri að skipa honum að fara fram á ísafirði ! Hver haldið þér, lesandi góður, að tali við menn til að biðja þá um að fara í framboð fyrir Þokuna rauðu ? Hannibal ? Nei, það gerir Einar Olgeirsson, enda eru öll raunveruleg völd í höndum kommúnista. Það er mikil stemning meðal Alþýðu- Framsóknarmanna í Eyjafirði, enda ríkir mikil ánægja með framboðin bæði í sýsl- unni og á Akureyri. Ugga þeir nú mjög um hag sinn Jónas Rafnar og Magnús Jónsson frá Mel. Hafa ekki allir heyrt söguna um það, þegar íhaldsmenn í Kjósarsýslu báðu Gunnar Thoroddsen að tala á fundi hjá sér? Olafiír Thors varð fokreiður, þegar hann heyrði það og lagði blátt bann við því, að Gunnar talaði! Svona blossa átökin upp hjá íhaldsbroddunum, en svo brosa þeir eins og elskendur til fólksins þess á milli. Þökkum innilega auðsýnda vináttu og samúð við fráíall og jarðarför eiginkonu, móður og tengdamóður JÓNÍNU VIGLUNDSDÓTTUR 'í [ Björvin Jóhannsson. .[ NIKULAS ILLUGASON Reykjahlíð 12, andaðist sunnudaginn 15. apríl. Jarðarförin hefur farið fram. t Margrét Gunnarsdóttir. Guðjón Sigurðsson Móðir okkar og tengdamóðir GUÐNÝ ÞORSTEINSDÓTTIR ; [ frá Hákoti, Áltfanesi, t i verður jarðsungin frá Bessastaðakirkju, föstudaginn 20. april. Athöfnin hefst með bæn að heimilí hennar, Norðurbraut , 1, Hafnarfirði kl. 1.30 s .d. Blóm afbeðin. Börn og tengdabörn. ANNES Á HORNIN VETTVANGUR DAGSINS Hvers ber okkur fyrst og fremst að minnast á mótum veturs og sumars? — Brotið blað — Nýir straumar í DAG ganga börnin prúðbú- ín um göturnar. Það er barna- dagurinn í dag. Við fögnum honum eins og við fögnum sumr ínu, engin þjóð fagnar sumri eins innUega og við íslendingar. Við getum ekki hallmælt þeim vetri, sem kvaddi í gær, hann hefur verið okkur mildur og góður, betri en veturinn hefur reynst flestum öðrum þjóðum. Þetta eru ný tíðindi fyrir okk- ur, hin síðustu ár, þvi að fyrr á öldum fylgdi vetrinum ekki að- eins kuldi heldur kröm og hung- ur. VIÐ MEGUM aldrei gleyma liðnum dögum, aldrei gleyma baráttu forfeðra okkar. Feður okkar og mæður lifa enn á með- al okkar og við hlustum á sög- ur þeirra um lífsbaráttu þeirra og foreldra þeirra með undrun og lotningu, lotningu fyrir því þreki og þeirri þrautseigju, sem kynslóðin, sem fer að kveðja sýndi þegar hún lagði grund- völlinn að því, sem við nú byggj um á. ÉG TALAÐI nýlega lengi við mann. Ég spurði hann, hvort hann gæti gert sér grein fyrir því, hvað það hefði verið, sem lagði hans lífslínu, ef svo má að orði komast, en hann var fyrsti íslendingurinn, sem lærði ný vísindi og er jafnframt einn merkasti brautryðjandinn á þýð- Ingarmiklu sviði. HANN ÞAGÐI um stund, en leit svo brosandi upp. Hann sagði: „Þakka þér fyrir spurn- inguna, ég hef oft hugsað um þetta og ég veít það. Afi rninn gerði mig að . . .“ og svo nefndi fiann vísindin sín, ,,og amma rnín gerði rnig að . '. og svo nefndi hann mesta áhugamál Veðrabrigði sitt. Amma hans sagði honum sögur og vakti áhuga hans og ‘afi las fyrir hann í erlendri bók og vakti áhuga hans fyrir vís- indagreininni. Það er mikill arf- 1 ur, sem við höfum fengið. | VIÐ MEGUM EKKI gleyma honum á mótum vetrar og sum- 'ars, því að einmitt þá verður íokkur svo mjög hugsað til lið- jinna áratuga, baráttunnar, sem háð var svo að segja á hnján- um í lágum hreysum við kröm og kulda. í rafljósum, við út- varpstækin, í bifreiðum, kvik- myndahúsum og leikhúsum, flugvélum og glæsilegum skip- 'um, megum við aldrei gleyma fortíðinni, því að þaðan höfum við allt. Hún bendir okkur líka til framtíðarinnar, kennir okkur störfin, segir okkur hvað við jeigum á hættu og hvetur oltkur til starfs og dáða. NÚ HEFUR verið brotið blað í stjórnmálasögunni. Um það er engum blöðum að fletta. Við erum á leiðinni til nýrrar póli- tískrar skipunar, hversu langur tími, sem líður þangað til áhrif- ín koma skýrt í Ijós. Gamall tími er að syngja sitt síðasta vers. í moldviðri þessarar daga komum við ef til vill ekki auga á straumana eða stefnu þeirra, en það virðist auðsætt, að eftir einn áratug verði ný þróun í stjórnmálum tekin við, hreinar línur, staðfastari stefna og betri stjórnarhættir. ÞAÐ ER undirstraumurinn í þjóðfélaginu, sem ræður þessu, alveg eins og þegar sést á siglu- toppum við hafnarbakkann að stormur sé í aðsigi, þó að sjór sé ládauður og logn á landi. Gleðilegt sumar og þökk. fyrir veturinn. Gleðilegt smnarl HvannbergsbræÖur (Frh. af 12. síðu.) I nokkur áhorfandi fékk komið auga á félagana. Á brautarstöðinni heyrðust fagnaðarhróp og hnífilyrði. Lettneskir flóttamenn dreifðu j flugritum meðal mannfjöldans.' Eden og Lloyd tóku á móti Rússunum. Síðan var ekið til Claridge hótels í Mayfair, þar sem B og K eiga að búa. 20 lögreglumenn á bifhjólum fylgdu þeim um göturnar. Víðavangshlaup ÍR kl. 2 í dag. 41. VÍÐAVANGSHLAUP ÍR fer fram í dag á suitiardaginn fyrsta eins og venjulega, hefst hlaupið í Hljómskálagarðinum og lýkur þar einnig. Alls eru 17 keppendur skráð- ir til leiks frá 5 félögum, ÍR og'. KR senda 5 hvort félag, UMSE og UÍA senda 3 hvort samband og HSÞ 1. Meðal keppenda verð ur Svavar Markússon, KR, sig- urvegari frá í fyrra, og Krist- ján Jóhannsson, ÍR, sigurveg- ari 1952, 1953 og 1954. Hlaupið er sveitakeppni og er keppt í 3ja og 5 manna sveit um. í fyrra sigraði ÍR í báðum. Verðlaunagripina gáfu Hallgr. heitinn Benediktsson og Sani- tas h.f. íf- SKÓGARMENN KFUM hafa mörg undanfarin ár fagnað fyrsta sumardegi á sérstakan hátt og gera enn að þessu sinni. Gangast þeir m. a. fyrir kaffi- sölu þann dag í húsi félaganna við Amtmannsstíg. Enn fremur j efna þeir til samkomu um kvöldið, þar sem ungir skógar- ( menn tala og syngja, lesa upp og leika á hljóðfæri. Hefur sam lcoma þeirra jafnan verið mjög fjölsótt, og óteljandi Reykvík- ingar hafa drukkið hjá þeim síð degiskaffið sumardaginn fyrsta,! bæði Skógarmenn sjálfir og for eldrar þeirra og ýmsir velunn- 1 arar starfsins í Vatnskógi. Má vænta þess, að gestir þeirra verði ekki færri nú en endra- nær, ekki sízt við síðdegiskaff- ið, sem hefst kl. 3 e. h., skömmu eftir að hátíðahöldum barnanna lýkur í miðbænum. Maðurinn minn 4 PÉTUR Á. JÓNSSON óperusöngvari S verður jarðsettur frá Dómirkjunnj, laugardaginn 21. þ. m. kL 11 fyrir hádegi. — Þeim sem hafa hugsað sér að senda blóm eir vinsamlegast bent á líknarstofnanir. Fyrir mína hönd, barna minna og tengdabarna. % Karen L. Jónsson. Gleðilegt sumar <> A <> X •Ó> <> <-> <■> <> <*-> <> >> <> HÓTEL BORG. er svefnpoki frá MAGNA HF. • -- Veitingar. Sumardaginn fyrsta gangast Skógarmenn KRUM fyrir kaffisölu í húsi KFUM og K, Amtmannsstíg 2 B kl. 3—6 e. h. og kl. 10—11 um kvöldið. Jafnframt efna þeir til SAMKOMU um kvöldið kl. 8,30 með upplestri, söng og hljóðfæraleik. Ungir Skógar- menn tala. Gjörið svo vel að drekka síðdegiskaffið hjá Skógar- mönnum. Sækið samkomuna. Stjórnin. --mj eru opnar frá kl. 10—1 í dag. Agóðahluti rennur til Barnadagsins. Féiag blémaverziarsa í Reykjavík.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.