Alþýðublaðið - 26.04.1956, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 26.04.1956, Blaðsíða 4
4. Alþýgublagjg Fimmtudagur 26. apríl 1956 Útgefandi: Alþýðuflokturúm. Ritstjóri: Helgi Sæmundsson. Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarson. Blaðamenn: Björgvin Guðmundsson og Loftur Guðmundsson. Auglýsingastjóri: Emilía Samúelsdóttir. Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902. Auglýsingasími'. 4906. Afgreiðslusími: 4900. Áskriftargjald kr. 20.00 á rnánuði. Alþýðuprentsmiðjan, Hverfísgötu 8 — 10. Lítillœtið og stórmennskan ÞJÓÐVILJIlSnM og mánu- dagsblað hans halda því fram, að Alþýðuflokkurinn sé lítillátur fyrst hann ætli að una því að fá 8 þingmenn í sumar, þegar Framsóknar- flokkurinn muni hreppa 20. Þetta á að vera sönnun þess, að Alþýðuflokkurinn sé und- irgefinn Framsóknarflokkn- um. Samtímis segja svo í- haldsblöðin, að Framsóknar- flokkurinn sætti sig við allt of lítinn hlut í samningun- um við Alþýðuflokkinn. Þannig er tvísöngur andstæð inganna. Alþýðuflokkurinn getur vissulega látið sér þessar harmatöiur kommúnista í léttu rúmi liggja. Hlut- skipti hans er ólíkt betra en Sósíalistaflokksins, sem hefur verið lagður til hlið- ar eins og brotið verkfæri og verður ekki nefndur á nafn í kosningabarátíunni. Kommúnistahjörðin geng- ur til leiks eins og aftur- göngur. Samt heldur Þjóð- viljinn, að rússneska úti- búið eigi glæsilegan sigur Sameiginleg einangrun VÍSIR reynir að telja les- endum sínum trú um, að bandalag Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins muni efna til samstarfs við kom- múnista um landsstjórnina að kosningum loknum. Til- efnið er sú yfirlýsing Ey- steyns Jónssonar, að áfram- haldandi samvinna Fram- ; sóknarflokksins og Sjálfstæð í isflokksins komi ekki til greina. En viðleitnin er von- laus. íhaldinu og kommún- istum verður búin sameigin- leg einangrun að kosninga- baráttunni lokinni. Rök þessarar afstöðu liggja í augum uppi: Al- þýðuflokkurinn og Fram- sóknarflokkurinn þyrftu ekki að efna til nýrra kosn- inga, ef þeir hefðu léð máls á samstarfi við kommún- ista. Ekkert var auðveld- ara en fá þá til samvinnu um landsstjórnina. En slíkt kom ekki til álita að dómi Alþýðuflokksins og Fram- sóknarflokksins. Hermann Jónasson reyndi stjórnar- vísan. Það á að vera sigur- síranglegt að leggja flokk- inn niður og breiða yfir nafn og númer eins og ræn ingjaskip. Og mennirnir, sem una slíkri hörmung, telja það lítillæti af hálfu Alþýðuflokksins að ætla að sætta sig við meirihluta á alþingi í samstarfi við Framsóknarflokkinn! Áreiðanlega myndi Sósíal- istaflokkurinn gjarna hafa kosið verkaskipti við Alþýðu flokkinn í kosningabarátt- unni í sumar. Foringjum hans þætti gott til þess að hugsa að taka þátt í sam- starfi, sem táknaði tímamót íslenzkra stjórnmála. Enn- fremur myndi þeim ærið fagnaðarefni, ef Alþýðuflokk urinn hætti sjálfstæðri til- veru eins og Sósíalistaflokk- urinn og kæmi hvergi við sögu. En slíku er ekki að heilsa. Lítillæti meirihluta- vonarinnar er hlutskipti Al- þýðuflokksins, en stór- mennska dauðans örlög Sósí- alistaflokksins. myndun áður en þingi lauk. Hanri spurðíst fyrir um, hversu kommúnistar myndu bregðast við þeirri tilraun, en tók fram, að við þá yrði ekki samið um nein málefni. Kommúnist- ar svöruðu með skilyrðum og vildu auðvitað fá að gerast þáíttakendur að fyr- irhuguðu stjórnarsamstarfi. Þá var ekki annarra kosta völ en efna til kosninga, þar eð samvinna við kom- múnisía var alls ekki íil umræðu. Og þau viðhorf breytast ekkert í kosninga- baráttunni eða að henni Iok inni. Ihaldsblöðunum er þess vegna tilgangslaust að fjasa um það, að bandalag Alþýðu flokksins og Framsóknar- flokksins muni taka höndum saman við kommúnista. Ól- afur Thors nýtur áreiðanlega þeirrar undantekningar fram vegis og hingað til að vera eini stjórnmálaforinginn á íslandi, sem hefur myndað ríkisstjórn með kommúnist- um. Kvenréftindanefnd S.Þ. lýkur sförfum KVENRÉTTINDANEFND Sameinuðu þjóðanna hefur j undanfarið haldið fund í Genf j og gert ýmsar tillögur varð- ! andi kvenréttindamál. Meðal annars ræddi nefndin um tæki ! færi kvenna til menntunar og starfa. Taldi nefndin, að viöa um. helin fengju konur enn ekki sömu tækifæri til mennt- ’ unar og starfa sem karlar. Var Iagt til, að þessi mál yrðu tek- in til meðferðar á þingi Eína- ' hags- og félagsmálaráðs Sam- ‘ einuðu þjóðanna, sem kemúr saman til fundahalda í New York í þessum mánuði. Alþj óðavinnuinálaskrif s tof- an (ILO) hefur látið rannsaka hverning sé háttað með sömu vinnu karla og kvenna í heim- inum. Kvenréttindanefndin óskaði eftir nánari samvinnu við ILO um þessi mál og lét í ljós þá von ,að viðunanleg lausn fengist á þessu máli á næstunni. Nefndin hefur áður haft til meðferðar uppkast að alþjóða- samþykkt um réttindi kvenna er giftast útlendingum. T d., að þær missi ekki sinn upp- runalega borgararétt við gift- ingu, dauða maka, eða við skiln að. Leggur kveméttindanefnd- in til, að uppkastið að alþjóða- samþykkt um þessi mál verði tekið fyrir þegar á næsta Alis- herjarþingi Sameinuðu þ'jóð- Kvikmy BÆJARBÍÓ hóf nýlega sýn- ingar á enskri mynd, er nefnist ,,Það skeði um nótt“, en kvik- myndasagan hefur áður komið út hjá Regnbogaútgáfunni. Aðalhlutverkið í myndinni er léikið af John Mills og verð ég að segja að leikur hans er sá bezti, er ég hef séð um langt skeið. Hann hefur vafalítið aldrei leikið betur, enda er ótti hans og örvilnun svo eðlileg, áð ekki er hægt að sjá að um leik sé að ræða. Phvllis Calvert sýnir oinnig ágætan leik og sama er að segja um Eileen Moore. Föður sárnar ofsalega við kvennaflagara. er þykist hafa svipt dóttur hans sakleysinu, slær flagarann svo að hann læzt af afleiðingum höggsins. Hann gerir sér alls konar grill- ur út af afleiðingunum og kem- ur sér í enn verri aðstöðu en nokkru sinni hefði þurft, en á síðustu stundu uppgötvar dótt- ir hans allt saman og tekst með snarræði að bjarga öllu saman. Mynd þessi er einhver með þeim beztu, sem hér hafa verið sýndar lengi. enda er leikur ! John Mills frábær. Ég ræð því fólki eindreg'ið til að sjá hana. TJARNARBÍÓ sýnir um þess ar mundir mvndina ..Landnem arnir“ með Jack Hawkins og Glynis Johns í aðalhlutverkum. Mynd þessi er út af fyrir sig nokkuð sérstæð og mjög skemmtileg, auk þess að vera alveg sérstaklega falleg lands- lagsmynd í litum. Ekki verður talið að um ýkjur sé að ræða þegar hún er talin ógnþrungin, því það er hún bæði hvað ytri atburði og aðstæður snertir og einnig hinar innri, þar sem ein- staklingarnir eiga í erfiðu sól- arstríði, en vitanlega sigrar hið góða að lokum, þó svo að hinir hvítu innflytjendur í Nýja Sjá- land missi þar við flestir lífið. Leikur í rnyndinni er ágætur verðlaunin JOHN O'HARA, Herbert Kubly og W. H. Auden fengu nýlega National Book Award bókmenntaverðlaunin, sem út- hlutað er árlega fyrir mestu bókmenntaafrek ársins. O.Hara hlaut þessa viður- kenningu fyrir skkáldsögu sína „Ten North Frederick“, Kubly fyrir fræðslUrS^ið „American in Italy“ og Auden fyrir ljóða bókina „The Shield of Arichill es”. Það er félag bóksala og bókaframleiðenda í Ameríku, sem hafa stofnað til þessara verðlauna. Dómnefndin komst m. a. svo að orði um skáldsögu John 0! Hara: „Þar er dregin upp ský- Iaus, berorð og fullkomin mynd af amerískum manni, fjöl- skyldu hans og borginni, sem býr í. Uppbygging sögunnar er meistaraleg, hún ber vott um af burðagott vald á efninu og gæt ir fullkomins hlutleysis í frá- sögninni. O'Hara er harður í horn að taka eins og venju- lega og hér hefur hann skrifað skáldsögu, er túlkar dýpstu til finningar og siðgæðisskynjan.“ Um ljóðabók Audens segir dómnefndin: „Gáfuleg, lipur- lega ort ,efnismikil, alltaf frum leg og rökföst; aldrei skortir andríki, hvort heldur er and- legs eðlis eða veraldlegs.“ Og bók Kundlys segir dórn- nefndin vera „sögu um ástar- ævintýri höfundar og ítölsku , þjóðarinnar. . . þar skiptast á : kímni, viðkvæmi og skilningur 1 á íbúðum annars lands“. hjá báðum aðalleikurunum, en ekki verður hjá því komizt að geta einnig leiks þeirra svert- ingjanna. Inia Te Wiata og Laya Raki, sem leika frábær- lega vel. I Viljið þið sjá góða mynd, þá farið í Tiarnarbíó. Ðr. Gunnlaygur Þórðarson: EINHVER, sem kallar sig 1 „jafnaðarmann“, í Þjóðviljan- um í fyrradag, ætlar að verða svo elskulegur að rifja upp at- riði úr ræðu. sem undirritaður flutti á fundi Málfundafélags jafnaðarmanna 19. marz s.l., en aðalatriði hennar birtust í Al- þýðublaðinu s.l. laugardag. Væri mér sönn ánægja að bví að lána honum handrit ræðunn- ar. Þá verður heiðursmaðurinn að gefa sig fram og láta nafns síns getið við mig, enda þótt hann vilji að vonurn ekki láta það sjást í Þjóðviljanum. Vera má að hann vilji t.d. láta birta ummæli þau, er höfð voru eftir gömlum forustumanni jafnað- armanna á ísafirði, um Hanni- bal Valdimarsson eftir síðasta Alþýðuflokksþing. Eða þá hitt, hve fýsilega Hannibal Valdi- marssyni tókst að gera hug- mynd sína um samstarf við kommúnista. En megintilgang- ur þess ,.samstarfs“ átti að vera eyðilegging Sósíalistaflokksins. Þar var talað af svo miklurn eldmóði. að ýunsum gat í fljótu bragði virzt mögulegt að kljúfa kommúnistaflokkinn. Við nán- ari íhugun hlaut þó hverjum I manni að verða ljóst, að bæði , væri aðferðin í alla staði ógeð- felld og lítt framkvæmanleg. — Eftir játningar í Moskvu um hina gerræðisfyllstu ógnar- stjórn í sögu mannkyns, hefði heldur engum heilvita manni átt að geta komíð til hugar að leita samstarfs við handbendi alþjóðakommúnismans hér á landi, jafnvel þótt þeir gerðust ísmeygilegri en fyrr. Við, sem stofnuðum Mál- fundafélag jafnaðarmanna hugðumst m.a. berjast gegn þessum erindrekum erlendrar einræðisstjórnar hér á landi og höfum því ekki á neinn hátt skipt um skoðun. Vera má að þeir sem fylgja nú Hannibal Valdimarssyni til samstarfs við kommúnista, hafi ekki heldur skipt um skoðun á þeim, en geri þetta allt saman bara til þess að vega þá í góðsemi aftan frá. Nema þeir hafi alla tíð verið kommúnistar og gegnt „vissu hlutverki“ í Alþýðuflokknum og málfundafélaginu allt til þessa, er þeir gátu ekki lengur villt á sér heimildir. Hvorugt er skemmtilegt til afspurnar og er leitt til þess að vita, að slíkir menn skuli hafa átt sinn þáti í að eyðileggja Málfundafélag jafnaðarmanna. En sem betur fer, voru fáir slík ir rnenn innan Málfundafélags- ins og þess vegna neitaði for- maður Málfundafélagsins um almennan fund, til að ræða ,,vinstri-sarnvinnumálin“ á ný, þegar afstaða Þjóðvarnar lá ljós fyrir. En svo sem kunnugt er, fullyrtu þeir, sem börðust mest fyrir samstarfi við kommúnista á fyrrnefndum fundi 19. marz, að Þjóðvörn og fleiri lýðræðis- Framhald á 7. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.