Alþýðublaðið - 08.05.1956, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 08.05.1956, Blaðsíða 2
1 AlþýSublaSlð Þriðjudagur 8, maí 195S S K1Þ AUTGCRl) RIKISINS „Hekia’ austur um land í hringferð hinn 11. þ. m. Tekið á móti flutningi til Fáskrúðsfj arðar, Reyðarfjarðar, Eskifjarðar, Norðfjarðar, Seyðisfjarar, Þórshafnar, Raufarhafnar, Kópaskers og Húsavíkur 1 dag. Farseðlar seldir á morgun. Skaftfellingur fer til Vestmannaeyja í kvöld. Vörumóttaka í dag. jer framleiðir ilöskur og annað | umbúðagler. þegar efni leyfa. j Sparazt gjaldeyrir að upphæð j 8,5 millj. kr. á ári, ef allt gler, I sem notað er í landinu, er fram jleitt hér heima. . Fyrirspurnir ■ hafa borizt um útflutning á gleri, því að rnikil eftirspurn er eftir gleri á heimsmarkaðinum. Þ JÓÐÞRIF AFY{RIRTÆKI“ Sölumaður verksmiðjunnar í lét þess getið við blaðamenn, hve viðtökur almennings hefðu hvarvetna verið góðar, er is- lenzka glerið er boðið til sölu. Margir hefou látið í ljós það á- lit, að verksmiðjan væri þjóð- þrifa fyrirtæki, og ýmsir kveð- ] ið sig heldur vilja íslenzkt gler en erlent. Sókafélagið (Fi’h. af 8. síðu.) samskiptum við rússnesk stjórn arvöld. Guðm. G. Hagalín, rit- höfundur, þýðir bókina, SMÁSAGNASAFN eftir bandaríska Nobelskáldið V/illiam Faulkner. —- Kristján Karlsson ritstjóri velur og þýð- ir sögurnar og ritar inngangs- orð um höfundinn og verk hans. Loks munu svo koma út 1—2 hefti af Félagsbréfi. AUKABÆKUR. Almenna bókafélagíð mun á næsta ári gefa út allmargar aukabækur, sem félagsmenn geta fengið á kostnaðarverði. Nú um mánaðamótin kemur ein þessara bóka út. Er það úr- val smásagna Þóris Bergssonar, sem gefið er út í tilefni af stjö- tugsafmæli höfundar s.l. haust. Myndabókin „ÍSLAND“, sem seldist algerlega upp í vetur, er nú komin aftur. Þeir félags- jnenn, sem ekki fengu eintak þá, geta nú fengið eitt eintak keypt á 75 krónur. Annars er bókin seld í bókabúðum. Samkeppni (Frh. af 8 síðu.) Slysavarnafélagsins, Aron Guð brandsson, stjórnarmaður Fe- lags íslenzkra bifreiðaeigenda, Bergsteinn Guðjónsson, for- maður Hreyfils; Benedikt Sig urjónsson, lögfræðingur og Ól- afur Kristjánsson, deildarstjori bifreiðadeildar hjá Samvinnu- tryggingum. ÚRSLIT Á 10 ÁRA AFMÆLINU. Ritgerðirnar, sem berast. verða dæmdar eftir þeim hug- myndurn eða tillögum, sem í þeim felast, og þeim rökstuðn- ingi, sem fylgir þeim. I heild skal svarið vera um 1000 orð, Úrslit. verða væntanlega birt á 10 ára afmæli Samvinnutrygg’ inga 1. september næstkcm- andi. (Frh. af 8. síðu.) r J Framhald af 1. síðu. MARGRA MILLJÓNA GJALDEYRISSPARNAÐUR Verksmiðjan hefur selt gler það, sem hún hefur framleitt ea ekki þykir fullg’óð vara, við mjög lágu verði, og sér svo kaupendum síðar fyrir einangr- unargleri í stað þess. Fram- leiðsla hennar er um 12 tonn á sólarhring, og afköstin i'yllilega það, sem áætlað var. Enn er ekki framleitt nema rúðugler, ■en ætlunin er að setja upp vél, lausn á því hér, og endurbæta gömlu vélina svo dyggði, sam- kvæmt fenginni reynslu við vél arsmíðina í Noregi, en noa’ska vélin hafði fyrst og fremst verið gerð samkvæmt fenginni reynslu af vél þeirra félaga hér og endurbótatilraunum þeirra á henni. Kom liann því að máli við Kjartan Jónsson, skýrði honum frá því í hverju van- kantar vélarinnar íslenzku væru fólgnir og bað hann að vinna hjá sér að smíði endur- bættrar vélar gegn góðu kaupi og 30G ágóða af væntanlegum hagnaði af sölu. Gerðu þeir með sér samning um þetta, þar seny Jóhannes hét Kjartani ákveðnu kaupi meðan á tilraunum stæði, og síðar sem verkstjóra við framleiðsluna. Hóf Kjartan síð- an smíði vélarinnar, samkvæmt fyrirsögnum Jóhannesar. Er smíði fyrstu vélarinnar var lok- ið í vélaverkstæði Sigurðar Sveinbjörnssonar, sem Jóhann es greiddi Kjai’tani kaup fyrir, var hún sýnd opinberum aðil- um og hlaut góða dóma. Tók Jóhannes þá að vinna að því að fá nauðsynlegan styrk til að fullkomna véiina og veitti Fiskifélagið honum nokkurt fé í því skyni. Jóhannes tekur það fram, að Kjartan hafi unnið mjög vel að þessari smíði, og gert endurbæt urnar á allan hátt samvizku- samlega. Hann tekur einnig fram, að samstarfið við Kjart- an hafi á allan hátt verið mjög gott á meðan á smíði vélarinn- ar stóð, og aldrei hafi verið minnst á riftun eða breytingu gerðra samninga. En þegar tek- izt hafð.i að fullkomna vélina, eins og til stóð, var hún revnd og virtist gefa mjög góða raun. Telur Jóhannes sig þá hafa komizt að því, að Kjartan'liti svo á, að hann ætti heiðurinn af framkvæmdunum, en Jó- hannes ekki. Síðastliðinn laug- ardag býður Kjartan blaða- mönnum svo að skoða þessa nýju og endurbættu vél, án þess að spyrja Jóhannes álits áður um hvaða upplýsingar blaða- mönnum skyldu gefnar Var Jó- hannes viðstaddur blaðamanna- viðtalið, og kom honum þá mjög á óvart, er hann gat ekki betur séð, en að samningar þeirra. Kjartans og hans, væri þar með að einhverju leyti rofinn, þar sem Kjartan skýrði blaðamönn- um þannig frá, að ekki varð öðruvísi skilið en að hann einn hefði annazt allar framkvæmd- ir, — en Jóhannesar var hvergi getið, nema í sambandi við mis- heppnaða tilraun að smíði beitu skurðarvélar fyrir nokkrum árum, Er blaðið spurði Jóhannes um afstöðu hans til málsins, kvað hann þetta hafa komið sér mjög á óvart, og teldi hann einkenni- legt, ■— ef Kjartan teldi í al- vöru um sína eigin uppfinn- ingu að ræða, — að hann hefði þá ekki sagt sér það fyrr, en -unnið að gerð hennar á kaupi frá Jóhannesi og notfært sér styrk, er Jóhannesi var veittur, til að vinna að fullkomnun vél- arinnar, svaraði hann því til, að gerð hennar byggðist á reynslu sinni og endurbætur hennar hefðu verið gerðar sam- kvæmt tillögum, er hann lagði fyrir Kjartan til framkvæmda Kveðst hann, ef til þess kemur, að reynt verða að skera úr um höfundarrétt að þessari vél, munu leggja fram gögn fyrir þar til kvadda, dómbæra menn, er sýni og sanni að hve miklu leyti vélin sé gerð samkvæmt revnslu hans og tilraunum og tillögum til endurbóta. en muni ekki á neinn hátt skerða hlut Kjartans í því sambandi, enda hafi aldrei að sér hvarflað að ganga þar á gerðan samning beirra. að Aiþýðublaðinu fá fi’á byrjun. I DAG er Iniðjudagurinn 8. maí 195C. FLUGFEBÐI8 Flugfélag íslands h.f. Millilándaflugvélin Sólfaxi fer til Glasgow og London kl. 08.30 í dag. Flugvélin er vænt- anleg aftur til Reykjavikur kl. 16.30 á morgun. Millilandaflug- vélin Gullfaxi er væntanleg til Reykjavíkur kl. 23.55 í kvöld frá Kauphöfn og Osló. Flugvélin fer óleiðis til Kaupmannahafn- ar og Hamborgar kl. 08.30 í fyrramálið. Innanlandsflug: í dag er ráð- gert að fljúga til Akureyrar (3 ferðir), Blönduóss, Egilsstaða, Flateyrar, ísafjarðar, Sauðár- króks, Vestmannaeyja (2 ferð- ir) og Þingeyrar. Á morgun er ráðgert að fljúga til Akureyrar (3 ferðir), Egilsstaða, Heliu, Hólmavíkur, Hornafjarðar, ísa- fjarðar, Sands, Siglufjarðar, Vestmannaeyja (2 ferðir) og Þórshafnar. Loftleiðir h.f. Hekla millilandaflugvél Loft- leiða er, væntanleg kl. 09.00 i dag frá New York. Flugvélin fer kl. 10.30 áleiðis til Bergen, Kaup mannahafnar og Hamborgar. FUNDIR Frá Guðspekifélaginu. Lotusfundurinn verður í kvöld kl. 9 í húsi félagsins, Ing- Ólfsstræti 22. Verður þar lesið upp úr Hávamálum Indíalands, minnzt látins félaga, Gretar Fells flytur erindi: „Hamskipti dauðans“, Hjálmtýr Hjálmtýs- son sýngur einsöng við undir- leik Gunnars Sigurgeirssonar, upplestur, leikið á hljóðfæri og að lokum kaffiveitingar. Allir eru velkomnir á fundinn. lii © r m u a y © m A Ð U R Kvenfélag Háteigssóknar héldur skemmtifund í kvöld kl. 8 í Sjómannaskólanum: kvik- myndasýning, Vigfús Sigurgeirs son, og fleiri skemmtaatriði. — Öldruðum konúm í sókninni er sérstaklega boðið á fundinn. HJÓNAEfXI Síðastliðinn laugardag opin- beruðu trúlofun sína ungírú Vil- borg Magnúsdóttir frá Jórvík í Hjaltastaðaþinghá og Erlingur Sigurðsson iðnnemi, Sigurbjörns sonar verkstjóra á Reyðarfirði, Drápuhlíð 4. Dansk Kvindeklub heldur afmælishóf í kvöld kl„ 20,30 í Tjarnarkaffi, uppi. Óháði söfnuðurinn. Sumarfagnaður safnaðarins er í Silfurtunglinu í kvöld kl. 8,3G, meðal skemmtiatriða er brúðu- leikhúsið o.fl. “5- t ■ Frá Hvíta bandinu. Hinn árlegi bazar Hvíta bands ins verður í G.T.-húsinu í dag 8. maí kl. 3 e.h. Mikið af góð- um og vönduðum barnafatnaðl og margt fleira. Ilappdrætti Háskóla íslands, 5. flokkur. Vinningar 850, 2 aukavinningar. Vinningar sam- tals 413,600,00. Hæsti vinning- ur 50,000,00. í dag er næst síð- asti söludagur. Frá skrifstofu borgarlæknis: Farsóttir í Reykjavík vikuna. 22. 28. apríl 1956, samkvæmt skýrslum 20 (23) starf. lækna. Hálsbólga 63 (48). Kvefsótt 117’ (117). Iðrakvef 32 (22). Influ- enza 4 (21). Kveflungnabólga. 4 (4). Rauðir hundar 1 (0). Skar latssótt 3 (0). Munnangur 2 (0). Hlaupabóla 6 (4). Eftir 19. maí eru allir fuglar ' friðaðir nema hrafn, veiðihjalla og kjói, en nú þegar njóta ailar endur og gæsir friðunar, Dýra-verndunarfél íslands. Skipunum Shor Nuns var Mýtt og' þær framkvæmdar ró- lega en hiklaust. Á næstu andrá var vker rnaður kominn á sinn istað. eiðubúinn að taka við rfrékái’i fyrirskipunum. Jón •Stormur varð gripinn annar- legri, eftirvæntingarkenndri ó- «eirð, — hann fann það og vissi, að emhverjir mikilvægir at- i>úrðir voru í nánd, sem hann gat þó ekki tekið beinan þátt í. Hann festi augun á radar- skyggninu og sá þorparana nálgast. Vegna aðstoðar heilans vissi hann, að það var Zorin, sem þarna var á ferð, þekkti meira að segja flugmerki geim- fara hans, enda þótt hann hefði þau aldrei áður augum litið, og sú sjón vakti með honum sama hatur og bardagafýsn og með hinum af áhöfninni. Sér til undrunar komst hann að raun um, að fjendurnir beittu mjög svipaðri árásartækni og notuð var af jarðneskum flugmönn- um, er þeir steyptu sér til árás- ar á geimfarið, en byssur þeirra spúðu einhvers konar skotum. Jón Stormur gat ekki annað en dáðst að því trausti, sem áhöfn- in sýndi foringja sínum, Shor Nun, .sem beið þess rólegur, að geimför fjandmannanna flygju framan að geimfaradeild hans, sem flaug í oddaflugi. Þegar að því kom, mælti 'Shor Nun hægt og rólega: „Dreifið ýkkur,“ og um leið myndaðist breið geil í oddaflugsröðina, svo að árásar- flugvélarnar misstu gersamlega marks. Jón Stormur brosti. Þessi brella var honum kunn. Útvarpið 19.30 Tónleikar: Þjóðlög fr; ýmsum löndum (plötur). 20.30 Veðrið í apríl o. fl. (Pál Bergþórsson veðurfræðingur) 20.55 Tónlistarfræðsla útvarps ins, VII. þáttur: Björn Franz son rekur atriði úr sögu tón listarinnar og skýrir þau mei tóndæmum. 21.40 „Hver er sinnar gæfu smii ur“, framhaldsleikrit um ásti og hjónaband eftir Andri Maurois, 2. atriöi: Brúðkaups ferðin. 22.10 íþróttir .(Sigurður Sigurð. son). 22.25 „Eitthvað fyrir al!a“: Tó: leikar af plötum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.