Alþýðublaðið - 19.05.1956, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 19.05.1956, Blaðsíða 4
AlþýgubiaClg Laugairdagxir 19, maí 195S. Úígefandi: Alþýðuflokkurin*. Bítstjóri: Helgi Sæmundssom. Eréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsom. BlaSamenn: Björgvin GuSmundssom og Loftur Guðmundsson. Æugiýsingastjóri: Emilía Samúelsdóttir. Rrtstjórnarsímar: 4901 og 4902. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusíxni: 4906. Askriftargjald kr. 20.00 á mánuðL Aiþýðuprentsmiðjan, Hverfisgötu 8 — 10. Orð, sem hittu í mark MORGUNBLAÐH) ræðir það í undrunartón, að Bene- dikt Gröndal, frambjóðandi Alþýðuflokksins í Borgar- fjaxðarsýslu, óski sömu Stjórnmálaþróunar og ein- kennt hafi samstarf Alþýðu- flokksins og Framsóknar- flokksins á áraskeiðinu 1934 —1937, þegar íhaldinu var þokað til hliðar og hrundið einu gagnáhlaupi þess af öðru. Samt er þetta ekkert furðulegt. Sú ósk hefur ráð- ið úrslitum þess, að Alþýðu- flokkurinn og Framsóknar- flokkurinn taka höndum sam an í baráttunni gegn íhald- inu. Hún er ekkert einkamál. Þetta er vilji þúsunda frjáls- lyndra umbótamanna um tand allt. Benedikt Gröndal hefur aðeins túlkað hug þeirra. á Akranesfundinum, sem kom Morgunblaðinu úr andlegu jafnvægi. Útúrsnúningurinn á að vera sá, að Benedikt Grön- clal vilji hér kreppu og at- vinnuleysi. Alþýðuflokkn- um og Framsóknarflokkn- um er einu sinni enn kennt um heimskreppuna og af- leiðingar hennar. Slíkur málflutningur dæmir sig sjálfur. Morgunblaðið er hér á hálum ís. Sannleikur- inn um samstjóm umbóta- flokkanna 1934—1937 er sá, að hún vanm þrekvirki, þrátt fyrir heimskreppuna. Endumýjun og aukning at- vinnutækjanna var þá hlut- fallslega mun meiri en í vaídatíð nýsköpunarstjórn- arinnar, sem ríkti þó í mesta góðæri, er íslands- sagan kann frá að greina. Og það er vissulega alger misskilningur, að þjóðar- skútan hafi strandað ó þess um árum. Sjálfstæðisflokk- urinn komst ekki í stjórn vegna þess, að úrræði hans væri einhvei.s virði þá frem ur en nú. Sú ráðstöfnn var gerð til að reyna að sam- eina Isiendinga í skugga síðari heimsstyrjaldarínn- ar. En íhaldið reyndist fljóí lega óhæft til allra hluta annarra en þeirra, að gæð- ingar þess hugsuðu um sjálfa sig og floltkinn. Þjóð arhagsmunirnir gleymdust. Þrekvirkið, sem unnið var á íslandi 1934—1937, er glögg sönnun þess, að sam- starf umbótaflokkanna er bjargræði lands okkar og þjóðar. En íhaldið óttast þá þróun af því að hún kostar það völd þess og áhrif. Morg- unblaðinu má ekki verða til þess hugsað, að sagan frá 1934 endurtaki sig. Benedikt Gröndal rifjaði upp á Akra- nesfundinum staðreyndir hennar með þeim árangri, að íhaldið er í þann veginn að springa af heift. Orðin hafa sannarlega hitt í mark. Blekkingar Morgunblaðs ins eru hins vegar kjörið tækifæri til að segja sann- leikann um afstöðu íhalds- ins til baráttunnar við erf- iðleikana 1934—1937. Hún er táknræn og enn í fullu gildi. Sjálfstæðisflokkurinn mátti hvorki heyra né sjá umbótamálin, sem þá voru gerð að veruleika. Hann barðist gegn endurnýjun og aukningu atvinnutækj- anna, félagsmálalöggjöfinni og fjármálastjórninni, var blindur og sjónlaus á þró- un tímanna og sagði skilið við öíl skilningarvitin nema málið, öskraði nei, þegar nýjungarnar bar á góma, og lét þingfulltrúa sína gerast þófara á alþingi sællar minningar. Og end- urminningu alls þessa er Morgunblaðið að kalla yfir sig með fordæmingunni á Akranesræðu Benedikts Gröndals. Síðasta hálmstráið MÖRGUM finnst athyglis- vert, að Morgunblaðið spar- ar sér venju fremur ádeilurn ar í garð Rússa og kommún- ista. Áður háði það sérhverja kosningabaráttu austur á Moskvubökkum. Nú verður því ekki hugsað þangað. Hver er ástæðan? Kannski sú, sem fram kom í Austfjarðaræðu Bjarna Benediktssonar, að samvinna við kommúnista og „ólukku- fuglinn“ Hannibal Valdimars son sé nú eina von íhaldsíns. Slíkt og þvílíkt er síðasta hálmstráið. Ætli Þjóðviljinn fari ekki að efna í ásjálega mynd af Bjarna. Benedikts- syni? VORMÓT ÍR fór fram á í- þróttavellinum miðvikudaginn 16. maí, en daginn áður var keppt í kúluvapi og kringlu- kasti, en öðrum greinum i'rest að vegna kulda og hvassviðris. VALBJÖRN 4,25. Glæsilegasta afrek mótsins er tvímælalaust stangarstökk Val björns J. Þorlákssonar, en hann stökk 4,25 og fór yfir þá hæð í fyrstu tilraun, hann byrj aði að stökkva 3,50, síðan var hækkað í 3,80. hann sleppti 3, 90, fór síðan yfir 4,00, 4,15 og 4,25 í fyrstu tilraun eins og fyrr segir. Voru stökk hans sér staklega glæsileg og hrííning áhorfenda mikil. Valbjörn lét síðan hækka í 4,37, en met Torfa er 4,35, sett út í SviþjóÖ. Þetta var of mikið að sinni, Val björn reyndi tvisvar, en tókst ekki í þetta skipti. Annar í stangarstökkinu var félagi hans Heiðar Georgsson ' og stökk hann 3,80, Heiðar er ! í framför og er ekki ólíklegt, að hann fari yfir 4 metra áðnr en . langt um líður. IAÐRAR GREINAR. ) í kúluvarpskeppninni á þriðjudaginn var hinn þekkti í þróttamaður, Gunnar Huseby ! meðal keppenda. Hann virðist ; litlu hafa gleymt, þó að all- ' langt sé síðan hann tók þátt í . keppni. Guðm. Hermamison ) sigraði örugglega, síðan kom í Skúli, sem er í mikilli fram- -för, en hann sigraði síðan Guð mund í aukakeppni á miðviku | daginn, Huseby varpaði tæpa 15 metra ,sem er gott hjá hon um lítt æfðum. Friðrik Guð- mundsson sigraði í kringlu- kasti og Björgvin Hólm í spjót- kosti og náði sínum bezta ar- rangri. Árangur í hlaupunum var sæmilegur, en taka verðu.r til- lit til þess að kalt var í veðri og kemur það sér verst fvrir hlauparana. Hilmar er greini- lega beztur af sþretthlaupurun um, Sígurður átti í erfiðleikum með Hafstein, sem er í greini- legri framför. Þórir fékk sænii legan tíma á 400 m. og sigraði með yfirburðum. Langstökkið var ekki gott, keppendur óöruggir í atrenn- unni, en Einar var beztur. ÚRSLIT: FYRRI DAGUR: Kúluvarp: 1. Guðmundur Hermanr.sson. KR. 15,47 m. 2. Skúli Thorarsensen ÍR. 15,07 3. Gunnar Huseby KR. 14,95 4. Andrés Bjarnason A. 13,64 11,50. Kringlukast: 1. Friðrik Guðmundsson KR. 47,95. 2. Þorsteinn Löve KR. 46,34 3. Guðmundur Hérmahnsson KR. 46,30. SÍÐARI DAGUR: 100 m. hlaup. 1. Hilmar Þorbjörnsson A, 11.0 2. Guðjón Guðmundss. KR. 11,2 3. Guðmundur Vilhjálmsson ÍR. 11,2 : 4. Einar Fiímannsson KR 11,6 800 m. lilaup: 1. Dagbjartur Stígsson Á 2:03,9 2. Kristleifur Guðbjörnsson KR. 2:07,1 3. Hermann Stefánsson Á. 2:08,5 4. Jón Gíslason UMSE 2 03,7 3. Andrés Bjarnason Á. 13.75 4. Friðrik Guðmundsson KR. 13,53 m. 400 m. hlaup. 1. Þórir Þorsteinsson Á. 5.1,1 2. Sigurður Gíslason KR. 53,7 3. Rafn Sigurðsson UIA 53,9 Stangarstökk. 1. Valbjörn Þorláksson ÍR 4,25 2. Heiðar Georgsson ÍR 3,30 3. Einar Frímannsson KR. 3,20 Spjótkast 1. Björgvin Hólm ÍR. 53,93 m. 2. Sigurður Pálsson KR. .48,15 3. Skúli Thorarensen ÍR 39,15 - 3000 m. hlaup. L Sigurður Guðnason ÍR. 9 16,2 2. Hafsteinn Sveinsson KR. 9:16,8 3. Sveinri Jónsson UMSE 9:33,3 Langstökk: Kúluvarp: ,1. Einar Frímannsson KR 6,67 1. Skúli Thorarensen ÍR 15,33 2. Björgvin Hólm ÍR 6,35 m. 2. Guðmundur Hermannsson 1 3. Helgi Björnsson ÍR. 6,17 m. KR. 15,24. ) 4. Uhnar Jónsson Í.R. 5,62 m. Skúli. rusar óhannessonar ÞÉR LÁ MIKIÐ Á suður, Lárus minn. Embættisstörf og annríki urðu til þess, að þér var ekki færl að fylgja eftir hinum geysifjölmenna fundi ykkar Bjarna Benediktssonar, „fjöl- mennasta stjórnmálafundi, sem haldinn hefur verið á Seyðis- firði" sbr. Morgunblaðið. Fylgja hinum góða málstað ykkar eft- ír með því að mæta á fundi okkar umbótabandalagsmanna og tæta þar í sundur Málflutn- ing okkar og lýsa þar hinum miklu afrekum þínum í þágu kjördæmisins. Ja, mikið lá þér á upp úr helg inni. Hefur þú þó svo mikið létt af þér önnum, að þú hefur séð þér fært að senda mér vin- arkveðju. Þú, sem aðdáendur þínir kalla drenglyndasta manri, sem gist hefur Austurland, þú eða þínir flokksmenn ógna ekki fólki með atvinnumissi eða að- stöðukúgun, þú, Lárus Jóhann- esson, talar um sölu á atkvæð- um, sölu á flokkum, sölu á mér á fæti, mikið var að ekki var nefndur blóðvöllur með þinni ágætu kveðju. Hver er ástæðan fyrir því, að þér og ykkur fé- lögum eru kauo og sala alltaf svona ofarlega í huga ef minnzt er á kosningar? Það skyldi þó aldrei vera, að á ykkur sannist máltækið, það, sem tungunni er tamast, er hjartanu kærast. Þú segir, -Lárus, að mér líði illa. Mikið rétt en ekki af þeim á- stæðum, er þú vilt vera láta. Aðstæður mínar eru breyttar. , Mér hefur verið sýnd hlífð og ' sanngirni nú undanfarið, því er ’ nú lokið. | Þú, Lárus, varst fyrstur tíl þess að senda mér opinbera vin- arkveðju í Morgunblaðinu þriðjudaginn 15. þ.m. Ég vitna til dómgreindar Seyðfirðinga I hvor okkar fer með réttara mál í sambandi við hinn geysifjöl- menna fund ykkar Sjálfstæðis- manna, hvort í frásögn minni er nokkur personuleg moðgun i við Lárus Jóhannesson eða ! aðra. j Við Álþýðuflokksmerin á Seyðisfirði erum menn til þess ! að meta að verðleikum um- |hvggju þína fyrir sálarheill (okkar í sambandi við kaup og , sölu. Ég er viðbúinn fleiri vin- arkveðjum frá þinni hálfu. Ég ásamt meirihluta Seyðfirðinga ' munum færa þér þakkir sunnu- 1 daginn 24. júní. Þá munum við senda þér þá einu kveðju, er ekki verður misskilin. Gunnþór Björnsson. Hafnarfjörður verður á Reýkjavíkurvegí 1 dagana frá 21.— 27. maí. Mjög margir glæsileglr muriið. Styrkið dagheimilið með því að kaupa miðana. DAGHEIMILISNEFNDIN.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.