Alþýðublaðið - 26.05.1956, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 26.05.1956, Blaðsíða 4
4 Atþýðublaðið Laugardagur 26. maí 1356 Útgefandi: Alþýðuflobkurinm. Kitstjóri: Helgi Sæmundsson. Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarson. Blaðamenn: Björgvin Guðmundsson og Loftur Guðmundsson. Auglýsingastjóri: Emilía Samúelsdóttlr. Ritstjórnarsímar: 4901 og 1902. Auglýsingasími: 4908. Afgreiðslusími: 4900. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði. Alþýðuprentsmiðjan, Hverfisgötu 8 — 10. Eyjaferð Heimdallar HEIMDELLIN GA R fóru um hvítasunnuna til Vest- mamiaeyja að halda þar hátíð. Ferðin átti að verða Sjálfstæðisflokknum til gagns og sóma og þátttak- endunum tilbreyting og hressing. Hvort tveggja átti að geta tekizt. Sjálfstæðis- flokkurinn hefur átt miklu fylgi að fagna í Vestmanna- eyjum um langt áraskeið, en þarf að endurnýja forustulið sitt þar, því að Jóh. Þ. Jós- efsson alþingismaður er orð- inn aldraður og þreyttur, þó að hann gefi kost á sér til framboðs einu sinni enn. Og Eyjarnar eru Capri norður- hafa, svo að æskufólkið gat vissulega gert sér von um ógleymanlega hvítasunnu. En ferðalagið fór mjög á annan veg en til var ætlazt. Unglingarnir misstu stjórn á sér strax og skipið Iagði úr höfn. Jóhann Þ. Jósefsson vildi snúa við í Reykjanes- röstinni, en fékk því ekki ráðið. Það hefði þó verið viti meira, þar eð ferðin varð öll- um aðilum til vansæmdar. Æskan sem alizt hefur upp á heimilum góðborg- aranna í Reykjavík og á að erfa Sjálfsfæðisflokk- inn, fyrirtækin, bílana og húseignirnar, hegðaði sér eins og skríll í Vestmanna- eyjum. Heimdellingar gengu um göturnar með ópum og óhljóðum, með- an þeir stóðu í fæturna, og heimamenn horfðu á gest- ina furðu lostnir og sárreið ir. En vaxtarbroddi Sjálf- stæðisflokksins fannst þetta ekki nóg. Heimdell- inga gerðu hróp að Ingólfi Jónssyni ráðherra og Jó- hanni 1». Jósefssyni, þegar þeir hófu stjórnmálaræð- ur sínar, sögðust vera komnir til að skemmta sér og ekki vilja heyra það, sem foringjarnir hefðu að flytja. Bjuggust Reykja- víkurstrákarnir til að ryðj- ast út úr fundarsalnum í fylgd með vinstúlkum sín- um, sem fermdust í fyrra eða hitteðfyrra, en sættu þó fortölum og voru um kyrrt. Hitt hefði samt ver- ið öllum aðilum sæmra, því að Heimdellingarnir hefndu sín með því að hlæja að Ingólfi ráðherra og jafnvel að baula að honum. Neyddist Jóhann Þ. Jósefsson til að kvarta yfir framkomu og athæfi unglinganna, en slíkt gerði Leikur aðeins illt verra. Hér var hvorki staður né stund til að kaupa mannasiði. Hneykslið spurðist að sjálfsögðu til Reykjavíkur og var gert að umræðuefni í dagblöðum höfuðstaðarins nema Morgunblaðinu, og Vísi. Afleiðing þess hefur orðið sú, að Morgunblaðið stórreiðist Alþýðublaðinu og fer um það verstu orðum fyrir að minnast á ósómann. Því finnst allt hafa verið í stakasta lagi nema það, að „vissir menn reyndu að stofna til leiðinda í sam- bandi við hvítasunnuferð- ina“. Að öðru leyti var allt eins og bezt verður á kosið! Leiðindin eru þau, að unga fólkið í Heimdalli hefur orðið sjálfu sér og flokki sínum til opinberr- ar vansæmdar, sýnt Vest- mannaeyingum fáheyrða ókurteisi og komið fram eins og skríll við tvo af f orustumönnum Sjálf- stæðisflokksins, Ingólf Jónsson ráðh. og Jóhann Þ. Jósefsson. Slíkt og því- líkt á að ræða og fordæma. Heimdallur verður að halda vormót sín uppi á öræfum, ef æskan í Sjálf- stæðisflokknum getur ekki viðhaft mannasiði í þétt- býlínu. Foreldrar ungling- anna, góðborgararnir í Revkjavík, hljóta að krefj- ast þess af Sjálfstæðis- flokknum, að haldið sé uppi aga og velsæmi í skemmtiferðum Heimdall- ar. Og forustumenn félags- ins eiga að nota tækifæri gagnrýninnar til að knýja fram nauðsynlega og við- unandi breytingu. Það gera þeir hins vegar ekki. Morgunblaðið ver ósóm- an rétt eins og það vilji meira af svo góðu. Auðvitað ee engin ástæða til að gera þessi leiðindi að pólitísku æsingamáli. For- ustumenn Sjálfstæðisflokks- ins hljóta að harma ófögn- uðinn og vansæmdina. En hvítasunnuferð Heimdallar til Vestmannaeyja er sönnun þess, að skemmtanalíf ís- Ienzkrar æsku sé á allt of lágu siðferðisstigi. Allir að- ílar verða að sameinast um að bæta úr því vandræða- ástandi, en til þess að það sé hægt ber Morgunblaðinu að breyta um stefnu eða þegja. Afstaða þess er engu betri en framferði Heimdell- inga. UM SJÖ ÞÚSUND MANNS sáu Akurnesinga sígra Va' sl. fimmtudagskvöld í kappleik hér á íþróttavellinum í tilefni af 45 ára afmæli Vals. Sigur Akurnesinga var ótvíræður, 5 mörk gegn 2. Fyrri hálfleik lauk nreð 3 gegn 1, en þeim síöari með 2 gegn 1. Dómari var Þorlákur Þórðarson og dæmdi vel. Veður var gott, en sól háði Ieikmönnum nokkuð, einkum í fyrri hálf- leik. Með Val kepptu að þessu sinni ,,gamlir“ leikmcön, þeir Albert Guðmundsson, Ellert Sölvason og Sigurður Óíafssön. FYRRI HÁLFLEIKUR. Leikurinn hófst með sókn Akurnesinga, sem var hrundið, og fyrstu sex mínúturnar var skipzt á upphlaupum, sem nán- ast voru könnunaraðgerðir til undirbúnings frekari aðgerðum. Á 7. mínútu áttu Akurnesingar sitt fyrsta skot á Valsmarkið, kom það frá Þórði Þórðarsyni, en markvörður varði auðveld- lega. LOLLI SKORAR FYRSTA MARKIÐ. Er 10 mínútur voru af leik voru sóknaraðgerðir farnar að harðna og hraðinn að aukast. Valsmenn voru í upphlaupi. Knötturinn er sendur út á hægri vallarhelming, Ægir, h. úth., jEær hann, sendir yfir til vinstri, þar er Lolli fyrir, brun- ar fram með knöttinn, leikur á annan bakvörð mótherjanna og sendir síðan knöttinn með föstu og lágu skoti á morkið og skor- ar. Lolli er einn af hinum þrem „gömlu“, en hefur ekki leikið með Val í meistaraflokki síð- ustu fimm ár. Hann stundár nú knattspyrnukennslu á vegum K.S.Í. ÞÓRÐUR JÓNSSON: TVÖ MÖRK Á TÍU MÍN. Við markið eykst hraði leiks- ins enn. Akurnesingar sækja fast fram, og á 15. mín. kvitta þeir, er Þórður Jónsson úth. fær knöttinn vel fyrir frá Sveini Teitssyni, með öruggri loftsend ingu. Þórður skýtur þegar í stað og skorar með mjög fastri snún| ingssendingu. Skömmu síðar er . Albert í færi og skýtur á mark- j ið en of hátt. Akurnesingar ( sækja nú jafnt og þétt á meö f vaxandi þunga. Halldór sendir knöttinn með föstu skoti á mark ið, en Björgvin er vel á verði og bjargar örugglega. Þá á Rík- harður allharðan skalia á mark ið eftir sendingu frá Þórði Þórð arsyni, en yfir. Hornspvrna á Val er varin og sókn hafin, en Akranesvörnin stöðvar hana á vítateig. Á 25. mínútu eru Ak- urnesingar í sókn, leika rólega og smjúga gegnum Valsvörn-j ina og sóknin endar á skoti frá Þórði Jónssyni, snöggu og hörðu. sem sendir knöttinn í netið. Áfram er varizt á báða bóga. Valsmönnum tekst ekki að brjótast fram til skotaðstöðu á Akranesmarkið, sóknaraðgerð ir þeirra alltof hægar. Á 30. mínútu hefst leiftursókn Akur- nesinga og áður en varir eru framherjarnir komnir í skot- málsstöðu. þar fær Helgi Björ.g- vinsson innherji knöttinn og skorar með föstu skoti, þriðia mark Akuvnesinga. Þánnig lýk ur þessuín hálfleik með sigri Akurnesinga 3:1. Tvívegis á þessum síðustu 15 mínútum virtust Valsroenn vera að ná sér á strik, en seinagangur hamlar í bæði skiptin endan- légum aðgérðum. SEINNI HÁLFLEIKUR. Er 4 míiiútur voru liðnar af seinni hálfleik átti Albert skot á rnark- úr um 25 metra færi. Knötturinn stefndi í vinstra horn marksins, Helgi hoppar upp, en knötturinn skríður yfir hornið. Litlu síðar er sókn Ak- urnesinga í algleymingi, þeir bruna fram sem einn maður, knötturinn þýtur sem örskot frá manni til manns. Hinn mikli hraði og snöggu skipting- ar trufla mjög Valsvörnina. Miniiingarorð agnús MAGNÚS var einn af elziu og mætustu Hafnfirðingum, en Hafnfirðing kalla ég hann, þó að hann hafi ekki verið fæddur í Hafnarfirði, en í Hafnarfirði hefur hann dvalið yfir 50 ár og má því segja, að hans ævistarf sé helgað Hafnarfirði. Þar hef- ur hann lifað og starfað sín manndómsár og lagt sinn góða skerf að uppbyggingu bæjarfé- lagsins með látlausu heiðarlegu starfi, og unnið sér hylli og traust allra, sem honum hafa kynnzt. Magnús var fæddur í Arnar- nesi í Garðahreppi 28. ágúst 1872. Vandist hann strax í æsku við öll algeng störf bæði til sjós og lands, en sjómennsku stundaði hann mikið á sínum yngri árum og fyrstu árin eftir að hann kom til Hafnarfjarðar. En aðalstarf hans í Hafnarfirði var verkstjórn við fiskverkun, síðustu árin hjá S.f. Akurgerði. Avann hann sér í því starfi trausts og vináttu húsbænda sinna og ekki síður verkafólks- ins, er hjá honum vann. Magn- ús var maður fastur fyrir og ákveðinn, en dagfarsprúður. Slíkum mönnum er gott að kynnast og umgangast. Magnús tók allmikinn þátt í félagsmál- nnesso sóknin nær hápunkti í skoti Helga Björgvinssonar, sem fær knöttinn sendan, óvaldaður, og skýtur þegar á markið föstu skoti: Markvörður Vals er ekki rétt staðsettur og fær því ekki að gert. Knötturinn hafnar í netinu. Eftir þessi snöggu og á- hrifaríku átök fara Akurnesing ar sér rólega um skeið. Vals- menn komast í sókn, en eins og áður eru allar sóknaraðgerðir þeirra of hægar, og vörn mót- herjanna tekst næsta auðveld- lega að brjóta hana á bak aftur. Stuttu síðar sendir Ríkharður Þórði loftsendingu, Þórður skallar þegar og skorar 5. mark i ið. Enn sækja Akurnesingar á. Ríkharður fer fyrir, samherjar hans fylgja fast á eftir. Sókn- i in endar með föstu skoti frá - honum, en markvörður Vals i grípur knöttinn föstum tökum • og senair hann langt íram. Þar fær Albsrt knöttinn, sendir hann þegar til Lolla, sem sækir hratt fram og sendir fyrir. Gunnar Gunnarsson á í skalla- einvígi, en missir sjónir af knett inum, Albert nær honum og sendir á markið, Helgi heidur knettinum, hann fer aftur til Alberts, sem skorar með föstu skoti. Var þetta tilþrifamesta sóknarlota Vals í leiknum, enda gaf hún tilætlaðan árangur. Akurnesingar fá litlu síðar j aukaspyrnu, sem Sveinn Teits- j sbn framkvæmir vel að vanda. j Hann sendi til Halldórs, sem Iþegar skýtur á rnarkið mjög I fast, en Björgvin varði meist- | aralega. Er urn 30 mínútur voru af leik varð Albert að yfir- gefa völlinn, vegna meiðsla, sem hann hlaut af sparki. Páil Aronsson kom inn í hans stað, og lék rösklega þann tíma, sem eftir var. Er 5 mínútur voru eftir af leiknum virtist Ríkharð ur ætla að fá tækifæri til að bæta 6. markinu við, svo úrslit- in vrðu þau sömu og við úr- valið. Hann fær knöttinn send- an inná miðjuna, tekur eitt af sínum snöggu viðbrögðum og , hyggst ryðjast í gegn. Árni jNjálsson, sem fylgdi honum ! fast eftir gat þó með nærveru ! sinni haft svo truflandi áhrif á j aðgerðir Rlíkharðs ao honurn ; geigaði skotfimin og þaut knött u.rinn rétt yfir slána. Enn áítu Akurnesingar eitt tækifæri, á 44. mínútu, er Halldór séridi fast fyrir, en Björgvin sá við lekanum og varpaði sér snar- lega í veg fyrir knöttinn og hélt honum vel. Þar með lauk þess- um seinni hálfleik með sigri Akurnesinga ins og þeim fyrri, en með 2:1. Magnús Jóhannesson um um skeið, bæði í verkalýðs- - hreyfingunni og Góðtemplara- j réglunni. Og í bæjarstjórn Hafnarfjarðar átti hann sæti frá 1914 til 1920. Magnús var giftur Jóhönnu Bergsteinsdóttur, sem látin er fyrir nokkrum árum, og eigri- uðust þau 6. börn. Son sirin misstu þau uppkominn, en 5 eru á lífi, 3 dætur .og 2 synir, tápmikið dugnaðarfólk, eins og það á kyn til. Með Magnúsi er hniginn í valinn nýtur og gegn maður, jsem lokið hefur miklu og far- sælu ævistarfi. j Blessuð sé minning hans. ! Hafnfirðingur. Eins og fyrri daginn báru Akurnesingar mjög af keppi- nautum sínum um allan hraða og knattsendingar. Vörn þeirra hefur styrkst mikið með því að Guðmundur Sigurðsson lék v. bakvörð. Þol liðsins og samtakamáttur ber ijósan vott þess, að ekki hefur verið slegið slöku við æf- ingar. Skotfimi allra framherj- anna er og mjög eftirtektar- vero, nú er það ekki Ríkharður og Þórður, sem aðeíns geta „hleypt af“ heldur eru þeir all- ir fimm hver öðrum snjallari og óragari við að skjóta, hvern- ig sem aðstaðan er í það og það skiptið, það er heldur ekki tví- nónað við það. Eins og sakir standa er Reykjavíkurliðunum óhætt að bæta nokkru við sig, ef þau eiga að bera sigurorð af Akurnesingum á næstunni. Valsliðinu var vissulega mik- Framhald á 7. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.