Alþýðublaðið - 26.05.1956, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 26.05.1956, Blaðsíða 5
ILaugardagur 26. maí 1956 EINS OG MÁLUM er háttað tel ég, að.Norðmönnum beri að foeita sér gegn því, að Spáni verði veitt aðild að Atlantshafs- foandalaginu. Sú afstaða er ekki neitt einsdæmi. Allur almenn- ingur í Noregi •— ríkisstjórnin líka — virðist á sama máli. Samt sem áður liggja forsend- •iurnar ekki Ijóst fyrir. ÁKVÆÐI STOFNSKRÁR- INNAR EKKI HÁTÍÐLEGA TEKIN. Lesum við stofnskrá Norður- Atlantshafsbandaiagsins er ekki auðvelt að koma Franco undir ákvæði hennar. Þar stendur, að foandalagið skuli halda vörð um írelsi þjóðanna, sameiginlegan menningararf og menningu, á grundvelli lýðræðis, einstak- lingsfrelsis og jafnréttis gagn- vart lögum. í annari grein tekst foandalagið á hendur að „efla sínar friálsu stofnanir". En aðildarríkin hafa ekki á fieinn hátt lagt sig fram um að taka slíkt hátíðega. Aðilar eins 'og Portúgal og Tyrkland upp- fylla ekki þær kröíur.: sem við ■gerum til vestrænna lýðræðis- ríkja. Og ekkert aðildarríkja er krafið reikninga um bað hvern- jg það ,,efli sínar frjálsu stofn- anir“. Við getum meira að segja Elegið því föstu, að við eigum ollu frernur sameiginlegan rnenningararf rneð Spánverjum en Tyrkjum. EINRÆÐI FRANCOS EKKI VERST . . . Mundi spænsk alþýða, sem við höfum mesta samúð með, telja það svik við sig væri Spáni veitt aðild að Atlants- foafsbandalaginu? Eða mundi lienni fyrir það eflast þróttur til að krefjast a,ukins lýðræðis? Er skárra að láta Bandarík'ja- toenn eina um að hafa taum- liald á Franeo? Einræði Francos er ekki versta tegund þess, sem nú við- Francisco Franco. gengst í veröldinni. Og við telj- uim rétt að hafa vinsamleg sam- foönd við stjórn, sem hefur á enn hrottalegri hátt þverbrotið allt lýðræði, einstaklingsfrelsi og réttaröryggi. En því er til að svara, að eitt er að vilja hafa vinsamleg sam- skipti við öll ríki og þjóðir og annað að gerast beinlínis vopna foróðir einræðisherrans. Slíkt svar ber þó að skilgreina nánar. BANDALAGIÐ ER FYRST OG FREMST IIERNAÐAR- BANDALAG. Yrðum við að ganga í styrj- Sld upp á líf og dauða, mund- um við ekki skoða huga okkar uim að ganga í bandalag við Franco, ef fyrir það yrðu meiri A I þýð u bIað i S Torolí Elster: OFT HEFUR borið á góma undanfarin ár, hvorí ekki eigi að leyfa Spáni inngöngu í Atlantshafsbandaiagiö. Jafnaðarmenn eru mjög anclvígir þessari hugmynd og hafa iðulega mótmælt henni í ræðu og riti. í meðfyigj- andi grein gerir norski rithöfundurinn Torolf Elster glögga grein fyrir sjónarmiðum þeirra, sem ekki viija Franco og sálufélaga hans í Atlantshafsbandalagið. Grein in birtist nýlega í aðalmálgagni norska Alþýðuflokksius Arbeiderbledet í Oslo, en Elster skrifar í það um síjórii mál og menningarmál og þykir ófeiminn að setja fram skoðanir sínar af uirfsku og skapríki. líkur til að sleppa liíandi úr þeim liildarleik. Flest rök hníga að því að líta beri á Atiantshaísbapdalagið fyrst og fremst sem bsint hern- aðarbandalag. Ég held, að það sé ekki og verði aldrei sérlega tilvalinn grundvöllur að lýð- ræðislegr i ,. Atlantshaf sþ j óða- samvinnu“. Almenna vestræna stjórnmálalega og efnahagslega samvinnu ber að efla á öðrum vettvangi. Þar með getum við talið, að lýðræðislegu ákvæðin í stofn- skránni séu orðin þýðingarlaus. Hlutverkið verður að verja á- kveðið svæði gegn styrjöld, og gildir þá einu hvort þar ríkir lýðræði eða ekki. Frá okkar sjónarmiði er ekki mest um vert að. verja Spán, sem auk þess er landa sízt í hættu, held- ur hitt, að við séum betur varð- ir fyrir að ná þeirri hernaðar- lega mikilvægu aðstöðu, sem Pyreneuskaginn veitir. HUGSJÓNALAUS PÓLITÍK. Eitt svar liggur í augum uppi: fordæma ber þá skynsemispóli- tík, þar sem tilfinningarnar eiga engan rétt á sér. Milljónum manna hefur skap azt sjónarmið til mannréttinda og samábj'rgðar þjóðanna fvrir ugg og ógnir áranna 1930—40. Þeir menn líta ekki á Franco eingöngu sem ómerkilegan ein- ræðisherra í Iandi, sem ekkert veltur á, heldur tákn þess, sem við téljum einm.itt að éyða beri úr veröldinni. Tákn, sem er því meir tengt andúðarkennd okk- ar, að aðrar lýðræðisþjóðir sviku spænska lýðræðissinna í borgarastyrjöldinni. Við, sem munum þetta, erum því af ein- lægni mótfallin, ao tengja for- lög okkar þeim. sem drápu sína eigin landa í blóðugustu borg- arastyrjöld. er um getur. Þetta hljóta flestir að skilja. Ekki vil ég þó skilyrðislaust halda því fram. að þetta hafi mikla pólitíska þýðingu í sjálfu sér. í fyrsta lagi er þetta hinni yngri kvnslóð aðeins söguat- riði. í öðru lagi hefur Spánn orðið okkur eins konar hand- hægur snagi til að hengja hug- sjónaspjarir okkar á. Hvað lát- um við okkur hina spænsku þjóð varða að öðru leyti? Og enn má spyrja, — ef við í einlægni viljum lýðræðislegt samstarf með þjóðum, eru þá þessar tilfinníngar okkar nægi1 leg ástæða til þess að við stönd- um í vegi fyrir því, sem meiri- hluti samstarfsaðila er með- mæltur? í öðrum löndum ráða aðrar tilfinningar. sem við neit- um að taka nokkurt tillit til. Og við verðum einnig að gera okkur ljóst, að við vorum svo til einir um að líta á spænsku borgarastyrjöldina sem einvígi rneð lýðræði pg harðstjórn. Er þetta þá ekki aðeins nýtt dæmi um. hlægilegt smá- mennskustórlæti okkar. lítillar útkjálkaþjóðar, sem telur sig þess umkomna að segia um- heiminum fyrir um það, hvað rétt sé og rangt? MARKMIÐIÐ GERBREYTT. Ég lít þannig á afstöðu okkar til Francos og Atlantshafsbanda lagsins: Flverju vildum við ná með stofnun Atlantshafsbandalags- ins? Við vildum ná svo sterkri aðstöðu, að ekki yrði á okkur ráðizt. Og við vildum skapa valdajafnvægi, er gæti orðið grundvöllur að friðsamlegum samningsumræðum. Nú er óhætt að fullyrða, að þessi tvíþætti tilgangur hefur náðst, — án aðildar Spánverja. Auk þess hefur hernaðarlega tæknileg og stjórnmálaleg þró- un málanna gerbrevtt spurn- ingunni um stvrjöld eða frið. Baráttan hefur nú óvefengjan- lega færzt að öllu leyti yfir á hið stjórnmálalega svið, og Vest urveldunurn er nú beinlínis hættulegt að halda sér í trássi við hinn þrönga. hernaöarlega tilgang. Vesturveldin eiga nú aðeins tveggja kosta völ: — Að þeim takist fyrir gætilega stjórn- málastefnu að hafa áhrif á póli- tíska innri þróun í Ráðstjórn- arríkjunurn. Og forðasí að lenda í nokkrum deilúm eða átökurn ,við nokkurt ríki eða ríkjasam- bönd. Er nokkur svo vitlaus að halda, að okkur muni veitast auðveldara að hafa friðsamleg áhrif á þróun málanna í Sovét- ríkjunum, ef við veitum Spán- verjum aðild að Atlantshafs- bandalaginu á þeirri banöarísku forsendu, að í'ranc-o sé frum- herji andkommúnismans? Mundi það ekki öllu fremur verða til að renna stoðum undir þann grurs, að Atlantshafsbanda lagið hafi einnig árásartiigang? Um leið og Vesturveldin sýna, að þau séu fús til friðsam- legra samskípta við Sovétríkih, er það orðin stórpólitísk nauð- svn, ssm allt veltur á að veroi skilyrðislaust fullnægt, að vio sönnum •— og sönnum fyrst og fremst í verki — virðingu vora fyrir lýðræði og mannréttind- urn. Og það svo greinilega, af> ekkert járntjald geti falið þa.S sjónum manna. Á ÞVí VELTUR UM ÖRLÖG VOR. Og það getur orðið Vestui- veldunum til glötunar, ef vio gerum okkur ekki Ijóst, að lýð- ræðinu cg mannréttindúnum stafar ekki aðeins hætta ai kommúnismanum, heldur fýrst og fremst af hinu garnla hern- aðareinræðí. seni Franco er nú orðið alþjóðlegt tákn fyrir. Ef þau gerast opinber banda- lagsaðili hins gamla hernaðai- einræðis, höfum við óafturkall- anlega glatað trausti umheims- ins. Tilraunir Vesturveldanna í þá átt í Asíu hafa orðið þeir.o dýrkeyptari en tap margra hei- fylkja. Þótt Norðmenn standi svo einir uppi. verða þeir að halda áfram baráttunni gegn því, að Spáni verði veitt aðild að At- lantshafsbandalaginu. Iíann er tákn þess valds, sem við megum ekki hafa nein samskipti við, ei: við viljum standá vörð um frels ishugsjónirnar í heiminum Með tiliiti til spænsku þjóo- arinnar er það að segja, að við megum ekki þvinga neina þjóo til að gjalda fyrir okkar eigin hugsjónir. Að vísu hefur Spáni (Frh. á 2. síðu.) Det Danske Filmmuseum frumsýndi þann 14. þ. m. Japönsku mynd'ina ’..Gem- baku No Ko“, eða börnin frá Hiroshima, sem víð minntumst á í vetur í bætt- inum. Mynd þessi heíur hvarvetna vakið geysi at- hvgli og væri vonandi að hún ætti eftir. að koma hér innan ekki langs tíma, þó ekki sé mikið útlit til þess. Myndin fjallar um kennslukonu frá Hiroshima, sem í sumarfríinu sínu 1952 fer til borgarinnar að reyna að leita uppi ættíngja og vini, en finnur minnst af því, sem hún leitar að. — Flestir eru dánir eða þá svo illa farnir af völdum sprengingarinnar. að hún þekkir þá vart aftur. THE MAN WITH THE GOLDEN ARM. Mynd þessi var sýnd ný- lega í Landskrona og segir dönsk gagnrýni um har.a að „eiturlyfjanautn, ofdrykkju og grófum nektarsýningum ásamt niðurlægingam skuggahverfanna er slengt framan í andlit áhorfenda, sem ekki geta annað en orðið slegnir yfir cilu þessu.“ Þá veit maður á hverju er von í þessari mjög svo 'umtöluðu mynd Frank Sin- atra, sem væntanlega kern- ur á Tripolibíó. Énskir dómar varpa fram þeirri spurningu hvort Sinatra hafi ekki gengið of langt í hrottaskap í mynd þessari og skapað sér með því rek- ar óvinsældir áhorfenda en vinsældir. Mynd þsssi virð- Ur myndinni Börn Hiroshima. íst í einu orði sagt vera all hroðaleg. Þarf þá víst líka sterkar taugar tíl aS sjá hana. ÍSRAELSK KVIKMYND. Hæð 24 svarar ekki. heít- ir fyrsta ísraelska kvik- myndin, sem fr.umsýnd var í Kaupmannahöfn nýlega. Mynd þessi fjallar um unga ísraelsmenn, er hyggj -ast leggja undir sig hæð eina í útjaðri Jerúsalems- borgar nóttina fvrir voþna- hlé, sem Sameinuðu þjoo- irnar hafa komið á, en í skilmáluhum var fólgið. að allt það landssvæði. er ísra- elsmenn réðu yfir að morgni, skyldi verða beirra framvegis og hæð þessi var hreint ekki Íítils virði hernaðarlega. Hinum ungu föðurlandshetjum 'tekst að ná tíl hæðarinnar, en þeg- ar til á að taka um morg- uninn, svarar hæð 24 ekki, því að þau hafa öll látið Iif- ið, er á hæðina herjuðu. Zvi Kolitz og Peter Frye hafa samið kvikmyndar- handritið eftir sögu, sem Kolitz hefur skrifað. Siikor Films framleiða mynclina, en stjórnandi er Thorold Dickinson. Af aðalleikarum má nefna: Michael Wager, Edward Muthare, hlaya Ha- rarit, Aie Lavie og Micha- el Shilo. Fæst eru þessi nöfn r.eitt þekkt ennþá, en eftir hæfi- leikum. þeim, er þessir leik- arar sýna í myndinni, má mikils vænta af þeim í fram tíðinni og búast má við mikilli framtíð í ísraelskum kvikmyndaiðnaði, þar sem allar aðstæður þar eru s5zt værri en í Hollywood. Og nú eru Israelsmenn kornrúr á sporið og væri vonandi að þeim takizt að halda því — því frá þeim má mikils vænta.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.