Alþýðublaðið - 01.07.1956, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 01.07.1956, Blaðsíða 1
XXXVII. ár*. Sunnudagui- 1. júlí 1956 157. tbl. Hátíð í Skálholti í dag: SKÁLHOLTSHÁTÍDIN er í dag. Hún er haldin í minningu níu alda biskupsstóls á íslandi. í ár eru níu aldir frá því ísleifur Gissurarson var vígður biskup yfir íslandi. Hátíðin í dag er stærsta kirkjuhátíð, sera hingað til hefur verið haldin á íslandi. Fjöldi erlendra kirkjuhöfðingja er kominn til landsins til að sækja. hana og munu þeir flytja ávörp. Flestir innlendir prestar og kirkjuleiðtogar verða í dag saman komnir í Skálholti til að taka þátí í hátíðahöldunum. Stærsti samæfður kór, sem nokkurn tima hefur sungið á ís- landi mun syngja í fyrsta sinni. Forseti landsins flytur ávarp og setur hátíðina og biskupinn leggur hornstein að hinni nýju dómkirkju í Skálholti. Icirkja og embættisbústaður rís af grunni. —Þannig mun Skálholtsstaður líta út, er hin nýja Saltað á yíir 20 plönum Síldvefðisamning- arnir sfaðfestir. HINIR nýju samningar um kjör síldveiðisjómanna viS !Faxaflóa hafa nú verið teknir íyrir í hlutaðeigandi félögum og staðfestir. Voru samningarn- ir endanlega staðfestir í Sjó- xnannafélagi Reykjavíkur og Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur þegar um síðustu lielgi og Sjómannafélag Hafn- srfjarðar samþykkti samning- ana rétt eftir helgina. Verka- lýðs- og sjómannafélag Akra- ness tók samningana fyrir á að- alfundi félagsins um síðustu lielgi og samþykkti þá þar með einu skilyrði. Varð nokkur á fFrh. á 2. síðu.) Hæstu bátarnir meS nær 1000 tunnur; 2 bátar kcmu tii Óiafsfjarðar með 700 tunnur hvor. Fregn til Alþýðublaðsins. Siglufirði í gær. MIKIL SÍLD er nú hér á Siglufirði og saltað á öllmn plön- um eða yfir 20 stöðum. Var veiði injög góð í nótt og hefur mikil síld borizt á land. Hæstu bátarnir eru með nær 1000 tunnur. í gærmorgun höfðu borizt hingað alls 6000 mál og tunnur. Síldin er nú það feit og góð, að megnið af henni fer í sölt- un. Afgangurinn fer 1 bræðslu. í fyrradag komu þessir bátar inn með afla: Akurey með 150 tunnur, Smári með 350 tunnur, Garðar með 264 mál, Helgi Fló- ventsson með 70 tunnur, með 140 mál, Kristján með 70 mál, Björg með 70 tunnur, Grunnfirðingur með 70 mál og Björgvin með 186 tn. og Gull- tunnur. (Frh. á -3. síðu.) Hátíðahöldin hefjast í dag.kl. 11 fyrir hádegi. Þá mun klukk- um verða hringt og hempu- -♦klæddir prestar og biskupar ganga í skrúðfylkingu til hátíð- arpallsins. Þar hefst hátíða- messa. Biskup Islands, herra Ásmundur Guðmundsson, pré- dikar, en altarisþjónustu ann- ast ásamt honum vígslubiskup- ar landsins. Kirkjukórar úr öll- um prófastsdæmum landsins syngja hver í sínu lagi og sam- eiginlega undir stjórn dr. Páls ísólfssonar. Á hádegi leggur biskup ís- lands hornstein að hinni nýju Skálholtskirkju, en svo er til ætlast að hátíðargestir aðrir en biskupar og prestar verði kyrr- ir á hátíðarsvæðinu. Síðan halda gestir hátíðarinnar að Laugarási og snæða hádegis- verð í húsakynnum Rauða kross ins. AVARP FORSETA Kl. 14 flytur forseti íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson, ávarp og setur hátíðina. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur þjóðsönginn ^undir stjórn Paul Pampichler. ■ r ■ ga Fjöhnennasta för hljómsveitarinnar tií I þessa er á fimmtudag. SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ís í Tvær flugvélar munu lands fer aðra hljómleikaferð sína út á land á þessu sumri n. k. fimmtudag. Er hér um að ræða fjölmennustu för sveitar- innar til þessa. f förinni verða rúmlega 50 hljóðfæraleikarar, en stjórriandi verður Wilhelm Schleuning og einsöngvari Kristinn Hallsson óperusöngv- ari. Leilsið verður í Samkomu- liúsi Vestmannaeyja, sem tekur upp undir 590 manns í sæti. hljómsveitina fram og til Efnisskráin á tónleikum þess um er fjölbreytt og mjög að- gengileg, en hún er þannig: PrélUdes, eftir Liszt, ar rósir, vals eftir Johann Strauss, yngri, og tveir þættir úr symfóníunni Nýi heimur- inn, eftir Dvorák. Eftir hlé: Til- brigði eftir Brahms við stef eft- ir Haydn, 3 aríur eftir Mozart og loks forleikurinn að óper- unni Tannháuser eftir Wagner. Stórviði úr gömlu kirkjunni. — Ljósm. U. S. Kl. 14.20 flytur kantötukór með aðstoð hljómsveitar hluta af há tíðaljóðum eftir séra Sigurð Einarsson. Höfundur kjntötunn ar, dr. Páll ísólfsson, stjórnar, 100 manna kór úr kirkjukórun- um í Reykjavík syngur og frú Þuríður Pálsdóttir og Guð- mundur Jónsson óperusöngvari syngja einsöng. Höfundur ljóð- anna, Sigurður Einarsson, kem ur fram og segir fram kafla úr þeim. HÁTÍÐARÆÐA OG ÁVÖRP Kl. 15.10 flytur dr. Magnús Jónsson hátíðaræðu, síðan leik- ur lúðrasveitin. Kl. 16 flytja er- lendir fulltrúar ávörp og þá verður hlé til kl. 18 að lúðra- sveit tekur að leika. Kl. 18.10 verður leikþáttur fluttur, „Leift ur liðinna alda“ eftir séra Svein Víking. Þar koma fram ýmsar kunnustu leikkonur landsins sem táknpersónur trúar, sögu og framtíðar, og persónur verða um 15, sem fram koma í ýmsum gervum. Leikstjóri er Lárus Pálsson. Kl. 18.50 syngja kirkju kórar ættjarðarlög og kl. 19,10 flytur kirkjumálaráðherra lok-a- ávarp. BRÁÐABIRGÐASENDISTÖf) Öllum hátíðahöldunum í Skálholti verður útvarpað. Hef ur verið komið þar fyrir bráða birgða sendistöð,.sem sendir að Selfossi og þaðan fer hljóðið í síma í útvarpsstöðina í Reykj a- vík. Pósthúsið verður opið í Skál- holti í dag. ÖIl bréf verða bar stimpluð með sérstökum stimpli, sem aðeins verður rpt- aður þennan dag í tilefni hátíð- arinnar. Starfsmenn frá símanum hafa far.ið austur og komið -b.ar fyrir skiptiborði, svo þar Vf rð- ur því eins konar símstöð opin í allan dag. HÁTÍÐAHÖLD f REYKJAVÍK Kl. 11 á mánudagsmorgun 2. júlí hefst hátíðamessa í Dóm- kirkjunni í Reykjavík. Séra Jón (Frh. á 8, síðu.) ,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.