Alþýðublaðið - 01.07.1956, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 01.07.1956, Blaðsíða 4
4 Albýgublagjg Sunnudagur 1. júlí IHf'S. m m -;Q Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Eitstjóri: Helgi Sæmundsson. Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. Blaðamenn: Björgvin Guðmundsson og Loftur Guðmundsson. Auglýsingastjóri: Emilía Samúelsdóttir. Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði. AIJ ýðuprentsmiðjan, H\ »rfisgötu 8—10. Ósómi í blaðamennsku iö ÍSLENZK blaðamennska virðist smám saman breytast til hins betra, þó að sumum finnist réttilega þróunin allt of hægfara. Ritstjórarnir eru hættir að ærumeiða hver annan í blöðum sínum, og þersónulegar ádeilur í garð andstæðinga gerast fátíðari og hófsamlegri. Sú viðleitni þarf að halda áfram, unz blöð in einbeita sér að málefna- legum umræðum. Þetta tek- ur sinn tíma, en viðleitnin ætti að vera augljós og telj- ast góðs viti. Það er sómi ís- lenzku blaðanna, ef rökín mega sín meira en skaps- munirnir. Eigi að síður verður að játa, að blaðamennska okk- ar íslendinga er enn á allt of lágu siðferðisstigi. Blöð- unum ferst ekki að reyna afsakanir og ádeilur í þessu sambandi, enda er Alþýðu- blaðinu ekkert slíkt í huga. Hins vegar finnst því tíma- bært að gera einn þátt fréttaflutnings ísl. blaða að umræðuefni. Hér er átt við þá hvimleiðu staSreynd, að lesendur geta lítið eða ekkert mark tekið á upp- lýsingum um fundi og fund arsókn. Frásagnirnar í ný- afstaðinni kosningabaráttu voru yfirleitt á þá lund, að fundir samherjanna væru fjölsóttari en þekkzt hefði í manna minnum og mál- flutningurinn metafrek, en andstæðingarnir hefðu tal- að fyrir auðum stólum og ekkert haft til málanna að leggja. Niðurstaðan varð svo sú, að lesendinn gat engu trúað af því að honum hlaut að vera Ijóst, hversu fréttaflutningurinn var fjarri öllum sanni. Blöðin höfðu í huga að taka hér upp sérstaka áróð- ursaðferð, en hún missti ger- samlega marks. Lesendurnir sáu í hendi sér, að ekki myndi allt með felldu. Árang urinn varð sá, að fólkið í landinu hætti að trúa funda- fréttum blaðanna og leit á þær sem broslegt en hvim- leitt fyrirbæri. Tortryggnin olli því, að nokkuð dró úr ájóðrinum undir lok kosn- ingabaráttunnar. Og nú ætti að mega krefjast þess, að ís- lenzku blöðin hætti þessum ósóma í eitt skipti fyrir öll. Það væri þeim sjálfum fyrir beztu. Blöðunum ber skylda til að skýra rétt frá staðreynd um. Hundrað manna kjós- < endafundur Alþýðubanda- lagsins í Hveragerði má hvorki verða tvö hundruð rnanna fundur í Þjóðviljan- um daginn eftir né fimmtíu sálna samkoma í Morgun- bíaðinu eða Vísi. Dæmið er valið af handahófi, en allir vita, hvað átt er við. — Pólitískum baráttumönnum er heimilt að gefa þær skýr ingar, sem þeim sýnist, á orsökum þess, að margir eða fáir sækja kjósenda- fundi, en þeim á að vera óstæít á því að fara rangt með tölur og aðrar stað- reyndir. Um þetta er ekki hægt að setja Iög, en blöð- in verða að búa sér til í þessu sambandi reglu, sem þau fylgi undantekninga- laust. Stjórnmálaflokkun- uni er enginn greiði gerður með röngum upplýsingum um fundasókn og málflutn- ing í opinberum umræð- um. Slíkt er alger misskiln- ingur. En blöðin glata trausti fólksins og gera sig að viðundri með hlekking- um um atriði, sem f jölrrtjarg ir samborgarar kunna skil á og geta um borið. Breyting í þessu efni á að koma með þeim hætti, að lesendur neyði blöðin á löng- um eða skömmum tíma til að gera iðrun og yfirbót. Blöðin verða að sjá sóma sinn í að hverfa frá því ráði að beita lítilmótlegum og hvim leiðum blekkingum og Iíta á það sem ófrávíkjanlega skyldu sína að segja satt og rétt frá um staðreyndir eins og þessum. Sú breytíng er ennþá nauðsynlegri en aukin hófsemi í ummælum um rit- stjórana og stjórnmálafor- ingjana, þó að hún sé sannar- lega góðra gjalda verð. Ósóm inn, sem felst í því að fara rangt með tölur og staðreynd ir vitandi vits, er smánar- blettur á íslenzkri blaða- mennsku og má ekki líðast. Og því fyrr, sem. við strjúk- um hann burt, því betra. Askriffasímar blaðsiits eru 4900 og 4901. VÍSINDAMENNIRNIR, sem unnið hafa að lausii" fylgihnatta vandamálsins, eiga nú einn þátt óleystan — hvernig þeir eigi að ná fylgihnöttunum áftur til jarðar. Forustuvísindamenn á þessu sviði ræða um að gerður verði loftbelgur úr ryðfríu stáli, er dragi úr fallhraða hnttarins, — en verði fylgihnöttunum ekki náð, geta þeir orðið að „flökku- hnöttum“, unz þeir eyðast. Það er Richard W. Porter, for seti nefndarinnar bandarísku, sem skipuð var til að athuga hina tæknilegu hlið fylgihnatta málsins, er lagt hefur þessa til- lögu fram fyrir Franklínsstofn- unina í Philadelphiu. Þrír vísindamenn úr nefnd- inni stinga upp á því að fylgi- hnötturinn verði að utan klædd ur hitaeyðandi efni, sem komi í veg fyrir að hann bráðni og eyð ist við þann ógurlega núnings- hita, er myndast við fallið til jarðar. Enda þótt vísindamenn- irnir viðurkenni að það sé með afbrigðum erfitt að ganga þann ig frá fylgihnöttunum, telja þeir að það muni takast, en nánari ákvörðunum hefur verið slegið á frest unz gengið hefur verið frá teikningum að slíkum hnetti í öllum aíriðum. ENN MARGT ÓLEYST Bandarísku vísindamennirnir eru þó ánægðir með þann ár- angur, sem þegar hsfur náðst, þar sem þeir eru enn á undan vísíndamönnum annarra landa í kapphlaupinu. Þegar hefur verið gengið frá teikningunum í öllum aðalatriðum. Eftir er þó að rannsaka hvort hentugast muni að nota beryllium, rnagne sium eða aluminium sem aðal- efni í þennan tuttugu þumlunga fylgihnött, em skotið verður 800 mílur út í geiminn í þrísprengju flugskeyti. Þessir þrír málmar eru álitn- ir hentugastir til að gera úr hnött, sem verður í senn nægi- lega sterkur og nægilega léttur. Ekki er hægt að búast við að hnettirnir haldizt yfirleitt til langframa í himinhvolfinu, þar sem milljónir loftsteina geysast um með ógurlegum hraða. Þar verða ekki neinir lögregluþjón- ar til staðar til að stjórna um- ferðinni. Áætlað er að fyrsti hnötturinn verði smíðaður í rannsóknastofum flugdeildar sjóhersins, en einkafyrirtækj- um síðan falin smíði ellefu ann arra, — en afráðið er að Banda- ríkjamenn sendi alls tólf slíka fylgihnetti út í g f inn land- fræðiárið 1956—’58. Hefur þeg- ar verið samið um smíði á flug- skeytum til að bera hnettina út fyrir aðdráttraflsvið jarðirnnar, þar sem þeim er ætlað að snú- ast með átián þúsund mílna hraða á klukkustund. Skömmu eftir að bandarísk stjórnarvöld höfðu viðurkennt tillöguna um að senda fylgi- hnetti til rannsókna út í geím- inn, og yrði það framlag til landafræðirannsóknaársins, tóku vísindamenn brátt að at- huga möguleikana á smíði fylgi hnatta, sem ná mætti aftur ó- skemmdum til Jarðar. Vandamálið varðandi smíði hnatta, er látnir yrðu eiga sig úti í geimnum á meðan þeir héldust þar við, var í sjálfu sér nógu örðugt viðureignar, og enn er það ekki að öllu leyti leyst. Aðalvandamálið var og er til dæmis fyrst og fremst að koma öllum nauðsynlegustu mæli- tækjum fyrir í hnattkúlu, sem ekki er nema tuttugu þunilung ar að þve'rmáli. ervimá skemmair En svo voru það geimgeisla- fræðingarnir, sem komu fram með þá uppástungu, að smíðað- ir yrðu fylgihnettir, er náð yrði aftur til jarðar með efnafræði- legum sýnishornum um áhrif geimgeislanna eins og þeir eru úti í himinhvolfinu. Eftir að þeir hafá borizt til jarðarinnar gegnum gufuhvolfið breytast þeir á ýmsan hátt og verður því aðeins vitað um upprunaeðli þeirra, að takast megi að fá vit- neskju um þá eins og þeir eru utan gufuhvolfsins. Þetta verð- ur því aðeins gert, að unnt reyn ist að ná fylgihnöttunum aftur til jarðar. Að öðrum kosti falla þeir út af braut sinni um leið og þeir missa snúningshraðann, bráðna og eyðast. Porter álítur hins vegar að með því að gera loftbelg úr ryð- fríu stáli utan um fylgihnöttinn, sem þendist út sjálfkrafa uni leið og hnötturinn missti upp- runalegan snúningshraða sinn og yrði þá þrjú fet að þvermáli, væri þessi vandi ráðinn. Ryð- frítt stál hefur neínilega bræðslumarkið 2650 stig í Fa- hrenheit, en reiknað hefur ve- ið út að núningshitinn, er skap- ast rnuni við fallið, nema ekki nema 2540 gráðum. Þar ssm belgur þessi yrði gerður næf- urþunnur, eða aðeins þrjúþús- undasti hluti úr þumlungi, mundi hann ekki auka neitt á þyngd fylgihnattarins, en hins vegar yki hann ummál hans, er drægi úr snúningshraðanum og fvrir bragðið héldist hnötturinn lengur á braut sinni. Tillaga Portérs er nú í nánari athugun hjá sérfræðingum nefndarinn- ar. NY GERD GREIN SÚ, sem hér birt- ist, er eftir Bárð G. Tómas- son skipaverkfræðing og birtist hún í Ægi, tímariti Fiskifélags íslands fyrir skemmstu, í þættinum Skip og véíar. ALLA TÍÐ, frá því stuttu eftir síðustu aldamót um 1908 að farið var að hafa stýrishús á fiskibátum, ,var skipsrýrninu skipt þannig: Aftast í skipinu var vélin, þar yfir vélarreisn og stýrishús, miðskipa fiskilest og vinnupláss á þilfarið faman og aftan hefur alla tíð verið not•• aður fyrir veiðarfæri. Á stæri bátunum hefur verið gerð ká- hetta aftan við vélina og á þeim stærstu klefi fyrir skipstióra aftan við stýrishúsið. Fyrir- komulag þetta hefur að flestu leyti reynzt vel, nema bvað framþilfarið er áveðurs, en úr þessu hefur verið bætt á stærri bátunum með því að smíða á þá hvalbak. Þegar skipin hlao- ast verða þau hæfilega hlæð framan og aftan. En það, sem einkum vantar er vinnupláss í skjóli aftan til á skipinu. Þega skip eða einhver annar hlutur flytur, sama hvort bað er tréskip, járnskip eða járnbútur, sem flýtur í bráðnu blýi. er þungi vökvans, sem skipið eða hluturinn ryður frá sér. Þyngd arpunktur uppdriftarinnar (í því formi, sem skipið útrýmir henni) er nákvæmlega lóðrétt undir þyngdarpunkti skipsins. Það er því tilgangslaust (ef sjó- línan ekki lengist aftur) að gera grannar línur í afturhluta skips ef þygndarpunktur þess er ekki færður fram. Skipið mundi síga niður að aftan þar til hinar tvær framangreindu þungamiðjur eru í sömu lóðiínu. Þrátt fyrir það, að vísinda- legar rannsóknir á lagi skipa með tilliti til ganghraðahæfni hafa nú farið fram í nálægt því 100 ár, hefur ennþá ekki fundizt skipsform, sem bundið er við stærðfræðilegar stað- reyndir (geometrisk form). Nokkrar ábendingar hafa þó verið leiddar í ljós, svo ekki þurfi að treysta á „brjóstvit“ eingöngu. Það er talið til báta með til- liti til haðaarukninga að þyngd arpunktur skipsins sé fyrir framan miðja sjólínu. Þess vegna er „krussara“skrtur, sem nær niður fyri srjólínu. til mikilla bóta. Önnu leið, til við bótar, er að færa þyngdarpunkt skipsins framar og er þá tiltæki legast að setja vélina framar í skipið, grenna afturlínur þess og gera framlínurnar gildari. Form skipsins neðan sjólinu verður þá líkt og á fiski, sem talið er að veiti litla mótsíöðu. Sbr. væng á flugvél og nýrízku stýri á skipi. Sjómenn og skipasmiðir á vesturströnd Ameríku hafa hag nýtt þetta fyllilega með því að staðsetja vélina faman við miðju skipsins, eins og gert er í m.s. Fanney RE 4. í bókinni „Fishing Boáts of the World“ segir H. C. Hanson, höfundur erindis um þessi skip, að þau séu notuð til veiða með herpinót, botnvörpu o. fl., sömu leiðis með spröklínu. En tekur svo fram, að hann vonist eftir að geta breytt fyrirkomulaginu svo hægt verði að nota línu. „Be modified so that fisking gear, such as long line can be used“. Hanson segir óbeinlínis, að fyrirkomulag þetta sé ekki hentugt til veiða með línu. Að öllu þessu athuguðu hef- ur Fiskifélag Islands látið gera teikningar af 20 rúmlesta fiski bát, þar sem vistarverur fyrir 5 menn eru aftast undir þilfari og í káhettureisn. í framhaldi af káhettu og rétt aftan við mitt skip er vélin, þar yfir er vélar Framhald á 7. síðu. Sjúkrasamlagi Reykjavíkur verða lokaðar á morgun, mánudaginn 2. júlí Sjúkrasamlag Reykjavíkur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.