Alþýðublaðið - 01.07.1956, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 01.07.1956, Blaðsíða 8
Framhald aí 1. síðu. 1032 ;t: ■ i \ 4 . - 1152 1178 1211 f Skálholtskirkja, sú er Brynjólfur biskup byggði. SKÁIHOLTSANNÁLL GISSUR HVÍTI lét gjöra hina fyrstu kirkju í Skáiholti og var grafinn að þeirri kirkju, segir í Hungurvöku, sögú hinna fyrstu biskupa. Sonur Gissurar og Þórdísar Þóroddsdóítur. syst- Skafta lögsögumanns. ísleifur nam í klaustíirskóla í Herfurðu í Vestfalen, — og er fyrsti íslendingur, er nam tdérkleg fræði erlendis, svo sögur fari af. Erlendir trúboðshisk Vjpar voru þá á Islandi, en Islendingar vildu fá innlendan bisk- Var Isieifur þá kosinn til biskups af aliri alþýðu manna á Vslandi, fór utan á fund páfa, en var vígður af Aðalbjarti, erki- Þiskupi í Brimum, á hvítasunnudag 26 maí. 1056. Vígður til biskups yfir íslandi Gizur ísleifsson. Er hann kom út, segir Hungurvaka, tók hann tign og virðingu svo mikla, þegar snemmendis biskupsdóms síns,, og svo vildi hver maður sitja og standa, sem hann bauð, ungur og .garnall, sæll og fátækur, konur og karlar, og var rétt að segja, að hann var bæði konungur og biskup yfir xandinu, meðan hann lifði. Hann kom á tíund. Hann kvaö á, að í 'Skálaholti skyldi ávallt biskupsstóll vera, meðan ísland er byggt og kristni má haldast. Biskup í Skálholti Klængur Þorsteinsson. Hann iét gera í Skálholti kirkju, ,,er að öllu var vönduð fram yfir hvert hús annað, þeirra, ,er á íslandi voru giör, bæði að viðum og smíði.“ verður biskup í Skálholti Þorlákur hinn helgi Þórhalis- son, eða hinn sæli Þorlákur biskup, — eins og jar- teiknasögur nefna hann. Með honum hefst hér á iandi baráttan milli guðslaga og landslaga, milli kennimanna og leikmanna. Foringi leikmanna er Jón Loftsson. Lát Oddaverjans Páls biskups, sonar Jóns Loftssonar, en þá gerðust þau tíðindi, að „jörð skalf öll og pipraði a£ ótta, himinn og skýin grétu, svo að mikill hlutur spilltist jarðarávaxtarins, en himintunglin sýndu dauðatákn ber á sér, þá er nále»a var komið hinum efstu lífsstundurn Páls biskups, en sjórinn brann og fyrir landinu þá; þar, sem hans biskupsdómur stóð yfir, sýndist nálega allar höf- uðskepnur nokkuð hryggðarmark á sér sýna frá hans fráfalli.“ Sá hinn dýrlegi höfðingi, Páll biskup, var lagð- ur í sarkofagum, steinþró. , Biskup í Skálholti Staða-Árni Þorláksson. Staðarnál hin síðari. Hrafn lögmaður Oddsson, fyrir leikmönnum. brennur Skálholtsdómkirkja. Lýstur eldingu í stöpul- inn. Árni biskup Helgason fer utan til viðarkaupa, en safnar fé í landinu; ný kirkia rís 1311. , Teitur Gunnlaugsson í Bjarnarnesi og Þorvarður Lofts- son frá Möðruvöllum gera aðför að Jóni biskupi Gerreks- syni og sveinum hans. Biskupi drekkt í poka í Brúará. verður biskup í Skálholti Ögmundur Pálsson, hinn síðasti í kaþólskum sið. Skálholtsdómkirkja brennur í annað sinn í hans biskupstíð (1526). Biskup lætur reisa nýja kirkju og veglega. . Nýr siður rvður sér til rúms á íslandi. Gizur Einarsson biskup í Skálholti, fyrstur lúterskra manna. . Hálshöggnir í Skálholti, hinn 7. nóvember, Jón Hóla- biskup Arason og synir hans, Ari lögmaður og Björn prest- ur. Siðaskipti á öllu íslandi. verður biskun í Skálholti Oddur Einarsson, sonur Einars skálds í Heydölum Sigurðssonar. Á efri árum hans brenn- ur Skálholtsstaður. sezt á biskupsstóli meistari Brynjólfur Sveinsson. manna lærðastur og atkvæðamikill. Hann lét reisa dómkirkju, og segir Jón prófastur í Hítardal svo frá, í Biskupasögum sínum, að „ekki hefur nú á séinni tíðum rambyggilegra hús og af betri kostum gert verið af tré hér á laridi held- ur en sú Skálholtskirkja”. Biskup í Skálholtsdæmi meistari Jón Þorkelsson Vídalín. Við hann kennd Vídalínspostilla, safn predikana. Ræðu- skörungur; þar um segir Jón Halldórsson: (M. Jón) . . . hafði hreint og skýrt málfæri, hinn röksamlegasti og á- heyrilegasti predikari, og þótt hann væri vel talandi og stórgáfaður, vandaði hann jafnan sínar predikanir og var því vandlátur um þær við aðra.“ lézt í bólu mikill hluti staðarmanna í Skálholti. Finnur Jónsson, sonur Jóns prófasts í Hítardal, verður biskup. Finnur biskup var merkur fræðimaður, er ritaði m. a. Kirkjusögu íslands á latínu. tekur við biskupsdómi, Hannes, sonur Finns biskuos. Fræðimaður, ritar um mannfækkun af hallærum á ís- landi. Um hans daga, móðuharðindi á íslandi og þjóðar- hagur erfiður, Skálholtsstaður í niðurníðslu, kirkja orð- 1169. 1309 1433. .1521 1540, 1.550. 1589 1639 ■1698 1707 1754 1735 Viðir úr Brynjólfskirkju fundust í gömlu Skáiholtskirkjunni ÞEGAR Skáiholtskirkjan gamla var rifin, kom í ljós, a'ð í henni voru viðir úr Brynjólfskirkjunni. Þarna fannst timbur, sem sannanlega er frá 16. og 17. öld, og á því sér furðnlcga lítið enn. Á breiðum borðum hafa fundist vörunierki frá timb- urkaupmönnum í Guliandi, þar eð komið liið svonefiuia Gul- landstimbur, sem fundist hefur einnig annars staðar. Einnig fannst í kirkjunni loft J lokið sínu hlutverki. Þjóðminja hleri, sem hefur verið minning | safnið fær sýnishorn af viðun- artafla úr Brynjólfskirkju. Hún | um, síðan koma bændur Bisk- er í heilu lagi, loftgatið hei’ur upstungna og kurla viðina. verið sagað eftir töflunni til að hægt væri að nota hana heila. Hún er listilega útskorin og tal ið er að það sé gert af skóia- pilti, er hagur var og hét Ög- mundur Jónsson.. Stafir nokkr- ir í þessari kirkju hafa verið sperrur úr gömlu Brynjólfs- kirkjunni, um það er ekki að villast. Eins og myndin sýnir þá hefur stafurinn einhvern tíma verið í þekju, og eigi lítið vandað til. Hver einasti stafur hinnar fornu kirkju ber vott um mikla vandvirkni, hér er ekki vansmíði á nokkurri spýtu, en allir endar læstir saman, sag- aðir eða höggnir, jafnvel telgd- ir. Hér hafa únnið að hinir beztu og högustu smiðir hvers tíma. Stórviðir þeir, er árið 1646 voru dregnir á ís frá Eyrar- bakka að Skálholti, liggja í dag flatir og fúnir á jörðu og hafa Auðuns dómprófastur prédikar. Eftir hádegið kl. 14 hefst svo hátíðasamkoma í hátíðasal Há- skóla íslands. Rektor Háskólans dr. Þorkell Jóhannesson flytur ávarp og prófessor Magnús Már Lárusson flytur erindi. Auk vess verður söngur. Kl. 16 verð- ur opnuð kirkjuleg sýning í Þjóðminjasafni. Þjóðminjavörð. ur Kristján Eldjárn flytur á- varp og menntamálaráðherra opnar sýninguna. Um kvöldið kl. 19.30 hefst veizla kirkjumálaráðherra að> Hótel Borg. Þar með er hátíðahöldurium.-. í Skálholti lökið. Hátíðariéfnd- in, sem annazt hefur allan und irbúmng að minningarhátíð- inni, er þannig skipuð: Forinaði ur séra Sveinn Víkingur, séra Jón Auðuns dómprófastur, Bald. ur Möller, séra Jakob Jónsson. Búið er að steypa sökkul nýju * Sigurbjörn Einarsson prófestor kirkjunnar og kjallara undir átti sæti í nefndinni, en hann er hluta hennar. í sumar mun nú erlendis og hefur ekki getaö byggingunni verða haldið á- fram. Ætlað er að kirkjan kom ist undir þak í haust, og er þá vel að verki verið. tekið þátt í störfum nefndarinn. ar. Framkvæmdastjóri nefndar innar er Halldór Halldórsson. arkitekt. Sildin Framhald af 1. síðu. FYRSTU BÁTARNIR TIL ÓLAFSFJARÐAR Fyrsta síldin barst hingað í gær. Kom Einar Þveræingur inn með 80 tunnur í gærkveldi og fór sá afli allur í frystingu. I morgun kom Kristján hingað með 700 tunnur í salt og Gunn- ólfur er væntanlegur með 700 tunnur. Víðir var einnig á leið hingað inn með fullfermi, en sneri við til Siglufjarðar, þar sem ekki var unnt að taka við meiri síld í bili. Saltað er nú á báðum plönunum hér. RM. Æifir varS var við mikið af síld vesfan Kolbeinseyja? SKÝRSLA SÚ um rannsóknaleiðangur Ægis, sem gafim var út í fyrrakvöld, komst ekki öll fyrir í blaðinu í gær o% birtist nú sá hluti hennar, er fjallar um síldarleitina og er það Ingvar Hallgrímsson magister, sem samið hefur þett* bráðabirgðaálit. Það er lítillega stytt hér vegna rúmieysis. „Um síldarleitina vil ég taka fram eftirfarandi: A FYRRI LEIÐANGUR Undan Suður- og Vesturlandi varð engrar síldar vart, nema á litlu svæði út af Selvogi. Vest- ursvæðið við Norðurland var ísi þakið og engin síld undan Norðurlandi, allt austur á móts við Melrakkasléttu. En um 60 sjómílur NA af Langanesi urð- um við fyrst varir við sæmileg- ar torfur á 10—40 metra dýpi. Síld þessi óð ekki, þótt veður væri gott. 'Síldin var á stóru svæði, og gátum við fylgt henni vestur á bóginn á móts við Rauf arhöfn. Virtist okkur síldin á vesturleið. B SÍÐARI LEIÐANGUR Við leituðum nú á nýjan leik á svæðinu norður af Langanesi og urðum strax síldar varir, þeg Skálholtsstaður 1772. in hrörleg, staðurinn illa húsaður. Jarðskálftar vs^da skemmdum. 1796 Biskupsstóll og skóli fluttir frá Skálholti. Skálholts- biskupar síðan setið í Reykjavík. 1954 Skriður kominn á endurreisn Skálholts. Fornleifagröftur í Skálholti. Steinþró Páls biskups finnst þar. 1956, 1, júlí. Hátíð í Skálholti í minningu níu alda biskupsdóms á íslandi. Biskupinn yfir íslandi, herra Ásmundur Guð- mundsson leggur hornstein að nýrri Skálholtskirkj u. ar í kalda sjóinn kom. En síldiru var nú í smáhnoðrum á mjög víðáttumiklu svæðí, en engar torfur, sem við álitum kastandi á. Hins vegar fundum við núi stærri torfur norðaustur af Koi- beinsey, einnig í köldum sjó.. Þykir mér líklegt, að pangaði hafi síldin, er við fundum í fyrri: leiðangri, leitað. Við héldum nú vestur fyrir Kolbeinsey og urðum þar brátt varir við mjög stórar torfur á litlu svæði. Þessar torfur voru í hlýjum sjó, 4—6° heitum.. Lögðum við reknet norðvestur af þessu svæði við sömu hita- skilyrði og fengum þar sýnis- horn, sem sýndi, að hér var um aðra síld að ræða en áður var getið. Þegar leitarveður gafst á ný-.. var gerð ýtarleg leit á svæðinu frá austurkanti Strandagrunns. og austur á móts við Sigluf j örð. Fyrst fann „Ægir“ síldartorfur austur af Skagagrunni. en eng- ar á sjálfu grunninu. Var síðan: haldið út Húnaflóadjúp, og; fannst síld á þeim slóðum, erc hún óð ekki. Rétt austan viS þetta svæði fann svo togarinn: „Kaldbakur" vaðandi síld, og leitaði „Ægir“ þaðan sarnstund is austur á bóginn, og er óhætt’ að fullyrða, að norður og austui” af Skagagrunni var mikið síld- armagn í vænum torfum, eins og skýrt var frá í skeytum fra „Ægi“. " | Eftir að skipum höfðu veri® gefnar leiðbeiningar um þessar niðurstöður, var rannsókn vesli ursvæðisins haldið áfram, ens fyrir vestan austurkant Strand^ grunns fannst engin síld ogj heldur ekki út af Vestfjörðurnu,. „Ægir“ kom til Reykjavíkui?' í gær og mun halda á síldarmið* in á mánudag. Hefst þá veiga* mikill þáttur í starfi skipsinsá en hann er nánari athugun £ síldargöngunum og samstarf við' veiðiflotann. > Reykjavík, 29. júní 1956. J Hermann Einarsson ] (leiðangursstjóri).“ J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.