Alþýðublaðið - 08.07.1956, Page 1
XXXVII. árg.
Sunnudagur 8. julí 1956
163. tbl.
':::: ::::
Það er óblandin ánægja öllurn bændum að koma ilmandi ferskri töðu inn í hlöður. Það, sem af
'er þessu sumri hefur þurrkur verið ágætur víða um land og mikil góð hey eru víða komin inn.
Mynd þessi er tekin austur í Skálholti rétt fyrir hátíðina um síðustu helgi, en túnið þar var al
hirt í vikunni fyrir. Bóndinn, Björn Erlendsson, ekur dráttarvélinni og það virðist ekki vanta
verkafólkið þar ef dæma má eftir tjöldanum, sem í hevvagninum situr. Slík ferðalög má víða
siá þessa dagana. — Ljósm. U.S.
Þó að vélarnar þióti víða um rennislétta velli og snúi mörgum
rifgörðum við í einu, má þó enn siá slíka sión, sem á mynd-
inni þessari. Og alltaf finnst manni eitthvað þjóðlegt við þessa
sjón. — Ljósm. Stefán Nikulásson.
Refir hafa sjaldan eða aldrei
verið eins ágengir og í vor. Hef-
ur dýrið unnið óvenjulega mik-
ið tjón með því að leggjast á fé
og bíta. Hundruð lambsskrokka
hafa fundizt við þau greni, sem
unnin hafa verið. Tjónið, sem
dýrin valda, skiptir því tugþús-
undum. Bændur sáu snemma
að við svo búið mátti ekki
standa. Þess vegna hafa menn
74,59 íHelsingfors
í fyrradag
HELSINGFORS. Alþjóðlegt
íþróttamót var haldið á föstu-
dag á olympíuvellinum hér.
Helztu úrslit urðu þessi: 1500
na hlaup: Vuorisalo 3.49,0, Nje-
minen 3.50,4, Tidwell, USA,
1.50.6. 3000 m hlaup: Huttunen
8.24.6. Tripale C,25,8, Hankia
8.28,4, Mimoun, Frakklandi,
8.30,0. 400 m: Pearman, USA,
47.6. Stangarstökk: Andström
4,40 m, Piironen og Sutinen
4,20. Kúluvarp: Visk, USA,
16,88 m, Ijaes 15.94, Koivisío
15,88. Langstökk: Valkana 7,24.
400 m grindahlaup: Wittenberg
USA 52.8, Mildh 53,1,. Spjót-
kast: Nikkinen 74,59 m., Sillan-
paere 73,40.
SLÁTTUR er nú hafinn um allt land. Bændur á Suður-
landi eru almennt byrjaðir að slá tún sín fyrir nokkru, þeir
liafa ekki getað staðist svo ágætan þurrk, sem verið hefur und
anfarna daga. Reynsla síðasta sumars kenndi bænduni, að hver
dagur getur verið dýrmætur til að ná inn grænni töðu. Spretta
hefur þó yfirlc itt verið slæm vegna óvenju mikilla kulda langt
fram eftir vori.
Túnasláttur hefst óvenjulega
snemma í sumar, þrátt fyrir
kuldana í vor. Þar, sem snemma
var borið á túnin, er k-omin góð
slæja. Sunnanlands eru víða
komin mikil hsy í hlöður, er
það allt nýslegin, græn taða og
algjörlega óhrakin.
Blaðið hefur hringt á ýmsa
staði og spurzt fyrir um hey-
skapinn.
Erlendur í Dalsmynni:
Sláttur hófst fyrir nokkru,
þó er ekki eins vel sprottið og
oft áður um sama leyti. Er það
vegna kuldanna í vor. Snjór
var mikill í fjöllum og víða er
snjór ennþá niður í hlíðar.
Hekla er til dæmis alhvít enn-
þá, og austurfjöllin eru hvít ó-
venjulega langt niður.
Vigfús á Eyrarabakka:
Sláttur hófst hér sérstaklega
snemma, miklu fyrr en vant er.
Er það mikið vegna þess, að
menn báru snemma á túnin og
auk þess var tíð hagstæð fyrir
grassprettu þrátt fyrir kulda,
snemma í vor.
Karl á Hrauni (í Ölfusi):
Flestir bændur hafa nú hirt
mikil b^r. Síðustu viku var hér
afbragðsþurkur, en í gær og
dag hafa komið skúrir ofan í og
spillt mikið fyrir.
í Borgarfirði eru bændur
víða langt komnir að slá tún
sín, á Vestfjörðum hafa þeir
orðið heldur seinni til, sömuleið
ist Austfirðingar, þeir eru sem
sagt nýbyrjaðir að slá, en á
Norðurlandi er sláttur lengra
kominn, sérstaklega inn með
fjörðum þrátt fyrir kuldana í
vor.
Siglufirði í gær.
VEÐUR er nú leiðinlegt á
miðunum o<j afli tregur. Lítil
síld hefur borizt á land hér und
anfarna daga, enda virðist síld-
in hafa færzt mjög austur á bóg
inn. Fara flestir bátarnir bví til
Raufarhafnar. SS.
ALÞÝÐUFLOKKURINN og Framsóknarflokkurinn
hafa báðir talið sér skylt, eins og viðhorf eru nu á stjórn
málasviðinu, að kanna möguleika á myndun stjcrnar án
þátttöku Sjálfstæðisflokksins. Hafa báðir flokkarnir tal- jj
ið rétt, að formaður Framsóknarflokksins, Hermann Jón :
asson, hefði forgöngu um það m.ál og stendur athugun ;
hans á því nú yfir. Báðir flokkarnir hafa kosio nefntlir *
til að fjalla um málið, en þessar nefndir eiga engar við l
ræður við aðra flokka. :
Forsaga þessa máls er sú, að föstudaginn 29. júní áttu •
fulltrúar fyrir þingmenn Alþýðuflokksins og Framsókn ■
arflokksins, þeir Haraldur Guðmundsson og Gylfi Þ. Z
Gíslason fyrir Alþýðuflokkinn, en Hermann Jónasson og :
Eysteinn Jónsson fyrir Framsóknarflokkinn, fund með ■
tveim fulltrúm Alþýðubandalagsins, Hannibal Valdimars •
syni og Einari Olgeirssyni. :
. Á þessum fundi spurðust fulltrúar umbótaflokkanna ■
fyrir um það, hvort Alþýðubandalagið mundi vilja veita ■
minnihlutastjórn Framsóknarflokksins og Alþýðuflokks- »
ins hlutleysi til þess að framkvæma stefnuskrá þessara :
flokka í nánu samstarfi við alþýðusamtökin og bænda- ■
samtökin. ;
Svar þeirra Hannibals og Einars við þessari fyr »
irspurn var algerlega neitandi. Eftir þennan fund :
skrifaði Hannibal Valdimarsson fyrir hönd Alþýðu ;
bandalagsins bréf til Alþýðuflokksins og Framsókn ■
arflokksins og óskaði þess, að þeir tilnefndu menn í •
nefndir til viðræðu um stjórnarmyndun.
Ómökulegt er að segja um niðurstöður af athugun- ;
um Hermanns Jónassonar á myndun stjórnar án þátttöku j
Sjálfstæðisflokksins. Vitað er, að nokkur hluti Alþýðu- j
bandalagsins er fylgjandi samvinnu við Sjálfstæðisflokk ;
inn, svo sem sást á afstöðu þeirra til kæru Sjálfstæðis- ;
flokksins til landskjörstjórnar en ekkert liggur fyrir um j
að sú afstaða sé breytt. Talið er einnig, að Sjálfstæðis- ;!
menn séu áfjáðir í slíka samvinnu. S
Frægasli fimleikafiokkur Svía
kemurog sýnirhér í næsfu viku
Tveir fimleikaflokkar væntanlegir
NÆSTKOMANDI míðvikudag koma hingað til Beykjavík
ur 2 sýningarflokkar frá Stokkhólmi, fimleikaflokkur frá Fim
leikafélagi KFUM og Vinum sænska þjóðdansins (Svenska folk
dansens Vanner). Hafa flokkarnir hér tvær sýningar, verður su
fyrri á miðvikudagskvöld í íþróttahúsinu við Hálogalandi og
hin síðari á föstudagskvöld í Tívolí.
Hingað koma flokkarnir á
vegum 5 aðila, Norræna félags-
ins, fþróttabandalags Reykja-
víkur, og fimleikafélaganna
þriggja, Ármanns, Í.R. og K.R.
Flokkarnir standa hér aðeins
við í 4 daga, en þeir eru í sýn-
ingarferð um Noreg og Færeyj-
ar.
VÍÐFÖRULL FLOKKUR.
Fimleikaflokkur KFUM í
Stokkhólmi er annar þekktasti
fimleikaflokkur Svíþjóðar, og
er líklega sá víðförlasti, en hann
hefur sýnt í nær öllum íöndum
Evrópu, og einnig í Bandaríkf,-
unum. Fer flokkurinn að ja.fu-
(Frh. á 2. síðu.)
leitað og lagst á greni til að
reyna að vinna á varginum.
í Ölfusi hafa tveir menn lagt
til atlögu við refinn, þeir Karl
Þorláksson á Hrauni og Konráð
Einarsson á Grímslæk. Þeir fé-
lagar hafa fengizt við< tófuna
öðru hverju frá því snemma í
júní og hafa unnið 5 gréni. í
þeim náðust 30 dýr, aðallega
yrðlingar, en 8 fullorðin dýr
lágu í valnum. Greni þessi fund
ust öll á Hellisheiði. Við bessi
5 greni fundust um 60 rytjur af
lömbum og efalaust eru einnig
beinagrindur inni í grepjunum.
Karl gerir ráð fyrir því að mörg
greni séu óunnin ennþá, en báð
reynist mjög eríitt að finna þaú,
enda er refurinn slunginn og
beitir hvers kyns. brögðum, ef
(Frh. á 2. síðu.) ;