Alþýðublaðið - 05.08.1956, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 05.08.1956, Qupperneq 5
Sunnudagur 4. ágúst 1SS6 AiþýSublagig o NÝR MORGUNN, nýr há- sumardagur. Við förum í stutta ökuferð um borgina. Leiðsögu- maður okkar er fæddur og upp- alinn hér í Amsterdam, en hef- ui’ ferðazt um Danmörku og talar eitthvert mál, sem líkist meira dönsku en öðrum málum. — Við ökum fyrst um nýja borgarhlutann. Göturnar eru breiðar, og grasflatir og trjá- gróður skipta akbrautunum fagurlega. Húsin eru frekar smá, en sviphrein. í þassu ökum við hjá hæsta húsinu í borg- inni. Það er 12—13 hæðir. Þetta er líka risinn meðal húsanna. En það, hvað húsin eru yfir- leitt smá, bendir til þess, að imdirstaðan sé ekki of traust, enda, eins og kunnugt er, ligg- ur meginhlúti landsins lægra en sjávarmál. — Nú fer hópur rauðklæddra telpna yfir göt- una. Þær eru á uppeldishæli fyrir fátæk börn. Annars eru þær bróshýrar og kátar, og bera það alls ekki með sér, að þær séu vaxnar upp úr bláfátækt. í gamla borgarhlutanum eru göturnar mjög þröngar, og um- íerðin af þeim sökum erfið, einkum vambmiklum bílum eins og okkar. Kannski eru hús- in hér yfirleitt sérlegri í snið- um en í nýja borgarhlutanum, enda sum þeirra afar gömul snildarverk í byggingarlist, sem teljast til dýrmætustu forn- gripa þjóðarinnar. Þetta á kannski einna heizt við sum húsin, sem standa meðfram síkjunum. Og það eru þessi lygnu vötn, síkin og hinar mörgu brýr, sem byggðar hafa verið yfir þau, er gefa borg- inni og rnörgum öðrum bæjum í Hollandi sérstæðan og ég vil segja rómantískan svip. Við einn síkisbakkann liggja stórir og skrautlegir lystibátar, sem hafa þáð hlutverk að flytja fólk um sýkin, einkum erlenda ferðamenn. sem streyma til borgarinnar í þúsundatali á hverju sumri. Við stígum út í einn slíkan bát. Þarna er hvert sæti skipað langferðamönnum af mörgum þjóðernum. Með hátnum er ungur leiðsögumað- «r, sem segir okkur sitthvað fróðlegt um það, sem þarna er að sjá: Talið er, að elzta búðin í borginni sé um 300 ára gömul og elztu húsin frá 11. og 12. öld. Einstök herbergi, í sumum þessara húsa, eru leigð út fyrir nm 3—7 þúsund gillini yfir vik- tina. Síkin í borginni eru sam- tals um 80 km. að lengd, og til jjafnaðar falla tveir bílár í-sík- ín í hverri viku. Sérstök fána- stöng heíur verið reist i borg- inni til minninga um þá. sem látið hafa Iíf sitt af völdum umferðaslysa. á stönginni er f jöldinn allur af örsmáum brí- Tiyrndum fánum. Einu.m slík- um fána er bætt við á stöngina, i' hvert sinn. sem maður lætur lífið í umfeðinni. REMBRANT Enginn kemur svo til Am- sterdam, að hann líti ekki inn í Listasafn ríkisins. Þarna eru margar og veglegar vistarver- ur, og stórir ferðamannahópar frá ýmsum þjóðlöndum reika um salina og virða fyrir sér snilldarverk Rembrants, Ver- meers van Delfts og Frans Hais, svo að nokkrir höfuðsnillingar hollenzkrar málaralistar séu nefndir. Rembrant. Ljósið og skugg- arnir í myndum hans tala til mín á annan og öflugri hátt en birtubrigðin í öðrum snilldar- málverkum, sem ég hef séð, Ljósið flæðir fram í myndum hans, lifandi, magnþrungið, og skuggarnir eru dimmir og djúp- ir og ólga og brima eins og ljós- flóðið. Þetta litbrigðaríka sam- spil ljós cg mvrkurs, er andi Rembrants í myndinni, sál hans og svipur, og ólíkt öllu öðru í málaralist heimsins. Hér, frammi fyrir mörgum hinna fremstu höfuðsnillinga 1 málaralist gamla skólans, skil- ur maður það ijósast, sem maður hefur raunar hugsað áð- ur, að þarna verður engu við Óskar Aðalsfeinn: í Amsterdam í svipnum. Þessi maður, sem þarna stendur, sér ekki mig eða þig og hlustar ekki eftir ysnum og þysnum í kringum sig. Hann er heidur ekki að bíða eftir því, að liósin á torginu verði tendr- | uð. Hann bíður ekki eftii neinu. Hann á sér stóra og máttuga veröld hið innra, töfraveröld, finn ég mynd, sem ég geymi í huganum. Þetta var tréskurðar- mynd af Maríu með Krist í örmum sér, eftir að hann hefur verið tekinn af krossinum: Móð- ir mannsins á jörðinni. hver svo sem hann er og hvernig svo sem hann er gerður, lifir í þessurn tréskurði. Lítir þú í Þriðja greiri. Ármar hluii. bætt. Og hugur mans fyllist nýju trausti og þakklæti til þeirra málara nútímans, sem leita nýrra leiða í list sinni. Það á vissulega við hér. að það líf, sem ekki endurnýjast á hverju vori, er dæmt til að deyja löng- um dauða. Kvöid —, og við höfum tekið okkur sæti á stéttinni fyrir framan veitingastað, þar sem við höfum Rembrantsstyttuna fyrir augum. Höggmynd þessi er í meira en líkamsstærð og stendur þarna á fögru torgi. Einkum vekur það óskipta at- hygli okkar hversu margbreyti- legum ljósaútbúnaði hefur ver- ið komið fyrir í kringum stytt- una. Nú bíðum við eftir því, að ijósin verði tendruð, svo að við | getum virt styttuna fyrir okkur í ljósadýrðinni. En ijósin eru ekki tendruð meðan við sitjum þarna. Fyrr í dag gekk ég um þetta torg, kíkti upp á stytt- una og þótti lítið til hennar koma: Brúnn steinn, nákvæm’ eftirlíking af manni. Af þessu höfum við nóg heima, hugsaði ég og hraðaði för minni fram- hjá. | En þar sem. ég sit hér i rökkri kvöldsins, sé ég þessa mynd í nýju ljósi. Rembrant stendur ( álútur og heldur að sér hönd- um. Hinn steinrunni svipur, sem mé virtist hvíla yfir and- liti hans í dag', öðlast líf í kvöld. Það er skörp athygli, en jafn- framt hamrömm sköpunargleði i Blómabærinn Harlem i sem honum hefur auðnazt að gefa heiminum í litum og lín- um á gráum striganum. BLÓM Harlem, bær Frans Hals, bær túlipanans og rósanna. Holland er frægt fyrir blómarækt, eink- um túlipanann. Og hvergi í Hol- landi er ræktað eins mikið af rósum og túlípönum og í Haar- lem. Ef hægt er að segja, að nokkurs staðar sé eitthvað, sem líkist eilífðarengi á jörðu, þá er það hér í Haarlem og á slétt- unni umhverfis bæinn. Hér blasa við augum stórar tiilí- panaekrur; heiðgular, sólgular, heitrauðar, purpurarauðar og dimmbláar. Og hér vaxa rósir og skrautblómstur í stórum breiðum. Hópar af garðyrkju- fólki eru hér að verki, bæði úti á sléttunni og inni í skrúðgörð- unum. Hollenzki túlípaninn er heimsþekktur. Hann er til sölu vítt og breitt um alla Evrópu, og mér er sagt, að Englendingar og Ameríkumenn hafi hann líka til skrauts á veizluborðum sínum. Mikil túlípanarækt er í Danmörku, en þegar Danir vilja hafa hvað mest við, kaupa þeir gjarna hollenzka túlípana. Og hvar sem við komum að mat- borði hér í Hollandi, eru túlíp- anar jafnan hafðir til skrauts. Við þjótum eins og flugeldur í gegnum Haag, eina mestu verzlunarborg landsins. Og varla er hægt að segja, að við fáum meira en sýn af Rotter- dam, sem er ein af stærstu hafnarborgum Evrópu. Það er líka flugeldaferð í gegnum þá borg. Brátt komum við í síðasta smátaæinn á ferð okkar um Hol- land: Beta, gamlan og fagran bæ. Sólgulir túiípanar skreyta matborðið okkar, og á veggnum gegnt mér er mynd af drottn- ingu Hollands, þar sem hún skartar fullum arottningar- skrúða. Undir myndinni stend- ur: Júlíana — Regína. í Beta er lítil kirkja í róm- önskum stíl. Engin kirkja er svo fátæk að hún eigi ekki einn listmun, jafnvel listaverk. Bak við gráa steinsúlu í kirkjunni augu þessarar konu, sem eru cpin og djúp, þá finnur þú, að þetta er móðir þín. Enn um stund liggur leið okkar um sígrænar sléttur Hol- Iands í björtu sólskini hásumar- dagsins. Þarna standa þrjár vindmyllur. Öðru hverju snú- ast vængir þeirra. Blærinn er hlýr og þrunginn blómaangan. KVÖLD í BRUXELLES Við sitjum á stéttinni við eina af aðalgötum höfuðborgar Belg- íu og horfum á fólksstrauminn. Hoilendingar gætu vel verið norðurlandabúar, hvað útlit snertir, en Belgíumenn yfirleitt ekki. Þeir eru talsvert bland- aðir, bæði Frökkum og suðlæg- ari þjóðum. En þetta er mesta myndarfólk í sjón og alveg sér- staklega vel klætt, Þarna sé ég margar stúkur. sem hafa ..pipp“ eins og Mölierbræður orða það. Bruxeiles er borg ljósaauglýs- inganna. Framhiiðar húsanna lcga og leiftra í lifandi mynd- um, sem eru töfraðar fram með ljósum: Þarna er mynd af risa- stórri bjórflösku. Ölið streymir úr flöskunni í glasið, þar til það er barmafullt og betur þó, því brátt stendur froðukúfurinn upp af glasinu. — Önnur mvnd: Orðið R-E-S-T-A-U-R-A-N-T teiknar sig á myrkan bakgrunn. Svo koma trúðar og leikarar. Bumbur eru barðar, og Iúðrar þeyttir —, og piltar og stúlkur stíga fram og dansa. . . . Slíkar eru þessar leifturmyndir í myrkrinu, gatan eitt loga- og ijósahaf. Ráðhústorgið í Bruxelles er eitt fegursta torg heimsins. Þarna standa ævagamlar hallir. Okkur er sagt, að sum þesara húsa hafi brunnið oítar en einu sinni, en jafnharðan verið end- urreist aftur í sinni uppruna- legu mynd. Þægilegt ijósflóð leikur um hallirnar. Þetta er einmitt sú tegund birtu, sem kallar fram ævintýr og dul- úðgar sagnir í huga manns. Við fáum okkur ekki burt af þessu torgi nærri strax. Við erum á valdi annarlegra áhrifa og vilj- um gjarna njóta þeirra sem lengst. En að lokum göngum við þó öll heim af torginu til að sofa. — En nú segið þið, sem þetta iesið: Þessari setningu hnýtir hann hér aítan í af því að konan hans „læser jo denne artikcl“. VIÐ NORÐUKSJÓ Um morguninn er ferðinni heitið til þriggja smábæja viö Norðusjó. Við erum fyrst í Austend, sem er alveg njður við ströndina. Iléðan eu einir 30 km. til irönsku landamær- anna. Og héoan verður manni ósjáifrátt hugsað til iandgöngu bandamanna við Dunkirk í síð- ustu heimsstvrjöid, og ekki hvað sízt vegna þess, að hér á ströndinni er táknrænt minnis- merki um þá sjóliða, sern féllu í stvrjöldinni; mikil steinsúla, og efst á henni stendur sjóliði, sem skyggir hönd fyrir augu og horfir tii hafs, en við rætur súlunnar stendur annar sjóliði, sem lýtur höfði og krossleggur armana á brjóstinu. Fjöldinn allur ar fólki sólar sig á ströndinni. Sumir gerá sér það að leik að grafa sig í heit- an sandinn, aðrir busla í sjón- um. Þarna sitje piltui og stúlkp. undir tauðri sólhlír. Þetta eru þau Adam c.g Eva áðui en þau voru rekin burt úi paradísar- garðinum. Eftir stutta ökuferð erum viö í bænum Bruggc, gömlum Hansabæ. Þessi bær er eins konar minnismerki um horfna frægð og veldi Hansakaup- manna. Staðurinn hefur lítiö sem ekkert breytzt frá því á dögum þessa vellauðugu kaup- manna. Hér áttu Hansakaup- menn dýrðlegar hallir, og standa þær enn í sinni uppruna- legu mynd við bæjartorgið. Kaupmenn þessir lifðu. hér siíku bílífi, að heizt verður líkt við hirðlíf keisara og konunga fvrri alda. Konui þeirra voru tiibeðnar sem hátignir. Nú er ekkert eftir aí þessu fcrna ríki-.- dæmi. Hér ríkir kyrrð og hljóð- leiki. Það er engu iíkara en nú tíðin hafi farið hér fyrir ofan gare. Næst ökum við til Gent. Þessi. bær á sér svipaða sögu og í holienzkum smábæ. Brugge. En þarna hefur ekki ríkt nein kyrrstaða, þrátt fyrir breýttai' aðstæður. Þótt bærinn geymi að yísu margar fornfá- legar bvggingar, þá er hann þó mjög nýtízkulegur í sniðum. Og okku er sagt, að þarna sé mik- ið og sívaxandi athafnalíf. Belgía er gróðursælt land, ;þar sem skiptast á akrar, engi og skógar, eins og í Danmörku cg Hollandi. A. ökrunum. er víða veriö að hlúa að hinum unga gróðri. Surns staðar eru nokkr- ar maiineskjur á hverri akur- rein, en víðast hvar aðeins mað- ur og kcna, bóndinn og konan hans; -— jörð'in, maðurinn og konan. ■ Framhald ó 7. eíSu.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.