Alþýðublaðið - 05.08.1956, Blaðsíða 7
Sunnudagur 4. ágúst 1S3S
Agg3 vdubiaSIB
KAFítffiBFlRÐ!
v r
(Madames Juveler)
Frönsk-ítölsk stórmynd. Sagan kom í Sundudags-
Íblaðinu.
Kvikmyndahátíðin í Berlin 1954 var opnað með syn
| ingu á myndinni. Leikstjóri: Max Ophuls.
held ég á frönsku blaði í hend- mikilli nákvæmni, þar sem aug-
inni. Er ég nú alveg að slepra^að sér í umhverfinu; hús, him-
mér? Já, hvað' er ég að gera j inn og jörð. Þeir kalla fram
með að kasta út peningum fyrir ! mynd þess sýnilega í litum og
Aðalhlutverk Charles Boyeir, Vittorio de Sica,
Danielle Darrieux
Myndin hefur ekki verið sýnd áður hér á landi.
Ðanskur skýringartexti.
Sýnd kl. 7 og 9.
MERKI HEIÐINGJANS.
Stórbrotin amerísk listmynd.
Sýnd kl. 5.
ABOTT OG COSTEDLO í LÍFSHÆTTU
sýnd kl. 3.
blaði, sem ég sMl ekki stakt orð
í? Ég tylli mér sem snöggya.st
hjá Thomari Larsen, sem situr
þarna á stéttinni yfir bjórnum
sínum, rétti honum blaðið og
segi:
-- Er nokkuð nýtt í þessu um
frönsk stjórnmál?
Larssn lítur yfir fyrirsagn-
irnar á fremstu síðu og segir
síðan:
— Mandes-France er farinn
úr stjórninni.
— Jæja, ekki er það nú meira
en maður mátti við búast, anza
ég.
—- Tölum ekki urn frönsk
stjórnmál, ungi maður, því í
þeim botnar enginn venjulegur
Norðurlandamaður. . . . Thom-
as Larsen er glaðlegri og ung-
legri en ég hef séð hann áður.
Hann er í París og situr á stétt-
inni og hefur það notalegt.
Kannski finnst honum, að hann
sé horfinn 30 ár aftur í tímarni,
að hann sé 30 árum yngid en
hann var í gær. Hann var hér
á brúðkaupsferð fyrir 30 ár-
um síðan — og minningarnar
eru öldnu fólki sem veruleik-
inn sjálfur.
(Frh. af 5. síðu.j
VIÐ NÁLGUMST PAKÍS
1 Með nýjum degi hefst síðasti
áfanginn á leið okkar til heims-
borgarinnar miklu. Frönsku
smábæirnir eru yfirleitt ein-
kennissnauðir og heldur hrör-
/egir. Ef ekki væra skógamir
óg sígrænt sléttlendið, þá væri
vissulega ömurlegTa um að lit-
ast í þessum sveitaþorpum og
bæjum, en í nokkru íslenzku
sjávarþorpi. ... Þegar sunnar
kemur, verður landið mjög
Öldumvndað. Og hér sjáum við
loks nokkra íagra franska.smá-
bæi. En nú er eins og athyglin
hafi sljóvgast fyir því, sem er
að sjá í umhverfinu. Við eig-
um stutta leið ófana til höíuð-
borgainnar, og hugsúnin bein-
ist öll þangað. Og þegar við
sjáum borg borganna bera við
blágráan himininn í xjarska —
verður þögn í vagninum, og
þessi þögn helzt óslitið þar til
yið komum inn í borgina.
BOULEVARD MAGENTA
Um klukkan sex um kvöldið
erum við í cinu af úthverfum
borgarinnar. Þarna aegir öllu
saman, öllum hugsanlegum
hlutum. Hér eru ekki gangstétt-
irnar fyrst og fremst fyrir gang-
andi fólk heldur alls konar
verzlunarvarning. Þarna liggur
vefnaðarvara út urn ailar stétt
ar og heilar posjónir af græn
meti, aldinum. og ýmis konar
ö.ðrum varningi. 'Sölumenn pg
SÖlukonur hrópa hástöfum. Og
viðskiptavinirnir hrópa líka há-
síöfum. Hér er haft hátt. En
þessi hávaði lsetur ekki illa í
eyrum. Málið, franskan, sem
þetta fóik talar, er söngvið og
-hljómfagurt.
Við mjökurnst áfram um
þröngar götur. Éftir því sem
ipnar kemur í borgina, dregur
að vísu úr hinni líflegu utan-
dyraverzlun, en bílaþröngin
verður að sarna skapi meiri.
Ijoks náum við heim að hótel-
inu okkar, sem stendur við
eina af breiðgötum Parísar
Boulevard Magenta. Þetta er
ekki íburðarmikið hótel, en
hreinlegt og herbergin vistleg.
Við rífum eitthvað í okkur tii
að seðja sárasta hungrið, síðan
leggjum við leið okkar um Ma-
genta. Og nú höfum við það
vissulega- á tilfinningunni, að
við séum stödd í einn af stærstu
borgum veraldar. Breðgötur
Parísar eru frá 3—“8 kílómetra
langar og afar breiðar. Bílaum-
ferðin er óslitin, og ekki sést
út yfir ólgandi mannhafið. Það
er heitt í veðri og mikill mann-
fjöldi situr á stéttinni og drekk-
ur öl. Sagt er, að hinn algengi
Frakki taki það fram yfir flest
annað að geta veitt sér þann
munað að sitja á stéttinni og
drekka. Ég kann vel við mig
innan uro. þetta fólk. Franskt,
kvenfólk er mjög fallega vax-
ið og hreyfir sig yndislega, en
karlmennirnir mættu kannski
vera dálítið karlmannlegri.
Þarna stendur ljósmyndari. Ég
sé, að hann brennir á fallegustu
stúlkurnar, sem fram hjá
ganga. Svo lætur hann þær
hafa miða, svo þær geti sótt
myndirnar ef þær kæra sig um
það. Og þarna eru þrjár
blökkustelpur með stallað hár,
eins og nú er mest í tízku í Par-
ís, og á háum hælum og með
rauðar klær og hreyfa sig eins
og Parísardömur. Og þarna sé
ég stóra hópa af Alsírmönnum,
Mikið eiga Frakkar annars bágt
að standa í öllum þessum mann-
drápum þarna suður í Alsír,
Jæja, hvað um það; allt í einu
GOTUDROS
Ég stanza sem snöggvast hjá
einum gildaskálanum. Hljóm-
listin dregur mig til sín, ekki
fyrir það hversu fögur hún er,
nei, þetta er eitthvað það æsi-
legasta, sem ég hef heyrt og á
að heita hljómlist. Allt í einu
get ég ekki haft augun af einni
stúlkunni, sem stendur þarna á
stéttinni, hlustar á hið vilta
tónaflóð og slær taktinn með
fætinurn. Óskaplegur fótur er
ætta, ristin afar löng og breið
og fótleggirnir eins og á þaul-
fðum aflraunamanni. Ég færi
augun hærra upp eftir kven-
manninum. Hún er í þröngu
velktu pilsi og í gráum peysu-
gopa, s,em gúlpast um hana.
Hárið er svart og strýkennt,
ógreitt og úfið, nefið hátt og
bogið, augun hvöss.
Þessi götudrós heldur fyrir
mér vöku, þegar ég er háttaður
á hótelherberginu, þ.e.a.s., til-
hugsunin um hana og þá fyrst
og fremst fæturna. Mér koma í
hug fæturnir á henni Ólöfu í
sögunni Fyrirgefning eftir Ein-
ar H. Kvaran og fóturinn á Þór-
arni Nefjólfssyni, sem Ólafur
konungur kvað svo á um, „at
eigi mundi fást jafnljótr fótr“.
— Og eftir að ég er sofnaður,
þá dreymdi mig þennan ferlega
fót, sem sló taktinn á gang-
stéttinni í gærkvöldi.
En sagan um götudrósina er
ekki alveg búin. Næsta morg-
un, þegar ég er kominn á ról
fyrir framan hótelið, þá sé ég
hana á ný. Hún strýkst rétt að
kalla við mig. Og nú er hún í
spánnýjum klæðnaði; grárri
dragt, hárið fagurlega kembt,
andlitið vandlega málað og fæt-
urnir hennar Ólafar eða hans
Þórarins Nefjólfssonar komnir
í flunkunýja glansandi báta,
sem eiga víst að heita skór.
Og við hlið drósarinnar spókar
sig gráhærður ævintýragosi,
stórkostlega flottur og sjálf-
sagt forríkur túristi. Hann hlýt-
ur að hafa komið auga á götu-
drósina á stéttinni í gærkvöldi
og keypt á hana nýjan alklæðn-
að í morgun.
linum. Þetta eru ekki hinir
nýju menn í málaralistinni.
Málari dagsins, mínúturnar,
sem eru að líða, sýnir okkur
innhverfu hlutanna, ef maður
mætti orða það þannig. Þessi
nýja list stendur með hvað
mestum blóma hér í París. List-
fræðingar nefna þessa málara
fígúratíva og noníigúratíva
málara. Hinir fjmrnefndu not-
ast að einhverju leyti víð
þekkjanlegar fyrirmyndir í
verkurn sínum, þar sem hinir
síðarnefndu, þeir nonfigúratívu
hafna öllum fyrirmyndum, og
verkið, bygging þess og lita-
samsetning, verður til í djúpi
hugans. Mannsandinn leitar
stöðugt nýrra leiða og ekki
hvað sízt í listinni. Og málarar
sem aðrir listamenn nota hin
ólíkustu vinnubrögð til að koma
skáldverkinu á strigann. Sagt
er, að málarinn Jackon Pollock
skvetti úr penslinum á strigann
liggjandi á gólfinu.
BÆNASTUND
Frá Sacré Cocur-kirkjunni er
góð útsýn yfir heimsborgina.
Kirkjan sjálf er eitt af fegurstu
listaverkum sinnar tegundar.
Inni í þessu guðshúsi ríkir djúp-
ur hljóðleiki. Organið er hljótt,
engin hreyfing sézt uppi við
háaltarið, hvergi bregður fyrir
svartklæddum munki, en á
steingólfinu krjúpa nokkrar ó-
breyttar manneskjur, leita guðs
síns í bæn, tala við hann um
vandkvæði sín og vonir. Eink-
um tek ég eftir tveim mann-
eskjum, ungri stúlku grannvax-
inni og fölleitri og hvíthærðum
öldungi. Stúlkan lítur upp eitt
andartak. Augu hennar eru
svört, tvær svartar perlur, sem
stafa frá sér mildri birtu.
ECOLE de PARÍS
Við ökum upp á Montmartre-
hæðina. Hér hafa þúsundir
listamanna lifað og starfað. Við
sjáum nokkra málara að verki.
Þeir hafa reist málaratrönur
sínar í húsasundi og á gang-
stéttarhellum. Þeir mála af
ROÐD SÖGUNNAR
Næst sjáum við steinbogann
mikla, gröf óþekkta hermanns-
ins frá 1914—18, sigurbogann,
sem Napoleon lét reisa sjálfum
sér til heiðurs, þegar hann stóð
á hátindi valda sinna. Undir
steinboganum, á gröf óþekkta
hermannsins, logar eldur, og
fagrir blómvendir hafa verið
lagðir á gröfina. Við þetta
minnismerki mætast hinar sjö
höfuðbreiðgötur stórborgarinn-
ar og mynda þarna eins konar
sjöarma stjörnu.
í þessari borg hrópa jafnvel
götusteinarnir til manns um
stórviðburði sögunnar. Þarna
er Tuilerieshöllin, þarna Bast-
illan og hið mikla byltingar-
torg. Þessir götusteinar lituðust
þykku blóði í frönsku bylting-
unni, fyrstu stóruppreisn
kvaldrar og mergsoginnar al-
þýðu gegn einræði og harð-
stjóm. Hallir og myndastyttur
sem þarna ber fyrir augu, kalla
fram í hugann blóðidrifnar
myndir úr sögunni. Þarna
gnæfir frelsisgyðjan á stalli,
þeim sama, sem bar áður styttu
Lúðvíks fimmtánda. Árið 1792
var konungdæmið afnumið og
lýðveldið tilkynnt í Konvent-
inu. En þessi fyrsta tilraun
fjöldans til að ráða sjálfur var
brátt að engu gerð. Napoleon
ræðst fram á sviðið, og enn
hefst nýr stjórnarkapítuli í
sögu Frakklands.
V'ið göngum kringum marm-
arakistu Napoleons, þar sem
hún stendur á marmarabiökk í
hinni háreistu grafhvelfingu.
Einn Daninn lýtur að eyrum
mér og segir:
— Ætli það sé víst, að karl
sé í kistunni?
Ég er feginn þessu góðlátlega
gamni. Það er eins og arnsúgur
hinna miklu átaka, er sagan
greinir frá og allt hér talar um,
færist fjær í huga mér.
GLYS OG GLINGUR
Eftir stund erum við í hverfi;
þar sem torgsalan er í algleym-;;
ingi. Svo lítum við inn í nokkr-/
ar stórverzlanir. Maður er-|
langa stund að ganga í gegnum <
þessar sölubúðir, og manngrú-i
inn er þarna álika mikill og úti’
á stéttinni. Hér er að sjálfsögðu
flest á boðstólum, er hjartað i
girnist af heimsins munaði. Það
má segja, að verzlanir þessar;
sjáist allar í gegnum glerið frá
stéttinni. Gluggasýningarnar,* 1
eru óneitanlega mjög tilkomu-j
miklar. Það er ekki bara, að‘!
okkur séu sýnd hin nýjustu'j
heimilistæki, sem nú eru á:;
heimsmarkaðinum, heldur eru,
fallegar stúlkur þarna í glugg-
anum, sem sýna. okkur hvernig!
á að nota þessi- undratæki. Eri
það er nú svo, að mun meira
ber á glysi og glingii en nauö-f
synjavörum, En glysvarningur
getur líka haft nokkuð til síns
ágætis. Okkur er sagt, að fyrir
stuttu síðan hafi Charlie Chapi-
in horft aðdáunaraugum á
snvrtivörur kvenna í einurn
sýningarglugganum hér í Par-
ís og komizt þannig aö orði:
— Þessi glös, þessir baukar,
ný og fögur form. Þama hefur
listamaður verið að verki. Það
gleður mig mikið í hvert sinn
sem ég sé, að listamaður hefur
verið fenginn til að starfa í iðn-
aðarframleiðslunni, já, á hinum
almenna starfsvettvangi yfir-
leitt, því það er sannfæring
mín, að ef listin yrði miklum.
mun ríkari þáttur í daglegu lífi
okkar en hún er nú, þá myndi
það ósjálfrátt verða til þess aS
gera okkur að betri mönnum.
Ég sé, að Hansen gamli hef-
ur hengt utan á sig einhvers-
konar apparat úr pjátri, sem
á að vera eHirlíking af Effel-
turninum. Ég segi honum að
þetta sé nú víst mest fyrir kven-
fólkið. Hansen er samt hinr*
ánægðasti með medalíuna og
segist í það minnsta bera hana
meðan hann sé í París. Kon-
urnar eru með ýmsa smápinkla,
sælgætisöskjur og margs kon-
ar glingur. Og það er eins og
þær hafi himin höndum tekið.
Þetta eru líka minjagripir uia
veru þeirra í heimsboginni.
Hvar sem maður fer, er verið
að bjóða manni eitthvað til
kaups, nektarmyndir af kven-
fólki, ef ekki annað. Þá sezt
maður ekki svo niður, til að fá
sér hressingu, að ekki komi
karl. eða kona að borðinu til
manns, rogandi með stærðar
kassa framan á sér, fullan af
alls kyns prjáli. Og allt í eimi
dansar gerfiapi eða önnur leik-
brúða á borðinu hjá manni. Og
sá eða sú, sem heldur á kass-
anurn, hampar eyrnalokkum
eða armböndum framan í
mann. Þetta er yfirleitt nauða-
ómerkilegt drasl, svona eins og
smástelpur heima kaupa að
gamni sínu til að skreyta sig
með í nokkur kvöld, eða þar til
málningin detíur upp úr rós-
unum.
Vinfflngarniríhapp-
VÉLBÁTURINN kom á miða
nr. 7253, en eigandi hans er Páll
Beck blaðamaður, Kópavogs-
braut 56. Onelbíllinn kom á
miða nr. 43767, eign Kára S.
Pálssonar, Skipasundi 25. Loks
var ferð til Rínarlanda fyrir
tvo; sú ferð kom í hlut Guð-
mundar Guðmundssonar frá
Litlu-Gröf í Mýrasýslu.