Alþýðublaðið - 23.10.1956, Side 1

Alþýðublaðið - 23.10.1956, Side 1
-1 * Faðir Súez- skurðarins. Sjá 4. síðu. Kvennaþáttur á 5. síðu. S. s V s s s s s s s s V izzm árg. Þriðjudagur 23. október 1956 242. tbl. Atökin í Póllandi: s s s s s s s s s s s s s 1 s s s s ' s s s V s s s ' s ■ s s s s s s um Reykjavík, 560 úfi á landi Aðeins IÍ00 þús. kr. óráðstafað á þessu ári til lána í Reykjavík HÚSNÆÐISMÁLASTJÓRN hefur aðeins 6,1 millj. króna til ráðstöfunar til áramóta, að því er Haraldur Guðmundsson skýrði frá í umraeðum um fjárlögin á al- þingi í gær. Af þessu fé fá Reykjavík 1100 þúsund krón- ur, eða sem svarar 50 þúsund krónum til 22 manna. Um sækjendur í Reykjavík eru hins vegar 1740, svo að 1718 fá væntanlega ekkert á þessu ári! Haraldur skýrði frá þessu og ýmsu fleiru sem dæm um um viðskilnað fyrrverandi ríkisstjórnar í umræðun- um um fjárlög á alþingi í gær. Frá því veðlánakerfið var sett í gang hafa verið veittar 80 milljónir í slík lán, þar af 25 milljónir í Reykjavík. Þrátt fyrir þetta hafa 1740 i Reykjavík og 560 utan Reykjavíkur euga úrlausn feng ið. Höfuðástæðan til þess, hve lítið hefur verið veitt af iánum undanfarið, er sú að nálega öllu fé, sem ætlað var til íbúðarlána allt árið, hafði þegar verið úthlutað fyrri liluta ársins. Pólsk blöð leggja áherzlu á, að ekki sé um neina stefnubreytingu að ræða í utanríkismálum Bretar munu líta vopnuð afskipti Rússa rnjög alvarlegum augum VARSJÁ, MOSKVA, BUDAPEST, LONÓDN, mánudag (NTB-AFP). Við kosningu í stjórnmálanefnd pólska kommún- istaflokksins (pólitburó) um helgina var Gomulka kjörinn aðal- ritari flokksins, en Rokossowski marskálkur og aðrir yfirlýstir Rússavinir féllu við kosninguna. opinberir aðilar í Moskva hafa enn ekki látið í ljós skoðun sína á þessum atburðum. Tassfrétta- stofan skýrði aðeins frá því í stuttri fregn í dag, að Gomulka hefði verið kjörinn aðalritari og birti sömuleiðis nafnalistann, en hafði ekkert að segja um fall Rokosowskis. Aðalmálgagn pólska komm- únistaflokksins, Tribuna Ludu, segir í forustugrein í dag, að samband og vinátta Póllands og Sovétríkjanna, sem sé grund völluð á fullkomnu jafnrétti, sé enn aðalhornsteinn stefnu Pól- verja. Jafnframt liggur blaðið Eisenhower, forseta Bandaríkj- anna, á hálsi fyrir ummæli hans í sambandi við atburðina Slórt álak þarf tii að bæla fyrir óstjórn íhaldsins í efnahagsmálunum UMRÆÐUR um fjárlagafrumvarpið fóru fram í þinginu í gær. Var umræðunum útvarpað eins og venja er til. Einsteinn Jónsson gerði í upphafi fundar grein fyrir fjárlagafrumvarp- inu og ræddi ástandið í efnahagsmálunum eins og það er nú eft ir margra ára óstjórn íhaldsins og þá erfiðleika sem umbóta- flokkarnir eiga nú við að etja til að koma fjármálunum aftur í eðlilegt horf. Síðan töluðu fulltrúar hinna flokkanna og Har aldur Guðmundsson fyrir Alþýðuflokksinn. Haraldur Guðmundsson, for- maður Alþýðuflokksins, flutti . skelegga ræðu og komst meðal annars svo að orði: Af tekjum ríkissjóðs er áætl- að, að um % hluti, ca. 120 millj., sé lagður á eftir efnum og ástæðum, þ. e. tekju- og eignaskatturinn; tekjur af sölu tóbaks og áfengis eru áætlaðar nokkru hærri, eða um 130 millj. En langmestur hluti tekn anna, milli 400 og 500 millj., eru tollar og gjöld, sem lagðir eru á neyzluvörur almennings. : Vegur þar þyngst söluskattur- inn 135 millj. og verðtollurinn 203 millj. 713 millj. er geysihá upphæð jafnvel þótt tillit sé tekið til þess, hve krónan hefur smækk að undanfarin ár. Þó fer fjarri því, að öll kurl séu komin til grafar, þegar lokið er lestri fjár lagafrumvarpsins. Hvorki báta- gj aldeyrisálagið né gjöldin til framleiðslusjóðs eru þar með talin. Gjöldin til framleiðslu- sjóðs eru á þessu ári áætluð um 140 millj. kr., samkv. lögum frá síðasta alþingi, og ætla má, að bátagjaldeyrisálagið nálgist sömu upphæð. Hvorutveggja þessi gjöld eru í eðli sínu neyzluskattar, eins og ‘ önnur innflutningsgjöld, þótt fyrrver- andi hæstv. ríkisstjórn hafi talið heppilegra að halda þeim utan fjárlaga með það fyrir Haraldur Guðmundsson. augum að freista að leyna al- menning þessum álögum og hversu þeim er varið. Er það von mín, að hæstv. núverandi ríkisstjórn hætti slíkum felu- leik, og að svo verði gengið frá fjárlögum að þessu sinni, að þar komi fram, hvað á er lagt. 10 000 Á HVERT MANNS- BARN Sé þessum upphæðum bætt við upphæð fjárlagafrumvarps ins kemur í ljós, að álögin á landsmenn eru ætlaðar nokk- uð yfir 1000 millj. króna, nokk uð yfir 1 milljarð á næsta ári. ár þá að sjálfsögðu miðað við gildandi tolla- og skattalög- gjöf og önnur lagafyrirmæli, sem áhrif hafa á fjárlögin. Láta mun nærri að fólk á starfsaldi, karlar og konur, 16—67 ára séu um 100 þús. á öllu landinu. Nema því þessar álögur um 10 þúsund kr. á hvert manns- barna, 16—67 ára. Engar skýrslur liggja fyrir um þjóðartekjurnar á þessu ári, en ýmsir ætla að 3000 millj. sé ekki fjarri lagi. Ef svo er lætur nærri, að þriðja hver króna fari í skatta og álögur til ríkissjóðs, auk skafta til sveita og hreppsfélaga :— og að ó- gleymdri álagningu milliliða á tollana og aðra neyzlu skatta. (Frh. á 3. síðu.) í Póllandi og heldur því fram, að ekki sé nein ástæða til að draga Pólland inn í amerísku kosningabaráttuna. ,,Við erum meðmæltir aðstoð og auknum efnhags- og menningartengsl- um við önnur lönd, en án póli- tískra skuldbindinga,“ segir blaðið. Segir blaðið, að ekki sé um neina stefnubreytingu að ræða í utanríkismálum. „Ef einhverjir halda, að demókrati- séringin og hinar pólitísku og efnahagslegu umbætur tákni fráhvarf frá leiðinni til sósíal- isma og minni tengsl við önnur sósíalistísk lönd, vaða þeir í villu,“ segir blaðið enn frem- ur. HERFLUTNINGAR LITNIR ALVARLEGUM AUGUM Áreiðanlegar heimildir í London skýra frá því, að Bret- ar muni líta mjög alvarlegum augum á vopnuð afskipti Rússa í Póllandi. Eru stjórnmála- Framhald á 3. síðu. Mþýðusambands- þing hefsl 20. nóv. MIÐSTJÓRN Alþýðusam- bands Islands hefur ákveðið að Alþýðusambandsþing hefj- ist þriðjudaginn 20. nóvem- ber næstkomandi. Þingið verð ur eins og síðast haldið í Fé- lagsheimili KR við Kapla- skjólsveg í Reykjavík. Þingið sitja að þessu sinni 310—320 fulltrúar frá 160 félögum, eða þar um bil. í þessum félögum eru nærri 25 þúsund félags- menn. Auk innlendu fulltrú- anna sitja þingið nokkrir gestir frá Alþýðusamböndun- um á Norðurlöndum. Forsæiisráðherra Belgíu í heðmsókn í Moskva. MOSKVA, mánudag (NTB). Van Acker, forsætisráðherra Belgíu, og Paul Henri Spaak utanríkisráðherra komu til Moskva í dag í opinbera heim- sókn ásamt nokkrum fleirum úr stjórn Belgíu, að því er út- varpið í Moskva skýrði frá í dag. Bulganin, Mikojan, Shepi- lov og fleiri tókmá móti þeim á flugvellinum. Mikill mann- fjöldi hyllti belgíska forsætis- ráðherrann, er hann ók í opn- um bíl um göturnar ásamt Bul- ganin. .! Serhardsen boðið lilEnglands OSLÓ, mánudag (NTB). — Brezka ríkisstjórnin hefur boð- ið Gerhardsen forsætisráðherra og konu hans til opinberrar heimsóknar dagana 28. okótber til 3. nóvember. Munu þau fara nokkuð um England í ferðinni. 50-60 þús. Ijósmyndir gefnar Héraðsskjalasafni Isafjariar Það er Ijósmyndaplötusafn M. Simsons, og eru elztu myndirnar frá árinu 1889 Fregn til Alþýðublaðsins, ÍSAFIRÐI. M. SIMSON, Ijósmyndari á ísafirði hefur nýverið fært Héraðsskjalasafni Isafjarðar að gjöf allt ljósmyndaplötusafn sitt, — en þar er um að ræða á milli 50 og 60 þúsund plötur, allt mannamyndir. Elztu plöturnar eru frá árinu 1889, eða frá þeim tíma er Björn Pálsson ljósm. hóf starf i sitt hér, en M. Simson keypti ljósmyndastofu hans ásamt plötusafni. Myndaplöturnar eru allar skrásettar eftir nöfnum og númerum, en þó er talið nauð- synlegt að yfirfara þær og end urskrá. Hér er um hina merkustu gjöf að ræða og er plötusafn þetta hinn mesti fengur fyrir Héraðsskjalasafn ísafjarðar. Með þessari ágætu gjöf hefur Simson ljósmyndari enn einu sinni sýnt ísafirði vinarþel sitt og ræktarserni. BS. Veðrið í dag Norðan eða norðvestan stinningskaldi; léttskýjað.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.