Alþýðublaðið - 29.11.1956, Page 1
Fimmtudagur 29. nóvember 1956
274. tbl.
XXXVII. árg.
ð 25. bin
ÚTFÖffS PÁLMA
HANNESSONAR
GERÐ í GÆR.
ÚTFÖR Pálma Hannes-
sonar rektors var gerð í gær.
Fór fram minningarathöfn í há-
tíðasal Menntaskólans, J»ar
sem þeir fluttu ræður Gylfi Þ.
Gíslason, menntamálaráðherra,
og Kristinn Ármannsson, yfir-
kennari, elzti kennari skólans,
en sungið var „Integer vitae“
og Faðir andanna. Hjörtur
Halldói-sson, söngkennari skól
ans, lék sorgarlag.
Síðan gengu kennarar, nem
endur og gestir til Dómkirkj-
unnar. Séra Jón Þorvarðarson
jarðsöng. Mikill hátíðleika-
bragur var á allri athöfninni,
enda mikill harmur kveðinn að
ástvinum, nemendum, sam-
kennurum og öllum vinum
þessa ágæta skólamanns.
Hóf fyrir þingfulltrúa í kvöld
FLOKKSÞING Alþýðuflokksins hélt áfram störfum í gær.
Skiluðu nokkrar nefndir áliti. Stefnt er að því, að þiuginu ljúki
í dag. Verður hóf fyrir þingfulltrúa í Iðnó í kvöld.
Þingfundir hófust að nýju
kl. 2 í gær. Skilaði þá blaða-
nefnd áliti. Urðu miklar um-
ræður um Alþýðublaðið leiðir
til þess að efla það og stækka.
RÆTT UM LÁGABREYTING-
AR.
Þá skilaði allsherjarnefnd á-
liti en til hennar hafði verið
vísað tillögum um allmargar
breytingar á flokkslögunum.
Samþykkt var að fresta endan
legri afgreiðslu tillaganna um
lagabreytingar og fela milli-
þinganefnd að taka þær til at-
hugunar milli flokksþinga.
Þá skilaði fræðslu og mennta
málanefnd áliti. Urðu allmiklar
Olympíumefaregnið heldur á-
fram á leikunum í Melbourne
MikiII spenningur í flestum greinum.
MELBOURNE, miðvikudag. (NTB-AFP). — Rússar, karlar
og konur, náðu sér verulega á strik á Olympíuleikunum í dag.
Kuts hlaut gullverðlaunin í 5000 m., þeir áttu þrjá fyrstu menn-
ina í 30 km. göngu, laqunzem fékk gull í spjótkasti kvenna
og rússneska liðið sigraði í nýtízku fimmtarþraut. Með þessu
drógu Rússar verulega á Bandaríkjamenn í hinni óopinberu
stigakeppni, sem menn fylgjast með af miklum áhuga. Banda-
ríkjamenn létu þó ekki sitt eftir ligg.ja í dag, fengu þrjá fyrstu
menn í 110 m. grindahlaupi, tvo fyrstu menn í kúluvarpi og
urðu aðrir í nýtízku fimmtarþraut.
Af Norðurlandaþjóðunum SPJÓTKAST KVENNA.
umræður um álit nefndarinn-
ar en afgreiðslu var frestað þar
til í dag — Þingfundir halda
áfram kl. 10 f. h. í dag.
i Kosning í Sjó-
mannafélagi
s
s
j Reykjavíkur.
) STJÓRNARKOSNING
^ Sjómannafélaginu er hafin.ý
i Fer kosning frarn daglega í(
skrifstofu félagsins í Alþýðu
h(úsinu frá kl. 3—6. Listi S
; stjórnarinnar er A-listi.
r*^*^-*^“*>-*v*^,*^‘*x*^*>
Veðrið í dag
Allhvass eða hvass Suðaust-
an, slydda og síðar rigning
gekk Svíum bezt í dag. Þeir
hlutu sín fyrstu gullverðlaun,
er Lars Hall vann nýtizku
fimmtarþraut, eins og hann
gerði í Helsingfors 1952.
Hinir tryggu áhorfendur,
100.000 að tölu, fengu í dag
tækifæri til að hylla einn
landa sinn sem' gullverðlauna-
mann, en það var Shirley Strick
land, sem vann 80 metra grinda
hlaup kvenna á nýju heims-
meti, 10,7 sek.
5000 M. HLAUP.
Enska tríóið, Pirie, Ibbotson
og Chataway hlupu með það
fyrir augum að sigra Kuts.
Hugðust þeir halda hóflegum
hraða, en sigra á endahlaupum.
Kuts sá þetta fyrir og hljóp
með miklum hraða og með ó-
teljandi smásprettum. Hljóp
hann Bretana alveg af sér og
hlaut önnur gullverðlaunin á
nokkrum dögum, en hann var
áður búinn að sigra í 10 km.
hlaupinut Hann setti ólympíu-
met, 13:39,6. Pirie varð sterk-
ari en Ibbotson á endasprett-
inum og fékk silfrið. Chata-
way, sem lengi hélt í við hann,
varð að slaka á eftir 3000 m.
I spjótkasti kvenna var búizt
við tvöföldum sigri Rússa, en
Framhald á 2. síðu.
NMO-þingmenn sýna afstöðu
Islands vinsemd og skilning
Þrír fulltrúar íslands á fundi þing-
manna frá Atlantshafsrík]unum í París
MIKIL VINSEMD í garð íslendinga og fullur vilji á að
skilja sérstöðu okkar í ýmsum utanríkismálum kom fram í
sambandi við fund þingmanna frá Atlantshafsbandalagsríkj-
unum, sem haldinn var í París í síðustu viku. Skýrir Benedikt
Gröndal alþingismaður svo frá, en hann var þar fulltrúi fyrir
íslands hönd ásamt Ásgeiri Bjarnasyni og Jóhanni Hafstein
alþingismönnum.
Benedikt skýrði svo frá, að I_
á ísland hafi verið minnzt í al ™i;:|Í|ÍÍSSÉilli#iSllll*lI
mennum umræðum um banda
lagið, og hafi enskur þingmað
ur beint þeirri áskorun til ís-
lenzku fulltrúanna, að þeir
gerðu grein fyrir afstöðu ís-
lendinga.
Flutti Behédikt því ræðu á
fundinum og gcrði grein fyr-
ir afstöðu íslands í stórum
dráttum. Tók hann fram, að
yfirgnæfandi meirihluti al-
þingismanna væru fylgjandi §§!
áframhaldandi þáttöku ís-
lands í Nato, en gerði síðan
grein fyrir þeirri sérstöðu,
sem ísland hefði meðal banda
lagsþjóðanna, þar sem það *> ' , . *
væn ovopnað og oskaði ekki
eftir erlendum hér á friðar-
tímum, Benedikt kvað samn-
inga nú standa yfir milli ís-
lands og Bandaríkjanna, en
sambúð þeirra landa væri góð
og framkoma hersins á ís-
landi góð, svo að ekki væri
þar að finna ástæður til þess
ágreinings, sem upp hefði
komið. Loks gat Benedikt um
erfiðleika Islendinga í
markaðsmálum og sagði, að
Benedikt Gröndal
Atlantshafsríkin hefðu ekkert
gert til að greiða úr þeim
vanda, stundum þvert á móti,
en Sovétríkin hefði hins veg
ar keypt vaxandi magn fiskj-
ar og væru ein stærsta við-
skiptaþjóð Islendinga.
Máli * íslendinga á þing-
mannafundinuna var mjög vel
Framhald á 2. síðu.
FuIIveldíshátíð
Þórarinn Björnsson
I. desember.
Þórarinn Björnsson skóla-
meislari flyfur aöalræöuna
Fjórir fræðimenn fjalla um fram-
tfð ísiendinga.
FULLVELDISDAGSINS, 1. desember, verður minnzt að
vanda á laugardaginn kemur. Stúdentaráð háskólans hefur nú
fyrir hönd háskólastúdenta ákveðið alla tilhögun hátíðahald-
anna og mun Þórarinn Björnsson skólameistari á Akureyri
flytja aðalræðuna af svölum Alþingishússins.
Hátíð háskólastúdenta hefst sinni en síðast flutti Halldór
með messu í kappéllu Háskól- Laxness aðalræðuna og var
ans kl. 11 árdegis og þar préd- hann þá nýbúinn að fá Nóbels
Engar áætlanir um flulning
brezkra herja frá Súei
Hluti framska hersins aftur á móti fluttur
burt eftir komu júgósíavneska fiðsins.
PORT SAID og NEW YORK, miðvikudag. (NTB-AFP).
Dönsk liðssveit með 200 mönnum fór inn í Port Said í dag til
þess að sameinast norsku liði, sem þar hefur verið um viku
tíma. Samtímis var tilkynnt, að yfirmaður liðs sameinuðu
þjóðanna, Burns hershöfðingi, væri kominn til Port Said, til
þess að taka á móti júgóslavnesku herdeildinni, sem kom til
borgarinnar seinna í dag.
ikar séra Jón Auðuns.
Aðalræða dagsins, hátíðai’æð
an verður flutt af svölum Al-
þingishússins ef veður leyfir
og fara háskólastúdentar þá í
hópföngu frá skóla sínum inn
á Austurvöll. Þórarinn Björns
son flytur ræðuna að þessu
verðlaun.
Þórarinn Björnsson skóla-
meistara þarf ekki að kynna
fyrir lesendum biaðsins, hann
hefur verið skólameistari
Menntaskólans á Akureyri í
Framhald á 7. síðu
Franski fulltrúinn í alls
herjarþingsinu í New York
sagði í dag, að Frakklandi
mundi fiytja á brott hluta af
liði sínu brott frá Port Said
eftir að júgóslavneska liðið
væri komið.
Yfirmaður brezlca hersins í
Egyptalandi sagði í dag á
blaðamannafundi í Port Said,
að ekki lægju fyrir neinar á-
ætlanir um’, að brezkur her
yrði fluttur á brott þaðan.
Danska liðssveitin verður
sett niðúr, þar sem norsku og
dönsku herdeildirnar eig'a að
verða í landræmunni milli
brezk-frönsku herlínuna og
herlínu Egypta fýrir sunnan
Port Said. Mun herinn sjálf-
sagt bvrja að taka við þessum
stöðvum í dag:
Kuidaúlpur með
sjáifiýsandi slysa-
varnamerkjum,
FATAVERKSMIÐJAN
Hekla á Akureyri hefur ný-
lega fest kaup á slysavarna-
merkjum, sem fylgja eiga öll-
um kuldaúlpum barna frá
verksmiðjunni.
Þessi merki eru sjálflýsandi
í myrkri og hafa erleifdis þótt
mikiivægt framlag til slysa-
vai'na.
Foi’,ráðamenn verksmiðj-
unnar skilja mikilvægi þessara
merkja og vilja á þennan hátt
leggja sinn skerf til úrbóta í
þessu efni.