Alþýðublaðið - 29.11.1956, Blaðsíða 4
AlbÝSublaglg
Finuntudagur 29. nóv. 1956.
Útgefandi: AlþýCuflokkurina.
Ritstjóri: Helgi Sæmundason.
Fréttastjöri: Sigvaldi Hjálmarwon.
BlaSamenn: Björgvin GuSmundaaton og
Loftur Guðmundsson.
Auglýsingastjóri: Emilia SaTE.úelsdÓttil.
Ritstjómarsímar: 4901 og 4802.
Afgreiðslusfmi: 4900.
AJþýðuprentsmiðj an, Hrarfisgðtu 8—10.
•y
V
y
J
\
\
5
s
s
\
1
I
Skoðun íslendinga
ALÞÝÐUBLAÐIÐ hefur
undanfarið birt ummæli
nokkurra manna um Ung-
verjalandsmálin í tilefni af
atburðum síðustu daga þar
austur frá. Var tilmælun-
um um álit á þeim beint til
skálda og rithöfunda, sem
vitað er, að aðhyllast rót-
tækar stjómmálaskoðanir,
en hafa ekki tekið virkan
þátt í baráttunni um dæg-
urmálin. Sjónarmiðin eru
auðvitað fleiri en eitt og
fleiri en tvö, en aðalatriðin
í niðurstöðunum eru þessi:
Áras Rússa á Ungverja er
undantekningarlaust for-
dæmd og hinum kúguðu
vottuð samúð og aðdáun.
Jafnframt gætir þess í rík-
um mæli, að kommúnisminn
hafi brugðizt og sé í dag al-
ger andstaða þess, sem von-
ir stóðu til af hálfu róttækra
og frjálslyndra manna.
Þetta er sama afstaðan
og einkennir umræðurnar
um Ungverjalandsmálin
hvarvetna á Vesturlönd-
um. Moskvukommúnist-
amir einir reyna að afsaka
og verja framferði Rússa.
Fólkið rís hins vegar upp
gegn ósómanum og lætur
ekki skammta sér hugsun
og afstöðu. Það dregur sjólf
stæðar ályktanir af atburð
unum og segir skoðun sína
afdráttarlaust. Síikt er mik
ill sigur fyrir málstað and
Iegs frelsis í heiminum. A1
menningsálitið kveður upp
sinn dóm. Og Islendingar
eru sannarlega engin und-
antekning í þessu efni.
Þeir átta sig á fenginni
reynslu og láta sér hana
áreiðanlega að kenningu
verða.
Alþýðublaðið vill þakka
þeim, er urðu við tilmælum
þess um álit á atburðunum
í Ungverjalandi. Tilgangur
þess var sá að fá fram skoð-
anir fulltrúa róttækra og
frjálslyndra menntamanna.
Það hefur tekizt. Og hér eft
ir þarf enginn að vera í vafa
um, hvernig íslendingar
líta á þessi mál. Þeir eru
blessunarlega fáir, sem
treysta sér til að verja athæfi
rússnesku hersveitanna í
Ungverjalandi. Hugsandi
fólki á íslandi dettur heldur
ekki í hug að láta örlög Ung
verja lönd og leið. Skriðdrek
arnir í Búdapest hafa kaxm-
ski sigrað um sinn þá vopn
lausu en djörfu borgara, sem
hvesstu augun á ofbeldis-
seggina í stað þess að lúta
þeim. En blóðbaðið þar er ó-
.sigur Rússlands um allan
hinn frjálsa heim.
Afrek Vilhjálms
ÞAU TÍÐINDI þykja mik-
il og góð, að Vilhjálmur Ein
arssöh skyldi reynast næst-
shjallastur í þrístökki á Olym
píuleikjunum í Melbourne.
Þetta mun mesti íþróttasig-
ur, sem íslendingar hafa
ennþá unnið. Og vissulega
er1 skemmtilegt til þess að
hugsa, að æskumaðurinn,
sem afrekið vinnur, er ekki
aðeins mikill garpur í keppn
inni á leikvanginum. Vil-
hjálmur Einarsson nýtur ó-
skiptrar hylli félaga sinna
sem frábær drengur, gáfað-
ur; reglusamur og sjálfstæð-
ur:
Það liggur í augum uppi,
að afrek Vílhjálms sé eng-
in tilviljun. Slíkur árangur
naest því aðeins, að vinna og
ástundun komi til. Vilhjálm
ur Einarsson hefur sett
markið hátt og lagt hart að
sér. Þess vegna er hann til-
valin fyrirmynd þeirrar ís-
lenzku æsku, sem nú er að
alast upp og erfir landið í
náinni framtíð. Hann er
sannur fulltrúi íslendinga-
eðlisins.
Stundum er sagt, að unga
fólkið á íslandi ætti að vera
öðru vísi en það er. Slíkt
má sjálfsagt til sanns veg-
ar færa, þegar einstök dæmi
eru metin. En í heild er æsk
an glæsileg, hraust, mennt-
uð og vel undir lífsbarátt-
una búin. Og þess vegna get
um við fagnað atburðum
eins og sigri Vilhjálms Ein-
arssonar í Melboume.
Bakarí.
SúSarstúlka,
helzt eitthvað vön, óskast strax.
Uppl. í Hamrahlíð 25 eftir kl. 5 á daginn.
STRELLA
skyrtan
skapar yður
þá vellíðan,
sem fylgir
því, að vera
v e 1
k læ d d u r
Söngskemmtun í Gamla bíói
NEMENDUR ítalska söngv-
arans Vincenzo Demetz héldu
söngskemmtun í Gamla bíói sl.
föstudagskvæld við ágætar und
irtektir áheyrenda. Á tónleik-
unum komu fram 6 nemendur
hins ítalska kennara, en hinn
sjöundi, Jón Sigurbjörnsson,
var veikur og varð að hætta við
söng sinn.
Fýrstur söng Hjálmar Kjart-
ansson, bassi. Hann hefur mik-
inn bassa ög góðan, en er dá-
Iítið litlaus og ekki mikil til-
þrif £ söngnum. Hins végar er
röddin sem slík ágæt og má
vænta góðs árangurameð meiri
skólun.
Sólveig Sveinsdóttir, sópran,
söng næst. Hún hefur liðlega
rödd á lægra registrinu, en virð
ist ekki hafa fullt vald yfir rödd
inni á hærri nótunum. Kemur
þar líklega til fulllitil þjálfun,
enn sem komið er.
Þá söng Ólafur Jónsson, ten-
ór. Hann hefur mjög háa rödd
Árbók Sameinuðu
þjóðanna 1955.
ÁRBÓK Sameihuðu’ þjóð-
anna — „The Yearbook of the
United Nations“ — fyrir 1955
er nýlega komin út. í árbók-
inni er skýr't frá öllum helztu
málum, sem rædd voru innan
Sameinuðu þjóðanna á árinu.
Árbókin er 550 blaðsíður og
fylgir henni góð efnis og nafna
skrá.
Þá er einnig nýlega komin út
hjá Sameinuðu þjóðunum ný og
endurbætt útgáfa af „Every-
man's United Nations“, sem
skýrir frá uppbyggingu stofn-
unarinnar, sérstofnunum og
skipulagi öllu innan samtak-
anna.
(Bókaverzlun Sigfúsar Ey-
mundssonar hefur söluumboð
fyrir bækur Sameinuðu þjóð-
irnar á íslandi).
frá náttúrunnar hendi og syng-
ur fyrirhafnarlaust með öllu.
Röddin er svolítið mjó á efstu
nótunum, en með meiri þroska
og þjálfun eykst fylling raddar-
innar vafalaust og verðum við
þá búin að fá verulega góðan
óperutenór, því að hann hefur
„temperament* ‘.
Næst söng frú Sigurveig
Hjaltested, mezzósópran.. Hún
hefur mjög þægilega rödd og
sýnilega meiri söngreynslu en
mörg hinna, enda skilaði hún
verkum sínum ágætlega. RÖdd-
in er sérlega mjúk á lægri nót-
unum og lofar það góðu um
framtíðina. — Tvísöngur henn-
ar og Ólafs Jónssonar úr II Tro-
vatore tókst ágætlega.
Eygló Victorsdóttir söng því
næst tvær aríur eftir Mozart
og Rossini. Rödd hennar virðist
ekki sérlega mikil, en hún hef-
ur mikið vald yfir henni nú
þegar og virðist „upplögð kól-
oratúra“. Hún söng af mikilli
gleði og kunnáttu og mjög
músíkalskt. Eftir meira nám
verður hún vafalaust hin ágæt-
asta söngkona.
Síðastur söng Hjálmtýr
Hjálmtýsson, tenór. Röddin er
ekki mjög mikil, en viðfelldin.
Skilaði hann verkum sínum
sómasamlega, en ekki af nein-
um sérstökum. tilþrifum. Á vafa
laust betur, við hann að syngja
lýrik en óperu.
Sem nemendatónleikar tók-
ust þessir tónleikar alveg prýði
lega. Með meiri skólun verða
margir þeirra, sem þarna komu
fram, vafalaust mjög góð við-
bót við vaxandi söngvarahóp
okkar. Láður.varla á löngu, áð-
ur en hægt verður að færa upp
flestar óperur hé með innlend-
um köftum.
G. G.
Fjölmennur ungmennafund-
ur um bindindismál í Keflavík
Haídiö að tilhlutan góðtemplara o. fl.
AÐ TILJHLUTAN góðtémplara og skólastjóra gagnfræða-
skólans í Keflavík, héldu- Umdæmisstúka Suðurlands og Stúkan
Vík í Keflavík, kvöldvöku og umræðufund um bindindismál
fyrir nenxendur gagnfræðaskólans, í ungmennafélagshúsinu mið-
vikudaginn 21. nóvember.
Hermann Eiríksson æðsti-
itemplar stúkunnar Vik setti
'samkomuna, lýsti tilgangi henn
ar og bauð velkomna aðkomu-
menn og heimamenn.
Páll Kolbeins stjórnaði fund
dnum og kynnti það sem fram
fór. Þorsteinn J. Sigurðsson
flutti ræðu, Emil Th. Guðjóns-
son, 11 ára Reykvíkingur, lék
nokkur lög á harmoniku, Marí-
ús Ólafsson skáld las nokkur
frumsamin kvæði, Sigríður
iHannesdóttir söng gamanvísur,
Sigurður Guðmundsson flutti á-
(varp, Gísli Sigurgeirsson sagði
áhrifaríka sögu um sorglegar af
leiðingar áfengisneyzlu.
Skólastjóri gagnfræðaskól-
ans, Röngvaldur Sæmundsson,
þakkaði umdæmisstúkunni og
stúkunni Vík fyrir ágæt
fræðslu- og skemmtiatriði.
Að lokum flutti Páll Kolbeins
stutt ávarp og kvaðst vona að
þessi fundur mætti bera nokk-
urn árangur.
Á samkomunni voru um 200
ungmenni, stúlkur og piltar, á
aldrinum 12—16 ára, og var
mjög ánægjulegt að sjá hina
prúðu framkomu þeirra og vak
'andi athygli á því sem fram
fór.