Alþýðublaðið - 29.11.1956, Page 5
I'ímmtudagur 29. nóv. 1956.
Alþýgublaglg
0
PÁLMI HANNESSON var
rúmlega tvítugur, þegar ég sá
iiann fyrst. Hann stundaði þá
nám við Hafnarháskóla, en á
sumrum var hann fylgdar-
rnaður Guðmundar kaupmanns
Böðvarssonar, sem í þá daga
keypti hross í stórum stíl og
reið um landið með mörg hundr
uð hesta og fjölda meðreiðar-
snanna. í fylgdarliði Guðmund
ar var margt vaskra manna og
gjörvilegra, en skagfirzki stúd-
entinn bar af þeim öllum. Mér
er enn í barnsminni, hvernig
við sveitabörnin í Borgarfirði
horfðum hugfangin á þennan
unga glæsilega mann. Hann var
mikill maður að vallarsýn, bæði
fríður og svipmikill. einarðleg-
ur í framgöngu, en Ijúfmann-
legur og léttur í máli við hvern
sem var. Einu sinni, þegar ég
var að dútla við að veiða silung
í Andakílsá, bar Pálma þar að
ríðandi. Hann fór þegar af baki
og tók mig tali, feiminn og hjá-
rænulegan sveitadreng, en siíkt
lag hafði Pálmi á að umgang-
ast fólk, að feimnin hvarf af
mér fyrr en varði, og við röbb-
uðum saman um alla heima og
geima. Mér fannst ég vera tals-
vert meiri maður eftir en áður,
er slíkur maður hafði virt mig
viðtals. Ekki datt mér þá í hug,
að leiðir okkar ættu eftir að
liggja saman síðar. svo sem
raun varð á. En allt frá þess-
um bernskudögum roínum var
í huga mér meiri töfraljómi um
Pálma Hannesson en flesta
menn aðra.
Minningarorð
Svo liðu mörg ár. En árið
1936 lágu leiðir okkar saman
að nýju í Menntaskólanum í
Reykjavík. Upp frá því höfðum
við nær því daglega eitthvað
saman að sæida í tvo tugi ára.
Slíkt samstarf veitir tækifæri
til náinna kynna, en svo auð-
ugur og fjölþættur persónuleiki
var Pálmi Hannesson, að menn
voru alltaf að sjá á honum nýj-
ar og nýjar hliðar. Ég efast stór
lega um, að ég hafi kynnzt nein
um manni öðrum, er bjó yfir
jafn fjölbreyttum gáfum og
víðfeðmum. Þar fór allt saman,
hárbeitt rökræn hugsun, óvenju
leg hugkvæmni, stálminni og
öryggi, sem nálgaðist eðlisávís-
un, til að sjá í sjónhending
kjarna hvers máls. Ekki er að
efa, að Pálmi hefði unnið af-
rek á sviði vísinda, ef hann
hefði helgað sig því starfi, svo
sem hugur hans mun hafa stað-
ið til í öndverðu. En erfitt starf
og erilsamt kom í veg fyrir, að
svo yrði. Það er íslenzkum nátt
úruvísindum mikið tjón, að
honum skyldi ekki gefast meira
tóm til rannsókna á því sviði,
því að þar fóru saman hæfi-
leikar og áhugi. Af öllum hin-
um mörgu og fjölbreytilegu á-
hugamálum Pálma voru honum
náttúrufræði og landafræði
hugstæðastar. Aðalgrein hans
í háskóla var dýrafræði, en hin
síðari ár hvgg ég. að jarðfræðin
hafi verið honum enn hugstæð-
ari. í þeirri flóknu fræðigrein,
þar sem svo margt er enn á
huldu og svo margar gátur ó-
ráðnar, nutu hæfileikar hans
Cíyífi t>. Gísíason, menntamáíaráðherra:
MINN!NGARORf>
um Páitna Hannesson rektorf flutt viö
m\nningarathöfn i IVIenntaskólanum.
„EITT SINN skal hver deyja.“ Pálmi Hannesson er lát-
inn. Með honum er til moldar genginn einn svipmesti skóla-
frömuður þjóðarinnar, glæsilegur menntamaður, ágætur ís-
lendingur.
í meira . en aldarfjórðung stjórnaði hann þeirri merku
stofnun, þar sem við erum nú stödd, og átti þannig manna
mestan. þátt í að móta verulegan hluta þess æskulýðs, sem ,á
jþví skeiði hefur búið sig undir æðra nám og ábyrgðarstörf í
jþágu þjóðarinnar. Mér þykir vænt um að geta hér á þessum
stað látið í- ljós þakkir fyrir þetta starf. Fullþakkað verður
það ekki með orðum, heldur með því einu, að við nemendur
lians leitumst við að gera gagn, reynum að duga vel þeim mál-
stað, sem við teljum réttan, séum fúsir til að þjóna landi okk-
ar af trúmennsku.
Pálmi Hannesson var náttúrufræðingur. Hann hafði sterk-
an áhuga á vísindum. Mér er samt nær að halda, að list-
fmeigðin hafi verið enn ríkari í hug hans. Áhugi hans á ís-
lenzkri náttúru var ekki síður mótaður af næmri tilfinningu
listamannsins en skörpum skilningi vísindamannsins. Það, sem
hann talaði eða ritaði um fræði sín, varð aldrei þurr vísindi
einvörðungu á tungu hans eða í penna hans, heldur einn-
íg lifandi Iist.
Meginstarf sitt vann Pálmi Hannesson þó ekki sem nátt-
úrufræðingur, heldur sem skólamaður. Hann var afburða
kennari. í stjórn hans á skólanum leyndi það sér ekki, að hann
var tilfinningamaður, skapmaður, en hann var jafnframt góð-
viljaður vitmaður. Honum gat þótt, og hann gat fyrirgefið, —
hvort tveggja af jafnheilum hug. En hvort sem hann hnykl-
aði brýrnar eða brosti hlýlega, þá var yfir honum sá glæsi-
íbragður, sem olli því, að hann var jafnmikils virtur af nemend-
um sínum og samstarfsmönnum.
Pálmi Hannesson hafði áhuga á mannfélagsmálum. Hann
var umbótamaður, af því að hann hafði samúð með þeim,
sem er minni máttar. Hann trúði á lýðræði, af því að hann
treysti á manninn. Hann var þjóðernissinni, af því að hann
unni landi sínu.
Pálmi rektor kenndi vel. Samt vissi hann manna bezt, að
lærdómur er ekki einhlítur til farsældar. Manndóm læra menn
ekki, og enn síður mannkosti. En góður skóli getur þó eflt
toæði manndóm og mannkosti nemenda sinna. Það á góður
skóli að gera.
Minning Pálma Hannessonar í þessarí stofnun. verður bezt
varðveitt á þann hátt, að starf hennar sé ekki eingöngu helg-
að því, að þjálfa heilann, heldur einnig hinu, að bæta hjart-
að. Þið, nemendur skólans, vottið rektor ykkar dýpsta virð-
íngu með því að kappkosta að verða meira en menntamenn,
— með því að reynast, siálfum ykkur og öðrum, sannir menn,
sannir íslendingar.
Pálmi Hannesson
sín til fulls, leikandi ímyndun-
arafl og hugarflug, temprað
kaldri gagnrýni og raunsæi. En
vísindamaðurinn var ekki ein-
ráður í Pálma Hannessyni.
hann átti ætíð að glíma við
skáldið og fegurðardýrkandann.
Önnum kafinn við jarðfræði-
rannsóknir gat hann allt í einu
hrifizt brott frá vísindalegum
hugleiðingum, gleymt: stund og
stað af hrifningvi. á fögru lands-
lagi. Hann fór ekki um land-
ið einvörðungu sem vísinda-
maður, heldur sem náttúru-
skoðari og skáld, sem hrífst af
fegurð náttúrunnar á nærri
dulrænan hátt. Ég heyrði hann
segja, að hann hefði eitt sinn
hrifizt svo af útsýninni af
Kirkjufelli við Landmannaleið,
að sér. hefði fundizt hann á því
.augnabliki standa einn í al-
heiminum gagnvart skapara
sínum. slíkt hrifnæmi er ekki
öllum gefið, en hamingjumenn
eru slíkir.
Af ferðum sínum um Iandið
varð Pálmi þaulkunnugur bæði
í byggðum og óbuggðum. Ég
hygg, að hann hafi þekkt hvern
sveitabæ á landinu, ef frá eru
skildar nokkrar sveitir á Vest-
fjörðum. Og í huga hans var
landslag og saga órjúfanlega
samtvinnuð, bæir og örnefni
voru tengd atburðum úr sögu
þjóðarinnar, landfræði íslands
og íslandssagan runnu saman
í eitt. Pálmi var sögumaður
ágætur. Honum fór ekki eins og
sumum náttúrufræðingum, sem
gerast frábitnir hinni húman-
istísku hlið menningarinnar.
Hann hafði hinn mestu áhuga
á sögu íslands að fornu og nýju
las víst oftast í fornritum dag
hvern, enda mátti sjá þess
merki í máli hans og stíl. Stur-
lungu kunni hann næstum þv;
utanbókar. Að sumu leyti mur
hún hafa verið honum hugstæð
ust allra fornrita, eins of
reyndar er varla að furða svo
mjög sem hún kemur við sögu
Skagafjarðarhéraðs. Ekki efa
ég, að Pálmi hefði verið jafn-
yígur á vísindastörf í sagn-
fræði sem náttúruvísindunum,
þar hefðu hinir sömu hæfileik-
ar notið sín, og oft mátti varla
á milli sjá, á hvoru sviðinu á-
huginn var meiri. Hann hafði
mikinn áhuga á þjóðsagnafróo-
leik og skráði hann ýmislegt
af þtn tagi, t.d. í „Hrakningum
og heiðavegum“. Þar naut stíl-
gáfa hans sín til fulls, þessar
frásagnir eru í ósviknum þjóð-
sagnastíl, en þó er á þeim hinn
persónulegi stílblær Pálma,
sem var um margt alveg sér- j
stæður. Taldi hann sjálfur, að ,
Sigurður Guðmundsson, sem!
var íslenzkukennari hans í
menntaskóla, hefði haft djúp-1
íæk áhrif á stíl sinn og mun ■
það rétt vera. En stíll Pálma i
þróaðist eftir eigin leiðum og j
tók á sig blæ, sem var hans og 1
einskis annars og bjó yfir al- j
veg sérstæðum töfrum, einkum
ef hann flutti efnið sjálfur. Var
flutningur hans með ágætum,
röddin sterk og djúp, en þó
þýð og rík að blæbrigðum. !
Hevrði ég marga harma það, að
Pálmi kom ekki oftar fram í
útvarpi en hann gerði, en hann
var einhver hinn allra glæsileg-
asti útvarpsmaður á landi hér.
Ég minnist þess ekki að hafa
heyrt í Ríkisútvarpinu snjall-
ari né betur flutt erindi, en er-
indi Pálma um villu á öræfum
og mannskaðann á Fjallabaks-
vegi.
í Pálma var brot af skáldi,
þótt hann fengist lítt við ljóða-
gerð. Hann hafði hið mesta yndi
af Ijóðum, bæði íslenzkum og
erlendum. Hann mat Jónas
Hallgrímsson mest allra ís-
lenzkra Ijóðskálda og varð tíð-
vitnað í Ijóð hans. Af útlend-
um skáldum hygg ég, að hann
hafi haft mestar mætur á
Heine, en oft heyrði ég hann
þó segja. að Jónas byggi yfir
töfrum, sém Heine ætti ekki.
— Aðalævistarf Pálma Hannes-
sonar varð skólastjórn og
kennsla. Hann var röggsamur
skólastjóri, gerði miklar kröf-
ur til nemenda og gat verið
harður í horn að taka, ef hon-
um fannst þeir ekki gæta sóma
skólans sem skyldi. En sáttfýsi
var rík í Pálma, hann var ekki
langrækinn maður og fyrirgaf
nemendum fljótlega, ef þeir
tóku sig á. Fundu og nemend- j'
ur, að hann vildi þeim vel og,
bar hag þeirra fyrir brjósti |
löngu eftir að þeir voru horfn-)
ir úr skólanum. Pálmi þótti af-
burða kennari. Hef ég heyrt
fjölmarga nemendur hans, sem
lokið hafa háskólanámi, full-
yrða, að aldrei á námsbraut
inni hefðu þeir haft kennara,
er væri jafnoki hans. Hann
kenndi auðvitað aðallega nátt-
úrufræði, en í forföllum kenndi
hann stundum tungumál eða
-;ögu og var jafnvígur þar að
rögn nemenda. Var það tjón, að
svo frábær kennari skyldi ekki
æta sinnt kennslustörfum í
-íkara mæli sökum annarra
tarfa.
Pálmi Hannesson var svo
rikur persónuleiki og skapgerð
hans svo fjölþætt, að því verð-
ur ekki íýst í fáum orðum, enda
verða allar slíkar lýsingar fá-
tæklegar þeim, sem manninn
þekktu. Hann var skapmaður
mikill, fljóthuga og viðkvæm-
ur að eðMsfari, gat verið bráð-
ur, en reiði hans stóð sjaldarv
iengi, því að góðvild og vinai-
hugur voru rík í manninum.
Hann var að jafnaði glaðvær
og ræðinn, manna skemmtileg'-
ástur í viðræðum og jafnvígux
á nær því hvaða umræðuefni
sem var. Okkur Islendingum
er flestum annað betur gefið en
konversationshæfileikar, en sú
list var Pálma Hannessyni í
blóð borin, hann varð ósjálf-
rátt miðdepillinn, hvar sem
hann tók þátt í skeggræðum.
Kímnigáfu átti hann ríka,
kunni ógrynni af skopsögum og
skopvísum og hafði aíltaf gam-
an af slíku, ef vel var á haldið
og án illkvitni. —■ Pálmi var,
einkum framan af ævi, róttæk-
ur í þjóðmálaskoðunum og taidi
margra og mikilla umbóta þörf
í þjoíelagpu. í eðli sínu var
hann þó að mörgu leyti íhalds ■
saniur maður. Hann sættist
alclrei tii hlítar við vélámenn-
ingu nútímans, glamur hennar,
sýndarmennsku og múg-
mennsku.' Honum var hin ís-
enzka sveit alltaf hugstæðust,
sveitin eins og hann hafði
■kynnzt henni í Skagafirði á
fyrstu áratugum þessarar ald-
ar. Hann komst í essið sitt, ef
á góma bar vinnubrögð við
heyskap, gegningar eða lesta-
ferðir. En mest af öllu unni
hann þó íslenzka hestinum, þar
sagði skagfirzka blóðið til sín.
Hann var hestamaður ágætur
og hestavinur, átti löngurn
hesta og varð tíðrætt um þá.
Fyrr^á árum brugðu þeir forn •
vinixnir, Pálmi og Guðmuridur
Boðvarsson, sér oft á hestbak
á sunnudögum, og þótti Pálma
stundirnar góðar í féiagsskap
Guðmundar og hestanna, en
Guðmund mat hann flestum
mönnum meir. Það varð Pálma
til míkils yndisauka á sumrum
hin síðari ár, að hann fékkst
þá nokkuð við sveitabúskap
austur í Ölfusi. Þó að honum.
þætti vænt um Reykjavík, þar
sem haxm hafði unnið ævistart
sitt að miklu leyti, var hann
ætíð glaður, er hann var að
halda úr bænum, til íslenzkra
svéita eða íslenzkra fjalla.
Pálmi Hannesson var fædd-
ur 3. janúar 1898 á Skíðastöð-
um i Lýtingsstaðahreppi, son-
ur hjónanna Ingibjargar Jóns-
dóttur frá Haganesi í Fljótum
og Hannesar Péturssonar frá
Valadal. Hann gekk í Gagn-
fræðaskólann á Akureyri og
síðan í Menntaskólann í Reykja
vik og lauk þaðan stúdentsprófi
1918. Hóf hann þá nám í nátt-
úrufræði við Hafnarháskóla og
lauk magisterprófi í henni
192,6. Kann var kennari við
Gagnfræðaskólann á Akureyri
1926—1929, en 1929 varð hann
rektor Menntaskólans í Reykja
vík, og því starfi gegndi hann
ti! æviloka. Hann gegndi fjöl-
(Frh. á 7. síðu.)
Skrifsfofuhúsnæli
fil leigu.
Skrifstofuhúsnæði í einu giæsii.egasta húsi bæjarins,
ca. 460 fermetrar er til leigu nú þegar, eða um
næsta áramót. — Nánari upplýsirigar gefur
Sigurgeir Sigurjónsson
hæstaréttarIögma0iair5
Aðalstræti- 8, sími 1043.