Alþýðublaðið - 27.02.1957, Side 9

Alþýðublaðið - 27.02.1957, Side 9
Miðvikudagur 27. febr. 1957 AlþýftublaSig Islemksf Irúarlíf og kirkjur i (Frh. af 4. síðu.) með sjálfum sér. Ég á hér þó fyrst og fremst við reikið milli margra trúarflokka, félagá og hreyfinga, sem nútíminn á svo mikið af. MENN VILJA GEÐS- HKÆRINGU. Sumir gera þetta, af því að þeir eru að leita að einhverju, sem geti komið þeim í uppnám, snortið svo tilfinningar þeirra, að af því spretti einhverskonar sælu-hrifning. Að nokkru leyti á þetta rót sína að rekja til gamals. . hugsunarháttar.. . Á fyrstu dögum heimatrúboðsins liér á landi, var oft prédikað afturhvarf, sem átti að lýsa sér í ofsalegum geðhrifum. En með- al frjálsiyndu prestanna var aftur á móti talað um að vekja Stemningu. Það komst inn í fólkið, að guðsþjónustan væri gagnslaus, ef kirkjugestirnir gátu ekki farið heim yfir sig krifnir af því, sem fram fór. Báðir flokkarnir voru þarna á rangri leið. Hjá báðum var rík viðleitni til þess að ofmeta vissa tilfinningaspennu, og þá er leiðin stutt yfir í það að gera sér upp tilfinninguna, sem auðvitað á hvorki að lýsa sér í ofsa, né heldur í vímu, heldur heilbrigðum viðbrögð- um manna við þeirri stað- reynd, að Jesús Kristur kem- ur til móts við þá og þeir við hann. Það fer þá eftir skapgerð og innri ástæðum hvers og eins, hvað tilfinningar verða ofan á í hvert sinn. Samt vona ég, að ég geri engum rangt til, þótt ég segi, að sumt af því, sem laðar hinar leitandi sálir að ástríðufullum ofsatrúarflokk- um. sé einmitt þessi löngun til að komast í geðshræringu. Þeim finnst ekki trúarþörf sinni full- nægt annars. JARÐARFARIR í ÚT- VARPINU. Annað, sem mér virðist benda á það, að ófullnægð trúþrá sé rík með þjóðinni er sá algengi siður um land að hafa útvarpið alltaf í gangi, þegar útvarpað er jarðarförum, hvort sem Mnn látni hefir verið þeim ná- kominn eða ekki. Auðvitað er jarðarfararathöfnin guðsþj ón- usta, og erlendur prestur hefir látið.svo um mælt í bók um ís- Jenzku kirkjuna, að jarðarfar- irnar séu þær guðsþjónustur hér á landi, þar sem mest verði vart trúarlegs innileiks. En þrátt fyrir það er jarðarför að- eins ein tegund af guðsþjón- astu, og verkefnið fyrst og fremst það að hjálpa mönnum til að standast hina átakanlegu staðreynd •— dauðann. En of eindregin umhugsun um dauð- ann, getur samt sem áður orð- ið til þess að gera menn afhuga !>ví, að trúin er einnig hjálpin til að standast staðreyndina líf. Daglegt líf, starf, — með öllum þess óteljandi vandamálum og þungri ábyrgð. En þrátt fyrir alla hina góðu kosti útvarpsins, getur útvarpsmessan, hvorki jarðarför né önnur, orðið það, sem messan sjálf er í kirkjunni. KIRKJUGARÐSJÓL í STAÐ KIRKJUJÓLA. Eitt er það, sem mér einnig finnst bera merki um trúarlega leit, er sá siður, sem tekinn liefir verið upp hér í Reykja- vík, að kveikja fjölda ljósa í Mrkjugarðinum, og jafnvel halda jól sín jóár, fremur en annars staðar. Ég vil enga særa vísvitandi. En ég er sennilega ekki einn um það álit, að þarna sé hugurinn of bundinn við efn ið. Hinn dáni líkami er kominn á vit móður náttúru og eyðist þar, samkvæmt efnislögmálum skaparans, og það getur verið varhugavert að beina trúarleit sinni um of að því, sem snertir þessa hlið dauðans. Ég hygg, að látnum ástvinum, sem sjálfir lifa eftir dauðan, og eru orðnir óháðir efninu, muni miklu kær- ara, að eftirlifandi vinir leiti samfélags vð þá, sem lifa, og eigi með þeim heilög jól. Minn- ingin um hina dánu og meira að segja sambandið við þá, sam- félag ástúðar og kærleika, verð- ur engu síður þáttur í jóla- reynzlunni. SÁLARRANNSÓKN- IRNAR. Eitt er það enn, sem ber vott um andlega leit meðal þjóðar- innar, og það er hinn mikli á- hugi á sálarrannsóknum. Það situr sízt á mér að finna að því, þótt menn vilji kynna sér af eigin raun rök fyrir framhalds- lífi og sambandi við hina dánu. En þeir sem þekktu séra Harald Níelsson og fleiri af foringjum spíritismans, hér á landi, vissu vel, að það var þekkingarþráin, sem hann taldi, að sálarrannsóknirnar ættu að fullnægja, en trúar- þörfinni leitaði hann sjálfur fullnægju í guðsþjónustum hinriar fornu kirkju. Engir ættu að hafa meiri skilning á því en vér, sem höfum kynnt oss staðreyndir sálarrann- sóknanna, að krisíinn söfnuð- ur þarf í guðsþjónustunni að komast til samfélags við Krist. Hið sama er að segja um þá, sem trúa á andlegar lækningar. Þeir ættu manna sízt að láta sig vanta, þegar sjúklingar eru teknir til bæna í kirkjunum. Þat ættu þeir að taka þátt í bænarhringnum. MYSTIKIN. Það virðist vera mjög ríkt í oss íslendingum að sækjast eftir hinum dulræna, mystiska, í trúarlegum iðkunum. Hið dul- arfulla og leyndardómsfulla, sem laðar hugann lengra en orðin fá skýrt, er í rauninni, eðlilegt fyrirbæri alls trúar- lífs. Þetta ber því ekki að lasta. Þetta er ein ástæðan til þess, að margir verða meira snortnir af því, sem þeir ekki skilja, í guðsþjónustusiðum og formi. Þeir óksa eftir því, að minna sé um prédikanir, en meira um söng og helgisiði, jafnvel á máli, sem flestum er óskiljan- legt, eins og hjá kaþólsku kirkj- unni. LEITIN AÐ „RÉTTUM“ PRESTI. Loks eru þeir, sem alltaf eru að leita að hinum rétta presti, til að boða sér fagnaðarerind- ið, eins og þeir vilja hafa það. Annað hvort gefast þeir síðan upp í leiðinni að þessum ein- stæða manni, og afrækja kirkj- una alveg, eða þá að þeir mynda sér kristileg félög og flokka, og fundir eða samkomur þessara félaga koma að miklu leyti í staðinn fyrir sjálfa kirkjuna. — Sumir eru svo heppnir, að njóta þjónustu prests, sem þeim fellur við, — og þá er það líka oft hann einn eða þeir, sem honum eru líkir, eða hafa sama flokksmerki og hann, sem verðskulda að kallast þjónar KristS: Nú hefir það auðvitað alltaf viðgengist, að einstakir prédikarar næðu meiri hylli en aðrir. En í fullri einlægni talað, hygg é-g, að enginn af oss sé svo mikils verðugur, að það sé vert að gera hann að mæli- kvarða réttrar trúar eða réttr- ar þjónustu yfirleitt. Og innst inni fyrir erum vér hver öðrum miklu líkari en ætla mætti eftir hinni ytri gerð. Það er ekki presturinn, heldur Drottinn, sem þú ert hingað kominn til að finna. Og kenn- ingu postulanna, þ. e. a. s. fagn- aðarerindið, eins og það er rit- að í Nýja-testamentinu, prédik- um vér allir, þótt vér eigum ef til vill lítið sammerkt við potsulana annað en það að trúna á Jesúm Krist sem Guðs son og frelsara heimsins. GUÐSÞJÓNUSTAN ER ENN ÞAÐ, SEM HÚN VAR í UPPHAFI. Ég veit vel, að menn kunna að gera ýmzar athugasemdir við það, sem ég hér hefi sagt. Það er ekki nema gott og bless- að. En þá ætla ég að biðja alla mína tilheyrendur að leggja sér á hjarta það, sem ég nú að lokum vil staðhæfa, og ég hygg raunar, að allur fjöldinn geti orðið sammála um. En það er þetta: Guðsþjónusta kirkjunnar er enn það sama og hún var á dögum postulanna. Hún er samtal milli guðs og manns- ins. Ég skal játa, að þetta mætti koma betur fram í sjálfum helgisiðunum, eins og þeir nú eru úr garði gerðir. En þó er þetta augljóst, ef að er gáð. Presturinn snýr sér frá altar- inu og ávarpar söfnuðinn, les heilagar ritningar, sem hafa inni að halda boðskap frá Kristi. Hann útskýrir þennan boðskap nánar í prédikun sinni, keriningúnni. Hann brýt- ur brauðið í nafni Krists, hann blessar söfnuðinn í hans nafni, eða fyrir hans hönd. í öllu þessu er Kristur að koma til móts við manninn. En frá söfnuðinum kemur aftur á móti bænin, söngurinn, lofgjörðin, trúarjátningin. í sálmum og helgisiðum er synd- arjátning, sem við altarisgöng- una er svarað beinum orðum með aflausninni. — Ég er þeirrar skoðunar, að þegar mönnum verði aftur nægilega Ijóst, hvað guðsþjón- ustan í kirkjunni raunverulega er, ekki venjuleg samkoma, fyr- irlestur, tónlistarhátíð — held- ur mót .guðs og manns, þá taki þjóðin aftur að ganga til guðs- húss af sama innileik og fyrr. Og þá verður hún fleiri mönn- um en nú er, sú máttarlind, huggun og styrkur er hún á að vera. Þá fyllast hin gömlu form af nýju lífi, og ný form koma fram, sem svara til trúarlífs koinandi tíma. Þetta gerist þó því aðeins, acS menn varpi af sér hjúp óhrein- skilningar og þori að koma fram með trú sína, þori að kannast við hana, af sama hisp- ursleysi og hinn ungi íþrótta- maður gerði í haust. Það verður alltaf einkenni lifandi kirkju, að þeir, sem henni tilheyra, haldi sér ekki | með hönnum og glönpum, held- ur „stöðuglega við kenningu postulanna og samfélagið og brotningu brauðsins og bænar- innar“. í Jesú nafni. Amen. Húsgagnaáklæði Hún Þeir, sem ætla að láta gera upp og klæða hús- gögn sín, geta fengið húsgagnaáklæðin keypt hjá okkur. Gott úrval fyrirliggjandi svo-sem ensk ullartau, dam- ask, góbelin plyds. Bólslurgerðin I. Jónsson h.f. Brautarholt 22 — Sími 80388 Hafnarfjörður. Hafnarfjöröur. Slúlkur óskast í frystihús. Fiskur h.f. Síini 9393. Sími 9993. ■ H Kápur, Kjólar, Hanzkar, Slæður, Blunduvasaklútar Undirfatnaður, Sokkar. Smekklegar f'ermingargjafir í miklu úrvaii. 11 VESTUKVEKi Skemmtifundur verður í Sjálfstæðishúsinu fimmtu- daginn 28. febrúar n.k. kl.. 20.30. Frú Þuríður Pálsdóttir syngur þýzk og íslenzk lög. Dans. Þjóðverjar, búsettir hér, sæki aðgöngumiða í þýzka sendiráðið. Félagsstjórnin. 90 cm., mjög fallegir og ódýrir. Einnig falleg og ódýr. Teppa- og dregla deildin. Vesturgötu 1.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.