Alþýðublaðið - 29.03.1957, Page 6

Alþýðublaðið - 29.03.1957, Page 6
c JUþýðublaSlg Föstuclagnr 29. marz 1957 S s s s s s s s s $ s s * s s s V s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s S Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Helgi Sæmundsson. Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. Blaðamenn: Biörgvin Guðmunddsson og Loftur Guðmundsson. Áuglýsingastjóri: Emilía Samúelsdóttir. Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902. Afgreiðslusími: 4900. Frentsmiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgötu 8—10. Stefna íslendinga MORGUNBLAÐIÐ birtir í gær forustugrein í tilefni þess, að ár er liðið frá því að alþingi gerði ályktun sína um 'varnarmálin 28. marz 1956, en hún hefur mjög ver- ið á dagskrá siðan. Gætir þar enn þeirrar viðleitni Sjálf- stæðisflokksins að rangtúlka ályktunina, forsendur henn- ar og afieiðingar. Málið er þegar þrautrætt og því furðu legt, að Morgunblaðið skuli halda blekkingunum áfram. En að þessu tilefni mun ekki úr vegi að benda á helztu staðleysurnar og vitna í að- alatriðin, sem máli skipta. Sannleiksást Morgun- blaðsins er ekki upp á marga fiska. Það ræðst á Alþýðuflokkinn og Fram- sóknarfiokkinn svofelldum orðum: „En nú tóku tveir lýðræðisflokkar hér á landi allt í einu höndum saman við kommúnista og sam- þykktu með þeim tillögu um uppsögn varnarsamn- ingsins og brottför varnar- liðsins.“ Hér er verið að gefa í skyn, að kommún- istar hafi markað stefnu ályktunarinnar frá 28. marz í fyrra. Hvað segja svo staðreyndirnar um þetta atriði? Þær upplýsa, að þingsályktunartillagan var borin fram af Alþýðu- flokknum og efnislega sam hljóða því, sem hann hafði lagt til í þessum málum tvö ár í röð. Morgunblaðið gerir sér hins vegar hægt um vik og telur þessa þriðju atrennu Alþýðu- flokksins runna undan rifj um kommúnista. Sú blekk- ing segir meira en nokkuð annað um málflutning og málstað Sjálfstæðisflokks- ins í þessu efni. Menn grípa ekki til lyginnar nema þeir séu í sannleikshraki. Enn fremur fullyrðir Marg unblaðið, að samþykkt á- lyktunarinnar hafi verið ó- ráð vegna viðhorfanna í heimsmálunum. Sú niður- staða fær alls ekki staðizt. Fyrir ári síðan virtist frið- vænlegra í veröldinni en nokkru sinni áður um Iangt áraskeið. Menn gátu naum- ast séð fyrir atburði þá, sem komu til sögunnar í haust við botn Miðjarðarhafsins og í Ungverjalandi, þó að Morg unblaðið og Sjálfstæðisflokk urinn þykist eftir á hafa átt von á öllum þeim ósköpum. Slík mannalæti eru ekki til annars en hlæja að þeim. Helztu forustumenn lýð- ræðisþjóðanna á Vestur- löndum voru sammála um, að viðhorf heimsstjórnmál anpa hefðu gerbreytzt til batnaðar fyrir ári síðan, er alþingi gerði umrædda á- lyktun. Dulles og Eisen- hower voru í þeim hópi. Mannkynið var bjartsýnt og gerði sér nýjar vonir. Þess vegna töldu íslending ar tímabært að hyggja að endurskoðun varnarsamn- ingsins. Sú afstaða ein- kenndist ekki af neinu á- byrgðarleysi, þó að Morg- unblaðið vilji láta svo í veðri vaka. Og alþingi sætti sig við orðinn hlut í haust, þegar atburðirnir við Miðjarðarhaf og í Ung- verjalandi sögðu til sín. Þá var úr því skorið á óyggj- andi hátt, að getsakir Morgunblaðsins eru stað- lausir stafir. En það lætur sér dóm reynslunnar í léttu rúmi liggja og heldur áfram að berja höfðinu við steininn. Verði því að góðu! Yfirgnæfandi meirihluti íslendinga aðhyllist hins vegar þá stefnu í varnarmál unum, sem núverandi ríkis- stjórn hefur mótað. í>að er sem sé sú stefna, sem íslend- ingar geta borið ábyrgð á og verið sæmdir af. Svo er ekki um afstöðu Morgunblaðsins og Sjálfstæðisflokksins. Hún er öllum aðilum til van-- sæmdar. Fyrstu tölurnar TÍMINN ræðir í gær í svari til Morgunblaðsins fyrstu tölurnar í úttekt efna hagsástandsins og segir: „Mbl. kvartar undan því í gær, að ekki fréttist neitt af úttektinni, sem ríkisstjórnin hafi ætlað að láta fram- kvæma á efnahagsástandinu, er hún tók við völdum. Aðr- ir en Mbl. munu þó ekki telja það ómerkilegar upp- lýsingar um þetta efni, að ríkið verður að afla 1200— 1300 millj. kr. tekna vegna ríkissjóðs og . útflutnings- sjóðs á þessu ári, þar af um nær 500 millj. vegna útflutn ingsuppbóta og niður- borgana. •—■ Þessar álög- ur er nauðsynlegt að leggja á vegna þess, hvern- ig orðið var ástatt í efnahags málunum, þegar núv. stjórn tók við völdum. Enn nánari upplýsingar um úttektina munu svo liggja fyrir síðar.“ Ætti þetta ekki að geta orðið Morgunblaðinu og Sjálfstæðisflokknum um- hugsunarefni til að byrja með? uygguigarramKvæmair i ivinnum. HAFNARFJORÐUR er bær, sem fólk hvaðanæva að af land inu flykkist til. Það hyggur gott til búsetu í Hafnarfirði. Þess vegna sækir það í bæinn. Skýrasti vottur þess er hin tiltölulega öra fólksfjölgun í Hafnarfirði frá ári til árs og hin gífurlega eftirspurn eftir byggingarlóðum. Árið 1956 voru 165 hús í smíðum með 277 íbúðum í Hafn arfirði. Til þess að mæta þessari fólksfjölgun liafa bæjaryfir- völdin gert m. a. eftirfarandi: 1. Látið skipuleggja ný íbúð- arhúsahverfi. 2. Veitt 97 byggingarlóðir ár- ið 1955 og 134 sl. ár. 3. Tryggt fjárframlög til vega-, vatns- o-g holræsalagna að þessum lóðum og látið vinna að slíkum framkvæmdum. 4. B-yggt 12 íbúða fjölbýlishús. 5. Aðstoðað og stutt fjölskyldu fólk til kaupa á íbúðum, t. d. með veitingu bæjará- byrgða fyrir Iánum til húsa kaupa. Á undanförnum árum hafa aðflutningar fólks utan af lands byggðinni til Hafnarfjarðar ver ið miklir og fólksfjölgunin í bænum þar af leiðandi ör. Hin mikla fólksfjölgun hefur aukið eftirspurnina eftir húsnæði og byggingarlóðum. Ný byggða- hverfi hafa risið upp í Kinnun- um, Hvaleyrarholti og hraun- inu ofan við bæinn. Bæjaryfirvöldin hafa reynt eftir því sem kostur hefur ver- ið á, að fullnægja þessari eft- irspurn eftir byggingarlóðum. En þrátt fyrir allad þann fjölda byggingarlóða, sem veittar hafa verið, liggja þó fyrir hjá bæjarverkfræðingi 110 lóðaum sóknir, sem ekki hefur verið hægt að afgreiða til þessa. Og sífellt berast nýjar umsóknir. LÓÐAVEITINGAR Árið 1955 veitti bæjar- stjórn Hafnarfjarðar 97 lóðir fyrir íbúðarhúsabyggingar og 1956 134 lóðir. Árið 1955 voru fullgerð 37 íbúðarhús með 53 íbúðum, en 1956 21 íbúðarhús með 41 íbúð. Auk þess voru teknar í notkun 16 íbúðir í húsum, sem ekki voru fullgerð. Árið 1956 voru 165 hús í smíðum í Hafnarfirði með 277 íbúðum. Auk þess voru ýmsar aðrar byggingaframkvæmdir á árun- um 1955 og 1956. T. d. voru viðbyggingar við eldri hús 5 árið 1955 og 7 1956. Fullgerðar byggingar aðrar en íbúðahúsa- byggingar 1955 voru 19, en 18 1956. IIOLRÆSI OG VATNSLAGNIR Allar þessar miklu bygging- arframkvæmdir hafa kostað bæjarsjóð mikið fé. Hann hefur að sjálfsögðu orðið að kosta vegi, vatnslagnir og holræsi að lóðum, sem oft eru æði fjár- frekar framkvæmdir, því mjög erfitt og kostnaðarsamt er að leggja vegi, vatns- og holræsa- lagnir um hraunið, sem Hafnar fjarðarbær stendur á. (Frh. á 8. síðu.) Bœkur og höfundar: ristmann og heimsbó Kristmann Guðmundsson: Heimsbókmenntasaga I. og II. Bókaútgáfa menningar- sjóðs. Alþýðuprentsmiðjan. Reykjavík 1955 og 1956. ÞETTA verður enginn rit- dómur um „Heimsbókmennta- sögu“ Kristmanns Guðmunds- sonar, enda mun undirritaður síðar og annars staðar gera við hana ýtarlegar athugasemdir, einkum síðara bindið, sem hlýt ur að skipta mestu máli, en orkar víða tvímælis að minnsta kosti. Hins vegar er skylt að láta útkomu bókarinnar getið og fara nokkrum' orðum um hana til góðs og ills. Nóg verð- ur samt eftir í síðari leít. Hugmyndin er ágæt og tíma- bær. íslendir.gar eig'a þess að- eins kost að lesa um samhengi heimsbólcmenntanna á erlend- um mí'um. Þess vegna fór vel á því, að út væri gefið yfirlits- rit um athyglisverðustu bækur og höfunda veraldarinnar, og auðvitað bar menningarsjóði að rækja þá skyldu. Mennirnir, sem réðu ' Kristmann Guð- mundsson til verksins, eru heldur ekki ámælisverðir. Hann átti að geta leyst það svo af hendi, að viðunandi teldist. — Kristmann er víðlesinn og margfróður og sér í lagi ná- kunnugur bókmenntum Norð- urlanda. Sumt hefur hann líka vel gert, þrátt fyrir ærinn vinnuhraða og ófullnægjandi Kristmann Guðmundsson. skilyrði. Bókin hefur sætt for- dómurn, sem -hljóta að teljast fjarri sanni. Þeir, sem finna henni ekkert til gildis, láta sigrast af annarlegum hvötum og kunna ekki að stjórna skapi sínu. Eigi að síður er vinnu- brögðum Kristmanns ábóta- vant, og ýmis mistök hans verða alls ekki afsökuð. En sú aðfinnsla á þá fyrst rétt á sér, ef hann hefur áður eða. jafn- framt verið látinn njóta sann- mælis. Nú skal vikið að helztu at- hugasemdum: Heildarmyndin er engan veginn nógu skýr og upptalningin iðulega næsta hraflkennd. Enn fremur telst það mikill galli, að Ki'istmann i getur þess allt of sjaldan, hvaða | rit hafa verið þýdd á íslenzku, og ekki verður slíkt ráðið af bókarheitum, því að þeim er undantekningalítið snarað eft- ir frumtextanum. Hitt er þó sýnu verra, að hann gerist oft tannhvass en fljótfær dómari. Heimsfrægir meistarar, sumir dánir og grafnir, endurskoða naumast skáldskap sinn í tilefni af vanþóknun Kristmanns Guð mundssonar. Hún á því ekki heima í bókmenntasögu og sízt eins og málflutningi er hér hagað, þegar höfundurinn fær- ist mest í fang og vill ganga milli bols og höfuðs. Sama gegnir af og til um náðina, sem er kannski sýnu lakara. Krist- mann telur ekki íslendingum, hvað þá mannkyninu, trú um, að Pearl S. Buck, Louis Brom- field, Charles Morgan og Mika Waltari hafi verið eða séu stór- skáld og snillingar. Þetta dæm (Frh. á 9. síðu.)

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.