Alþýðublaðið - 30.05.1957, Side 5

Alþýðublaðið - 30.05.1957, Side 5
IFimratudagur 3®. maí 1957. A I þýgubtaSig Ræða Friðjóns Skarphéðinssonar í eldhúsdagsumræðunum a inais hafa verið mikil erk. í HERRA FORSETI. GÓDIR HLUSTEN DUR. Andstæðingar ríkisstjórnarinnar hafa í allan vetur, bæði hér á Alþingi og í blaðakosti sínum hamrað á því æ ofan í æ, að Alþingi það sem nú situr hafi verið með fádæm- úm aðgerðarlítið og eftir það liggi fátt eitt. Meðal ýmissa knriárra hluta Hefur þetta verið' árásarefni stjórnarandstæðinga á núverandi ríkisstjórn og flokka þá, er hana styðja. Eins og flést annað, sem stjórnar- . andstaðan hefur uppi í málflutn ingi sínum gegn TÍkisstjórninni og stjórnarflokkunum, er þetta úr lausu lofti gripið bg gersam- lega órökstuddar fullyrðingar. Svo sem kunnugt er var ríkis- stjórn sú sem riú situr mynduð í juiílok 1956, aðeins tveim máriuðum áður en Alþingi kom saman. Öll hin stærri mál ríkisstjórn arinnar, sem Alþingi hefur haft til meðférðar nú á þessu þingi hafa þurft ærinn undirbúning og hljóta allir að viðurkenna það, að ríkisstjórnin gat ekki þegar í þingbyrjun lagt fram öll lagafrumvörp sín, enda mun slíkt aldrei -hafa tíðkazt. Hins vegar hefur verið unnið að því sleitulaust af hálfu ríkisstjórn- arinnar, og Alþingi hefur feng- íð málin til meðferðar jafnótt og þau hafa verið tilbúin, og hefur það haft ærin verkefni að vinna við meðferð og af- greiðslu þeirra og ýmissa ann- arra. Það er vissulega rétt, að Alþingi hefur setið lengi að þessu sinni, en það er ofureðli- legt. Þetta er fyrsta þing eftir kosningar og ríkisstjórn og Al- þingi hafa stefnt að því að I koma þegar á fyrsta þingi í framkvæmd þeim stórmálum, sem markar stefnu ríkisstjórn- arinnar og stuðningsflokkar hennar höfðu samið um áður en ríkisstjórnin var mynduð. Ég mun nú geta nokkurra hinna veigameiri rnála, sem Al- þingi hefur haft til meðferðar á þessu þingi, sem sýna það Ijóslega og sanna, að Alþingi hefur ekki setið aðgerðalaust í vetur, eins og Sjálfstæðis- menn halda fram, bæði í ræðu og riti. ÚTFLUTNINGS- SJÓÐUR. Er þá fyrst að geta laganna um útflutningssjóð o. f 1., sem afgreidd voru fyrir jól og eru hin þýðingarmestu eins og al- þjóð er kunnugt. Óþarft er fyr- ir mig að fara um þau mörgum orðum. Fyrir efni þeirra og til- gangi hefur verið gerð rækileg grein, bæði nú við þessar um- ræður og áður, en lagasetning þessi er undirstaða þess að at- vinnutæki og framleiðslutæki landsmanna hafa vérið starf- rækt viðstöðulaust í stað þess að annars hefðu þau stöðvazt með öllu um áramótin. Þessa lagasetningu hafa Sjálfstæðis- menn lagt sig fram um að ó- frægja og tortryggja í augum landsmanna, vegna þess að hún hlaut óhjákvæmilega að hafa í för með sér nýja skatta og milli færslu á fé til atvinnuveganna til þess að rekstur þeirra gæti haldið áfram óhindrað. Þeir hafa þó ekki bent á neina aðra lausn á málinu, enga, alls enga. Þeir virðast engar skoðanir hafa um þetta aðrar en þær, að tekjuöflun væri nauðsynleg til atvinnuveganna, en þrátt' fyrir það börðust þeir hatram- lega móti þessari sömu tekjuöfl- un af fullkomnu ábyrgðarleysi. SKIPAKAUP. Þá nefni ég.lög um heimild fyrir rikisstjórnipa til •skipa- kaupa, lántöku og sérstakra ráðstafana í útgerðarmálum til þess að stuðla að jafnvægi í byggingu landsins. í lögum þess um felst það, að rikisstjórn er heimilað að kaupa og láta smíða 15 togara og 12 200—250 smá- lesta fiskiskip. Hér er einnig um að ræða mál, sem alþjóð varðar. Orðið er þegar tíma- bært að endurnýja togaraflot- ann, en flestir togararnir sem landsmenn eiga voru smíðaðir á næstu árum eftir stríðslok og sumir eru jafnvel eldri. RÍKISÚTGERÐ TIL ATVINNUJÖFNUNNAR. Samhliða þessu er að sjálf- sögðu nauðsynlegt að auka út- flutningsframleiðsluna ár frá ári. Á því byggist afkoma þjóð- arinnar fyrst og fremst. Togur- um þessum og fiskibátum verð- ur ráðstafað til þeirra staða, er mesta þörf hafa fyrir slíkan at- vinnurekstur og hafa jafnframt möguleika til slíks rekstrar. Er þetta einn liður og hann ekki óverulegur í viðleitni ríkis- stjórnarinnar og stuðnings- flokka hennar til þess að hamla á móti hinum óeðlilegu og að mörgu leyti óæskilegu þjóð- flutningum, sem átt hafa sér stað undanfarin ár til Suðvest- urlands, þannig að við auðn hefur legið á ýmsum stöðum. Meðal annarra hluta felst í lög- um þessum heimild fyrir ríkis- stjórnina ti.1 þess að setja á stofn ríkisútgerð togara, sem leggðu afla sinn á land til vinnslu þar sem ekki eru fyrir hendi fjárhagslegir möguleikar til að kaupa og reka togara. ÚTFLUTNINGUR SJÁVARAFURÐA. Þá hefur Alþingi haft til með- ferðar og afgreitt sem lög frum- varp um sölu og útflutning sjáv arafurða, sem felur í sér breyt- ingu á því skipulagi sem hingað til hefur gilt, og er í aðalatrið- um þannig, að allur útflutning- ur sjávarafurða verður undir eftirliti sérstakrar útflutnings- nefndar, sem fylgist með starf- semi útflytjenda og hefur for- göngu um öfluri markaða. í sam bandi við sjávarútvegsmál má enn nefna breytingu á lögum um fiskveiðasjóð, um rýmkun á hámarksupphæðum lána úr sjóðnum og hámarksstærð skipa, sem sjóðurinn lánar út á, og ennfremur lög um Tunnu- verksmiðju ríkisins, sem fela í sér heimild fyrir ríkisstjórnina til að endurbæta og fullkomna þær tvær verksmiðjur, sem til eru, og byggja þá þriðju á Aust- ur- eða Norðurlandi, ef nauð- syn þykir, og taka lán til þess- ara framkvæmda. Er hér stefnt að því, að allar tunnur, sem síldarframleiðslan þarfnast, verði smíðaðar hér á landi. LANDBÚN ADARMÁL. Þá hefur Alþingi haft til með ferðar þýðingarmikla lagabálka um landbúnaðarmál, og er þar helzt að nefna lög um landnám, ræktun og byggingar í sveitum, en frumvarpið var samið af nefnd sem endurskoðaði gild- andi lagaákvæði um þessi efni. Miða lög þessi að því meðal ann ars að fjölga nýbýlum og stækka tún á jörðum, þar sem ræktun er skemmst á veg kom- in. Þá nefni ég frumvarp til laga um búfjárrækt, sem er mikill bálkur, og hafa hin eldri lög, sem um þetta hafa gilt, verið. endurskoðuð í ljósi nýrrar reynslu. Lögin um lax- og sil- ungsveiði hafa verið endurskoð uð og Alþingi haft til meðferð- ar frumvarp þar um og unnið mikið og vandasamt verk í því sambandi. Um landbúnaðarmál sltal að lokum nefnt frumvarp til laga um eyðingu refa og minka, sem vonazt er eftir að Friðjón Skarphéðinsson. geti orðið nýr grundvöllur að herferð gegn^þessum meindýr- um. Snertir þetta ekki aðeins vernd gegn kvikfénaði lands- manna, heldur og vernd fugla- lífs og fiska í ám og vötnum. FÉLAGSMÁL. í félagsmálum hefur Alþingi haft ýmis mál til meðferðar. Ber þar hæst frumvarp um hús næðismálastofnun, byggingar- sjóð ríkisins og sparnað til í- búðabygginga. Húsnæðismála- kerfi fyrverandi ríkisstjórnar reyndist ekki þess megnugt, svo sem kunnugt er, að leysa húsnæðimálin til nokkurrar hlít ar eða frambúðar. Samkvæmt hinum nýju lögum um þetta efni er stofnaður byggingarsjóð ur ríkisins og honum fengið ríf- legt stofnfé. Meðal annars renna til hans % hlutar af væntanlegum stóreignaskatti, en Alþingi hefur nú fyrir skemmstu samþykkt lög um skatt þennan. Þúsundir manna bíða nú eftir lánsfé í íbúðabygg ingar, og var því óhjákvæmi- legt að gera myndarlegt átak í þessum efnum til þess að unnt verði að bæta úr sárri lánaþörf fjölda fólks. í húsnæðismála- löggjöfinni er meðal annars á- kvæði um skyldusparnað ein- hleyps fólks á aldrinum 16—26 ára, sem ekki stundar skólanám. Fé þetta er varðveitt í innláns- deild byggingarsjóðs ríkisins og er undanþegið tekjuskatti og útsvari. Féð greiðist síðan út með vöxtum og vísitöluuppbót og veitir forgangsrétt til lána til íbúðabygginga. Hér er um algert nýmæli að ræða, og þess ber að vænta að það gefist vel og komi að tilætluðum notum í framkvæmd. Samsvarandi á- kvæði gildir um þá menn utan kaupstaða og kauptúna, sem leggja á þennan hátt fé í veð- deild Búnaðarbankans. Hér má geta þess, að á yfir- standandi ári greiðir ríkissjóð- ur 12 milljón króna framlag til bygginga verkamannbústaða, en á fjárlögum síðasta árs voru tæpar tvær milljón króna í þessu skyni. Ýmis fleiri félags- og heil- brigðismál hefur Alþingi fjallað um á þesu þngi, svo sem frum- varp til laga um vísitölu bygg- ingarkostnaðar, sem afgreitt hefur verið sem lög, breytingar á olofslögum, bæði hinum al- mennu orlofslögum, orlofi op- inberra starfsrpanna og orlofi iðrinema. Er þessu breytt til samræmis við þá kjarasamn- inga, sem gerðir hafa verið um þessi efni fyrir tveim árum. MENNINGARMÁL. Þá hefur Alþingi haft til með ferðar frumvarp um heilsu- vernd í skólum og frumvarp um breytingu á sjúkrahúsalög- um, hvort tveggja mikilsverð mál. Kirkju- og menningarmál- um hefur Alþingi og ríkisstjórn heldur ekki sýnt tómlæti. Frum varp um kirkjuþing og kirkju- ráð íslenzku þjóðkirkjunnar hef ur verið afgreitt sem lög. Sam- kvæmt því verður kirkjuþing, háð annað hvert ár, og eiga þar j sæti fulltrúar presta og leik-1 manna. Þá hafa verið samþykkt! á Alþingi ný lög um dýravernd I og hafa öll eldri ákvæði hér að lútandi verið endurskoðuð, en hin nýju lög eru öll betur úr garði gerð ög yfirgripsmeiri. Þá nefni ég frumvarp til laga um Háskóla íslands, sem Alþingi hefur haft til meðferðar, þar sem gert er ráð fyrir að sam- einuð verði í einn lagabálk 17 eldri lög, sem öll snerta háskól- ann, auk þess sem þar eru mörg nýmæli, sem áður höfðu aðeins verið ákveðin í reglugerð eða óbundin með öllu. Þetta er þýð- ingarmikill lagabálkur um æðstu menntastofnun þjóðar- innar, og þess er vænzt að mál- ið verði fullafgreitt áður en þingið lýkur störfum. Þá hefur Alþingi fjallað um breytingar á lögum um skemmtanaskatt og þjóðleik- hús, þar sem gert er ráð fyrir að tryggja félagsheimilasjóði stórum auknar tekjur frá því, sem verið hefur. Er til þess ætl- azt að helmingur skemmtana- skattsins renni hér eftir í fé- lagsheimilasjóð, en hingað til hafa það aðeins verið 35 af hundraði. Ýmsar fleiri mikil- vægar breytingar eru í frum- varpi þessu. Enn nefni ég tvö mál í þessu sambandi. Eru það frumvarp um menningarsjóð og mennta- málaráð og frumvarp um vís- indasjóð. Lögin um menningar- sjóð og menntamálaráð voru fyrst sett 1930 og voru stór- merkt mál á sínum tíma. Tím- arnir hafa breytzt og bar því nauðsyn til að endurskoða þessi lagaákvæði og þá einkum að afla menningarsjóði aukinna tekna til þess að honum yrði gert kleift að rækja hlutverk sitt. Undanfarið hafa tekjur sjóðsins numið um 500—600 þús. króna á ári, en með hinu nýja frumvarpi á að tryggja að tekjur hans verði 2M> milij. kr. á ári. Áf þeirfi upphæð eru 800 þús. kr. lagðar árlega til vís indasjóðs, en hlutverk þess sjóðs er að efla íslenzkar vís- indarannsóknir, bæði á sviði ruanvísinda og hugvísinda. BANKAMÁL Aö lokum skulu nefnd frum- vörp þrjú um breytingar á bankalöggjöfinni, sem1 ætlað er að fái fullnaðarafgreiðslu næstu daga. Breyting sú, sem mestu varðar í þeim efnum, er ■ um seðladeild Landsbankans. Hing- að til hefur það verið svo, að sama bankaráð og sama fram- kvæmdastjórn hefur haft með höndum stjórn seðlabankastárf seminnar óg stærsta viðskipta- banka landsins, Landsbankans, Sú skoðun hefur verið uppi, að ég ætla í öllum stjórnmála- flokkum landsins, ■ að þetta sé óheppilegt og óeðlilegt. Með hinu nýja frumvarpi er stefnt að því, að sérstök stjórn og framkvæmdástjórn fari með seðlabankamálin, en önnur stjórn og framkvæmdastjórn annist hina almennu viðskipta- bankastarfsemi Landsbankans. Það er að vísu skoðun mín og margra annarra, að réttara hefði verið að stófna sérstakan seðlabanka, er orðið hefði banki bankanna og ríkisins og ekki í tengslum við viðskiptabanka. En með hinni fyrirhuguðu breytingu er stefnt í rétta átt í þessum efnum, með því að gera seðladeild Landsbankans að sem sjálfstæðástri stofnun. Þá er fyrirhugað að Útvegs- bankinn verði herinn ríkis- banki, og virðist sú ráðstöfun ekki sæta andmælum stjórnar- andstöðunnar. Samhliða þessu er gert ráð fyrir því, að Sjájf- stæðisflokkurinn missi meiri- hlutavald sitt yfir stærstu bönk um landsins. Hann á enga rétt- mæta kröfu til slíks valds, þar sem hann þvorki hefur meiri- hluta meðal þings né þjóðar. Slíkt vald eins flokks er óeðli- legt og óheppilegt og til þess fallið að vekja tortryggni, rétt- mæta eða óréttmæta eftir atvik um. Undan þessu kvartar stjóm arandstaðan sárlega, en til þess hefur hún enga réttmæta á- stæðu. Hún fær sína hlutdeild í stjórn bankanna eins og vera ber, en hún fær ekki meirihluta vald. ÞINGMÁLIN MÖRG OG MERK Ég hef nú í örstuttu máli drepið á æði mörg og mikilvæg frumvörp, sem alþingi ?að, sent nú situr, hefur fja.llað umy og flest eru þegar orðin að lögurn, en nokkur verða það væntan- lega innan skamms. Auk þess hefur alþingi fjallað um mik- inn fjölda annarra mála, sean ógerningur er að gera grein fyr ir á skammri stund, Með þessu vildi ég sýna frarn á, að það er fullkomið öfugmæli, þegar þ';í er haldið fram að alþingi háfi verið aðgerðalaust eða aðgerða- lítið, svo sem talsmenn Sjáld- stæðisflokksins og flokksblöð hans hafa viljað halda á loft. Þvert á móti mun það máia sannast, að á fám þingum hafl verið fjallað um jafnmörg cg þýðingarmikil mál, og eftir al- þingi það, er nú situr, ætla ég að liggi jafnmikil störf og mest hefur áður þekkzt.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.