Alþýðublaðið - 05.07.1957, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 05.07.1957, Qupperneq 4
4 Aiþvðubíaaið Föstudagur 5. júlí 1957 Málning Hörpusilki úti og inni — Hvítt - Harpo útimálning og þakmálning. Jökuil og Sígljái Japan lökk. Odýrir penslar. Málningasprautur. HELGI MAGNÚSSON & (0. Hafnarstræti 19 — Sími 3184. Svart — Mislitt Nauðungaruppboð sem auglýst var í 44., 45. og 46. tbl. Lögbirtingablaðsins 1957 á v.s. Nirði, EA 767, eign Húnasíldar h.f., fer fram eftir kröfu Fiskveiðasióðs íslands o. fl. við skipið í Reykjavíkurhöfn miðvikudaginn 10. júlí 1957, kl. 3 síðdegis. Boi’garfógetinn í Reykjavík. minn verður framveg'is kl. 3—6,30 e. h. nema laugardaga k.l 1—2 e.h. Eugilbert Guömundssoti tannlæknir. Njálsgötu 16. V erkalýðsmálanefnd Alþýðuflokksins. Happdræ Verkalýðsmálanefndar Alþýðuflokksins. Margir góðir og eigulegir vinningar. Dregið verður 31. júlí næstkomandi. Styrkið starfsemi Verkalýðsmálanefndarinnar. — Kaupið miða. Hringið í síma 6399 eða 82851 og miðarnir verða sendir. Happdrættisnefndin. FÉLAGSLÍF Skátarl Piltar og stúlkur! Ferð verður á laugardaginn á skátamótið í Botnsdal. — Farseðlar á föstudagskvöld kl. 8,30 til 9,30. í Skátaheim- ilinu. Skátafélögin. F arfugladeild REYKJAVÍKUR ráðgerir ferð í Kerlingafjöll um næstu helgi. Lagt verður af stað kl. 2 á laug- ardaginn og ekið í skála Ferða- félagsins í Árskarði og gist þar um nóttina. Á sunnudaginn verður gengið á Loðmund og skoðað hverasvæðið í Kerlinga fjöllum. Farnar veröa sumarleyfis- ferðir í Þórsmörk 13.—21. júlí, í Húsafellsskóg 28. júlí til 5. ágúst og hálfsmánaðarferð urn byggðir og öræfi Austurlands, sem hefst 4. ágúst. Þáttaka til- kynnist sem fyrst. Skrifstofan er á Lindargötu 50 á miðviku- dags- og föstudagskvöldum kl. 8,30—10. r ggþ Esso mng II viðskiptamanna, Þegar nýja símastööin í Reykjavik veröur tekin í notkun verða síma- númer vor þessi: Afgreiðsian á ReykjavíkurfiugveHi (olíupantanir). Aðaiskrifstofan, Sambandsh |inu. Benzinafgreiðsla og smurstöð, Hafnarstræti 23. OÍíustöðin, Örfirisey. Olíustöðin, Örfirisey (bryggjan). Olíustöðin, Hafnarfirði (Olíupantanir). Virðingarfyllst. Olíufélagið h.f. Hið íslenzka steinoUuhlutafélag. 2-43-90 2-43-80 1-19-68 1-83-20 1-93-20 5-00-57 islenzk og eriend úrvalsljóð -- Vorið góða efftir Jóhannes úr Köflum. Það seytlar inn í hjarta mitt 'sem sólskin fagurhvítt sem vöggukvæði erlunnar, svo undur fínt og blítt, sem blæilmur frá víðirunni, — vorið græn og hlýtt. Ég breiði út faðminn — heiðbjört tíbrá hnígur mér í fang. En báran kyssir unnarstein og ígu'lker og þang. — Nú hlæja loksins augu mín, — nú hægist mér um gang. Því fagurt er það, landið mitt, og fagur er minn sjór. Og aftur kemur yndi það, sem einu sinni fór. Og bráðum verð ég fallegur og bráðum verð ég stór..... S S S s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s SMÆLKI UTAN ÚR HEIMI Jafnaðarmenn í Bretlandi rafa undanfarið deilt mjög hart á stjórnina og leyniþjónustuna (M. I. 5) fyrir óheiðarlegar njósnir um fólk í ýmsum stöðum, en einkum þó um háskóla- stúdenta og prófessora. Það var Chorley lávarður, sem gerði þetta mál opinbert í æðu í lávarðadeildinni fvrir skemmstu, en hann hefur árum saman kennt lögfræði við hagfræðiskólann í London (The London School of Economics). Sagði hann m. a. að leyniþiónustan væri að reyna að komast inn í alla háskóla og notaði alls konar „brögð og makk“ til þess að fá starfsmenn háskólanna til þess að niósna um stúdentana og jafnvel um samstarfsmenn sína. Nokkru síðar sagði Chorley svo frá á ■fundi í Cardiff, að M. I. 5 teldi sig hafa aðstoð kennara í næst- um því öllum háskólum landsins. Barbara Castle, þingmaður, segir um þetta í blaðagrein, að slíkar aðfarir séu stórum víð- tækari en þær, sem þingið féllist á að leyfa á sínum tíma. Segir hún, að öryggisráðstafanir þessar séu framkvæmdar með tvennu móti, í fyrsta lagi opinberlega og tiltölulega heiðarlega þannig, að menn geta varið sig, en hin er, leynileg, og menn vita ekki um hana, þar er hin raunverulega leyniþjónusta að verki. Segir Barbara Castle, að þarna sé hættan, sakfelling manna með leyni- legum skýrslum um þá og störf þeirra, sem þeir hafi ekki tæki- færi til að verja sig fyrir. Hún bendir ennfremur á, að leyni- þjónustan beri ábyrgð gagnvart forsætisráðherranum einum og starfi með leynilegri fjárveitingu, sem þingið víti ekkert hver sé, hún sé nú önnum kafinn við að koma sínum mönnum inn í hverja skrifstofu, félag og háskóla. Eins og menn muna af fréttum áttu félög verkamanna í vélaiðnaðinum í Bretlandi í miklum verkföllum fyrir skemmstu. Nú skýrir eitt af brezku blöðunum svo frá, sam- kvæmt viðtali við fomann sambands þeirra, Bill Carron, að sambandið hyggist heimta nokkurn ábata af aukinni vél- væðingu fyrir félagsmenn sína. Þeir vilja fá 40 stunda vinnu- viku í stað 44, sumarfrí aukið um viku á ári og hækkað eftirvinnukaup. „Tæknilegar framfarir leiða til aukinnar framleiðslu og ættu að vera öllum til góðs“, segir Bill Carr- on. • 9í y Annar, brezkur verkalýðsleiðtogi hefur dregið að sér at- hygli nýlega, en það er Jim Campbell, formaður járnbrautar- starfsmanna. Hann vill endurskipuleggja brezka alþýðusam- bandið (TUC). Hann vill skipuleggja verkalýðshreyfinguna al- gjörlega eftir iðngreinum, hann vill fækka um helming í mið- stjórn sambandsins og veita henni meira vald, og loks vill hann, að TUC taki meiri þátt í að móta stefnu verkalýðsfélaganna í landinu. , 1 , | Victor Collins heitir þngmaður í brezka þinginu, séni m. a. hefur það starf með höndum að hafa eftirlit með eyðslu ríkisins. Hann hefur komizt að því, að herinn hefur keypt inn óþarflega mikið af nærfatnaði kvenna fyrir kvenna- deildir hersins. Hafði verið keypt inn sem svaraði 800 ára birgðum af einni tegund flíkar. Flík sú, sem um ræðir: síðar ullar nærbuxur. Útbreiðið Álþyðublaðið

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.