Alþýðublaðið - 07.07.1957, Page 5
Suimnuclagiir 7. jwK 1957
Alþýgubgagfi
9
Á líðandi stund: í]% Sunnuclagur 6. jiilí,
Sigur á flótia - Þingvellir og unga fólkið - Svíður í sálina - íþró Itasigur íslendinga - Breyfingar á
1.
:il sfækkun - Korsk lei
NÚ GENGUR það fjöllunum
liærra, að leggja eigi Sósíalista-
flokkinn niður á næstunni.
Ekki mun vera að fullu ráðið,
hvaða nafn hinn endurfæddi
flokkur muni hljóta, en flestir
halda, að hann muni kaliaður
Alþýðubandalag. Hefur þá
Hannibal tekizt í orði að ganga
ínilli bols og höfuðs á flokki
ikommúnista, eins og hann hef-
’ur talið sér og öðrum trú um,
að væri sitt hlutverk, en ekki
er víst, að reyndin verði sú
sama á borði. Þarf ekki að efa,
að lífseigt verður í valdataug-
um Moskvumanna í endur-
fædda flokknum, þótt þeir setji
kannski Hannibal á oddinn sem
eins konar vörumerki.
Annars er það furðulegt, að
lcommúnistar segjast vei'a hinn
eini útvaldi fiokkur alþýðu og
verkalýðs, en samt eru þeir á
stöðugum flótta undan fortíð-
inni. Annars væru þeir ekki sí-
fellt að breiða yfir nafn og
númer, eins og tog'arar í land-
helgi forðum daga. Ekki þyrfti
að skipta um nafn, ef skjöld-
urinn væri svo feikilega hreinn
sem þeir vilja vera láta. Nafn-
skiptin minna meira en lítið á
flótta. Gætu þeir því vel haft
að einkunnarorðum fyrir nýja
flokkinn: sigur á flótta.
Sömuleiðis er það harla skrýt
áh röksemdafærsla hjá þeim
Moskvumönnum, að Alþýðu-
flokkurinn sé óttalegur flokk-
ur, í honum séu vondir menn,
en samt vilja þeir óðir og upp-
vægir ganga til liðs við þennan
óttalega flokk og þessa vondu
menn, og helzt sameinast þeim
alveg. Kannski þeir séu ekki
eins voðalegir og þeir vilja vera
láta. Kannski halda Moskvu-
menn í alvöru undir niðri, að
eina vonin fyrir þá sé að fá að
sameinast Alþýðuflokknum.
Hitt er svo vitað, að Alþýðu-
flokkurinn mun ekki samein-
ast þeim Moskvumönnum. hve
mjög sem þeir ákalla hann og
foiðia. Þess vegna geta þeir í*
friði dútlað við að skipta enn
einu sinni um nafn undir kjör-
orðinu: Sigur á flótta.
miklir aufúsugestir. Áður hefur
norskur leikflokkur, gist höfuð-
staðinn og sýnt hér annað frægt
Ibsensleikrit, ,.Rosmerholm'‘,
og mun list þeirra ógleymanleg
öllum, er sáu. Þá höfum við áii.
þess kost að kynnast tveim af
beztu leikkonum Norðmanna,
þeim Gerd Grieg og Tora Se-
gelcke. Öll hefur sú kynning
orðið til þess að gera okkur
norska leiklist hugstæða, enda
er margt í norskri list, sem a.í
eðlilegum orsökum á næman
hljómgrunn hjá okkur.
6.
s-y ...
’ .........*'"■» - *
Mýndin sýnir síldarsöltun á Dalvík, og var tekin í fyrrasumar. Fjöldid fólks hefur farið til
síklarverstöðvanna nyrðra nú og vonar að veiði og vinna verði mikil. Það er þess lífsafkoma
og lífsafkoma all(ra landsmanna. — Ljósm.: Ilaukur Helgason.
2.
UM síðustu helgi var haldið
á Þingvöllum mikið íþróttamót
og hálfrar aldar afmælishátíð
ungmennafélaganna. Hafði und
Irbúningur tekið langan tíma,
enda mun hafa verið reynt eft-
ir mætti að vanda til þessa há-
tíðahalds á Þingvöllum. Mik-
ínn skugga bar þó á þessa há-
ííðasamkomu hinna hálfrar ald-
ar; gömlu æskulýðssamtaka.
Unglingar þyrptust austur til
þess eins að skemmta sér á
þann vafasama hátt, sem nú
þykir einna mest bragð að hjá
sumum nýfermdum unglingum.
Drykkjuskapur var miklu
rneiri en góðu hófi gegndi.
Ungmennafélögin eiga hér
enga sök á. Forráðamönnum
þeirra rann mjög til rifja að sjá
iivernig unglingar veltust þar
3ítt sjálfbjarga og öðrum til ar-
mæðu um lundi og velli. Sumir
foátttakendur í íþróttum á lands
mótinu höfðu aldrei komið í ná
munda við höfuðborgina áður,
og mun þeim hafa fundizt æsku
lýðurinn þaðan litlir aufúsu-
gestir.
Hér er um mjög alvarlegt
mál að ræða. í fyrsta lagi er
sárt til þess að vita, að ungling-
ar beri ekki tneiri virðingu fyr-
ir hinum fornhelga þingstað
þjóðarinnar en svo, að þeir nið-
urlægi sjálfa sig og staðinn með
vítaverðri framkomu. í .öðru
lagi er drykkjuskapur unglinga,
sem vart eru af barnsaldri, öll-
um sæmilegum mönnum til
sárrar ömunar. I þriðja lagi set
ur þessi drukkni unglingalýður
óhugnanlegan svip á allan
æskulýð landsins, því að jafnan
ber meira á því, sem aflaga fer,
en hinu, sem í lagi er.
Enginn skyldi ætla sem svo,
að allir unglingar landsins séu
undir sömu ölæðissök seldir,
þótt mikið beri á þeim, sem
drekka. Sem betur fer er mik-
ill meiri hluti unglinga trúr sín
um áformum, ráðdeildarsamur
og stefnufastur. Og dugnað
unga fólksins þarf ekki að efa.
En skemmdur ávöxtur sýkir
fljótt út frá sér, áhrif til ills
verka skjótt. Ekki þýðir að
mæla í móti því, að sífellt yngri
unglingar, bæði piltar og stúlk-
ur, eru teknir að drekka. í kjöl-
far þess fylgir margs konar á-
byrgðarleysi, sem dregur rauna
legan dilk á eftir sér. Þessir
unglingar hafa ekki þroska til
jafns við tiltektir og ævintýra-
löngun. Því fer oft verr en
skyldi.
Það þarf engan siðferðis- eða
bindindispostula til að viður-
kenna það, að drykkjuskapur
unglinga horfir til vandræða.
Og drykkjuæði og ölæðislæti
nýfermdra unglinga á helgistað
íslenzku þjóðarinnar, Þingvöll-
um, er hneisa, sem allir ættu
að geta komið sér saman um að
reyna að stemma stigu fyrir.
ALÞYÐUBLAÐIÐ minntist
lítillega á það á dögunum, að
Morgunblaðið væri sýknt og
heilagt að klifa á nýjum kosn-
ingum. Var helzt hallast að því,
að þetta væri sökum þess, að
þeim Morgunblaðsmönnum liði
illa í sálinni yfir því að vera
ekki lengrjr í stjórnaraðstöðu.
Þetta virðist hafa komið heldur
illa við kaunin í aðalritstjóran-
um. Tekur hann þetta mjög ó-
stinnt upp í dálkum sínum einn
sér. Leynir sér ekki, að hér hef-
ur verið komið við auman blett
hjá þeim Morgunblaðskempum.
Hellir aðalritstjórinn úr skál-
um reiði sinnar yfir Alþýðu-
flokkinn. Er freistandi að á-
lykta eftir þessa ádrepu, að sá
góði mann sanni enn einu sinni
máltækið gamla, að sannleik-
anum verði hver sárreiðastur.
Hitt er svo ekki nema von,
að aðalritstjórann svíði í sálina,
þegar minnzt er á þetta kosn-
ingahjal hans. Ríkisstjórnin,
sem nú situr, hefur meiri hluta
þings og þjóðar að baki sér, og
það er talið gott og gilt í öllum
lýðræðislöndum. Vill aðalrit-
stjórinn kannske breyta um þá
stjórnarhætti? Aftur á móti
hefur það komið á daginn, að
hægt er að stjórna landinu án
þátttöku þeirra Morgunblaðs-
manna, og það þykir þeim alveg
furðulegt. Þeir héldu statt og
stöðugt, að ómögulegt væri að
hafa ríkisstjórn stundinni leng-
ur í landinu nema þeir ættu
hlut að henni. Þetta er nú óð-
um að afsannast, og því klifar
aðalritstjórinn á kosningum og
hreytir ónotum, ef minnt er á,
að þær séu alls ekki tímabærar
og tómt mál um þær að tala.
Undan því síður.
Annars er til saga um íslenzk
an stjórnmálaflokk, feikilega
ábyrgan og stóran, sem það eitt
hafði til mála að leggja á löngu
þingi að flytja vantraust á ný-
myndaða ríkisstjórn. Það var
þó ekki tiltökumál, en forsend-
urnar fyrir vantrauststillög-
unni voru ákaflega merkilegar.
Vantraustið var nefnilega bor-
ið fram vegna þess, að ríkis-
stjórnin væri aðeins að fram-
kvæma stefnu flokksins, sem
vantraustið flutti!! Auðvitað
var hlegið að þessu, en þá fóru
Morgunblaðsmenn að tala um
kosningarnar. Mönnum líður
stundum hörmulega utan ráð-
herrastóla og þá gerist margt
furðulegt!
við Grensásveg fyrir austur-
hluta bæjaiins, og einnig er ver
ið að bæta við gömlu stöðina.
Þá er líka aukning á símum í
Hafnarfirði.
Ekki getur farið hjá því, að
einhverjar truflanir verði á
símakerfinu, meðan verið er að
gera þessar breytingar, en það
verður hægt þreyttum að þola,
því að lengi er fólk búið að bíða
eftir nýju símunum. Og fagna
allir breytingunni.
Til dæmis um það, hve biðin
eftir síma er orðin löng hjá
sumum, má nefna, að til eru
þeir, sem pöntuðu hann fyrir 10
árum, en eru fyrst að fá hann
nú, enda hefur Reykjavík og
byggðin hér í kri.ig vaxið gíf-
urlega þennan tíma og þörfin
og eftirspurnin því vaxið að
sama skapi.
Það er einmitt í dag, sem
nýja símaskráin gengur í gildi,
og með henni breytast öll síma-
númer á svæðinu. Og þó að
breytingarnar hafi verið gerð-
ar eins reglulegar og unnt er,
og ráða megi af gamla númer-
inu hvernig þær eru í mörgum
tilfellum, er því samt ekki
treystandi, því að sum fyrir-
tæki hafa skipt algerlega um
númer. Ýmsir, sem mikið nota
síma. hafa á undanförnum ár-
um lært utan að fjölda núm-
era, og verða nú að byrja nám
upp á nýtt. Þessar breytingar
valda ef til vill nokkrum óþæg-
indum. þó að ekki sé um þau
talandi. Nýja símaskráin verð-
ur því mikið meira notuð en sú
gamla, unz fólk er orðið van-t
nýju númerunum.
Annars ber að nefna það í
þessu sambandi, að þessar breyt
ingar skapa merk tímamót í
sögu símamálanna.
FRAMMISTAÐA íslenzkra
frjálsíþróttamanna og óvæntír
yfirburðir í fjórðu landskeppr-
inni við Dani í öndverðri sío-
ustu viku hafa dregið athygíi
landsmanna að frjálsíþróttura
meir en áður. Þaulkunnugir í-
þróttafréttaritarar blaða höfðu
allir reiknað með jöfnum leik
og gert ráð fyrir örfárra stiga
mun, en nú eru úrslit öllum
kunn. Landslið frjálsíþrótti-j-
manna hefur aldrei gengið meö
slíkan sigur af hólmi úr nokfc-
urri landskeppni og er þetia
þeim mun athyglisverðara sem
flokkur Dana þótti sterkari cg
jafnbetri nú en áður. Afrek i
mörgum greinum voru meiri en
við eigum að venjast hér heima
og tvö íslenzk met og eiít
danskt voru sett fyrsta daginn.
Ekki mun íþróttamönnum þó
hafa þótt fullreynt um hæfni
sína, því að á aukamóti meS
þátttöku finnskra leikmanna á
fimmtudagskvöld voru enn sett
danskt met og tvö íslenzk met
í þeim greinum íþrótta, sem fá-
ir hugðu að bæta mætti um á
næstunni.
Hér hefur vasklega verið sð
unnið og mikil þjálfun liggnr
að baki slíkum afrekum. Meta-
fjöldinn gefur ótvírætt iil
kynna að fast hafi verið sótt á
báða bóga.
Áhorfendur að leikjunum
hafa einnig vakið aðdáun og á-
nægju. Hlutleysi og kurteiíi
einkenndu framkomu íslenzk'/a
áhorfenda og eins þar se/Ji
skarst í odda í hörðum leilte
milli heimamanna og gesta.
Þegar danskur leikmaður var. a
afrek til dæmis í stangarstökki
með nýju dönsku meti, þá var
honum fagnað svo innilega seoi
heimamaður væri, enda þótt ár-
angur útlendingsins hefði í för
með sér ósigur íslenzks keppi-
nauts.
Þessu hafa gestir okkar veitt
athygli og fundið að hér rik r
sannur íþróttaandi, bæði meðal
leikmanna og áhorfenda. Svc
hlýtur ávallt að verða þegar
góðir gestir frændþjóða sækja
okkur heim og eiga með piltum
okkar drengileg'a leiki.
4.
NU um þessa helgi er verið
að gera miklar breytingar á bæj
arsíma Reykjavíkur. Verið er
daginn og hefur allt á hornum að taka í notkun nýju stöðina
5.
NORSKA Riksteatret efnir
til sýninga hér á landi á „Et
Dukkehjem“, hinum heims-
kunna sjónleik Ibsens. Fyrsta
sýningin var í Þjóðleikhúsinu
í fyrrakvöld, síðan ferðast leik-
flokkurinn norður um land og
sýnir sjónleik þennan á mörg-
um stöðum á leiðinni.
Norsku leikararnir eru okkur
StúEka fyrir bíl.
Sprunga í mja^iiTH
argrind.
í GÆRMORGUN varð stúlfe a.
á reiðhjóli fyrir bifreið í
Tryggvagötu. Bifreiðastjórina
fór af slysastaðnum með stúlk-
una og flutti hana í Slysavavð-
stofuna, en gaf sig síðan fra>n
við rannsóknarlögregluna. ViS
rannsókn kom í ljós, að mjaðwaa
grind stúlkunnar liafði spruwg-
ié. . ___________________