Alþýðublaðið - 19.07.1957, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 19.07.1957, Blaðsíða 7
Fösíudagur 19. iúlí 1957 7 Kári Guðmumlssom /f ° , 11 f ''IStMlJffiCIfmv M'JÓIjK er hin fullkoranasta 1 fæc.i handa mannlegum verum,, enda eru i henni helztu nær- ingarefni, sem vaxandi líkami þarfnast. Framleiðsla kúamjólkur fer nær eingöngu fram í hinum ! temnruðu beltum jarðarinnar ! og bó meira á norðurhvélinu. | Með alls konar kvnbótum og; bættri meðferð kúnna hefur ] nythæðin aukizt stórum, og er kúamjólk nú orðin einn allra stærsti þátturinn í fæðu flestra menningarþjóða. Ekki er vitað með vissu, hve- ! nær maðurinn byrjaði að íeggja sér til munns aðra mjólk en móðurmjólkina, en talið er, | að það hafi verið allsnemma. i Sagnir herma. að 3000 ámm! fyrir fæðingu Krists hafi kúa- mjólk verið notuð til manneld- is í Egyptalandi og Mesópóta- naíu. Framleiðsla kúamjölkur hef- ur olla tíð verið einn höfuð- þáttur íslenzks landbúnaðar. Nautgriparækt hér á landi stóð í miklum blóma á söguöld, og hefur mönnum reiknazt til, að mjólkurkýr hafi þá verið tals- vert fleiri en nú á dögum. I árs- lok 1955 reyndu.st mjólkurkýr vera um 32 þúsundir. BLAQINU hefxtr borizt löng grein eftir Kára Guð- mundssou. miólkureftirlitsmann ríkisins, um mjólk og mjólkurframleiðslu. Hér er um svo yfirgripsmikið mál að ræða, ógerlegt er að birta það í heild, þótt margt sé þar athyglisvert. Kér birtast nokkrir kaflar úr grein- inni, sem almenr.ing varða helzt. Síðar verður e. t. v. biit mtira af þessu efni, ef rúm leyfir. MJOLK OG MJOLKURBU. Allt frarn að síðustu alda- mótum unrtu mjólkurfrarnleið- endur eingöngu sjálfir ú.r mjólk inni. Rjóma- eða mjólkurbú vo: u ekki til, en framleiðendur gerðu smjör, osta og skyr úr mjólkinni. Nýt-t tímabil í íslenzkum mjólkuriðnaði hefst með stofn- un rjómabúa. Fyrsta rjómabúið var stofnað 1900 að Seli í Hruna mannahreppi fyrir forgöngu Ágústs bónda Helgasonar. — Rjómabúum fjölgaði. og urou þau á næstu fimm árum 34. Á þeim tíma var smjör útflutn- ingsvara. Englendingar voru kaupendur og keyptu urn 100 tónn að meðaltali á ári. Orsakir til bess voru aðallega þær, að eftirspurn eftir nýmjólk óx í kaupstöðum, einkum í höfuð- borginni, Reykjavík. Síðan komu mjólkurbúin til sögunn- ar. Fyrsta mjólkurbúið var sett á stofn í Reykjavík árið 1919. Aðalhlutverk þess var að hreinsa og gerilsneyða mjólk til nevzlu í bænum. Nxi eru starf- rækt í landinu tíu mjólkurbú: Mjólkurbú Flóamanna, Selfossi, Mjólkurstöðiú í Rvík, Mjólkur- stoð Akraness, Akranesi, Mjólk ursarnlag Borgfirðinga, Borg'- arnesi, Mjólkurstöð Kaupfélags ísfirðinga, ísafirði, Mjólkur- sámlag -Húnvetninga, Blöndu- ósi, Mjólkursamlag Skagfirð- ínga, Sauðárkróki, Mjólkur- samlag Kaupfélags Eyfirðinga, Akureyri. Mjólkursamlag Þing- evinga, Húsavík og Mjólkur- samlag Kaupfélags Austur- Skaftfellinga, Höfn. Þótt hér séu 10 mjólkurbú er lángt í land, að allir landssnenn clrekki gerilsneydda mjólk. í sveiíum og þorpum býr nær helmingur landsmanna. Þeir neyta cgerilsneyddrar mjólkur eingöngu. En vonandi verður þess ekki Iangt að bíða, að neyzlumiólk verði gerilsneydd í öllum kaupstöðum, kauptxin- um og þorpum, annaðlivort með fulJkomnum gerilsneyðingar- tækjmn eða með ódýrum raf- magnstækjum á þeim stöðum, þar sem íbúar eru það fáir, að fjárliagsástæður leyfa ekki full- komin gerilsneyðingartæki. RANNSÓKN NAUÐSYNLEG. En þott unnt sé að geril- sneyða mjólk og gera hana þannig smitfría, veldur slæm meðferð rýrnun hennar (gerla- gróðri). Mjólk, sem í er veru- legt magn af gerlum (lifandi eða dauðum), verður að teljast skemmd vara, hvað sem allri sýkingarhættu líður. Þess vegna er nauðsynlegt að vita, hvað veldur mjólkurskemmd- um og hvernig unnt er að koma í veg fyrir þær. Þar sem mjólk er seld óger- ilsneydd beint til neytenda, er nauðsynlegt að dýralæknir skoði kýrnar. mánaðarlega með tilliti til júgurbólgu og annarra sjúkdóma. Ennfremur er nauð- synlegt, að læknisskoðun á beimilisfólki fari fram áiiega að minnsta kosti. Mjólk frá slík um framleiðendum þarf að rann saka sem oftast á opinberum rannsóknarstofum, svo að unnt sé . að fylgjast með gæðum mjólkurinnar. Nú bagar svo til, ao opinberar rannsóknarstofur eru aðeins tvær, er annast rann sóknir fyrir heilbfigðisstarfs- starfsmenn og aðra, sem þess óska, þ.e. Atvinnudeild Iiá- skólans og tilraunastöðin að Keldum. Báðar þessar rannsókn arstofur eru í umdæmi Reykja- víkur, og korna þær ekki að not- urn sem skyldi öðrum en þeim, er starfa þar eða í næsta ná- grenni. Er því brýn nauðsyn að fjölga rannsóknarstofum í land inu. svo að allir starfsmenn heilbrigðisstiórnarinnar, hvar sem er á landinu, eigi þess kost að rannsaka eða láta rannsaka mjólk og mjólkurvörur og þær vörur aðrar, sem þeir hafa eftir- lit með. Þá fyrst verður unnt að fylgjast fullkomlega með framleiðslunni og kippa því í lag, sem aflaga fer. FLOKKUN MJÖLKURINNAR. Um 3500 mjólkurframleið- endur leggja mjólk sína inn á áðurneínd mjólkurbú. Hins vegar teljast bændur vera í landinu um 6200. Þeir mjólk- urframleiðendur, sem leggja i ekki mjólk sína inn í mjólk- úfbú, framleiða sjálfir smjör, svonefnt bögglasmjör. Slíkt , smjör er unnið úr ógerilsneydd- um rjóma, en það verður að teljast hæpin ráðstöfun frá heil- brigðislegu sjónarmiði. Heiklarmjóíkiirmagn mjólk- urbúanna (samanlagt) á árinu 1950 reyndist vera 58.828,608 kg, sem er 4.880.209 kg meira magn en á árinu 1955, eða 9.5% auksiing'. í 1. og 2. flokk flokkuðust 56.956.509 kg, eða 3,18%. Á árinu 1955 reyndist 1. og 2. flokks mjólk vera 52.199.264 kg eða 96,76%, og 3. og 4. flokks mjólk reyndist vera 1.749.135 kg, eða 3,24%. 1. flokks mjólk inniheldur allt að 14 millj. gcrla í rúmsm. 2. fíokks nxjólk inniheldur allt að 4 'millj. gerla í rúmsm. : 3. flokks mjólk innihelclúr allt áð 20 millj. gerla í rúmsm, 4. fioliks mjólk inniheldur meira en 20 miilj gerla í rúrnsm. Af þessu sést, að talsvert magn mjólkur flokkast í 3. og 4. flokk en fer stöðugt minnk- andi, enda hlýtur það að vera kappsmál mj ólkurframleiðenda, að framleiða 1. flokks mjólk eingöngu. Matvara, hvaoa nafni sem hún nefnist, verður að vera falleg, hrein, vel lyktandi og bragðgóð. Hún verður — með j öðrum orðum — að falla kaup- endum í geð. Hún verður að vera góð vara, úrvalsvara. VÖRUVÖNDUN. I Vöruvöndun er það atriði, sem mestu varðar í allri fram- leiðslu. Þrásinnis hefur komið í ljós — bæði hér og erlendis — að sala hefur aukizt stórum, hvenær' sem vörugæðin hafa aukizt. Má með réttu segja, að saía eykst í réttu hlutfalli við vörugæðin. Þetta á ekki sízt við um mjólk og mjólkurafurðir. Og ekki má gleyma því, að vöruvöndun verður enn veiga- meiri þáttur framleiðslunnar, þegar offramleiðsla á sér stað. Ef framleiða skal góða vöru, verður að vanda til hráefnis í uppphafi. Til þess að fá úrvals- mjólkurafurðir verður mjólkin, sem nota á til vinnslu, að vera 1. flokks vara. Þar kemur til, kasta mjólkurframleiðenda. Því laðeins geta mjólkurbúin fram- ! leitt úrvalsmjólk og mjólkuraf-. urðir, að mjólkin sé með ágæt- um, er hún berst til þeirra frá framleiðendum. — Þess ber scr^aklega að gæta, að gölluð mjólk blandast ekki góðri og ógallaðri mjólk. Eitt fúlegg eyðileggur stóra eggjaköku. Einn lítri af gallaðri mjólk spill ir stóru keri af góðri mjólk. Það er vegna þessa, að rannsaka. I verður vandlega hvern mjólk- urbrúsa, er berst til mjólkur- i búanna, og endursenda ef inni,- haldið er ekki hreint og órneng- 1 að. Stundum veldur það mis- 1 skilningi og óánægju, er mjólk- : urbú endursenda mjólk. Mjólk- urframleiðandi misvirðir botta við starfsmenn mjólkurbúanna og lætur það stundum bitna á bílstjórunum, sem annast flutn ingana. Slíkt stafar venjulega, af því, að þeir, sem hlut eiga að máli, eru hnútunum ekki nægilega kunnugir. Er því vert að athuga þá nokkru nánar, þ. e.a.s. hvað það er, sem liggur til grundvallar er ræðir um, gæði mjólkur og vöruvöndun. Þegar á fyrsta stigi slíkra at- hugana rekumst við á bakterí- ur, oft kallaðar gerlar. Verðui; sxi reyndin á, að þeir eiga ekki lítinn þátt í þeim erfiðleikum, sem á vegi verða. GERLAR OG GERLA- GRÓÐUR. Þegar horft er á gerla í smá- sjá, getur að líta plöntur. Gerl- Mjólkinni helt úr brúsunum — Ljósm. O. Ó1 ar eru plöntur eins og grasið, sem grær á grænum völlum. En þær eru langt frá því að vera á stærð við stráin, en eru hins vegar hinar smágerðustu plönt- ur, sem vísindin þekkja. Að vísu er heppilegt, að þær skuli vera svo smáar, því að ekkert annað kæmist fvrir á þessari jörð vorri, væri hver einstök þeirra á stærð við gulrófufræ. Sumar plöntur eru til hagsbóta, svo sem alfa-alfa' og smári. Aðr ar eru til óþæginda, t.d. fífill og sóley í túni, enn aðrar bein- línis skaðlegar, svo sem eitur- vafningurinn. Eins og alkunnugt er valda sumar bakteríur (gerlar) sjúk- dómum, og aðrar eru banvæn- ar. Sumar tegundir gerla ger- breyta bragði mjólkur. Þeir gera mjólkina sura, beiska eða. maltkennda. Þeir geta breytt mjólkinni svo mjög, að sllir, sem nevta hennar. fái illt í maga. En þar sc-m ógerlegt er að skilja góðu gerlana frá hin- um, sem verri eru, verður ekki öðru til að dreifa en losna við alla þá gerla, sem eiga ekki heima í mjólkinni. Venjulegar plöntur þróast í sólskin.i og hreinu lofti en gerl- um líður bezt í dimmu, röku og hlýju úrhhverfi. Margir þeirra þróast bezt í mjólk, eink um volgri mjólk. Eins og mjólk kemst næst því að vera hin full- komnasta fæða handa mannleg- um verum, er hún einnig hin ákjósanlegasta fæða flestum tegundum gerla. Ekki er neinn gerill fy.rr kominn í mjólk eti hann tekur að auka kvn sitt, og æxlunin er mjög hröð. GERLUM FJÖLGAR ÖRT. Gerlar æxlast við beina skipt ingu einstaklinganna. Þeir smá þynnast um miðjuna, unz þeir skiptast í tvo hluta, em hvor um sig verður ný fruma. í volgri mjólk tekur þessi skipt- ing oft ekki nema 20—30 mín. Gerum nú ráð fyrir, að hópur af gerlum æxlist með þessum 'hraða. Eftir hálftíma eru hóp- arnir orðnir tveir, eftir klukku- tíma fjórir, eftir einn og hálfan tíma átta, og eftir tvo tíma 16 o.s.frv. Á fimmtán klukkutím- um mundi þessi eini hópur hafa eignazt ,,börn og barnabörn11, svo að mörgum milljónum skipt ir, og enn mundi fjölgunin í bezta gengi. Þar sem gæði mjólkur eru svo nátengd gerlagróðri, vakn- ar sjálfkrafa sú spurning, hvern, ig við megum sigrast á honum, áður en hann verður ofan á i viðskiptum við okkur og þær mjólkurvörur, sem við erum að framleiða. Nú er það ekki eins; erfitt viðfangs og ætla mætti. Ráðstafanir í þá átt eru aðal- lega tvenns konar: 1. a'ð varna gerlum að komast í mjólkina. 2. að stoðva vöxt og viðgang þeirra gerla, senx hafa kom- izt £ hana. LONDON, fimmtudag. Mae- millan, forsæíisráðherra, skýrói. frá því í dag, að það muni ekí: i verða fært að framkvæma al- gjört bann við kjarnorkvxvopn- um. I svari við spurningu í neðri málstofunni sagði Mac- millan, að slíkt bann væri að- eins haegt að framkvæma, ef hægt væri að gera grein fyrii öllu kjarnakleyfu efni, sem framleitt hefði verið til þessa, og áleit ráðherrann það vera ó- gjörning. „Brezka stjórnin álri- ur framkvæmanlegt að setja bann við frekari framleiðsLx kjarnakleyfra efna, ef hægt er að komast að samkomulagi um nægjanlega gott eftirlitskerfh, sagði Macmillan. Jafnaðarmaðurinn Richartl Stokes bað forsætisráðherrann um að skýra frá hver væi i veigamesta mótbára ríkistjóm- arinnar gegn tillögunni um al- gjört bann við tilraunum með1 kjarnörkuvopn í tvö ár. Mac- millan kvað stjórnina, ásamt stjórnum Kanada, Frakklands og Bandaríkjanna, hafa lagl fram tillögu, er gerði ráð fyrir stöðvun tilraunanna sem fyrsta liðar í afvopnunarsamningi. Kvað hann stjórnina álíta þetta beztu aðferðina, þar eð takast mætti að koma á slíkum samn- ingi, mundi það vera veruleg f ramf ör.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.